Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1994, Blaðsíða 27
27 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 1994 dv Fjölmidlar Bless ráðherra Endursýningar Sjónvarpsíns hafa verið gagnrýndar nokkuö enda oft gripið til þeirra í þeim eina tilgangi að spara í dagskrár- gerð. Þá eru dæmi um aö þættir og myndir séu endursýndar til aö hygla framleiðandanum og er þá ekki hugsað um það hvort lík- legt sé að áhorfendur hafi vilja til að beija „meistaraverkið'* aug- um í jafnvel þriðja sinn. En sjálf- sagt má endalaust deila um það hvort endursýning eigi rétt á sér eða ekki. Það vakti athygli fyrir skömmu að útvarpsráð ákvað að banna endursýningu á þáttum Baldurs Hermannssonar um bændur og hlekki íslensks hugarfars. Nú var það svo að þættimir vöktu mikla athygli á sínum tíma og því spurning hvort utvarpsráð hafi hugsað um það eitt veria almenn- ing fyrir leiðindum með banninu. Sé svo ber að fagna ákvörðun útvarpsráðs. Hafi ástæðan hins vegar verið sú að efnistök Bald- urs voru í andstöðu við hefö- bundna söguskoðun ber hins veg- ar að harma ákvörðunina. Dæmi eru um að endursýning- ar séu vel þegnar af þorra sjón- varpsáhorfenda og séu óumdeild- ar með öllu. Það á meðal annars viö um bresku þáttaröðina „Já ráðherra" sem hefur verið á dag- skrá undanfarin mánudagskvöld. í gærkvöldi lauk þáttaröðinni um kerfismálaráðherrann Jim Hack- er og tel ég vist að margir bíði þess með óþreyju að þáttaröðin um forsætisráðherrann Jim Hacker verði endursýnd. Alla- vega er ég 1 þeim hópi. Kristján Ari Arason Andlát Sigurður Jakob Ólafsson lést af slys- fórum laugardaginn 8. janúar. Ólafur Jón Þórðarson, Smáratúni 20, Keflavík, lést í sjúkrahúsi Keflavíkur sunnudaginn 9. janúar. Ásdís Helgadóttir, Tunguvegi 18, lést í Lándakotsspítala laugardaginn 8. janúar. Jaröarfarir Sölvi Kristinn Friðriksson frá Batav- íu í Vestmannaeyjum lést þann 30. desember sl. og hefur útförin farið fram í kyrrþey. Kristján Ölafur Eyjólfsson frá Hólmavík, sem andaðist miðviku- daginn 5. janúar í Sjúkrahúsi Hólma- víkur, veröur jarösunginn frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 15. janúar kl. 14. Jóhanna Sigurgeirsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík, áður ÁsvaUagötu 69, verður jarðsungin frá Áskirkju mið- vikudaginn 12. janúar kl. 13.30. Friðjón Jónsson frá Hofsósi, Heiðar- vegi 20, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 12. janúar kl. 14. Minningarathöfn um Ketil Gíslason, sem andaðist 6. janúar, fer fram í Hveragerðiskirkju laugardaginn 15. janúar kl. 14. Jarðsett verður á Eyr- arbakka. Lára Guðbrandsdóttir, Krummahól- um 6, andaðist á heimili sínu aöfara- nótt 7. janúar. Útfórin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. jan- úar kl. 16.30. Ævar R. Kvaran leikari verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni föstudag- inn 14. janúar kl. 15. Magnús V. Finnbogason mag. art., Drápuhlíð 32, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 11. janúar, kl. 13.30. María Gísladóttir, Sæviðarsundi 36, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, 11. janúar, kl. 15. Hjörtur Pjetursson cand. oecon, lög- giltur endurskoðandi, Baugatanga 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 12. janúar kl. 13.30. Alfreð H. Antonsen bakari, Gnoðar- vogi 30, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Fossvogskapellu miðvikudag- inn 12. janúar kl. 15. Lalli náði kjörþyngd sinni en hann heldur að það sé nauðsynlegt að tvöfalda hana. Lalli og Lína Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustööinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í sima 22445. Slökkvilid-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvflið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. Ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fostud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 Og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 Og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 Og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspitali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspitalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Apótek Nætirr- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 7. jan. til 13. jan. 1994, að báðum dögum meðtöldum, verður í Borgarapóteki, Álftamýri 1-5, sími 681251. Auk þess verður varsla í Reykja- vikurapóteki, Austurstræti 16, sími 11760, kl. 18 til 22 virka daga. Upplýsingar mn læknaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opiö virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fostudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. - Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfiörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga Íd. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga'kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögmn er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrtun tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13—16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júli og ágúst. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Geröubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaöakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9- 19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-fóstud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10- 11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavik, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 11100, Hafnarfjörður, sími 51328, Keflavík, sími 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Vísir fyrir 50 árum Þriðjudaginn 11. janúar: 100 manns bíða björgunar í 4 klst. Laxfoss strandar við Örfirisey í náttmyrkri og stórhríð. Spakmæli Versta blekkingin er sjálfsblekkingin. Bovee. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar. Lokað í desember og janúar. Höggmyndagarð- urinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13—19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið daglega kl. 13-17 júni-sept. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn Islands. Opið daglega 15. maí - 14. sept. kl. 11-17. Lokaö á mánudögum. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Ámagarði við Suðurgötu opin virka daga ki. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjamarnesi: Opiö kl. 12-16 þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudaga. Bilaiúr Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamames, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamarnes, sími 27311. Kópavogur, simi 985 - 28078 Akureyri, sími 23206. , Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öörum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aöstoð borgarstofnana. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál aö stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverflsgötu 8-10, Rvík., sími 23266. Líflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-683131. Stjömuspá Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 12. janúar. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Nýttu þér góðvilja þinn og greiðasemi gagnvart öörum núna. Þú hefur mikið að gera í dag og hætt er við að hefðbundin störf rugl- ist. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Nýttu þér daginn því að það kemur líklega ekki annar svona afs- lappaður dagur í bráð. Bættu upp vanrækslu í félagslífinu. Happa- tölur eru 3,15 og 29. Hrúturinn (21. mars-19. april): Frjálsræði er hrútum í blóð borið. Það á alls ekki við þá að vera njörvaðir niður við sama hlutinn í langan tíma. Nýtt félagslegt samband gæti verið til ánægju og hagnaðar. Nautið (20. apríl-20. maí): Vináttusamband gæti valdið þér smá vonbrigðum á þann hátt sem þú áttir ails ekki von á. Farðu sérstaklega gætilega með peninga og verðmæti. Tviburarnir (21. maí-21. júni): Samskipti þín við aðra geta verið dálítið mótsagnakennd. Hug- myndir þínar og skoðanir fá lítinn hljómgrunn til að byrja með. Varastu að sökkva þér í of mikla pappírsvinnu. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Varastu að gera þér of háar hugmyndir varöandi eitthvað sem þú hefur hlakkað til því það gæti valdið þér miklum vonbrigðum. Leggðu áherslu á langtímaáætlanir. Ljónið (2Sf. júlí-22. ágúst): Varastu að vera of áhrifagjam og láttu alls ekki tala þig inn á að gera eitthvað sem þú ert venjulega á móti. í gegnum félagsleg sambönd gætirðu kynnst áhugaverðum aðiia. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Orka þín er ekki upp á marga fiska í dag og þú verður því að treysta á þína nánustu. Þér verður mest ágengt með þvi að taka þátt í verkefnum annarra. Vogin (23. sept.-23. okt.): Nýttu hæfúeika þína tii að töfra aðra. Þú nærð bestum árangri með þvi að leggja áherslu á eitt ákveðið verkefni. Happatölur eru 1,16 og 34. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Haltu þig við hefðbundnar fyrirætlanir og gefstu ekki upp þótt á móti blási. Ákveðið mál gengur mjög hægt. Yngri kynslóðin höfð- ar sérstaklega til þín. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Þú hefur um meira að hugsa í dag en þú ætlaðir. Því þarftu að fmna þér rólega stund til þess að flokka menn og málefni. Fréttir hafa áhrif á hugsanir þínar varðandi ferðalag. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Farðu þínar eigin leiðir. Fólk í kringum þig er mjög upptekið við eigin áhugamál og því lítil aðstoð sem þú færð frá þeim með þín áhugamál. Haitu þínu striki og treystu á sjálfan þig. Ný sljörnuspá á hverjum degi. Hringdu! 39,90 kr. mmúian

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.