Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993 25 Matur og kökur -ómissandi í jólaundirbúningniim Smákökubakstur fyrir jól er ein af þessum hefðum sem seint verða aflagðar. Það er misjafnt hvað hver og einn leggur upp úr smáköku- bakstrinum, sumir baka þrettán sortir, aðrir þrjár eöa allt þar á milli. Hér eru nokkrar uppskriftir að klassískum smákökum sem gengið hafa mann fram af manni. Kanilstjömur 200 g flórsykur 300 g möndlur 2 eggjahvítm- 'A msk. sítrónusafi 1 msk. kanfil Stífþeytið eggjahvítumar, setjið þá flórsykurinn saman við og hrærið áfram í 10 mínútur. Setjið möndlur, kanil og sítrónusafa sam- an við. Látið deigið standa og að- eins þoma. Fletjið deigið út og haf- ið það 1 cm þkkt. Mótið stjörnur og látið þær þorna yfir nótt. Bakið við 150° í ca 12 mínútur. Þekið með glassúr, ef vill. Súkkulaði- makkarónur 200 g sykur 200 g hakkaðar heslihnétur 3 kúfaðar matskeiðar kakómalt 4 eggjahvítur 50 g sykur Blandið saman 200 g af sykri, heslihnetum og súkkulaðidufti. Blandið eggjahvítunum saman við, einni í einu og hnoðið. Setjið að lokum 50 g af sykri saman við rétt áður en kökurnar bakast. Mótið toppa með teskeiðum. Bakið við 180° í 15-0 mínútur. Bökunarpappír nauðsynlegur Bökunarpappír er nauðsynlegur þegar verið er að baka smákökur. Þá þarf ekki að þvo plötumar á milli og smyrja. Þeir sem eiga blást- ursofn þurfa ekki að eiga nema 2- plötur (steikargrindina má líka nota ef bökunarpappír er notaður) því meðan einn skammturinn er að bakast má raða á bökunarpapp- ír, jafnstóran plötunum. Takið þá pappírinn með bökuðu kökunum af plötunni og setjið pappír með óbökuðum kökum á og inn í ofn. Þá er hægt að fara í það að taka bökuðu kökurnar af. Pappírinn endist í nokkur skipti svo það er óþarfi að bmðla með hann. Hnoðað og flatt Það er töluvert erfitt og reynir á axlir að hnoða í margar sortir. Fljótlegast er að nota nógu stóran bala eða fat til að hnoða í. Þá er borðiö hreint og minni hætta á að hveiti eða sykur sáldrist um öll gólf. Setjið fatið svo á lægra borð en venjulegt vinnuborð og hnoðið af krafti. Langbest er að hnoða í allar sortimar á einu kvöldi, setja deigið í plast og geyma í kæli til næsta dags. Þá fer sá dagur bara í baksturinn. Kókoshringir 250 g hveiti 250 g smjör 250 g kókosmjöl 250 g sykur 1 egg Hrærið öllui efninu saman. Mótið hringi, t.d. í hakkavél. Bakið í miðj- um ofni þar til kökumar em ljós- brúnar. Smákökur með hnetum og súkkulaói 190 g smjörlíki 170 g sykur 170 g púðursykur 2 egg 340 g hveiti 1 tsk. salt 1 tsk. sódaduft 1 bolli valhnetukjarnar l'Á bolli súkkulaðibitar Hrærið öllu nema valhnetum og súkkulaði vandlega saman. Bland- ið svo valhnetukjömunum og súkkulaðinu saman við deigið. Smyrjið ofnplötuna með smjörlíki og setjiö deigð á plöfima með te- skeið. Bakið í 6-10 mínútur við 185°C. Heslihnetukökur 1 dl hakkaðar heslihnetur Vá tsk. vanillusykur 100 g hveiti 100 g smjör eða smjörlíki heilar heslihnetur til skrauts Blandið öllu saman nema heilu heslihnetunum. Hnoðið vel, mótið litlar kúlur og þrýstið létt á hverja og stingið að lokum heilli hnetu ofan á. Bakið við 150-175° í ca 10 mínútur. Þegar á að baka glæsilega tertu til hátíðar- brigða, búa til smákökur fýrir jólin eða töfra fram dýrlegan eftirrétt á jólaborðið er Síríus Konsúm suðusúkkulaði ómissandi. I uppskriftabæklingum Nóa Síríus, „Bragðsnilld" og „Hafa skal það sem betur bragðast", eru margar leiðir að gleðilegri hátíð. Gleðilegjól. iraai SaÁ.sti iirinn Merkið tryggir Sfrfn* •r-j*1 ^ "f Pr. ~ O V A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.