Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1993, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1993, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1993 19 ÞVOTTAVEL FE-54 39.900- STGR. - AFBORGUNARVERÐ KR. 42.000- Bókmenntir Gísli Sigurðsson Eins og áður segir eru hér margar limrur saman komnar í einni bók, þó ekki nema tvær á hverri síðu þannig að nóg loft er í kring ef lesend- ur vilja skrifa hugleiðingar sínar um ljóðin jafnóðum hjá sér. Fer ofl vel á því, einkum ef menn finna villur sem þó er ekki mikið um eins og áður segir. Mér til undrunar og nokkurra vonbrigða sá ég fljótt við lestur þess- ara limra að margar þeirra voru ekki nógu efnismiklar fyrir minn smekk. Sumar virðast eiginlega ekki vera um neitt og lýsa einhveiju sem ekki er hægt að hugsa sér með góðu móti, líkt og limrur sem ég hef lesið í A Book of Nonsense frá 1862, og er þaö mikill skaði. Dæmi um þetta er Önn- ur riddarasaga: Frú Rannveig kom ríðandi’ á ketti svo roggin, þótt að henni setti mjög kröftugan grát þegar kötturinn át hana alla á einu bretti. Hér sér hver lesandi að köttur get- ur ómögulega étið frú Rannveigu á PólKískur jámkarl Menning ELDSMIÐJU 8110-20 sjálfsagðan hluta af starfi þingmanna. í bókinni segir frá helstu málum sem Matthías hefur fengist við á ferli sínum sem þingmaður og ráðherra í tveimur ríkisstjómum. Þar reis hæst útfærsla fisk- veiðilögsögunnar í 200 sjómílur. Matthías átti lengi í hatrömmu stríði um þingsæti Bókmenntir Elías Snæland Jónsson við samflokksmann sinn, Þorvald Garðar Kristjáns- son. Því lauk með sigri Matthíasar. Forystumál Sjálfstæðisflokksins fá hér ítarlega um- fjöllun. Matthías var einn þeirra sem vildu fá Styrmi Gunnarsson sem formann flokksins. Hann telur nú- verandi formann „halda um sig heldur hvimleiöa hirð sem hann virðist draga ískyggilega dám af.“ Þá gagn- rýnir hann þróun í einræðisátt í þingflokknum og seg- ir að þar sé andrúmsloftið ekki gott. Núverandi samstarfsmenn sjálfstæðismanna, kratamir, fá fóst skot í bókinni. Matthías átti lengi í hörðum slag við krata vestur á ísafirði og hann hefur ljóslega skömm á ýmsum núverandi og fyrrverandi forystumönnum Alþýðuflokksins. Hann kveðst „óttasleginn og áhyggjufuUur vegna framtíðarinnar. Mér finnst að völdin séu aUtaf að fær- ast á færri hendur... Miðstýring í sjávarútvegi er hrylhleg og ekki er hún betri í landbúnaði." Matthías segir skemmtílega frá og minnist margra samferðamanna. Hann er einlægur og opinskár í þess- ari læsUegu bók sem er prýdd mörgum myndum af samferðamönnum og ætthigjum. Járnkarllnn. Matthías Bjarnason rœölr um œvi sina og viðhorf Hölundur: örnólfur Árnason Skjaldborg, 1993 Nýtt skáld kveður sér hljóðs Með útkomu Ljóðmæla vinar míns Hrólfs Sveinssonar hefur orðið stór magnaukning á útgefnum ljóðafjölda hins landskunna greinahöfundar. Fram að þessum tímapunkti hefur Hrólfur einkum verið þekktur fyrir beitt ádefiuskrif sín í Morgunblaðið gegn forpokuðum og íhaldssömum málvemdarmönnum. Hann hefur verið skörulegur málsvari laissez- faire stefiiunnar um að láta málþróun hinnar talandi alþýðu njóta óhefts frelsis á málamarkaði, í raun verið eins konar Hannes Hólmsteinn mál- farslífsins. Og er þar ekki leiðum að líkjast. En ábyrgð þeirra sem tala máli frelsisins er mikU og því er leitt að sjá Hrólf gera sig sekan um leiðin- legt málklúður strax í undirtitli bókar sinnar: „mikið magn af 1 i m r u m.“ Hér hefði verið betra að segja „ofsa margar limrur“, „fiUlt af limrum" eða eitthvað þvíumlíkt. Þrátt fyrir þessa yfirsjón varð ég ekki var við aö próf- arkaíestur almennt væri slakur, en ég tók eftir því mér tíl undrunar að Hrólfur notar zetu í ljóðum sínum og má það heita furðulegt um jafii frjáls- lyndan og nýjungagjaman mann og hann hefur oft sýnt sig í að vera. einu bretti en efalaust er hér um svokaUað skáldaleyfi aö rasða. í öðr- um limrum virðist mér vera reynt að hæðast að hinum helgustu stöðum í fomritum vorum eins og í Markaðs- búskap: EgiU fór vestur um ver meö vélstrokkað tilberasmér og fékk fyrir það þegar í stað hausinn á sjálfum sér. Hér mundi ég segja aö venjulegur lesandi gæti lent í vandræðum með að skUja hvemig jafn úrelt orð og „smér“ (sem þar að auki er kennt við tilbera sem einkum er þekktur úr þjóðlegum fróðleik frá því fyrir vélaöld) geti verið strokkað í vél. „Vél“ og „tUberi" fara líka ákaflega illa saman í myndmáh og því hefði verið réttara að segja hér „hand- strokkað". Þá em rímorð sums stað- ar nokkuð óþjál, t.d. „Nitschkoprat- artschenzipratskian" sem er látið ríma viö „húlígan“. Nú líður að lok- um þessa ritdóms og er þá við hæfi að víkja nokkrum orðum aö bók- arkápu. Hún er í alla staði smekkleg nema mér þótti erfitt að skUja hvort kápuskruminu væri ætlað að mynda eitt af þessum nútímaljóðum sem virðast helst ganga út á að skipta texta í mislangar línur. Þrátt fyrir nokkrar aðfinnslur tel ég að hér sé í meginatriðum um að ræða vel heppnaða fyrstu ljóðabók höfundar sem lofar góðu. An efa má vænta mikUs af honum í framtíðinni. Hrólfur Svelnsson Ljóðmæli (52 bls.) Mál og menning 1993 RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68 Stjómmálabaráttan hefm- oft á tíðum verið storma- söm á Vestfjörðum, enda gjaman hörð póhtísk átök milli flokka og innan þeirra. Þingmenn og ffambjóð- endur vestra era líka kunnir fyrir að skamma hver annan með eindæmum hressUega á fundum fyrir kosningar. Matthías Bjamason, sem nú er aldursforseti Alþing- is, hefur tekið þátt í pólitískum slag á Vestfjörðum í hálfa öld eða svo, þar af sem þingmaður í þrjá ára- tugi. Hann er kunnur fyrir tæpitungulausar yfirlýsing- ar um menn og máleftú og heldur þeim sið í þessari viðtalsbók þar sem hann segir Ömólfi Ámasyni rithöf- undi sögu sína. Matthías rekur hér ættir sínar og uppruna og tekur réttílega fram að hann hafi ekki fæðst með silfurskeið í munninum. Á yngri árum þurfti hann að vinna hörðum höndum og kynntist þá vel kjörum almennings. Þótt hann hafi komist tU mennta og síðan stundað atvinnurekstur leggur hann áherslu á tengsl sín við alþýðu manna og vUjann tíl að leysa úr vanda manna eftir bestu getu. Það- an liggur bein braut yfir í fyrirgreiðslupóUtík sem þykir ekki par fín nú til dags en Matthias telur eðlUegan og Matthías Bjarnason. Magn af þvotti 5 kg Þvottakerfi 17 Hitar síðasta skolvatn Sér hitastillir 0-9CPC Ryðfrí tromla 42 Itr. Hraðþvottakerfi Áfangaþeytivinda Sjálvirkt vatnsmagn Hæg vatnskæting Sparneytin Hljóðlát TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Viöskiptavinir Tryggingastofnunar ríkisins, athugið. Afgreiðsla og skrifstofur Tryggingastofnunar ríkisins verða opnaðar kl. 10.00 f.h. mánudaginn 27. des- ember og 3. janúar. Lokað hjá gjaldkerum 3. janúar. Tryggingastofnun ríkisins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.