Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1993, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1993, Síða 31
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1993 Menning 31 Óhugnanleg Ivfsreynsla Það sem mér finnst tvímælalaust standa upp úr eftir lestur bókarinnar í viðjum vímu og vændis er aðdáun á því hvernig Matthildi Jónsdóttur Campbell tókst upp á eigin spýtur að koma sér út úr þeim vítahring heróín- neyslu og vændis, sem hún hafði um árabil setið fost í. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að hún líki því sjálf við kraftaverk. Það er enginn skortur á frásögnum af ömurlegu hlut- skipti þeirra sem verða heróínneyslu að bráð. Það sem er óvenjulegt við þessa frásögn er einfaldlega að það er íslensk stúlka sem á í hlut. Óhugsandi er fyrir kvenfólk að fjármagna heróín- neyslu án þess að leiðast inn á braut vændis. Það varð Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson enda hlutskipti Matthildar og frásögn hennar, sem systir hennar, Hafdís L. Pétursdóttir, hefur skráð hefst þannig: „Ég heiti Matta, ég er fíkill. Dópisti, hóra og ökniefnasah eru titlar, sem ég gæti sett aftan við nafn- ið mitt í símaskránni.“ Bókin í heild staðfestir aö engu orði er ofaukið í þessum óvenjulegu upphafsorðum hennar. Matthildur fæddist í Reykjavík 1946 og ólst upp viö fátækt á Njálsgötunni í Reykjavík og fékk snemma að kynnast hinum dekkri hhðum mannlífsins, var m.a. nauðgað á unga aldri á sveitabæ sem hún var send á yfir sumartímann. 21 árs hélt hún th Bandaríkjanna og skildi effir hér á landi bam sem hún hafði eignast í hjónabandi sem rann út í sandinn. Hún kom til Chicago án þess að kunna orð í ensku vegna ástar á bandarískum hermanni sem hún hafði kynnst hér á landi. Hann hafði lofað henni gulli og grænum skógum en reyndist trúlofaður þegar hún birtist skyndilega. „Trúlofaður" var því fyrsta orðið sem hún lærði í ensku. Þó giftist hann henni vegna þrýstings frá móð- ur sinni. Eftir skilnað viö þennan mann sem reyndist aht annar en hann hafði sagst vera leiddist hún smám saman inn á braut vímu og vændis, börnin vom tekin af henni og leið hennar lá stöðugt niður á við. Svo djúpt var hún sokkin að eitt sinn vaknaði hún upp í líkhúsi. En á ótrúlegan hátt tókst henni um síðir að ná sér upp úr því feni sem hún var sokkin í. Matthildur Jónsdóttir Campbell. Tókst upp á eigin spýtur að koma sér út úr vítahring heróínneyslu og vændis. Vissulega hefði verið unnt að vinna mikið betur úr þessum efnivið og vafalaust hefði hún orðið áhrifa- meiri ef fagmaður hefði verið fenginn th að vinna verkið, sem hefði verið fær um að gæða persónur sög- unnar meira lífi, kafa dýpra í vandamálin o.s.frv. En mér er þó ofar í huga en slíkar aðfinnslur og ábending- ar það hugrekki sem þær systur sýna með því að ráð- ast í sameiningu í samningu þessarar bókar í þeim thgangi að einhverjir geti lært af reynslu Matthildar og þannig varast að lenda inn á þeirri braut sem óneit- anlega var á köflum helvíti líkust. Sá thgangur þeirra systra er í fuhu samræmi .við það starf sem Matthhd- ur vinnu nú á götum Chicago og er í því fólgið að reyna að hjálpa sem flestum sem eru staddir í því víti sem hún hefur kynnst svo rækhega af eigin raun. Það er því von min, þrátt fyrir ýmsa smíðagaha á bókinni, að sem flestir lesi hana. Hafdis L. Péfursdóttir í viðjum vimu og vændis Skjaldborg 1993 (199 bls.) Myndir málsins Nýr og veglegur hðsauki hefur bæst við handbóka- kost heimhanna með Merg málsins, bók Jóns G. Frið- jónssonar um íslensk orðathtæki þar sem fjahaö er um uppruna, sögu og notkun hölega 6000 orðathtækja. Um 4000 þeirra hafa ekki fengið sérstaka umfjöllun áður og því bætir þetta verk verulega við þá handbók sem fyrir er á markaði um sama efni, íslenskt orðtaka- safn Hahdórs Hahdórssonar. Sú bók var brautryðj- endaverk á sínum tíma og það má vera mikið ánægju- efni að rannsóknum á þessu sviði hafi miðað svo vel á veg að nú sé hægt að leysa hana af hólmi. Auk þess að bæta viö verk Hahdórs, sumpart með víöari skh- greiningu á viðfangsefninu en líka með nákvæmari orðtakaleit, fer Jón stundum nýjar skýringarleiðir og hefur víða grafið upp eldri dæmi en áður hefur verið gert. í formála er gerð grein fyrir verkinu og afmörkun efnis. Orðathtæki eru skhgreind sem fastmótuð orða- sambönd sem notuð eru sem ein hehd en geti þó aldr- ei staðið ein og samhengislaus. Nefndir eru fimm flokkar: orðtök, talshættir, fastar líkingar, fleyg orð og samstæður, en ekki er ahtaf augljóst hvemig megi halda þeim aðgreindum. Þessi flokkun er sett fram th að lesendur megi glöggva sig á efninu en henni er ekki fylgt eftir í bókinni enda virðist ómögulegt að draga skýra markahnu um orðathtæki. Th að auka nytsemd bókarinnar hefur verið vahn sú ágæta leið að sehast frekar of langt en sleppa því sem gæti þarfn- ast skýringar. Orðathtækjunum er raðað eftir stafrófsröð lykhorð- anna hkt og hjá Hahdóri Hahdórssyni. Merking þeirra er skýrð sérstaklega áður en kemur að orðathtækinu með svigagrein um sthghdi eftír því sem við á (form- legt, óformlegt, sjaldgæft eða nýmæli). Þá kemur skýr- ing með notkunardæmum (og oft skemmthegum og lýsandi teikningum Ólafs Péturssonar) og upplýsing- um um aldur og uppnma með tilvísunum í heimhdir og erlendar hhðstaeður. Ekki þarf að lesa lengi í þessu mikla riti th að sjá hve traust vinna hggur þar að baki. Hér fá lesendur ahar helstu upplýsingar um þau Bókmenntir Gísli Sigurðsson orðathtæki sem þeir rekast á í rituðu máh. Helst má finna að því aö hth áhersla sé á að safna nýjum oröa- thtækjum úr mæltu máh, t.d. líkingum af tölvum, bh- um og íþróttum. En e.t.v. má segja að sú málnotkun eigi eftir að festa sig í sessi og eigi því ekki erindi í það grundvaharrit sem hér er á ferð. Mergur málsins er önnur bókin á þessari jólavertíð sem fjahar um íslensk orðtök. Hin er bók Sölva Sveins- sonar. Hér eru á ferð mjög ólík verk því að bók Sölva er einkum ætluð yngra fólki og byggist að mestu á rannsóknum Hahdórs Hahdórssonar en setur efniö fram á skemmthegan og nýstárlegan hátt, flokkar orð- tök eftir uppnma þeirra og auðveldar mönnum skap- andi notkun bókarinnar með tvenns kpnar atriðis- orðaskrám, orðalykh og merkingarlykh. í ljósi þeirrar framsetningar má hugsa sér hve mikih fengur hefði orðið aö slíkum skrám með þessu glæshega framlagi th íslenskra fræða sem hér er th umræðu. En það breytir ekki því að Mergur málsins á skhyrðislaust erindi inn á öh menningarheimih í landinu. Jón G. Friðjónsson íslensk orðathtæki: Mergur málsins (837 bls.) Öm og Örlygur 1993 MOSFELLINGAR Jól og áramót í kirkjunum okkar AÐFANGADAGUR: Kl. 16.00 Aftansöngur í hátíðasalnum { á Reykjalundi Athugið: Þessi guðsþjónusta er öllum opin, eins og aðrar guðsþjónustur safnaðarins KI. 18.00 Kl. 23.30 Aftansöngur í Lágafellskirkju Miðnæturmessa í Lágafellskirkju JÓLADAGUR: Kl. 14.00 Hátíðarmessa í Lágafellskirkju ANNAR í JÓLUM: Kl. 14.00 Hátíðarmessa í Mosfellskirkju GAMLÁRSDAGUR: 171 \ O AA Aftansöngur 1^-1 • 1Ö#UU í Lágafellskirkju Sóknarprestur: Séra Jón Þorsteinsson Organisti: Guðmundur Ömar Óskarsson Kirkjukór Lágafellssóknar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.