Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993 27 N Y Maturogkökur Tómatar eru góðir til nióursuðu. Sultað úrtóm- ötum Tómatar eru góðir í alls kyns nið- ursuðu. Ef þeir fást ódýrir er upp- lagt að sjóða niður einhvern slatta, setja í krukkur og gefa vinum og kunningjum. Sinneps- pikkles Hægt er að gera pikklesinn úr öörum grænmetistegundum en til- teknar eru hér. Notið fremur hart grænmeti en mjúkt. 250 g smágúrkur 240 g laukur 250 g gulrætur 250 g grænar baunir 250 g vaxbaunir 1 rauð paprika 1 haus blómkál 250 g smáir grænir tómatar Saltlögur: 2 1 vatn I dl salt Edikslögur: II edik 300 g sykur 3 msk. sinnepsduft 60 g hveiti (1 dl) Hreinsið og skolið allt grænmet- ið. Skerið agúrkur og gulrætur í þunnar sneiðar og baunir í bita. Skerið papriku í strimla. Hlutið blómkáhð í hríslur og pikkið göt á tómatana. Sjóðið saltlöginn og látið hann kólna. Helhð honum yfir grænmet- ið og látið bíða á köldum stað yfir nótt. Hellið saltleginum af og látið renna vel af grænmetinu. Látið suðuna koma upp á edikinu og leggið gulrætur og baunir í og látið sjóða 2-3 mínútur. Takið grænmet- ið upp úr og setjið sykurinn saman við edikið. Blandið kryddi saman við hveitið og hrærið upp með örhtlu af köldu ediki. Hellið jafningnum út í sjóð- andi edikslöginn. Sjóðið í 5 mínútur og hrærið stöðugt í á meðan. Setjið allt grænmetið í edikslög- inn og látið suðuna koma upp. Tak- ið pottinn af hitanum og setjið pikklesinn í heit, sótthreinsuð glös og lokið þeim strax. Geymið á köld- um og dimmum stað. Tómat- og eplamarmelaði 1 kg vel þroskaðir tómatar 1 kg eph 1 stór sítróna 500-700 g sykur sultuhleypir Hreinsið og skohð tómata og eph. Skerið í bita og fjarlægið kjama- húsið úr eplunum og afhýðið. Skol- ið sítrónuna, þurrkið og rífið börk- inn fínt niður. Pressið safann úr sítrónunni. Hakkið eph og tómata eða mauk- ið í matvinnsluvél en ekki of smátt. Hellið í pott með sítrónuberki, sítr- ónusafa og sykri og sjóðið í 10 mín- útur. Hleypið maukið eftir leiðbeining- um á sultuhleypi. Sjóðið og fleytiö froðu burt. Hellið í heitar, sótt- hreinsaðar krukkur og lokið vel. Geymiö á köldum og dimmum stað. Matreiðslubók þessi er gefin út í tilefni af 35 ára afmæli Osta- og smjörsölunnar sf. í þessa bók höfum við valið úrval uppskrifta, sem hafa verið marg- reyndar í tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar. Það er von okkar, að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.