Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993 31 dv Maturogkökur Hvitlauksostahræra er góð með bakaðri kartöflu. Matreiðslubók: Ostalyst 2 Á þrjátíu ára afmæli Osta- og smjörsölunnar árið 1988 var gefin út matreiðslubókin Ostalyst. Það reyndist gífurlega vinsæl bók og hef- ur hún selst í yfir 25 þúsund eintök- um. Því var ákveðið að minnast 35 ára afmæhs Osta- og smjörsölunnar með útgáfu bókarinnar Ostalyst 2. Sem fyrr er það Dómhildur Sigfús- dóttir hússtjómarkennari sem hefur veg og vanda af útgáfu bókarinnar. Allt hráefni er fáanlegt hér á landi og hafa uppskriftirnar verið marg- reyndar í tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar. Guðmundur Ingólfsson í ímynd hefur tekið allar ljósmyndir í bókina en uppsetningu annaðist Auglýs- ingastofan Örkin. Uppsetning og myndir eru mjög glæsilegar. Bókin skiptist í kafla um soð, sósur og sultur, súpur, pasta, salöt, forrétti og smárétti, fisk, meðlæti, kjöt, ábæti, skreytingar og pinnamat. Að lokum er kafli með hagnýtum upp- lýsingum. Með leyfi frá Osta- og smjörsölunni birtast hér nokkrar uppskriftir úr þessari nýju bók. Hvítlauksostahræra 250 g fetaostur, muhnn 'A bolli majonsósa 1 hvítlauksgeiri, pressaður 14 tsk. maijoram % tsk. dill '4 tsk. basil 14 tsk. timían 375 g rjómaostur Setjið allt í blandara þar til hræran er létt og samfelld. Setjið í skál og kælið í a.m.k. 2 klst. Geymist í kæli í viku. Berið fram með kexi eða sprautið í toppa á kex. Berið fram með bökuðum kartöflum. Hægt er að þynna hræruna og bera fram sem ídýfu. Lambahryggur Provencale Fyrir sex Lambahryggur sagaður eftir endi- löngu. Áætiið 2-3 rif á mann. Látið saga hryggjarbeinið á milli rifjanna. salt og nýmalaður pipar Perur Belle Helene. Lambahryggur Provencale. 14 bolli ókrydduð brauðmylsna 4-5 msk. steinselja 1 laukiu-, saxaður 2 hvítiauksrif, söxuð 100 g smjör- Hitið ofninn í 200°. Nuddið salti og pipar á kjötið. Bindið kjötið upp á 2-3 stöðum þvert yfir ef þarf. Setjið kjöt- ið í ofnskúffu og steikið í 30 mín. Penslið yfir kjötið með fitunni í skúffunni eða með smjöri 2-3 sinnum meðan á steikingu stendur. Blandið saman steinsefju, brauðmylsnu, lauk og hvítiauk og blandið í brætt smjör- ið. Takið kjötið út úr ofninum. Takið böndin af kjötinu. Þrýstið fylling- unni á kjötið, ef þarf má bleyta fyll- inguna örlítið meö fitu úr skúffunni. Steikið kjötið áfram í 10-15 mín. Lát- ið kjötið standa í 10 mínútur áöur en það er skoriö í sneiðar á milli rifj- anna. Skeriö varlega svo aö fyllingin detti ekki af. Berið fram með soðnum kartöflum. Perur Belle Helene Fyrir sex 14 bolli sykur 2 boUar vatn rifið hýði og saft úr 1 sítrónu 2 vanillustangir 6 perur, vel þroskaðar Sósa: 120 g suðusúkkulaði 14 bolli rjómi 2 msk. smjör 1 msk. romm Afhýöið þerumar en látið stöngul- inn vera eftir. Penslið sítrónusafa yfir perumar. Raðið þeim í pott. Lát- ið þær standa. Hitið vatn og sykur í öðram potti þar til sykurinn hefur leyst upp. Bætið sítrónuhýði og van- illustöng út í. Sjóðið í 5 mín. Hellið vökvanum yfir perarnar, bætið meiri vökva í ef þarf til að fljóti yfir perurnar. Látið krauma við vægan hita í 10-15 mínútur. Dragið úr hitan- um. Látiö perumar standa í sírópinu þar til þær era volgar. Látið leka vel af þeim. Kælið. Sósa: Hitið saman súkkulaði, rjóma og sipjör þar til það er bráðið. Bragðbætiö með rommi eða öðra víni. Setjið peru (og ís ef vill) á disk og hellið volgri sósunni yfir perum- ar. Berið strax fram. FJALLALAMB HF. Símar 96-52140 og 96-52163, Kópaskeri Hólsfjallahangikjöt Ósvikið íslenskt bragð íslenskur Hagfiskur býður þér í sannkaUaða sjávarréttaveislu um hátíðamar. Pakki 1. 2 kg. úthafsrækja (stór) 1 kg. humar 1,5 kg. hörpudiskur Rétt verð 5.285,-. Hátíðarverð 4.125,-- Pakki 2. 4 kg. úthafsrækja (stór) 2 kg. humar 2 kg. hörpudiskur Rétt verð 9250,-. Hátíðarverð 7.290,-. Ath. hægt er að breyta pökkunum að vild. Pökkum í frostheldar umbúðir og komum í flug útum heim og hvert á land sem er. Ekki má gleyma Þorláksmessuskötunni og saltfisknum. Pantið tímanlega Sími 677040 ÍSLENSKUR HAGFISKUR E) - hagur heimilanna VISA Vesturþýskar alvöruhrærivelar á br®sandi verði! 21.590,- stgr. RflUL Lokuð skál - engar slettur Hræra - þeyta - hnoða - mixa - sjeika - mauka - mylja - hakka - móta - mala - rífa - sneiða - skilja - pressa - og fara létt með þaðí Qóð kjör! iFanix ^Hátúni 6a - Sími 24420 Raftækjaúrval Hæg bílastæði!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.