Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1993, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1993, Síða 21
MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1993 29 Menning Atriði úr kvikmyndinni „Ungu Ameríkanarnir", i aðalhlutverkinu er Harvey Keitel sem hér sést í miðið. Háskólabíó: Ungu Amerlkanamir: ★ ★ 1/2 Leikur við dauðann Ástand breska kvikmyndaiönaðar- ins hefur ekki verið sem best undanf- arin ár. Eyjarskeggjar hafa alveg snúið baki við eigin framleiðslu, sem skiptist nánast eingöngu í tvær fylk- ingar: sjónvarpsframleiddar myndir frá raunsæismönnum eins og Ken Loach, Mike Leigh og Terence Davies eða myndir sem hreinlega eru hann- aðar fyrir bandaríska listbíómarkað- inn og óskarskapphlaupið (Merc- hant-Ivory, Kenneth Brannagh). Ný kynslóð ungra kvikmyndagerð- armanna sker sig úr fyrmefndum flokkum og freistar þess við þröngan kost að framleiða myndir sem höfða til meðal-áhorfandans, þess sem gleypir í sig Hollywoodmyndir. The Young Americans er ein af þessum nýju myndum. Hún er svar leikstjórans og handritshöfundarins Danny Cannon við New Jack City, smart glæpamynd með samfélags- legu ívafi. Harvey Keitel leikur ameríska dóplöggu sem kemur til London til aðstoðar við heimamenn sem skilja ekkert í morðhrynu sem beinist að gömlum ráðsettum glæpamönnum borgarinnar. Keitel er fljótur að tengja þetta samlanda sínum Frazer (Viggo Mortensen), dópsala sem hef- ur hrakist úr landi í leit að fengsælli miðum. Ungir, fátækir og áhrifa- gjarnir stórborgartáningar eru sem leir í höndum Frazer sem notar þá til að fremja voðaverkin meðan hann Kvikmyndir Gísli Einarsson kemur sér fyrir í neðanjarðarhag- kerfinu. Keitel beitir sömu brögðum og ertir sér til aðstoöar ungan bar- þjón (Craig Kelly), fyrst með því að höfða til samvisku hans, seinna til óæðri og sterkari tilfinninga. Cannon getur verið ánægður með frumburðinn, en það vantar dálítið upp á að myndin verði eins marg- þætt og alvörugefin glæpamynd eins og hann ætlar sér. Myndin er einfald- lega ofhlaðin efni. Cannon tekur fyr- ir kyrislóðarbil breska glæpaheims- ins, hvemig ástand hans er spegil- mynd þess bandaríska, bara nokkr- um árum á eftir og hve ólík löggæslu- kerfi þeirra em. Það er líka heilmik- il saga á bak við barþjóninn, kærustu hans og fjölskyldu, Keitel á að baki brostið hjónaband o.fl. o.fl. Mikið af þessu efni er athyglisvert en myndin líður fyrir það að Cannon getur ekki tvinnað saman alla þætti svo gott þyki. Jafnvel færustu handritshöf- undar hefðu ekki verið öfundsverðir að þurfa sjóða þetta allt saman í 100 mínútna pakka. Leikhópurinn er upp til hópa yfir meðallagi. Keitel er traustur en lát- laus og það er nýliðinn Kelly sem Þýskur Ijóðasongur Tónleikar og ljóðalestur voru í Listasafni Siguijóns Ólafssonar í gær, haldnir á vegum félagsins Germaníu og Goethes Institutes. Lesin voru og sungin þýsk og íslensk ljóð. Amar Jónsson, leikari, sá um ljóðalestur. Elsa Waage, alt, og Tómas Tómasson, bassi, sungu við undirleik Davíðs Knowles, píanóleikara. Flutt vora ljóð eftir Johann Wolfgang von Goet- he, Friedrich Schiller, Heinrich Heine, Bertolt Brecht, og ljóðaþýðingar eftir Jón Helgason,. Helga Hálfdanarson, Magnús Ásgeirsson, Matthías Jochumsson, Jónas Hallgrímsson, Steingrím Thorsteinsson, Benedikt Gröndal, Hannes Hafstein, Halldór Laxness, Böðvar Guðmundsson og Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Þorstein frá Hamri. Lög vom flutt eftir Johann Sebastian Bach, Franz Schubert, Carl Friedrich Zelter, Robert Schumann og Kurt Weill. Fyrirkomulag á þessum tónleikum var að Arnar Jónsson las íslenska þýðingu ljóös sem síöan var sungið á þýsku. Þarna vom flutt ýmis kunn- ustu ljóð hinna mestu skáldjöfra á þýska tungu og sungin við tónlist þýskra tónskálda sem ekki finnst samjöfnuður við. Ljóðasöngur stendur hvergi eins djúpum rótum og í Þýskalandi. Þótt hvert ljóð og lag á þessum tónleikum sé alþjóðlega virt og elskað gullkorn hefði mátt vinna margar slíkar dagskrár með þýsku efni jafngóðar. Það var hins vegar gaman að sjá hve ágætar flestar íslensku þýðingarnar vom og hve sambærilegar þær virtust vera um stíl og andagift við frumljóðin. Kvæðalestur Amars Jónssonar var skemmtilega lífrænn en um leið hófsamur og komst þar allt vel til skila. Mörgum lék forvitni á að heyra í hinum unga og upprennandi bassasöngvara Tómasi Tómassynl sem miklar vonir em bundnar við. Tómas brást þeim í engu og söng eins og engill. Meðal þeirra laga þar sem Tómas fór mjög á kostum má nefna Álfakónginn og Tvífarann eftir Schubert. Það má mikið vera ef þessi ungi maður á ekki eftir aö gera garöinn frægan fyrr eða síðar. Elsa Waage átti einnig mjög góðan dag á þessum tónleikum. Söngur hennar var mjög vandaður og þrunginn tilfinningalegri hlýju. Kom það m.a. vel fram í lögum Weills við Ijóð Brechts í lok tónleikanna. Píanóleikur Knowles var yfirleitt góður en þó hefði hann mátt hafa meira vald í Álfakónginum og í lögum Weills. Húsfyllir var á tónleikunum og undirtektir áheyrenda góðar. vekur mesta eftirtekt sem leynivopn Keitel. Rafmagnað samband þeirra hefði átt að vera þungamiðja mynd- arinnar. Tæknilega séö er Cannon með allt á tæm og meira en það og ég er viss um að Hollywood sé þegar farin aö banka upp á hjá honum. The Young Americans (Bresk - 1993) 103 min. Handrit: Danny Cannon, David Hilton. Leikstjórn: Cannon. Leikarar: Harvey Keitel, lan Gien (Mo- untains of the Moon), John Wood (Lady- hawke, Wargames), Terence Rigby, Keith Allen, Craig Kelly, Thandie Newton, Viggo Mortensen (Indian Runner). Metamucil Það er hægðarleikur ... að koma meltingunni í lag með þeim náttúrulegu efnum sem eru í „Metamucil“. Sérfræðingar mæla með Metamucil freyðidufti, í skammtabréfum, sem leysist upp í vatni eða ávaxtasafa. Fæst í öllum apótekum. ff 1 LYF HF. Fyrirtæki og félagasamtök í Reykjavík Styrkir tU nýrra viðfangsefna Atvinnumálancfnd Reykjavíkur lýsir hér meö eftir hugmyndum um ný viðfangscfni fyrirtækja og félagasamtaka í borginni með vísan til reglna nr. 31/1993 um úthlutun styrkja úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Til að verkefnið teljist styrkhæft þarf það að vera: Skýrt afmarkað og tímabundið (ekki til lengri tíma en 6 mánaða) Nýtt viðfangsefni Unnið af fólki af atvinnuleysisskrá í Reykjavík. Þeir sem lengst hafa verið á atvinnuleysisskrá hafa forgang að starfi við verkefnið. Styrkhæf verkefni yrðu unnin á vegum umsækjenda en á ábyrgð Reykjavíkurborgar. Fjárhæð styrks yrði jafnhá þeim atvinnuleysisbótum, er ella hefðu verið greiddar þeim einstaklingum, sem falla af atvinnuleysisskrá vegna þátttöku í verkefninu. Umsóknir skulu sendar borgar- hagfræðingi, Ráðhúsi Reykjavíkur, fyrir 7. desember næstkomandi. Atvinnumálanefnd Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.