Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1993, Qupperneq 22
30
MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1993
Sviðsljós
I hringiðu helgarinnar
Gyöa Björk Hilmarsdóttir, tor-
stöðumaöur félags-, upplýsinga-
og menningamiðstöðvar nýbúa,
er hér ásamt þeim Sylviu Rut Putt-
ha, Sarukarn Janthasen og Sonjai
Sirimekha sem dönsuðu taílenska
dansa fyrir þá sem sóttu Loykra-
tong hátíðina á laugardagskvöld.
Lára Margrét Ragnarsdóttir for-
maður Íslensk-ameríska félagsins
er hér ásamt nýju sendiherrahjón-
um Bandaríkjanna á íslandi, Park-
er Borg og konu hans önnu Borg,
en fyrsta opinbera verkefni þeirra
var að vera gestgjafar á þakkar-
gjörðarmáltíð í Perlunni á föstu-
dag.
Oddur Þorri Viðarsson, 7 ára, var
með mömmu sinni, Ingu Láru
Birgisdóttur, á Bókmenntavöku
Rithöfundasambands íslands í
Ráðhúsinu á föstudagskvöld. Þeg-
ar að umfjöllun um barnabækur
lauk og fullorðinsbækurnar tóku
við, sneri Oddur sér að því að lesa
Oliver Twist.
Borghildur Sverrisdóttir stóð uppi
sem íslandsmeistari í karaoke
þegar úrslitakeppnin fór fram á
föstudag. Hún bræddi hjörtu dóm-
nefndarinnar með laginu Somew-
here out there úr teiknimyndinni
An American Tail. í verðlaun fékk
hún hundrað þúsund krónur og 10
tíma í hljóðveri.
Ásta Guðrún Sigurðardóttir er hér
ásamt manni sinum Árna ísaks-
syni veiðimálastjóra sem átti
fimmtugsafmæli á föstudag. Þau
hjónin héldu upp á það ásamt stór-
um hópi vina og ættingja.
|
Séra Guðmundur Óskar Ólafsson
átti sextugsafmæli á fimmtudag.
Hann er hér ásamt fjölskyldunni,
Páli Vilhjálmssyni, Guðmundi
Óskari Pálssyni, konu sinni Ingi-
björgu Hannesdóttur og dóttur
Guðbjörgu R. Guðmundsdóttur.
Fjölskylda Garðars Cortes var ekki
langt undan þegar hann hélt sína
fyrstu Ijóðatónleika í nærri tíu ár
í Gerðubergi um helgina. Frá
vinstri Garðar Thór Cortes, unn-
usta hans Bylgja Hrönn Björns-
dóttir og Nanna María Cortes.
Jón Magnússon og ísak Sigur-
geirsson hittust í fimmtugsafmæli
sonar ísaks, Áma veiðimálastjóra
á föstudag.
Krakkarnir í Hjallaskóla í Kópavogi voru orðin svolítið þreyttir þegar
DV kom til þeirra á laugardag enda voru þeir þá búnir að vera að læra i
30 tíma. Námsmaraþonið héldu þeir til að safna sér fyrir utanlandsferð
til Danmerkur næsta vor og um leið undirbjuggu þeir sig betur undir
jólaprófin sem eru á næstunni.
Rita Bach og stöllur hennar í Ullarselinu á Hvanneyri spunnu ull og
sýndu íslenskt handverk í Kringlunni um helgina. Rokkurinn vakti mikla
athygli vegfarenda enda ekki margar konur sem kunna að spinna í dag.
Steingerður Daníelsdóttir, Ingveld-
ur Sævarsdóttir, Valgerður Ás-
mundsdóttir og Júlíana Tryggva-
dóttir starfa allar í bókaverslunum
og voru að kynna sér jólabókaút-
gáfu Máls og menningar á föstu-
dagskvöld. Nú eru flestir farnir að
telja dagana til jóla og hafinn er
mikill annatimi hjá verslunarfólki
og þá ekki sist starfsfólki bóka-
verslana.
A Loykratong hátíðinni, sem hald-
in var í miðstöð nýbúa á laugar-
dagskvöld, voru að sjálfsögðu
dansaðir taílenskir dansar sem
eru mjög ólíkir íslensku þjóðdöns-
unum. Bæði eru búningarnir fín-
legri og litríkari en þeir íslensku
og hreyfingarnar byggjast miklu
meira á fínlegum handahreyfing-
um.
CGEIIWOINjlÐlUIH
VALTÝSSON
(GElRMlUlklÐBR
EF EINHVER KANN TOKIN A
SVEIFLUTÆKNINNI PÁ ER ÞAÐ
GEIRMUNDUR OG HANS
FUÁLPARKOKKAR
GEIRMUNDI TIL AÐSTOÐAR Á ÞESSARI
FRÁB/ERU PLÖTU ERU M.A.
HELGA MÖLLER. ARI JÓNSSON.
GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR.
SIGRÚN EVA ÁRMANNSDÓTTIR
OG GUÐLAUG ÓLAFSDÓTTIR
OHm 'EAGINAESSCOIN
CÓMÁR ftMMUR (G'Á'rm'PEF
ÁPESSUM DISKI ER SKÖPUÐ
STEMNING
FJÖLSKYLDUSKEMMTUNAR Á
AÐVENTU PAR SEM ÝMSIR GESTIR
KOMA FRAM EFTIR
ÁRANGURSRÍKA LEIT AÐ
GÁTTAPEFI SEM HEFUR VERIÐ
TÝNDURí MARARDALí
HENGLINUM í 20 ÁR
JAPIS
BRAUTARHOLTI & K-RINGLUNNI ©IMI