Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Bandalag á brauðfótum Ráðamenn Atlantshafsbandalagsins vilja ekki, að það fari inn 1 tómarúmið, sem myndaðist í Austur-Evrópu við skyndilegt fráfall Sovétríkjanna. Þess vegna fer bandalagið undan í flæmingi, þegar nýjar ríkisstjómir í þessum heimshluta fara fram á aðild að bandalaginu. Atlantshafsbandalagið lamaðist, þegar óvinur þess, Varsjárbandalagið, hvarf af vettvangi með Sovétríkjun- um. Svo samofið var bandalagið við andstæðu sína í austri, að það hefur haltrað um í ráðaleysi misserum saman, án þess að fá sér nýjan tilverugrundvöll. Þetta kom greinilega fram, þegar Júgóslavía hðaðist í sundur. Þetta var ríki á mörkum austurs og vesturs og hafði raunar árum saman verið vestan jámtjalds, þegar það hrundi. Atlantshafsbandalagið hefur ekkert mark- tækt gert til að hlaupa í skarð Júgóslavíu heitinnar. Aðgerðaleysi Atlantshafsbandalagsins í arftakaríkjum Júgóslavíu hefur eflt öryggisleysi 1 heiminum, þar á meðal í Sovétríkjunum. Róttækir öfgamenn úr röðum þjóðemissinna um allan heim hafa tekið eftir velgengni sálufélaga sinna í röðum serbneskra stríðsglæpamanna. Serbar hafa staðið fyrir óhugnanlegum stríðsglæpum, glæpum gegn mannkyninu og glæpum gegn menningar- sögunni í nágrannaríkjum sínum, fyrst í Króatíu, nú í Bosníu og næst í Kosovo. Þessi ögrun við vestræna menn- ingu hefur orðið öðrum glæpamönnum fyrirmynd. Aidid gefur Bandaríkjunum langt nef í Sómalíu og Cédras gefur þeim lengra nef í sjálfum túnfæti Bandaríkj- anna, á Haiti. Atlantshafsbandalagið skelfur, þegar geð- bilaður stjórnmálamaður veður elginn í Moskvu. Þannig em brauðfætur sigurvegara kalda stríðsins. Ef Atlantshafsbandalagið hefði haft innri burði til að setja Serbum stólinn fyrir dyrnar í Bosníu, hefði það sent allt önnur skilaboð til heimsbyggðarinnar. En bandalagið sá ekki tækifærið, sem Bosnía gaf því til að ganga í endumýjun lífdaganna í breiðara hlutverki. Ef bandalagið hefði nú innri kraft til að læra af bit- urri reynslu í Bosníu og samþykkti að taka við þeim lönd- um Varsjárbandalagsins, sem fullnægja vestrænum lýð- ræðisreglum, mundi það um leið fá annað tækifæri til að sýna fram á tilverurétt sinn í breyttum heimi. En nú eru ráðamenn ríkja Atlantshafsbandalagsins einmitt staddir í höfuðstöðvunum í Bruxelles til að segja Zhírínovskí í Moskvu og Milosevic í Belgrad og öðrum útþenslusinnum, að bandalagið treysti sér ekki til að fylla í tómarúmið, sem myndazt hefur í Austur-Evrópu. Bandarískur ráðherra var í Reykjavík í síðustu viku og flutti þær fréttir, að öryggi Bandaríkjanna, íslands og Vesturlanda yfirleitt stafaði ekki ógn af arftökum fyrri andstæðinga úr kalda stríðinu. Hann sagði frá miklum samdrætti í hemaðarlegum viðbúnaði Bandaríkjanna. Samkvæmt þessu hefur Atlantshafsbandalagið ekki lengur fyrra hlutverk. Innihaldið er að hverfa og formið eitt stendur eftir. Hafnað er sögulegu tækifæri til að treysta vestrænt lýðræði í sessi með því að treysta örygg- ishagsmuni þess á miklu víðara landsvæði en áður var. Með því að neita að taka inn ríki í Austur-Evrópu er Atlantshafsbandalagið að neita að fylla tómarúmið, sem myndazt hefur. Um leið er það óbeint að bjóða öðrum, hættulegri aðilum að fylla hluta þess, sVo sem Milosevic hefur reynt að gera og Zhírínovskí segist ætla að gera. Fundurinn í Bruxelles hefur staðfest, að Atlantshafs- bandalagið er orðið að skrifræðisstofnun, sem er ófær að laga sig að nýjum kringumstæðum í veraldarsögunni. Jónas Kristjánsson Greinarhöf. segir Ijóst að nýju þingsköpin hafi í raun litlu breytt öðru en almennu andrúmslofti í þinghúsinu, sem hafi batnað verulega. Stórvirkar vinnuvélar duga ekki á Alþingi Þmgsköpum Alþingis var breytt sl. haust. I þriðja sinn á þessu kjör- tímabili. Allar hafa þessar breyt- ingar verið til bóta að mínu mati og um þær hefur verið algjör sam- staða á Alþingi. Þá hefur tekist að knýja það fram að stjómarandstaö- an er aðili að stjórn þingsins; ann- ars vegar í forsætisnefndinni en hins vegar í forystu þriggja þing- nefnda. Næsta skref þarf að vera sjálfstæðari umíjöllun fagnefnda um viðkomandi kafla í íjárlaga- frumvarpinu. Þeir sem fylgjast með störfum Alþingis hafa tekið eftir því að allt frá myndun núverandi ríkisstjórn- ar hefur ríkt hálfgert hernaðar- ástand á Alþingi. Þar til nú. Ástæð- an var sú að áður reyndi þingmeiri- hlutinn að valtra yfir minnihlut- ann með svipuðum aðferðum og tíðkast í borgarstjórn Reykjavíkur og hafa tíðkast þar um árabil. Nið- urstaðan varð stöðugur ófriður. Þannig tókst til dæmis ekki að ljúka þingi fyrir jól í fyrra eða hitt- iðfyrra; þingið stóð fram yfir ára- mótin bæði árin. Þá tókst ekki að skapa samstöðu um þinglokin síð- astliðiö vor þegar forsætisráðherra sleit þinginu með offorsi eins og alkunna er. Valtarinn komst ekki inn í Alþingishúsið Nú um síðustu áramót hafði for- sætisráðherra gert sér ljóst að borgarstjórnarvinnubrögðin duga ekki á Alþingi. Borgarstjórnarvalt- arinn kemst ekki inn í Alþingishús- ið. Þess vegna hóf forsætisráðherra viðræður við stjórnarandstöðuna í tæka tíð og unnt reyndist þvi að ljúka þinginu með eðlilegum hætti. Það flýtti svo líka fyrir þingstörfum að Jón Baldvin var í burtu. Kjallarinn Svavar Gestsson alþingsimaður Forseti Alþingis hefur sagt frá því í fjölmiðlum að nýju þingsköpin hafi flýtt fyrir því að þinghaldinu lauk. Það er ekki rétt. Það er alveg sama hvernig þingsköpin eru ef stjórnarliðiö vanrækir höfuðskyld- ur sínar sem eru tvær: í fyrsta lagi verða stjómarflokk- arnir að leggja þingmálin nægilega snemma fram. Það var ekki gert nú. í öðru lagi verða stjórnarflokk- arnir að hefja viðræður við stjórn- arandstöðuna í tæka tíð. Það var gert. Svipuð afköst og venjulega Skrifstofa Alþingis hefur tekið saman yfirlit um framlagningu og afgreiðslu þingmála til jóla. Þar kemur margt fróðlegt fram: Stjórnarfrumvörp sem urðu að lögum fyrir áramót voru 20 talsins. í fyrra voru þau 27, í hittiðfyrra 18, en þar áður 31 frumvarp sem varð að lögum. Mælt í fjölda lagafrum- varpa ríkisstjórnarinnar sem náðu afgreiðslu voru afköst þingsins því minni nú ef oftast áður ef við skoð- um fimm ára tímabil. Hins vegar er málafjöldi að frum- kvæði stjórnarandstöðu meö allra mesta móti á þinginu það sem af er eða til jóla. Það er því ljóst að nýju þingsköp- in hafa í raun litlu breytt öðru en almennu andrúmslofti í þinghús- inu. Sem hefur batnað verulega og birtist í almennt betra samstarfi stjómar og stjórnarandstöðu. í upphafi kjörtímabilsins átti að úti- loka stjórnarandstöðuna frá for- sætisnefnd og forystu þingnefnda. Hvort tveggja mistókst. Hins vegar hefur stjómarhðið gert sér ljóst aö það dugir ekki að beita stórvirkum vinnuvélum á Alþingi. Árangurinn nú er eftir því. Betri. Svavar Gestsson „í upphafi kjörtímabilsins átti að úti- loka stjórnarandstöðuna frá forsætis- nefnd og forystu þingnefnda. Hvort tveggja mistókst.“ Skoðanir aimarra ísland og Evrópufjölskyldan „Frá og með áramótum érum við hluti af sameig- inlegu Evrópsku efnahagssvæði og eiga íslendingar þvi rétt á að setjast aö í og njóta sömu réttinda og heimamenn í sextán öðrum Evrópuríkjum. Ef ísland á að vera æskilegur valkostur fyrir ungt fjölskyldu- fólk í framtíðinni verður auðvitað aö búa þannig um hnútana, að fiölskyldumyndun sé ekki ungu fólki þungbærari hér á landi en annars staðar." Úr forystugrein Mbl. 7. janúar. Kreppa, velmegun og samdráttur „Deilt er um hvort kreppuástand ríki í landinu eða hvort hér sé aðeins um tímabundna efnahags- lægð að ræða, sem heyra mun sögunni til innan tíð- ar... í landinu ríkir því bæði kreppa og velmegun og ennfremur samdráttur sem hvergi sér fyrir end- ann á. Einhver meðaltöl um neyslu og ferðalög og að íslendingar séu sjöunda tekjuhæsta þjóð í heimi segja harla lítið um eiginlegt efnahagsástand og af- komu einstaklinga og heimiia." Úr forystugrein Tímans 7. janúar Lágmarks varnarviðbúnaður „Stjórnarandstaðan hefur látiö að því hggja, að afstaða íslenskra stjórnvalda ráðist af öðru en varn- arhagsmunum. Það er hins vegar alrangt. Aldrei, ekki einu sinni, voru önnur rök notuð í viðræðunum við Bandaríkjamenn. Það er einfaldlega staðreynd, að í gildi er tvíhhða varnarsamningur við Bandarík- in, og meðan svo er verða Bandaríkjamenn að standa við ákveðnar skuldbindingar. Ella yrðu íslendingar með öðrum hætti að tryggja lágmarksvarnir lítils lands í viðsjálum heimi.“ Úr forystugrein Alþbl. 7. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.