Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1993, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1993, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1993 Fréttir Aldrei lagt hald á meira magn af amfetamíni: Fíkniefni fyrir um 700 milljónir á götunni á ári Dóp úr ifmferð á undanförnum árum 20000 15000 10000 50001 Annað — magn í grðmmum — '90 '91 '92 '93 i Marijúana 73 94 331 82 i Hassolía 0 7 0 42 i Kannabispl.* 15 40 36 39 LSD** 58 5 91 69 Heróín 0 0 0 2 * Fjóldi plantna ■90 '91 92 '93 90 '91 92 '93 ’90 '91 '92 '93 »* Fjöldi skammta .... 130 millj. 100 - 0 '90 91 92 * Þat> sem aí er érinu '93* Ætla má að fíkniefnamarkaðurinn hafi velt 650 milljónum króna á þessu ári miðað við 700 milljónir í fyrra. Er þá gengið út frá þeim forsendum að fíkniefnalögreglan, Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli og aðrir tollverð- ir og lögreglumenn nái að leggja hald á 15 prósent þess efnis sem smyglað er til landsins. Einnig er gengið út frá því að hægt sé að drýgja sum efn- anna sem hald hefur verið lagt á. Þannig er hægt að fá meiri verðmæti út úr þeim ef þau eru rík að „gæð- um“. „Það hefur oft verið sagt að við náum að leggja hald á 10 til 15 pró- sent þeirra efna sem koma til lands- ins. Hvort það er rétt þori ég ekkert að segja um en það er augljóst að við náum ekki að stoppa nema brot af Guðmundur Baldursson lögreglu- fulltrúi við hluta þeirra fikniefna sem lagt hefur verið hald á í ár. DV-mynd Sveinn því sem kemur til landsins," segir Guömundur Baldursson, fuhtrúi hjá fíkniefnalögreglunni. Að gefnum þessum forsendum og með þeim var- nöglum sem Guömundur slær eru fyrmefndar tölur fengnar. Samkvæmt graflnu á síðunni má sjá að lagt hefur verið hald á svipað magn af hassi í ár og í fyrra. Hins vegar er töluverð aukning á innfluttu magni af hassi ef þetta og seinasta ár er borið saman við næstu tvö árin þar á undan. Svipaða sögu er að segja af innflutning á amfetamíni. Algjört metár er í ár þegar haid hefur verið lagt á 3,3 kíló í samanburði viö rúm- lega hálft annað kíló næstu tvö ár þar á undan og einungis um 200 grömm árið 1990. Guðmundur segist ekki hafa aðrar skýringar á reiðum höndum hvað varðar þessa aukningu á amfetamín- inu en þá að vinsældir þess virðist vera að aukast. Hins vegar segir hann að samdrátturinn í kókaíninu úr tæplega 1,3 kílóum í 14 grömm skýrist nokkuð af efnahagsástand- inu. Um dýrt efni sé að ræða. Kannabisplöntur og annað sem lagt hefur verið hald á hefur hins vegar að mestu leyti fundist við hús- leitir hjá fastakúnnum flkniefna- deildar og annarra lögregluembætta. Verðmæti þeirra efna er ekki reiknað með í þeirri upphæð sem nefnd var hér fyrst. Skýringuna á þessum góða árangri undanfarin tvö ár segir Guðmundur að megi sennilega fmna í góðu sam- starfi fíkniefnadeildar og tollgæslu. Þeir hjá fíkniefnadeild hafi orðið var- ir við að mjög hafi slegið á framboð á fíkniefnum þegar nokkur kíló af hassi og nokkur hundruð grömm af amfetamíni fundust á tveimur mönn- um við komu til landsins í sumar. í kjölfar handtöku þeirra hafi fjöldi manna verið úrskurðaður í gæslu- varöhald og fíkniefnalögreglan tahð sig hafa upplýst innflutning á fimm kílóum af amfetamíni og 20 kílóum af hassi. Þótt tekist hafi að leggja hald á nokkuð mikið magn af fíkniefnum á þessu ári og árangurinn hafi aldrei verið jafngóður, ef undan er skilið seinasta ár, er rétt aö taka fram að enn lifa nokkrir dagar af því. „Ég held að þetta sé ósköp venjulegt ár en ég hef trú á því að það eigi eitt- hvað eftir að skila sér því desember er markaðstími fyrir þetta. Páskar og jól eru vertíðir í þessum bransa," segir Guðmundur. -pp í dag mælir Dagfari Komnir í jólafrí Það var mikill handagangur í öskj- unni niðri á þingi síðustu dagana. Langir og strangir fundir, samn- ingaþref og hrossakaup og svo fór að lokum að menn skildu sáttir að kalla. Ekki var að heyra að mönn- um væri fast í hendi að koma mál- um í gegn eða koma málum ekki í gegn. Hitt var meira um vert að komast í jólafrí, enda veitir þeim ekki af, þingmönnunum okkar að slappa af eftir að hafa þurft að stunda þingið og mæta til vinnu allt frá því í október. Þá má heldur ekki gleyma því aö með því að taka jóhn snemma og taka sér frí á milli jóla og nýárs og mæta svo aftur til vinnu í lok jan- úar gefst þessum fyrirmönnum þjóðarinnar tækifæri til að hugsa og hugsa vel. Þegar menn sitja á þingfundum löngum stundum og þrjá mánuði í einu gefst enginn tími til að hugsa og undir lokin, nú síðustu dagana, er allt á hvolfi og menn gera ekki annað en að rétta upp hendumar hugsunarlaust, eins og flokkurinn þeirra gerir ráð fyrir og hagsmunir þjóðarinnar gefa tilefni til. Að öðru leyti hugsa menn htið sem ekkert og hafa eng- an tíma fyrir íjölskyldur sínar og hugðarefni og þetta er einn ahs- heijar andskotans þrældómur, sem verðskuldar langt og gott jólafrí umfram það sem aðrir venjulegir borgarar geta ætlast til. Aðrir þegnar þessa þjóðfélags vinna að vísu langan dag og stunda sín störf fram á Þorláksmessu og verða síðan að mæta aftur strax á mánudag eftir jóhn og þurfa sömu- leiðis að vinna allan janúarmánuð eins og lög gera ráð fyrir, en sá er munuriiíh að annað fólk, sem ekki hefur verið kjörið á þing, treystir sér til að undirbúa jólin og hugsa um leið og það stundar sína vinnu. Það er til of mikils mælst að þing- menn leggi það erfiði á sig og þess vegna veitir þeim ekki af fríinu. Enda þótt þeir hafi rifist um það síðustu dagana hvenær þinginu skyldi ljúka voru þó þingmenn sameinaðir í því átaki að gefa sjálf- um sér og flokkum sínum veglega jólagjöf. Ahr nema bannsettar kerl- ingarnar í Kvennalistaframboðinu. Þær voru á móti jólagjöfinni, þær voru á móti þvi að flokkamir sam- þykktu þá heimild inn í skattalögin að gefa hveijum þeim sem vih gefa flokkunum peninga frádrátt frá skatti sem nemur gjöfinni til flokk- anna. Það mátti nú ekki minna vera en þingmennirnir okkar hjálpuðu upp á þessar sakir og greiddu fyrir því að einstaklingar og fyrirtæki gætu gaukað ofurhtlum peningum að flokkunum sínum, sem þeir mega svo draga frá skattinum sínum. Eftir aht sem flokkarnir eru búnir að gera fyrir þessa menn! Og eru ekki stjórnmálaflokkamir á flæöi- skeri staddir eins og aðrir minni- máttar í þjóðfélaginu? Hvaða céttlæti er í því að fólk gefi til hknarmála og hvaða rétt- læti er í því að Háskóhnn og Rauði krossinn geti rekið spilakassa og dagstofur um ahan bæ og græði á tá og fingri meðan stjómmála- flokkarnir eiga engan kost á neinni ölmusu? Það er engin sanngirni í þessu og stj órnmálaflokkarnir sinna mannúðarmálum að því leyti að þeir greiða fyrir bágstöddum fyrirtækjum og hjálpa einstakhng- um sem leita á náðir þeirra og ahir þessir bágstöddu aðilar greiða síð- an flokkunum atkvæði sitt í sam- ræmi við greiðana. Hvers vegna skyldu þá ekki flokkarnir njóta góðs af framlögunum sem þeir fá frá nauðstöddum, sem nauðstaddir njóta góðs af líka? Jólagjöfin í ár er frá stjórnmála- flokkunum til stjómmálaflokk- anna, sem fengu líka í skóinn frá jólasveininum hækkuð framlög til þingflokkanna og skyldukaup rík- isins á bágstöddum blöðum, sem flokkamir gefa út, var harður au- kapakki í kaupbæti fyrir vel unnin störf flokkanna að mati flokkanna. Og svo fá bágstaddir skjólstæðing- ar flokkanna jólagjöf í þessum jólg- jöfum með því að geta lækkað skattana sína sem gjöfinni nemur. Þannig að gjöfin kostar ekki neitt nema auðvitað ríkissjóð sem hefur gripið til þess ráðs að hækka skatt- ana á öðmm til að vega upp á móti tapinu sem hlýst af ölmusunni til flokkanna. Já, þeir hafa unnið til jólafrísins, þingmennimir okkar með því að semja um það sín í mihi að komast í jólafrí með því að úthluta gjöfun- um jafnt á milli flokkanna, sem féhust á að flýta fyrir jólafríinu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.