Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1994, Blaðsíða 17
I 16 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 25 Bikarúrslitm fþróttir Iþróttir Bikarhátíðí Laugardalshöll Á xnorgun, laugardag, veröur sannkölluð bikarhátíð og munu körfuknattleiksunnendur fá mik- iö fyrir sinn snúö. LeiMð verður til úrslita bæði í kvenna- og karlaflokki. Úrslita- leikur ÍBK og Grindavíkur í kvennaflokki hefst kl. 13.30 en úrslitaleikur ÍBK og UMFN í kariaflokki kl. 16.00. -SK/-ÆMK Frekar létt hjá Njarðvíkingum Leið Njarðvíkinga í bikarúr- slitaleikinn í körfúknattleik var frekar létt. í fyrstu lotu vann Njarövík lið Hattar á Egilsstöð- um, 132-75. Þá sigruðu Njarðvík- ingar hð Skagamanna 116-61 og í undanúrslitaleik sigruöu þeir Grindvíkinga í hörkuleik með 91 stigi gegn 88. -SK/-ÆMK Mun erfiðara hjá Keflvíkingum Keflvíkingar þurftu að hafa mun meira fyrir því að komast i úrslit bikarkeppninnar heldur en andstæðingar þeirra í Njarðvík. ÍBK sigraði Val í fyrstu lotu, 115-91. Þá unnu Keflvíkingar lið KR-inga í framlengdum ieik, 113-110, og síðan vann ÍBK lið Snæfellinga í undanúrslitum, 119-104. -SK/-ÆMK Keflavíkdró gula búninginn í kvennaflokki eigast við lið Keflavikur og Grindavíkur. Bæði liöin leika að öllu jöfnu í gulum búningum og því þurfti að draga um það hvort liðið héldi gula litn- um í úrslitaleiknum. Keflvíking- ar hrepptu hnossið. -SK/-ÆMK Bæjarstjórarnir heiðursgestir Búast má viö miklum fjölda áhorfenda í Laugardalshöllinni því að 2700 manns sáu bikarúr- slitaleik ÍBKL og Snæfells í fyrra á sama stað. Heiðursgestir á. leiknum í karlaflokki verða þeir Ellert Ei- ríksson og Kristján Pálsson. Ell- ert er bæjarstjóri Keflavíkinga og Kristján er bæjarstjóri Njarðvík- inga. -SK/-ÆMK Dómararnir Kristinn Albertsson og Leifur S. Garðarsson fá það erfiða hlut- verk að dæma bikarúrslitaleik Keflvíkinga og Njarðvíkinga í karlaflokki. Eftirlitsdómari á leiknura verður Helgi Bragason en allir eru þremenningamir al- þjóölegir körfuboltadómarar. Úrslitaleikinn í kvennailokki dæma þeir Jón Otti Ólafsson og Kristján Möller. -SK/-ÆMK ÍBKmeðeldralið Bæði liðin í karlaflokki hafa reynslumiklum leikmönnum á að skipa. Meðalieikjaflöldi ieik- manna Njarðvíkur er 218 leikir en 176 leikir þjá ÍBK. Meöaialdur leikmanna Njarövikinga er 25,57 ár en 24,8 ár lýá ÍBK. -SK/-ÆMK UMFN hefurbetur Keflavík og Njarðvik hafa leikið alls níu leiki í bikarkeppninni frá 1983. ÍBK sigraði í fVrstu tveimur leikjunum en Njarðvikingum hefur tekist að sigra í síðustu sjö leikiumun. -SK/.ÆMK Þorbergur Aðalsteinsson um undirbúninginn fyrir HM ’95: Hópurinn verður saman í 133 daga Ljóst er að íslenska landsliðinu í handknattleik gefst mun meiri tími til undirbúnings fyrir heimsmeist- arakeppnina hér á landi 1995 en áður fyrir stórmót. Ákveðið hefur verið að liðið dvelji saman við æfingar í samtals 133 daga eða rúma flóra mánuði. Á þessum tíma leikur landsliðið 20 æfingaleiki, flesta þeirra við sterkar handknattleiks- þjóðir. „Undirbúningurinn fyrir HM á næsta ári hefst 1. maí í vor. Fyrsta lotan stendur til 20. maí og þá æfir 20 manna hópur í Reykjavík. Síðan verður farið 21. maí til Portúgals. Þar verður verið við æfingar og leiknir þrír leikir við Portúgala, að þeirra ósk,.á bilinu frá 21. maí til 7. júní. Síðan verður æft í Reykjavík frá 15. til 30. júní. Síðan kemur hlé til 25. október en þá heflast æfingar í Reykjavík og standa þær til 8. nóv- ember. Síðan kemur alþjóðlegt mót hér heima í kjölfarið með þátttöku Norðmanna, Dana, Svía, Svisslend- Bikarúrslit kvenna: Búist við hörkuleik Ægir Már Karason, DV, Suöumesjum: „Grindavík er með stóra leikmenn sem hitta vel á góðum degi og kom- ast langt á baráttunni. Ég býst við mjög spennandi úrslitaleik," sagði Anna María Sveinsdóttir, fyrirliði Keflvíkinga, en Keflavík Jeikur til úrslita gegn hði Grindavíkur í bikar- keppni kvenna í körfuknattleik í Laugardalshöllinni kl. 13.30 á morg- un. Stefanía Jónsdóttir, fyrirliði Grindavíkur, sagði við DV: „Bikar- leikir eru alltaf erfiðir. Þeir eru mikl- ir baráttuleikir og við ætlum okkur sigur í þessum leik. Við erum ekki hræddar við þær og við vitum að við getum unnið bikarinn. Það er mjög góður andi í okkar liði og við munum mæta tvíefldar til leiks." inga, Króata, Rúmena og Pólverja. Þessum þjóðum hefur verið boðið og einhverjar staðfestingar hafa þegar borist," sagði Þorbergur. Og hann heldur áfram: „Næsta törn hefst 17. desember og stendur til 6. janúar 1995. Þá verður æft frá 17. til 20. desember og síðan verður leikið tvívegis gegn Spánverj- um á milli jóla og nýárs hér heima. Síðan verður haldið til Svíþjóðar 2. janúar og leikið þar á æfingamóti með Svíum, Dönum og Svisslending- um. Þetta er staöfest. Næsta skref er frá 23. til 28. febrúar. Þá ætlum við að reyna að fá eitthvert Asíuland í tvo landsleiki hér heima. Lokaundir- búningurinn verður síðan frá 8. apríl fram að keppninni og þá er stefnt að flórum landsleikjum hér heima. Ekki verður hægt að segja til um andstæð- ingana í þessum leikjum fyrr en eftir að dregið hefur verið í riðla á HM. Við leikum síðan fyrsta leik okkar á HM þann 7. maí, degi áður en mótið verður sett.“ - Liðið verður saman í 133 daga og landsleikimir verða 20 fram að HM. Er þetta ekki framför frá því sem verið hefur? „Jú, þetta er mun lengri undirbún- ingstími heldur en venjulega fyrir stórmót. Landsleikirnir eru kannski færri en áður en leikirnir eru sam- þjappaðri en áður.“ - Nú eru uppi efasemdir um HM 1995. Hvað gerist ef keppnin verður tekin af íslendingum og hverju breytir það fyrir landsliðið? „Úndirbúningurinn breytist ekki nema hvað við myndum þá hugsan- lega reyna að fá leikina gegn Spán- verjum flutta til Spánar. Við höfum tryggt okkur þátttökurétt á HM þrátt fyrir að svo ólíklega vilji til að við missum keppnina. Við tryggðum okkur þátttökurétt með 8. sætinu á HM í Svíþjóð á síðasta ári og erum því inni á hverju sem gengur," sagði Þorbergur Aðalsteinsson. -SK Misskilningur hjá CWL, segir framkvæmdastjóri IHF: CWLáaðbera kostnaðinn - erum komnir á beinu brautina, segir formaður HSÍ Þessir kappar verða í sviösljósinu og bítast um bikarinn glæsilega á morgun í Höllinni. Frá vinstri: Ástþór Ingason, fyrirliði Njarðvikinga, Valur Ingimundarson, þjálfari og leikmaður Njarðvíkinga, Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður Keflvikinga Eftir viðræður Ólafs B. Schram, formanns Handknattleikssambands íslands, við Raymond Hahn fram- kvæmdastjóra og Erwin Lance for- seta Alþjóða handknattleikssam- bandsins, IHF, í gærkvöldi bendir allt til þess að heimsmeistarakeppn- in fari fram hér á landi á næsta ári eins og fyrirhugað var. „Hahn var þrumu lostinn þegar ég skýröi honum frá túlkun CWL- manna á samningi þeirra við IHF, og fullyrðingum um að þeir ættu ekki að bera kostnaö af útsendingum og upptökum frá keppninni. Hahn sagði að þetta væri misskilningur hjá CWL-mönnum, þeir ættu sjónvarps- réttinn og kostnaðurinn væri í þeirra verkahring. Þar með myndi ég segja að við værum komnir á beinu braut- ina. Það er hins vegar of skammur tími til stefnu, frestur IHF rennur út á mánudaginn og við verðum að vera með tryggingu í höndunum á þeim tíma. Það er von HSÍ að ríkisstjórnin gangist í ábyrgð og veiti Ríkisútvarp- inu nauðsynlega tryggingu, sem gef- ur okkur svigrúm til að semja við annað fyrirtæki um sjónvarpsrétt- inn. Ég tel ekki útilokað að EBU, sem hingað til hefur séð um útsendingar frá HM, komi inn í málið og taki þær að sér, ef CWL endurskoðar ekki sína afstöðu," sagði Ólafur við DV seint í gærkvöldi. Ólafur tilkynnti Erwin Lance í gærkvöldi að HSÍ myndi mæta á fund IHF í Strasbourg á mánudag með til- skildar tryggingar, og Lance svaraöi því til að þær yrðu teknar til af- greiðslu á framkvæmdastjórnar- fundi um miðjan febrúar. Guðmundur saltaði Svíana - vann þrjá flokka á móti í Svíþjóð Guðmundur Stephensen, hinn 11 ára gamh landsliðsmaður í borð- tennis, gerði sér htið fyrir og sigraði í þremur flokkum á Kavhnge- leikunum sem haldnir voru í Suður-Svíþjóð og lauk nú í vikunni. Hann sigraði í A-flokki 11 ára og yngri, A-flokki 13 ára og yngri, og í B-flokki 15 ára og yngri. Guðmundur hafði nokkra yfirburði í öllum^úrshtaleikjunum sem voru gegn sænskum andstæðingum. Hann vann Robert Malmquist, 21-8 og 21-11, í úrshtum í yngsta flokknum, sigraði Peter Tan, 21-7 og 21-11, í úrslitum í 13 ára flokknum, og svo vann hann Henrik Lars- en, 21-16 og 21-11, í úrslitum í 15 ára flokknum. Árangur Guðmundar er mjög athyghsverður, þar sem Svíar eru einhver mesta borötennisþjóð heims, og sýnir styrkleika hans á alþjóð- legum vettvangi. Tveir aðrir íslenskir landshðsmenn tóku þátt í mótinu, þeir Ingólfur Ingólfsson og Kjartan Briem. Ingólfur féll strax út í unglingaflokki en vann einn leik í karlaflokki 2, og Kjartan vann einn leik í karla- flokki 1 og tvo leiki í karlaflokki 2. -Hson/VS og Guðjón Skúlason, fyrirliði Keflvíkinga. DV-myndÆMK Hvað segja leikmenn IBK og UMFN um bikarúrslitaleikinn? „Griðarleg stemning í kringum þennan leik“ Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Þetta verður örugglega jafn leikur þvi bæði liðin hafa verið að leika vel í síð- ustu leikjum. Ég býst við að úrslitin muni ráðast á síðustu sekúndunni," sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leik- maður Keflvíkinga, en á morgun leika Keílvíkingar, sem eru núverandi bikar- meistarar, við Njarðvíkinga um bikar- meistaratithinn í körfuknattleik 1994. Leikur hðanna hefst í Laugardalshöll- inni kl. 16.00. „Ég er ekkert smeykur við Njarðvík- inga en ég geri mér grein fyrir því að þeir eru búnir að standa sig betur en við í vetur. Viö mætum th leiks með nýjan erlendan leikmann og það er stór spum- ing hvernig honum tekst th í sóknar- leiknum. Annars eru þetta mjög svipuð hð sem bæði tefla fram mjög sterkum skyttum. Styrkur okkar felst í hraðan- um og ef Foster tekur fleiri fráköst en Bow gerði þá er það mikih styrkur. Þetta þarf aht að smeha saman á laugardag- inn,“ sagði Jón Kr. Gíslason. „Ekkert hræddur“ „Ég hlakka th að spha þennan leik. Ég er ekkert hræddur við neitt í sambandi við þennan leik. Fyrir okkur er það að ná okkur á strik í leiknum og að yfir- vinna aht stress," sagði Valur Ingimund- arson, þjálfari og leikmaður Njarðvík- inga. „Við verðum að bera virðingu fyrir Keflvíkingum því þeir em mjög sterkir. Þeir eru bunir að vinna 11 leiki í röð, 8 í deildinni og 3 í bikarnum. Ég þekki Foster vel og hann er mjög sterkur. Það er ekki okkar hvernig hann fellur inn í leik þeirra heldur veröum við fyrst og fremst að hugsa um okkar leik. Þetta verður mjög jafnt og annað hvort hðið sigrar með fimm stiga mun. Sterkasta vopn okkar er mikil breidd," sagði Valur Ingimundarson. Hlynur og sonur í slæmu bílslysi - „bílbeltin björguðu lííi okkar“ Þorsteinn Gunnarsson, DV, Eyjum: Eyjamaðurinn Hlynur Stefánsson, sem leikur með Örebro í sænsku knattspyrnunni, lenti í alvarlegu bhslysi ásamt syni sínum í síðustu viku. Bifreið fyrir framan Hlyn snarhemlaði og th að koma í veg fyr- ir aftanákeyrslu reyndi Hlynur að sveigja bhnum th hliðar með þeim afleiðingum að hann lenti á ljósastaur. Ákeyrslan var harkaleg en feðgarnir voru í bílbeltum og er tahð að það hafi bjargað lífi þeirra. Þeir mörðust mikið eftir bílbeltin og sauma varð saman skurði á syni Hlyns. Bílhnn er gjörónýtur eftir ákeyrsluna. „Viö vorum báðir í bílbeltum og strákurinn í framsætinu, sem auð- vitað er ekki rétt. Hann hafði suðað í mér að fá að vera þar og ég lét það eftir honum. Af tvennu hlu var betra að hafna á ljósastaumum. Ég þakka guði fyrir að ekki fór verr og það er engin spurning að bh- beltin björguðu lífi okkar," sagði Hlynur í samtah við DV. Hlynur er orðinn stórt nafn í sænsku knattspyrnunni og vakti slys- ið mikla athygh fjölmiðla. í einu blaðanna var fjallaö um það í heh- síðu frétt og fullyrt að Hlynur og sonur hans heföu haft englavakt. Selfoss-Szeged 1 Kaplakrika á morgun: Ekki útilokað að vinna upp 12 marka forskot „Það verður erfitt að vinna upp 12 marka forskot Ungverjanna en alls ekki útilokað. Við munum reyna að hefna ófaranna ytra, sphum fast án þess að fara út fyrir kortiö, og sjáum hvort við getum sprengt upp leikinn. Viö munum taka ákveðr.a áhættu og annaðhvort gengur það upp eða ekki,“ sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari Selfyssinga, um síðari Evr- ópuleikinn gegn Pick Szeged frá Ung- verjalandi sem fram fer í Kaplakrika í Hafnarfirði á morgun klukkan 16.30. Szeged vann fyrri leikinn í Ung- verjalandi síðasta laugardag, 30-18, eftir sögulega baráttu og slagsmál í lokin. Róðurinn verður því mjög erf- iður fyrir Selfyssinga sem þurfa að sigra með 12 eða 13 mörkum th að komast í undanúrsht Evrópukeppni bikarhafa. „Szeged er með góöa leikmenn en liðið er ungt og því brothætt. Þeir eru með ótrúlegan heimavöh en ég held að þetta séu litlir karlar annars stað- ar. Selfossliðið er óútreiknanlegt, við reynum ahtaf aö spila skemmthegan og hraðan handbolta og það býður upp á marga möguleika í svona leik. Við unnum upp sjö marka mun gegn Króötunum í síðustu umferð en nú þurfum við aö vera 5-6 mörkum yfir í hálfleik th að þetta sé raunhæft," sagði Einar Þorvarðarson. Selfoss teflir fram sama hði og ytra en sem fyrr vantar Sigurpál Aðal- steinsson sem meiddist rétt fyrir leikinn í Ungverjalandi. Sigurjón Bjamason er meiddur á hálsi og hné eftir meðferð ungversku leikmann- anna á honum í Szeged, þegar þeir réðust á hann í lok leiksins, en sphar samtmeð. -VS Tapleikur hjá meisturunum Sex leikir voru háöir í NBA- deildinni í körfuknattleik í nótt og urðu úrslit þannig: Cleveland-Chicago.......100-84 Washington-Dallas.......98-95 Houston-Sacramento......113-97 ' Denver-Indiana.........113-106 Seattle-New Jersey......102-92 New York-LA Chppers.....103-101 Chicao mátt þola tap eftir gott gengi aö undanförnu. Mark Price var stigahæstur í hði Cleveland með 21 stig. Scottie Pippen var að vanda atkvæöamestur í liöi meist- aranna með 31 shg. Þaö veikti hð Chicago mikið að Toni Kukoc og John Paxon léku ekki meö vegna meiðsla. Patrick Ewing tryggði New York sigur á LA Chppers með körfu á lokasekúndunum. Ewing skoraði 32 shg í leiknum en Danny Mann- ing var með 39 shg fyrir Clippers. Gary Payton skoraði 21 shg og þeir Rickey Pierce og Sam Perkins 20 shg hvor þegar Seattle sigraði New Jersey Nets. Kenny Anderson var með 20 shg í höi Nets. Houston áth ekki í vandræðum með Sacramento. Hakeem Olajuw- on skoraði 25 shg fyrir Houston. Rodney Rodgers átti sinn besta leik á timabilinu og skoraði 25 shg fyrir Denver í sigrínum á Inidana. Stjörnulióin valin Nú er orðið Ijóst hveijir byxja ixrni á í hinum árlega stjömuleik á mhh austur- og vesturstrandarinnar. Áhorfendur í NBA standa að vali á byrjunarhðunum. Þeir sem hefja leik hjá vestrinu eru: Charles Bark- ley, PhoenLx, og Shawn Kemp, Se- attle, eru tramverðir, Hakeem Olajuwon, Houston, er senter og bakverðir þeir Clyde Drexler, Port- land, og Mitch Ritchmond, Sacra- mento. í iiði austurstrandarirmar hefja leik: Scothe Pippen, Chicago, og Derrick Coleman, New Jersey, eru iramveröir, Shaquille O’Neal, Orlando, er senter og bakverðir þeir B.J. Armstrong, Chicago, og Kenny Anderson, New Jersey. -GH/SV Miklll ágreinlngur sprottinn upp vegna vals á ólympíuförum: „Það verður baríst þangað til réttlætinu verður f ullnægt" Mikill ágreixhngur er nú sprothnn upp innan stjórnar Skíðasambands ís- lands vegna vals á skíðalandshðinu sem tekur þátt í ólympíuleikunum í Lhle- hammer. Eins og greint var frá í DV í gær vora fimm skíðamenn valdir á fundi Ólympíunefndar íslands hl að keppa fyrir hönd íslands á leikunum. Skíðasambandiö haföi hins vegar mælt með því aö þeir yrðu átta en sú hhaga kom ekki fram á fundi Ólympíunefndar íslands í fyrrakvöld. í viðtölum sem DV hefur átt viö stjómarmenn innan SKÍ eru þeir mjög óánægðir hverrng formaður SKÍ kom óskum stjórnarixmar th Ólympíunefnd- ar íslands. Formaðurinn mun ekki hafa lagt hhögu stjómarinnar th Óí með formlegum hæth heldur lagði hann hl- lögu viðmiðunarnefndar Óí en þar er situr hann sem formaður. Þá er mikhl hiti í ísfirðingum, Akur- eyringum og Ólafsfirðingum. Á stjóm- arfundi SKÍ í síöustu viku mælh stjóm- in með því að Amór Gunnarsson, ísafirði, Vhhelm Þorsteinsson frá Ak- ureyri og Sigurgeir Svavarsson frá Ól- afsfirði yrðu valdir í landshðið en ekki varð þeim að ósk sinni. Menn frá skíða- dehdum þessara staða hafa ekki sagt sitt síðasta orð í þessu máh og sendu sameiginlegt bréf hl Ólympíunefndar íslands þar sem þeir óska efhr því að vahð á landsliöinu verði endurskoðað. Verður barist þar til réttlætinu verður fullnægt „Alhr þeir fimm skíöamenn sem valdir hafa verið eiga það svo sannarlega skh- iö. Við erum hins vegar mjög óhress með að okkar maður, sem er Amór Gunnarsson, hafi ekki verið vahnn. Ég átti samtal við Júlíus Hafstein, formann Óí, í fyrradag og það eina sem ég fór fram á við hann var að hann birh okk- ar sjónarmiö á fundi ólympíunefndar- innar. Ég fékk síðan upplýsingar um það að aldrei hefðu verið lögð fram sjón- armið okkar, þó Júlíus heföi tvisvar staðfest að hann færi meö þetta inn á fundinn," sagði Jóhann Torfason sem er í áhugamannhópi um skíðamál á ísafirði við DV í gær. „Arnór hefur verið meö mikla bæt- ingu í vetur og markmiðið síðustu átta árin hjá honum var aö komast hl Lihe- hammer. Hann hefur verið sérlega sterkur síðasta mánuðinn og hefur lagt mikið á sig th að komast í landshðið. Hann er í dag með 47,70 punkta og í haust var rætt um að hann þyrfh að komast niður fyrir 50 punkta. Sam- kvæmt viðmiðunarmörkunum er það 46,80 punktar. Þessu máh er ekki lokið. Ég veit að það á aht efhr aö springa á næsta þingi Skíðasambands íslands ef ekki kemur leiðréthng á vahnu. Það er harka og verður harka og þaö verður barist þar th réttlætinu verður full- nægt,“ sagði Jóhann. Erum mjög ósáttir „Við eram mjög ósátfir við þessa niður- stöðu enda höfum við lagt mikið undir, bæði vinnu og fjármuni th aö eiga tvo Spánverjar tilbúnir „Raymond Hahn bað fyrir góöar kveöjur spænska handknattleiks- sambandsins th vina sinna á íslandi, en hann var á Spáni í vikunni og hefur verið sakaður um að vhja koma keppninni þangað. Spánverj- arnir sögðu við Hahn að þeir óskuðu íslendingum alls góðs, og vonuðust th þess að þeir gætu uppfyllt skilyrð- in sem sett hafa verið. Ef málið fengi hins vegar dramahskan endi á ís- landi myndu Spánveijar hlaupa í skarðið og taka að sér kegpnina, en þeir vhji ekki keppa við íslendinga um hana, þó spænskir fjölmiðlar hafi fullyrt annað að undanförnu," sagði Ólafur B. Schram, sem fer hl Strasbourg við annan mann th að ganga frá máhnu við IHF á mánudag. -VS Stuttar fréttir fulltrúa á leikunum. Við höfum óskað efhr því við ólympíunefndina að hún taki málið upp aftur enda teljum við að þetta hafi ekki verið útrætt. Það eru settar míög strangar kröfur af íslands hálfu, svo langt umfram það sem er hjá öðrum þjóðum. Alþjóða ólympíunefnd- in seth kröfu um það að í alpagreinum karla yrði viðkomandi að vera innan við 500 á FlS-hsta en við íslendingar 250 á hstanum," sagði Bjöm Þór Ólafsson, formaður skíðadehdar Leifturs á Ólafs- firði, við DV. „Leikarnir fara fram hjá nágranna- þjóð okkar og þetta kostar íslensku ólympíunefndina hhð að senda átta menn og við teljum og þetta gæh orðið skiðaíþróthnni mikh og gpð lyfhstöng. Við erum því mjög svekkhr að kvótinn skuh ekki hafa verið notaður sem við eigum þarna. Þetta er ekki íþróthnni th framdráttar," sagði Björn. -GH Þrjú sterk áfram Barcelona frá Spáni, Marseille frá Frakklandi og Dormagen frá Þýskalandi tryggöu sér í fyrra- kvöld sæh í undanúrshtum Evr- ópukeppni bikarhafa í hand- knatfleik, en íjórða hðið verður Szeged eða Selibss. BowekkiíUBK Jonathan Bow, körfuknatt- leiksmaður, getur ekki leikiö með UBK i 1. deild eins og th stóð því Blikar uppgötvuðu í gærkvöld að útlendingar mega ekki skipta um félag efhr 15. desember. RosenthalíSpurs Tottenham hefur keypt ísra- elska knattspyrnumanninn Ronnie Rosentlial frá Liverpool. KR-Tindastóll KR og Tindastóll mætast í áður frestuðum leik í úrvaisdeildinni í körfuknattleik í kvöld klukkan 20 á Seltjarnarnesi. HKogGróttaunnu HK vann Fylki, 21-25, og Grótta vann Ármann, 31-22, í 2. dehd karla í handknattleik í gær- kvöldi. GóðursigurÍR ÍR vann mikilvægan sigur á UBK, 75-70, í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi. GuHitdýmtætur Ruud Gullit kom Sampdoria í undanúrsht ítölsku bikarkeppn- innar í knattspyrnu í gærkvöldi meö jöfnunarmarki, 1-1, á loka- mínútu gegn Inter, og Sampdoria vann 2-1 samanlagt. Sigurjón númer 50 Siguijón Amarsson varð í 50. sæh af 160 keppendum á atvinnu- mannamóh í golfl sem lauk í Flórída 1 fyrradag. Gazzaívandræðum Enska knattspymumanninum Paul Gascoigne var í hálftima yf- irheyrslu hjá lögreglu í Róm í gær eftir aö hafa skallað ágengan ljós- myndara í andlitið á götu úh. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.