Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1993, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1993, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÖVEMBER 1993 Utlönd Þrír öryggisverðir Michaels Jacksons reknir fyrir hnýsni: Sáu myndir af berum börnum - verðimir hafa lýst lifnaðinum hjá Jackson í sjónvarpsviðtali Stórpopparinn Michael Jackson hefur rekið fimm öryggisverði úr þjónustu sinni vegna þess að þeir gerðust of hnýsnir um einkahagi hans. Öryggisverðirnir sögðust í sjón- varpsviðtali hafa fundið myndir af berUm börnum í íbúð Jacksons. Þá sögðu þeir að næturlíf hefði oft verið fjörugt hjá honum og þá böm verið viðstödd. Þessar uppljóstranir koma sér afar illa fyrir Jackson. Búið er að hafna kröfu um að máli á hendur honum fyrir kynferðis- lega misnotkun á 13 ára dreng verði yísað frá. Verður poppar- inn að koma fyrir rétt um leiö og hann sleppur úr með- ferð vegna of- neyslu verkjalyfja. Framburður öryggisvarðanna veikir stöðu Jacksons og þeir hafa bitið höfuðið af skömminni með því Michael son. Jack- að kæra hann fyrir ólöglegan brott- rekstur úr vinnu. Nokkur hiti er því hlaupinn í mál Jacksons eftir að hann hvarf sjónum manna og fór í meðferðina. Jackson á auk þessa í útistöðum við myndatökumann sem var í þjón- ustu hans. Jacksons segir að töku- maðurinn hafi selt myndir af sér í leyfileysi og krefst bóta. Lögmaður Jacksons segir þó að fresta verði öll- um málarekstri fyrst um sinn vegna krankleika síns manns til líkama og sálar. Reuter Finnski jólasveinninn Heikki Martikainen brá sér til Japans nú fyrir jólin og heilsaöi þar upp á ungan samúræja. Japanski stríðsmaðurinn hefur nú svipuðu hlutverki að gegna og sveinki. í Japan er að finna marga helstu og dyggustu aðdáendur hins finnska sveinka. Simamynd Reuter Nýjar upplýsingar úr dagbók stjömuhórunnar Heidi Fleiss: Hver nótt hjá dóttur Peters Sellers kostaði 400 þúsund „Ég geri ráð fyrir að nafn mitt hafi átt stóran þátt í hvað ég gat verðlagt mig hátt,“ ságði Veronica Sellers, dóttir leikaranna Peters Sellers og Britt Ekland, í viðtali sem birtist í Bretlandi um helgina. Hún hefur nú viðurkennt að hafa stundað vændi á vegum Heidi Fleiss í Hollywood og krafist jafnvirði 400 þúsunda íslenskra króna fyrir nótt- ina. Starfsemin hjá Heidi Fleiss var stöðvuð fyrr á árinu og vöktu upp- ljóstranir hennar um vændi í Holly- wood mikla athygli. Þá þegar var Veronica Sellers orð- uð við vændið en bæði hún og Heidi báru af sér sakir og sögðust aðeins hafa ieigt íbúð saman. Nú er hins vegar ljóst af dagbókum Heidi að hún hafði Veronicu í þjónustu sinni og seldi hana dýrt. Að sögn voru þaö einkum ríkir arabar sem hrifust af Veronica Sellers notaði sér frægð- ina tll að græða á vændi. dóttur eins frægasta gamanleikara kvikmyndasögunnar. Eftir að vændið hjá Heidi Fleiss komst í hámæli höfðu menn einkum hug á að vita hvort frægir karlleikar- ar í Hollywood hefðu verið meðal fastra viðskipavina. Langaði því marga til að vita hvaöa nöfn væru í svartri minnisbók Heidi. Nú bendir flest til að hórumamman Heidi hafi einkum haft fé af auðmönnum sem vildu njóta einhvers af hinu ljúfa lífi í Hollywood. Veronica viðurkenndi berum orð- um í áðumefndu viðtali að hún hefði verið vændiskona hjá Heidi Fleiss. Hún sagði að sig hefði vantað pen- inga enda hefði hún aðeins fengið jafnvirði 60 þúsund íslenskra króna í arf eftir foöur sinn. Þá hefði stjúp- inn Rod Stewart verið mjög naumur á fé meöan hann og Britt Ekland voru í hjónabandi. Veronica hafi því aðeins haft af frægu nafni að státa en engum peningum. GATTveraað fallaátíma Edouard Balladur, for- sætisráðherra Frakklands, segir í viðtali við bandaríska blaðið Was- iúngton Post i dag að Frakkar séu n.iðubúnir að gefa eftir í deilumálunum sem tefja fyrir nýjum GATT-samningi en tíminn sé að renna út. Balladur hvetur stjórn Clintons Bandaríkjaforseta til að breyta afstöðu sinni til viöræðnanna tii að koma til móts viö nýjan sveigj- anleika Frakka í deilunni um nið- urgreiðslur landbúnaöarvara. Franski ráðherrann segir að samningamenn Bandaríkjanna og Evrópubandalagsins verði að ná drögum aö samkomulagi t þessari viku. Ríkisstjórnir land- axrna gætu þá farið yfir sam- komulagið áður en lokafrestur- inn rennur út 15. desember. Fátækir Svíar hafaekkiefniá nýjumfötum Nærri gögm* hundruð þúsund Svíar hafa ekki efni á að kaupa sér ný föt og verða að gera sér notuð aö góðu. Álíka margir sjá ekki dagblað á hverjum degi. Lít- iil hópur kemst ekki til tanniækn- is einu sinni á ári vegna auraleys- is. En þeir eru næstum því ein miiljón Svíarnir sem hafa ekki ráð á vikuferð í sumarleyfinu. Þétta kemur fram í könnun á vegum félagsfræðistofhunarinn- ar í Umeá þar sem reynt var að komast að því hvaða lífsgæði Svíar teldu nauðsynleg. Efst á lista voru heilsugæsla, simi, heimilistrygging og matur að minnsta kosti einu sinni á dag. Konur í buxum sendarheimí Svasílandi Utanríkisráðuneytið í Afríku- ríkinu Svasílandi hefur tekið upp á því að senda þær konur heim sem þangað koma í buxum. Ráða- menn segja að þær verði að klæða sig í pils ef þær vfija að embættis- menn sinni þeim. Philemon Dlamini ráðuneytis- stjóri staðfesti í gær að buxna- banninu væri framfylgt afstarfs- mönnum gestamóttöku ráðu- i neytisins en hann vildi ekki tjá sig úra ástæður þessa. Arafatfarinnog andar léttara Yasser Ara- fat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu, PLO, er farinn frá Danmörku og getur lögregla landsins þá loksins and- að léttara. Arafat og fyigdarliö hans flugu burt í einkaþotu sinni í gærkvöidi. Lögreglan var á nálum i rúman sólarhring við að gæta PLO leið- togans og var raikill fjöldi lög- regluþjóna, bæðii og án einkenn- isbúnings, kallaöur til Arafat heimsótti danska þingið í gær, ræddi við Niels Helveg Petersen utanríkisráöhcrra, Helle Degn, ráðherra þróunar- mála og Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra auk þess sem hann hehnsótti Margréti drottn- ingu I Amalíuborg. TT, Reuter, Ritzau Cosbygagnrýnir blökkumenn Bandaríski skemratíkraft- uríxm BiB Cosby segir að imynd blökku- mannaíbanda- rísku sjónvarpi hafi Iitið breyst og aö enn sé lit- ið á þá sera „lifandi skríparaynd- ir“. „Þeir sem búa þetta til aka frambjá blökkumannabyggðum og sjá hórmangarann, eitursal- ann og gökustrákana. Þeir sjá aldrei móðurína og fóðurimi uppi á lofti sem leggja hart aö sér af því að þeir vilja ekki sjá þau,“ segir Cosby í viðtah i nýjasta tölublaði Newsweek. Og hann segir að svartir höfundar láti líka svona frá sér fara. Vantreysfa bæði blaðamönnum ográðhemim Almenningur á Bretlandi treystir blaðamönnum jafn lítið ráöherrum í ríkisstjórninni til að segja sannleikann, að því er segir í skoðanakönnun sem birtist í blaðinu Times í gær. Læknar og kennarar eru hins vegar þær starfstéttir sem Bretar treysta hvað best en næst á eftir koma prestar og aörir kirkjunnar menn. Að sögn Times hefur mesta breytingin oröið á traústi al- mennings til blaðamanna en að- eins tíu prósent aöspurðra telja þá segja sér sannleikann. Þeir vermdu neðsta sætið með ráð- herrum. Geislamenguð- um ef num stolið íLitháen Viktor Sjevaldín, forstjóri Igna- lina kjarnorkuversins í Litháen, óttast að starfsmenn sínir hafi stolið geislavirkum efnum úr verinu. Að sögn danska blaðsins Berlingske Tidende i gær hefur sjö metra langt málmrör með geislavirku eldsneyti horfið. Jann Sjursen, orkuráöherra Danmerkur, sagði í Litháen um helgina að ioka ætti kjamorku- verinu þar sem öryggiseftirliti þar væri ábótavant. Hann sagöi að í tveggja tíma heimsókn í verið heiði hann feng- ið í sig jafn mikla bakgrunns- geislun og merrn fá á tveimur dögum viö eðlilegar aðstæöur. Litháar fá um áttatíu prósent raforku sinnar frá Ignalina og þeir hafa ekki efni á að loka því. Auken sakaður umaðblekkja Svend Au- ken, umhverf- isráöhema Danmerkur, hefur verið sakaður um að- gefa þingheimi villandi upp- lýsingar og skýla sér á bak við Evrópubanda- lagið vegna ákvörðunar um að staðsetja umhverfisstofnun EB í Kaupmannaliöfn. . Flokksbræöur Aukens í jafnað- armannaflokknum, stjórnarand- staðan og atvinnurekendur eru æfareiöir yfir þvi að Risö skyldi ekki hafa orðið fyrir valinu en þar er mikil sérfræðiþekking í umhverfismálum samankomin. Auken neitaði því í þinginu að gengið yrði framhjá Risö. Reutcr, Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.