Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 12
28 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993 Matur og kökur Matreiðslubók: Stóra kínverska matreiðslubókin Skjaldborg gefur út fyrir þessi jól Stóru kínversku matreiðslubókina. Bókin er erlend að uppruna, þýdd af Friöjóni Ámasyni og að hluta til unnin hér á landi. Setning og um- brot ér í höndum forlagsins og Prentmet sér um filmugerð. Bókin er prentuð og innbundin í Singa- pore. Bókin er sannarlega stór því hún er 304 blaðsíður. Efni hennar skipt- ist í nokkra kafla; Súpur, Smáréttir og forréttir, Fiskur og sjávarréttir, Fuglaréttir, Meðlæti, Örbylgjurétt- ir, Ábætisréttir og Orðskýringar. Hver uppskrift tekur yfir opnu, upptalning er öðrum megin og stór htmynd til hliðar. Kínversk mat- reiðsla á auknum vinsældum að fagna hérlendis sem annars staðar. Bókin býður upp á marga mögu- leika fyrir áhugafólk í matargerð sem vill prófa eitthvað nýtt. Upp- skriftirnar hér á síðunni eru birtar með leyfi forlagsins. Gufusoðnar rækjur fyrir fjóra Þessi réttur inniheldur ferskar rækjur með akúrkuhýði og er bor- inn fram með sjávarréttasósu. 1 msk. fisksósa 1 msk. vatn 1 msk. vínedik 1 msk. sojasósa 2 tsk. sykur 10 smátt söxuð fersk myntulauf 1 saxaður skalotlaukur salt og pipar 12 ferskar rækjur (nota þarf fleiri ef þær eru smáar) hýði af 1 lítilli agúrku, skorið í lengjur Blandið saman fisksósu, vatni, vínediki, sojasósu, sykri, myntu, skalotlauk og salti og pipar eftir smekk. Hrærið vel saman og látið standa í a.m.k. klukkustund. Kryddið rækjumar með salti og pipar rétt áður en borið er fram. Vefjið agúrkuhýðinu utan um rækjumar og sjóðið þær yfir gufu í 5 mínútur. Berið rækjumar fram sjóðandi heitar með sósunni sem fyrst var gerð. Ábending: Ef akúrkuhýðið er ekki nógu þjált í meðfómm er gott að setja það í sjóðandi vatn í 3-5 sek- úndur. Sósuna má gera rétt áður en rétturinn er borinn fram en hún verður mun bragðbetri ef hún er látin standa um tíma áður. Stökksteikt önd Fyrir 4-6 Þessi réttur er hæfilegur sem aö- alréttur fyrir fjóra eða sem forrétt- ur fyrir sex manns. 2 kg kjöt af önd (eða gæs), tilbúið til matreiöslu 4 msk. maltsykur eða síróp 2,5 dl vatn 12 vorlaukar, skornir í 5 cm ræmur 'h tsk. rauður matarlitur 2 msk. tómatmauk ídýfa: 100 g sykur 4 msk. sætt baunamauk 2 msk. sesamolía 1 dl vatn Þvoið öndina vel og þerrið með hreinum klút. Losið skinnið frá kjötinu með því að þræða fingurna á milli frá hálsi og aftur eftir fuglin- um. Þræðið pijón eða steikartein gegnum fuglinn til að auðveldara sé að halda á honum. Haldið önd- inni yfir vaskinum og hellið sjóð- Bananahálfmáni. Stökksteikt önd. andi heitu vatni yfir hann og þerrið hann síðan með klút. Leysið helming maltsykursins upp í vatni. Látið öndina liggja á grind yfir ofnskúffu og heliið syk- urleginum varlega yfir allan fugl- inn. Endurtakið þetta 3-4 sinnum. Látið öndina síðan standa á köld- um stað í 6-8 klukkustundir eða yfir nótt þar til skinnið er orðið þurrt. Fjarlægið prjóninn og setjið önd- ina á ofngrind. Hitið steikarofn í 200 gráður á Celsíus og steikið önd- ina í 30 mínútur. Veltið henni við á grindinni og steikiö á hinni hlið- inni í 30 mínútur til viðbótar. Leysið upp það sem eftir er af maltsykrinum ásamt tómatmauk- inu og bætið matarlitnum út í. Hell- iö blöndunni yfir öndina og steikið í 30 mínútur til viðbótar. Nú ætti öndin að hafa fengið stökka rauð- leita skorpu. Hitið kínapönnu (wok) og setjið hráefnið í ídýfuna á hana. Sjóðið í 3-4 mínútur þangað til allur sykur- inn er uppleystur og vökvinn er jafn. Berið fram í litlum skálum með öndinni. Takið skinnið af öndinni í hlut- um. Skerið kjötið í sneiðar og gefið skinnið með. Banánahálfmáni Þessi ábætisréttur er nokkuð þurr og er gjaman borinn fram með tei. Deig: 100 g smjörlíki 450 g sigtað hveiti salt á hnífsoddi 1,4 dl vatn Fylling: 3 bananar 2 tsk. sykur kanill á hnífsoddi nokkrir dropar sítrónusafi 1 þeytt eggjarauða Hnoðið saman smjörlíki, hveiti og salti. Blandið vatninu smám saman út í deigið og hnoðið vel um leið. Leggið rakan klút yfir deigið og látið það standa á köldum stað í 30 mínútur. Takið banana úr hýðinu og merj- ið þá með gaffli. Bætið sykri, kaníl og sítrónusafa saman við banana- maukið og blandið vel saman. Stráið hveiti á borðplötu, fletjið deigið út og skerið út í litla hringi. Skammtið bananfyllinguna á deig- kringlumar og brjótið þær í hálf- mána. Lokið brúnunum vel með gaffli. Penslið hálfmánana með þeyttri eggjarauðu og gatið yfirborð þeirra með gaffli. Bakið í ofni við 180 gráð- ur á Celsíus í 20 mínútur þar til hálfmánamir em orðnir ljósbrúnir að ofan. Gufusoðnar rækjur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.