Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1993, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1993, Side 33
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1993 33 dv Sviðsljós Sjálfstæð og örugg Jodie Foster hefur ekki leikið í kvikmynd í næstum ár en eftir að tökum á Somersby lauk ákvað hún að taka sér ársfrí og hugsa um sjálfa sig. Hún hefur þó ekki verið langt frá kvikmyndunum því hún hefur nýtt tímann til að koma fótuni undir kvikmyndafyrirtæki sitt, Egg Pict- ures. Jodie er ein af fáum sem er fædd og uppalin í Hollywood, svo' hún segir að það hafi aldrei komið neitt annað en kvikmyndir til greina sem framtíðarstarf. Allt frá því hún lék í Taxi Driver, þegar hún var þrettán ára, hefur hún ekki átt í erfiðleikum með að fá tilboð. Þeir sem hafa ráðið hana hafa heldur ekki séð eftir því þar sem hún leggur sig alla fram og skilar góðum árangri. Sú vinna hefur skilað henni tvennum óskarsverðlaunum, ann- ars vegar fyrir The Accused og svo Silence of the Lamb. Það eru aðeins tvær aðrar konur sem hafa náð þessum árangri, en þær eru Kat- harine Hepbum og Bette Davis. Það svo aldrei að vita nema Jodie eigi eftir að verða fyrst til að fá þriöja óskarinn. Jodie hefði ekkert á móti því að fá þann óskar fyrir leikstjóm, en gagnrýnendur töldu henni hafa tekist vel upp með frumraun sína, Litle Man Tate. Margir áttu jafnveí von á að hún yrði útnefnd fyrir hana, en svo varð ekki. Jodie segir að það hafi svo sem ekki komið sér á óvart þvi enn sem komið er hafi engin kona hlotið slíka útnefningu. Eftir að hafa unnið tvenn óskars- verðlaun er Jodie talin ein „verð- mætasta" leikkonan í Hollywood. En þrátt fyrir það sést það ekki á því hvernig hún býr því hún býr alein í htlu húsi. Hún segist sjá sjálf um aht sem við kemur heimiJis- haldinu enda sé henni iha við þegar fólk sé að þvælast heima hjá henni, þangað fái bara hennar nánustu vinir að koma. Jodie Foster er búin að ná ótrúlega góðum árangri þrátt fyrir ungan aldur og eftir þvi sem kunnugir segja þá á hún lika framtíðina fyrir sér í leikstjórastólnum. Tilkyimingar Samband ísl. kristni- boðsfélaga þiggur með þökkum notuð frímerki, ís- lensk og útlend, og selur til ágóða fyrir starf sitt í Eþíópíu og Kenýa. Best er að fá frímerkt umslögin, ellegar frímerkin atklippt með 5 cm spásíu. Tekið er á móti frímerkjum á skrifstofunni við Holtaveg (húsi KFUM gegnt Langholts- skóla), pósthóf 4060, 124 Rvik. Hljómdiskurfrá Samkór Kópavogs Út er kominn hljómdiskurinn „Heyrum söng“ með Samkór Kópavogs. Á diskin- um er að fmna bæði íslensk og erlend lög. Opið lengur í Kringlunni Fram til jóla verða verslanir og veitinga- staðir í Kringlunni með opið lengur en venjulega. Opið frá kl. 10-22 í dag og á morgun. Á aðfangadag er opið kl. 9-12. Ný gæltidýraverslun Ný ’ gæludýraverslun, Gæludýrahúsið, hefur verið opnuð að Fákafeni 9, Reykja- vík. Þar er að fá mikið úrval af dýnun og vörum fyrir dýr. 15% kynningaraf- sláttur er af öllum vörum verslunarinnar til 1. janúar. Eigendur verslunarinnar eru Henry Berg Guðmundsson og Guð- mundur Sævar Jónsson. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágr. Allt félagsstarf fellur niður í Risinu til 3. janúar. Skrifstofa félagsins er lokuð á sama tima. Dansað í Goðheimum 2. jan- úar. Opið hús í Risinu 3. jan. Tímarit Máls og menningar Fjórða hefti Máls og menningar er komið út. Efni þess er veglegt og fjölbreytt að vanda. Ritstjóri TMM er Friðrik Rafns- son. Tímaritið er 112 bls. „Jólin koma með jólasöngvum“ Út er komin jólaplatan „Jólin koma með jólasöngvum" sem inniheldur ný og göm- ul jólalög. Þessi skemmtilega jólaplata er gefrn út af Þorvaldi Geirssyni. Jólasveininn minn Út er komið myndbandið Jólasveinninn minn. Þar segir Stekkjastaur sögur og syngur með bömunum. Lítil jólasýning Vinnustofa Signðar Ásgeirsdóttur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu er opin gestum og gangandi fram til jóla. Auk Sigríðar eiga verk á vinnustofunni þau Kristbergur Pétursson, Ólafur Lámsson, Sigríður Sigurjónsdóttir. og Harpa Bjömsdóttir. Sýningin er opin kl. 13.30- 18.30 alla daga fram til jóla og eru verkin á sýningunni til sölu. Nýjar bækur Vatnið gengur í svefni Út er komin ljóðabókin Vatnið gengur í svefni eftir Birgi Svan Símonarson. Bók- in fæst í helstu bókabúðum á höfuðborg- arsvæðinu, en hana má líka að panta hjá höfundi í síma 91-53774. Islensk hljóðkerfisfræði Málvísindastofnun Háskóla íslands hef- ur gefið út ritið íslensk hljóðkerfisfræði (96 bls.) eftir Eirík Rögnvaldsson dósent. Það er einkum ætlað til kennslu á há- skólastigi en er þó öðrum þræði fræðirit, og styðst að talsverðu leyti við sjálfstæð- ar rannsóknir höfundar. Ritið er fáanlegt í öllum helstu bókabúðum en einnig er hægt að panta það hjá stofnuninni í síma 694408. 50 úrvals ís- lensk dægurlög Félag tónskálda og textahöfunda hefur sent frá sér nýtt nótnahefti með 50 ís- lenskum dægurlögum sem notið hafa vinsælda undanfarin ár. Um 40 höfundar eiga efni í bókinni. Nótnaheftið er 166 bls. að stærð. íslensk bókadreifing annast dreifmgu. Studia Islandica - íslensk fræði Út er komið 50. heftið í ritröðinni Studia Islandica - íslensk fræði, sem stofriuð var af Sigurði Nordal 1937 og er núverandi' ritsfjóri Sveinn Skorri Höskuldsson. í Studia Islandica hafa í áranna rás birst margar stórmerkar ritgerðir um íslensk fræði, einkum bókmenntir. Ritið er gefið út í samvinnu Bókaútgáfu Menningar- sjóðs og Bókmenntafræðistofnunar Há- skóla íslands. í faðmi Ijóssins Fijáls fjölmiðlun hefur gefið út bókina í faðmi þóssins eftir Betty Eadie. Þetta er áhrifamikil, sönn saga sem vakið hefur heimsathygli. Bókin er 160 síður, inn- bundin. Frumsýnlng 27. des. kl. 20.30. 2. sýnlng 28. des. kl. 20.30. 3. sýnlng 29. des. kl. 20.30. 4. sýnlng 30. des. kl. 20.30. Viltu gefa jólagjöf sem gleður? Einstaklingar og fyrirtæki: JÓLAGJAFAKORT LA er tilvalin jólagjöf. Jólagjafakortið veitir aðgang aö ' spunkunýja hláturvæna gaman- leiknum. Höfum einnig tiisöiu nokkur eintök af bókinni SAGA LEIKLISTARÁ AKUREYRI 1860-1992. Haraldur Sigurðsson skráöi. Falieg, fróðleg og skemmtileg bók prýdd hundruðum mynda. Miðasalan i Samkomuhúsinu opin alla virka daga kl. 10-12 og 14-18. Simi (96J-24073. Greiðslukortaþjónusta. NÝTTi: Miðasala i Hagkaupi alla daga fram að jólum frá kl. 17 og fram aö lokunar- tima verslunarinnar. ÍSLENSKA ÓPERAN __inii É VGENÍ ÖNEGÍN eftir Pjotr I. Tsjajkovský Texti eftir Púshkín i þýðingu Þorsteins Gylfasonar. Frumsýning flmmtudaglnn 30. desember kl. 20. Uppselt. Hátiðarsýning sunnudaglnn 2. janúar kl. 20. 3. sýning föstudaginn 7. janúar kl. 20. Verð á frumsýningu kr. 4.000. Verð á hátiðarsýningu kr. 3.400. Boðið verður upp á léttar veltingar á báðum sýnlngum. Miðasalan er opin frá kl. 15.00-19.00 daglega. Sýningardaga til kl. 20. SÍM111475- GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. Smásagnasafnið X Út er komið smásagnasafnið „X“ eftir Börk Gunnarsson. I bókinni eru fimm sögur. „X“ fæst í bókabúðum og hjá höf- undi að Nönnugötu 16. Faðmlög Út er komin bókin Faðmlög eftir Kath- leen Keating í þýðingu Sigríðar Þor- steinsdóttur. Bókin rekur á einfaldan hátt mikilvægi faðmlaga í tjáskiptum við aðra. Bókin fæst í öllum helstu bóka- verslunum. Tapað fundið Gullúr tapaðist Kvenmannsgullúr tapaðist laugardaginn 18. desember, annaðhvort við eða í Perl- unni eða Kringlunni. Finnandi vinsam- legast hringi í Monu í síma 92-12264. Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra sviðið Frumsýning 7. janúar EVALUNA Leikrit með söngvum eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónasson, byggt á skáldsögu Isabel Allende, tónhst og söngtextar eftir Egil Ólafsson. Frumsýnlng 7. janúar, uppselt, 2. sýn. sun. 9. jan., grá kort gllda, örfá sæti laus. Stóra svið kl. 20.00. SPANSKFLUGAN eftir Arnold og Bach Flm. 30. des., laugardaglnn 8. janúar. Stórasviðiðkl. 14.00 RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sunnudag 9. janúar Litla sviðkl. 20.00. ELÍN HELENA eftir Árna Ibsen Fim. 30. des., fimmtudag 6. janúar, jaugar- dag 8. janúar. Ath.l Ekki er hægt aö hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning er hafin. ÍSLENSKT - JÁ, TAKK! 14.-23. desember er miðasala opin frá kl. 13-18. Lokað 24., 25. og 26. desember Tekið á móti miðapöntunum í síma 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasími 680383. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakort á jólatilboði i desember. Kort fyrlr tvo aðeins kr. 2.800. Leikfélag Reykjavikur - Borgarleikhus. GLEÐILEG JÓL ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Frumsýning MÁVURINN eftir Anton Tsjékhof Frumsýnlng annan dag jóla kl. 20.00, upþselt, 2. sýn. þri. 28. des., 3. sýn. fid. 30. des., 4. sýn. sun. 2. jan. ALLIR SYNIR MÍNIR eftir Arthur Miller Fös. 7. jan. kl. 20. SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorstelnsson Ævlntýrl með söngvum Mlð. 29. des. kl. 17.00, uppselt, mið. 29. des. kl. 20.00, sud. 2. jan. kl. 14.00. Gjafakort á sýningu í Þjóóleikhúsinu er handhæg og skemmtileg jólagjöf Mlðasala Þjóðlelkhússlns verður opin frá kl. 13.-20. fram á Þorláksmessu. Lok- að verður á aðfangadag. Annan dag jóla verður oþlð frá kl. 13-20. Teklð er á mótl slmapöntunum virka daga frá kl. 10. Græna llnan 99 61 60. LEIKFÉLAG MOSFELLSSVEITAR „ÞETTA REDDAST1“ i Bæjarteikhúslnu Mosfellsbæ 8. janúar 1994.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.