Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1993, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1993, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1993 CD standur TM - HÚSGÖGN Siðumúla 30 - simi 68-68-22 OPIÐ MÁNUDAGA-FÖSTUDAGA 9-18 LAUGARDAGA KL. 10-17 SUNNUDAGA KL. 14-17 Útlönd dv Domino’s Pizza greiðir milljarða 1 skaðabætur: Ábyrgist ekki heimsendingu Domino’s pitsufyrirtækið í Banda- ríkjunum hætti í gær að tryggja heimsendingu innan þijátíu mín- útna í kjölfar úrskurðar kviðdóms um að fyrirtækið skyldi greiða 78 milljónir dollara eða sem svarar fimm og hálfum milljarði króna í skaðabætur vegna umferðarslyss. Heimsendingarþjónusta fyrirtækis- ins er sögð vera völd að tugum dauðsfalla og umferðarslysa. Kviðdómurinn gerði Domino’s að greiða bæturnar til konu í St. Louis sem hefur kvartað um stöðuga verki í höfði og baki eftir að átján ára pitsu- sendill ók á hana. Pilturinn hafði farið yfir á rauðu ljósi til að komast Tæptá meirihluta Milosevics Serbíuforseta Slobodan Mi- losevic Serbíu- forseti og Sós- íalistaflokkur hans eiga litla möguleika á þvíaðnáhrein- um meirihluta á þin’gi lands- ins eftir kosningamar á sunnu- dag, samkvæmt nýjustu tölum. Þegar búið var að telja 95 pró- sent atkvæðanna í gærkvöldi var útlit fyrir að flokkur forsetans fengi 123 þingsæti af 250. Vuk Draskovic, leiötogi sfjórn- arandstööufylkingarinnar DEV- OS, lýsti yfir sigri og sakaöi sós- íalista um kosningasvind]. Endanleg úrsht kosninganna verðakunnsíðarídag. Reuter á áfangastað í tíma. Thomas Monaghan, forstjóri Dom- ino’s, sagði á fundi með fréttamönn- um að fyrirtækið hefði ákveðið að leggja þessa umdeildu heimsending- artryggingu niður, enda þótt úr- skurður kviðdómsins væri „ekki í samræmi við staðreyndir málsins", eins og hann orðaði það. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dom- ino’s, stærsta pitsuheimsendingar- fyrirtæki Bandaríkjanna, hefur verið sótt til saka fyrir umferðarslys. Ekki er lengra síðan en í maí á þessu ári að fyrirtækið samþykkti að greiða tæpar 200 miUjónir króna í bætur vegna konu sem lét lífið í árekstri Óveður gerði mikinn usla í Vest- ur-Evrópu í gær og létu að minnsta kosti þrír lífið í suðurhluta Þýska- lands. Þá var sjúkrahúsum og skól- um lokað víða um álfuna. í Frakklandi fór TGV-hraðlest á 300 kílómetra hraða út af sporinu noröan við París en vagnamir héldust á rétt- um kiU og engin alvarleg meiösl urðu á farþegum. Rigning er talin hafa valdið því að lestin fór út af. Þyrlur hoUenska flughersins urðu að koma til bjargar íbúum í tveimur þorpum sem voru undir vatni eftir að áin Maas flæddi yfir bakka sína. Vatnið í ánni hafði ekki veriö meira frá árinu 1926. Spáð var áframhald- við pitsusendil. r Saimkvæmt blaðafregnum hefur Domino’s átt í málaferlmn vegna heimsendingarþjónustu sinnar frá árinu 1986 og bara á árinu 1988 voru tuttugu manns sagðir hafa týnt lífinu vegna stefnu fyrirtækisins. Það þýðir eitt dauðsfaU á hveijar 11,5 miUjónir seldra pitsa það árið. Domino’s var stofnað árið 1984 og stefnan var að gefa pitsurnar ef þær kæmust ekki í hendur viðskiptavin- arins innan 30 mínútna. Á síðari árum hefur hins vegar verið farið inn á þá braut að veita um 200 króna afslátt á hveija pitsu sem kemur of Seint. Reuter andi rigningu á þessum slóðum í dag og á morgun. Moseláin var í miklum vexti í Trier og gerði lögreglan áætlanir um að flytja íbúa í einu hverfi hennar á brott ef hætta væri á flóði. Vatnavextir í ám oUu neyðará- standi víða, svo sem í Saarbriicken, þar sem árlegur jólamarkaður fór aUur undir vatn, og í bænum Cham, nærri landamænmum að Tékklandi. Þá voru verstu flóð í sunnanverðri Belgíu í rúm sextíu ár, m.a. í borg- inni Dinant. „Ég hef aldrei uppUfað svona slæm flóð,“ sagði Antoine Tixou, borgar- StjÓriíDÍnant. Reuter Á síðasta ári voru 750 Banda- ríkjamenn drepnir við vinnu sína. Fjöldi morða á vinnustað nálgast ófluga dauösföU af slys- fömm og hafa yfirvöld ákveðið að grípa í taumama. Þó er vitað að ekki féUu fleiri fyrir morð- ingjahendi við vinnu sína í fyrra en mörg undafarin ár. Morö á viimustöðum eru ýmist rakin til deilna milU starfsmanna eða þá aö ofbeldismenn ráðast á vinnandi fóUt og drepa það. Þann- ig hafa póstmenn orðiö Ula úti vegna tíðra árása á pósthús. Packwood: Þingmaðurðnn breyttiupptöku DómariímáU Bob Packwood, öldungadeild- arþingmanns ffá Oregon, segir að hann hafi breytt seg- ulbandsupp- tökum af dag- legum rekstri á skrifstofu sinni. Dómarinn úrskurðaði aö þing- maðurinn yröi að láta af hendi upptökurnar og dagbækur sínar vegna rannsóknar á þrálátum sögum um kvennafar. Þar á meðal hafa nokkrar kon- ur kært Packwood fyrir kynferð- islega áreitni og hann átti að sögn vingott viö tugi starfskvenna bandarísku öldungadeildarinnar.* Svíar vilja beita sér í danskri iandhelgi Sænska strandgæslan hefur farið fram á að fá að senda varð- skip sín á eftir landhelgisbijótum inn í danska landhelgi. Til þessa hafa gUt strangar reglur um að hvort ríki gæti lögsögu sinnar. Þetta hafa veiðiþjófar notaö sér og oft sloppið undan réttvísinni á Eyrarsundi með þvi aö flýja yfir á danskt yfirráöasvæði. Danir eru að athuga mátaleitan frænda slnna austan sundsins og hafa hug á aö fá sama rétt í sænskri landhelgi. Auglýsteftir flensusjúkum Læknir við danska ríkisspítal- ann í Kaupmannahöfn hefur aug- lýst eftir flensusjúklingum og vfil fá að ræða við þá um veikina. Flensan hefúr farið sem eldur í sinu um Danmörku siðustu vikur og lagt mar gan kappann í rúmið. Læknirinn vill fá að vita hvern- ig er að vera veikur af fiensu og hvort ýmis lyf, sem reynd hafa verið til að slá á pestina, hafi ein- hver áhrif. Læknirinn vfil fá 24 hressa sjúklinga tU samstarfs. Dauði læknirvill veragóður Bandaríski læknirinn Jack Kevorkian, sem vestra gengur undir nafninu Dauði læknir, er nú ftjáls ferða sinna enda er hann búinn að lofa að aöstoða ekki fleirí sjúklinga við sjálfs- morð meðan verið er að rannsaka mál hans. Ðauði læknir hefur hjálpað flölda helsjúkra manna yfir móðuna miklu með sérstakri sjálfsmorösvél. Ársgamall munaöarlaus drengur grætur í rúmi sínu á sjúkrahúsi í Sarajevo, höfuðborg Bosníu, þar sem hann bíður eftir læknismeðferð. Ekki er vitað hvað hann heitir en starfsfólk sjúkrahússins kallar hann Deni. Það vill halda drengnum sem lengst innl á sjúkrahúsinu svo ekki þurfi að senda hann á munaðarleysingjahæli í borginni. Símamynd Reuter Óveður í Vestur-Evrópu: Þrír fórust og borgir á floti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.