Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1994, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994
37
Átök eru á milli móöur og dóttur.
Elín
Helena
Sýningum fer að fækka á leik-
ritinu Elínu Helenu sem Leikfé-
lag Reykjavíkur hefur sýnt síðan
í haust. Ein sýning er í kvöld og
í gær var ekki uppselt. Titill leik-
ritsins er jafnframt nafn ungu
konunnar sem kemur atburðarás
verksins af staö. Hún býr ásamt
móður sinni, Ehnu, á íslandi og
hefur það ágætt að mati flestra,
er í góðu starfi, meö góða mennt-
un og á von á frama. En fortíð
þeirra mæðgna varð eftir í Amer-
Leikhús
íku fyrir þrjátíu árum þegar þær
yfirgáfu foðurinn. Síðan hefur
ekki verið á hann minnst. Elin
Helena viU fara vestur um haf til
að grafast fyrir um gamla atburði
og hitta móðursystur sína,
Helenu, sem hún man óljóst eftir.
Móðirin er þessari ferð mjög
andsnúin án þess þó að gefa skýr-
ingar. Ehn Helena veit nefnilega
ekki nema hálfan sannleikann
sem legiö hefur grafinn djúpt í
sálarkytrum hinna þriggja. Mikil
atburðarrás fer í gang og afleið-
ingarnar eru ófyrirsjáanlegar.
Aðeins fjórir leikarar eru í sýn-
ingunni. Ehn Helena er leikin af
Sigrúnu Eddu Bjömsdóttur,
Margrét Helga Jóhannsdóttir
leikur móðurina, Þorsteinn
Gunnarsson er ameríski faðirinn
og Hanna María Karlsdóttir er í
hlutverki móðursysturinnar.
Meltingar-
truflanir?
Enginn mun hafa gleypt jafn-
marga ómeltanlega hluti og geð-
veik 42 ára gömul kona, frú H,
sem kvartaði um „smávegis ónot
í kviðarholi". Hún reyndist vera
með 2533 hluti í maganum, þar á
meðal 947 bogna títuprjóna.
Læknamir Chaik og Foucar fjar-
lægðu þetta í júní 1927 á Ontario-
sjúkrahúsinu í Kanada.
Blessuð veröldin
Tannburstagleypir
ÁRið 1985 var maður skorinn
upp við magakviha á Groote-
Schuur sjúkrahúsinu í Höfða-
borg. Meðal þess sem læknamir
tíndu á brott voru 53 tannburst-
ar, 2 loftnet, sem draga má í sund-
ur, 2 rakvélar og 150 rakvélasköft.
Háragleypir
Þyngsti hlutur sem tekinn hef-
ur verið úr mannsmaga er 2,53
kg hárvöndull sem tvitug stúlka
með gleypiáráttu hafði kyngt
smátt og smátt.
Færð á
vegum
Færð á vegum kl. 8 í morgun.
Greiðfært er um vegi á Suöur-, Suð-
vestur- og Vesturlandi allt til Reyk-
hóla. Fært er frá Brjánslæk til Pat-
reksfjarðar og Bíldudals. Verið er að
Umferöin
moka Breiðadalsheiði en Botnsheiði
er fær. Brattabrekka er ófær en fært
er um Holtavörðuheiði til Hólmavík-
ur og áfram þaðan til ísafjarðar.
Fært er um Norðurland og verið er
að moka vegi á Norðausturlandi.
Verið er að moka Mývatns- og
Möðrudalsöræfi og allar aðalleiðir á
Austfjörðum.
m Hálka og snjór
ánlyrirstöðu
U-O Lokað
HVegavinna-aðgát
DD Þungfært
B Öxulþungatakmarkanir
.....-nra
Hótel ísland:
Ný hljómsveit Siggu Beinteins kemur í fyrsta
sinn fram opinberlega í kvöld á Hótel íslandi.
Þótt hljómsveitin sé ný eru engir nýgræðingar í
hði Siggu. Með henni er Stjórnarhluti eða þeir
Skemmtanir
Friðrik Karlsson og Haraldur Gunnlaugur Har-
aldsson. Aðrir eru Eyþór Gunnarsson hljóm-
borösleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari
og Guðmundur Jónsson gítarieikari. Hljómsveit-
in verður fóst húshljómsveit á Hótel íslandi fram
á vor en framhaldið er ekki ákveðið. Sigga segir
í viðtali við DV í gær aö þau muni jafnvel breyta
um stíl i vor þegar Eyþór hættir til að sinna öðr-
um verkefnum. Síöustu daga hefur kapp verið
lagt á að æfa upp dansleikjaprógramm til þess
aö skemmta gestum Hótel íslands komandi vikur.
Hann ber sig mannalega, hth
drengurinn á myndinni enda ber
hann kraftmikið nafn, Þorgeir
Sturla. Hann fæddist 30. desember
síðasthðinn og var 18 merkur og
54 sentímctrar við fæðingu. Hann
á eina systur sem heitir Hulda Ósk
en foreldrar eru Víðir Þorgeirsson
og Björg Harðardóttir.
verkum sínum.
Óútreiknanlegi
herra Jones
Hvatvís, óábyrgur og ómót-
stæðhegur. Svona er herra Jones
lýst í stuttu máh. Jones þjáist af
geðhvarfasýki og hugur hansr
sveiflast á mhh svartnættis og
mikUlar bjartsýni þar sem allt er
mögulegt. í uppsveiflunum er
hann heUlandi vegna gáska síns
og orku.
Bíóíkvöld
Greind, einlæg og virt. Svona
er geðlækninum Libbie Bowen
lýst sem er gjörsamlega varnar-
laus fyrir töfrum herra Jones
þrátt fyrir langa reynslu af með-
ferð slíkra sjúkhnga. Hann ögrar
henni á allan máta og gegn betri
vitund fellur hún fyrir mannin-
um. Þar með brýtur hún eina a£:
reglum lækna, það er að stofna
ekki til náins sambands við sjúkl-
inginn.
Richard Gere hefur fengið góða
dóma fyrir leUí sinn í þessari
mynd og þykir koma þessum
flókna persónuleika vel tU skUa.
Hann hefur sjálfur sagt að sér
hafi strax litist vel á handritið
vegna þess að þarna var tekið á
sjúkdómi sem margir þjást af en
sjaldan er talað um.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Króginn
Stjörnubíó: Herra Jones
Laugarásbíó: Hinn eini sanni
Bíóhöllin: Njósnaramir
Bíóborgin: Fullkominn heimur
Saga-híó: Skytturnar 3
Regnboginn: Kryddlegin hjörtu
Gengið
Almenn gengisskráning LÍ nr. 26.
28. janúar 1994 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 72.580 72,780 71,780
Pund 109,150 109,460 108,020
Kan. dollar 54,970 55,190 54,030
Dönsk kr. 10,7790 10,8170 10,8060
Norsk kr. 9,7330 9,7670 9,7270
Sænsk kr. 9,1490 9,1820 8,6440
Fi. mark 13,0270 13,0790 12,5770
Fra. franki 12,3180 12,3610 12,3910
Belg. franki 2,0266 2,0348 2,0264
Sviss. franki 49,5600 49,7100 49,7000
Holl. gyllini 37,3800 37.5100 37,6900
Þýskt mark 41,9000 42,0200 42,1900
it. líra 0,04279 0,04297 0,0427:
Aust. sch. 5,9570 5,9810 6.0030
Port. escudo 0,4170 0,4186 0,4147
Spá. peseti 0,5174 0,5194 0,5134
Jap. yen 0,66510 0,66710 0,6450(
irskt pund 104,680 105,100 102,770
SDR 100,31000 100,71000 99,3700«
ECU 81:3600 81,6400 81,6100
Krossgátan
Lárétt: 1 hviður, 5 þjálfuð, 7 glundroð-
inn, 9 afgangur, 11 heiöursmerki, 13 um-
dæmisstafir, 14 mann, 16 viðkvæm. J^
sálmabók, 19 snemma, 20 tréð.
Lóðrétt: 1 tvípunktur, 2 skjótur, 3 gald-
ur, 4 gangur, 5 pípumar, 6 hakk, 8 nísk-
an, 10 ræktar, 12 rúlluöu, 15 huldumann,
17 trylla, 18 leit.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 lufsa, 6 sí, 8 ónot, 9 fár, 10 mar-
ías, 12 öðu, 14 gróf, 15 ritu, 16 slá, 17 kvart-
ar, 19 sér, 20 góna.
Lóðrétt: 1 ló, 2 unaði, 3 for, 4 stígur, 5
afar, 6 sá, 7 írafár, 10 mörk, 11 sólin; 13
utar, 16 stó, 18 vé.