Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1994, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 Uppboð á lausafjármunum Nauðungaruppboð verður haldið að Dalvegi 7, Kópavogi (áhaldahúsi Kópavogskaupstaðar), laugardaginn 29. janúar 1993 kl. 13.30 á bifreiðum og öðrum lausafjármunum. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Kópavogi 27. janúar 1994 w Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Fé- lags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins skal skila til kjörstjórnar félagsins, á skrif- stofu þess að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, ásamt meðmælum a.m.k. 75 fullgildra félagsmanna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess tillögur um 21 til viðbótar í trúnaðar- mannaráð og 7 varamenn þeirra. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs rennur út kl. 18.00 fimmtudaginn 10. febrúar 1994. Stjórn Félags járniðnaðarmanna Skálatúnsheimilið 40 ára í tilefni af 40 ára afmæli Skálatúnsheimilisins verður opið hús í Skálatúni laugardaginn 29. janúar nk. frá kl. 14 til 17. Allar deildir verða opnar ásamt vinnustofum. Þar verður sölusýning á framleióslu heimilis- manna. Allir velunnarar og eldri starfsmenn eru hjartan- lega velkomnir. Kaffiveitingar. Sveinn flndri Sveinn Andri Sveinson borgarfulltrúi hefur sýnt frumkvæði í því að móta stefnuna, hann hefur haft viljann til að framkvæma hana og hann hefur náð árangri í sínu starfi þess vegna styðjum við hann. Stuðningsmenn. 5. sæti Smáauglýsingar ■ Húsgögn Draumainnréttingar: Smíðum skilrúm, handrið og aðrar innréttingar. Gerum verðtilboð. Drauma. Sími 91-15108. (Símsvari.) ■ Vagnar - kemir Dráttarbeisli. Gerið verðsamanburð. Framleiðum allar gerðir af kerrum og vögnum. Dráttarbeisli á allar teg. bíla. Áratugareynsla. Allir hlutir í kerrur og vagna. Ódýrar hestakerrur og sturtuvagnar á lager. Veljum íslenskt. Verið velkomin í sýningarsal okkar. Víkurvagnar, s. 684911, Síðumúla 19. ■ Jeppar Jeep Wrangler Laredo, árgerð ’90, vél 4,2 lítra, ekinn 29 þús. km, svartur, upphœkkaður, 36" dekk og krómfelg- ur, brettakantar o.fl. Verð 1.550 þús. Til sýnis hjá Bílasölu Reykjavíkur, sími 91-678888. Ford Explorer XLT, árgerð 1991, til sölu, lítið ekinn, upphækkaður, rafmagn í öllu. Upplýsingar í símum 91-673232, 91-687666 og 985-20006. ■ Þjónusta Stigar og handrið, úti sem inni. Stigamaðurinn, Sandgerði, símar 92-37631 og 92-37779. ÖKUMENN! Ekkiganga í EINN- er einum of mikið! Fréttir „Það er alveg rosalega kalt,“ sögðu þessar ungu stúlkur sem voru á leið heim úr skólanum á Akureyri í gær. Þær voru þó vel dúðaðar enda ekki vanþörf á. Undanfarna daga hefur verið mikið vetrarriki norðanlands með ofankomu og skafrenningi og virðist litið lát á. DV-símamynd gk Vondir veitingastaöir: Niðurstöðurnar eru byggðar á svörum 30 þúsund lesenda Condé Nast Traveler - slæm staöa Reykjavíkur „Á hverju ári sendum við spurn- ingalista til lesenda Condé Nast Traveler þar sem þeir eru spurðir ýmissa spurninga um ferðamanna- staði. Þeir eru spurðir fjögurra álitsspurninga um borgir í Evrópu: hvar það hitti vingjarnlegasta fólk- ið, hvaða borgir skarti bestu veit- ingastöðunum og bestu hótelunum og hvaða borgir hafi hæst menn- ingarstig. Einnig er spurt að and- stæðu þessa, hvar sé óvingjarnleg- asta fólkið, í hvaða borgum fólk vilji síst snæða, hvar lélegustu hót- elin séu og hvar sé lægsta menning- arstigið. Niðurstööurnar eru byggðar á svörum yfir 30 þúsund lesenda. Ekkert annað er lagt til grundvaUar," sagði Irene Schneid- er, blaðamaður hjá ferðamálatíma- ritinu Condé Nast Traveler, í sam- tali við DV. Athygli hefur vakið að sam- kvæmt niðurstöðum blaðsins í viðamikilli könnun er Reykjavík- urborg í þriðja sæti yfir verstu veit- ingastaði í Evrópu, næst á eftir Moskvu og Prag. „Þegar spurt er um verstu veit- ingastaðina er ekkert spurt sér- staklega um verðlag né gæði mat- arins. Menn eru aðeins beðnir um að nefna nafn borga með verstu veitingastaðina (worst restaur- ants). Vera má að lesendur hafi sett verðlagið fyrir sig úr því Reykjavík fer svona illa út úr könn- uninni. En það var ekki spurt um það sérstaldega. Við vitum ekki hvers vegna niðurstöðurnar eru á þennan veg. Það eina sem við ger- um er að birta þær í tímariti okk- ar,“ sagði Irene Schneider. . -ÍS Úlfar Eysteinsson: Reykjavík verðskuldar ekki þessa niðurstöðu „Það sem mér dettur í hug í sam- bandi við þessa könnun blaðsins Condé Nast Traveler er að fólk sé að nefna Reykjavík án þess að vita neitt sérstaklega um borgina og hafi jafnvel aldrei komið hingaö. Svo gæti veriö að hrein hefnigirni ráði svörunum, fólk hafi séð tæki- færi til þess aö hefna sín á hval- veiðiþjóðinni íslendingum," sagði Úlfar Eysteinsson, matreiðslumað- ur á Þremur Frökkum, í samtali viðDV. „Það er gersamlega út af kortinu að Reykjavík verðskuldi að vera í þriðja sæti yfir verstu veitingastað- ina. Ég hef kynnst fjölda útlendinga sem nær undantekningarlaust eiga ekki orð yfir matargerðinni og veit- ingastöðunum héma. Reykjavík er orðin sú borgin í dag þar sem þú átt minnstan möguleika á því að verða fyrir hremmingum í mat. Hér er nær undantekningarlaust hægt að fá góðan mat. Hins vegar hefur þessi breyting til batnaðar í matargerð gerst á undanfomum 10-15 árum og ástandið var ekki eins gott fyrir þann tima. Vera kann að einhverjir lesenda hafi komið hingað til lands á áranum eftir stríð og smakkað eitthvað sem féll þeim ekki í geð. En það er alveg á hreinu að Reykjavík verðskuldar ekki í dag að vera nefnt meðal verstu borga, heldur miklu fremur hið gagnstæða," sagði Úlfar. Skákþing Reykjavíkur:. Sævar ef stur með 8 vinninga Sævar Bjamason er efstur með 8 vinninga eftir niu umferðir á Skák- þingi Reykjavíkur. í öðm til sjöunda sæti með 6'A vinning era Magnús Teitsson, Áskell Örn Kárason, Ró- bert Harðarson, Matthías Kjeld, Magnús Öm Úlfarsson og Ólafur B. Þórsson. í áttunda til tíunda sæti með 6 vinn- inga em Jón Viktor Gunnarsson, Kristján Eðvarðsson og Jóhannes Ágústsson. Tíunda og næstsíðasta umferð verður á sunnudag kl. 14.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.