Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1994, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 1994 Fréttir ------------------,--------------------------------------- Sólveig Ólafsdóttir á Norður-Fossi í Mýrdal: Girðingar marg- faldar af ísingu „Rafmagnið fór af hjá okkur um hálffjögur aðfaranótt laugardagsins. Viðgerðarmennimir hafa verið að nótt sem dag og við fáum rafmagnið fljótlega," sagði Sólveig Ólafsdóttir á Norður-Fossi í Mýrdal. Sólveig hefur búið að Norður-Fossi í fimmtíu ár og býr nú félagsbúi með syni sínum. „Á flestum kúabúum eru Utlar vél- ar sem framleitt geta nægilegt raf- magn. Það er rafmagnshitun víða hér í sveitinni og því bætist kuldinn ofan á. Við kyndum hér tvö herbergi í einu en verðum að taka hitann af þegar við mjólkum. Við, sem munum fyrri tíð, æðrumst ekki yfir þessu og upp- lifum gamla daga.“ Sólveig taldi að það tæki nokkra daga að tengja öll sveitaheimilin viö rafmagnið því mest kapp er lagt á að tengja aðallínuna í byrjun. Hún sagði að nær allir bæir í Mýrdal, Meðallandi, Álftaveri og Skaftár- tungu væru án rafmagns. „Rafmagnsleysið eykur aðeins erf- iðið hjá okkur en meðan svona kalt er þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að mjólkin sé ekki nægilega kæld.“ Sólveig sagði að fært væri á flesta bæi enda væri snjórinn ekki mjög mikill. „Veðrið var mjög vont alla nóttina en dró frekar úr því þegar leið á morguninn. Krapið var svo mikið að allar girðingar eru margfaldar að þykkt og hanga úr þeim klepramir. Austanáttin er versta áttin og mesta úrkomuáttin hér um slóðir.“ -JJ drukknun Ungum manni var naumlega bjargað frá drukknun í Reykja- vikurhöfh klukkan rúmlega eitt aðfaranótt sunnudags. Maðurinn hafði verið á gangi eftir Miðbakka og skyndilega kastaði hann sér í sjóinn. Vitni var að atburöinura og var strax kailaö í lögreglu og sjúkrabíl. Erfiölega gekk að ná mannin- um upp úr höfninni og var hann bæði kaldur og hrakinn þegar hann náðist upp á hakkann. Hann var fluttur rænulítill á sjúkrahús en bjamaði rpjög fljót- lega við og varð ekki meint af. Maðurinn var n\jög ölvaður og telur lögregla aö hann heföi með cngu móti geta bjargað sér sjálfur því mjög erfitt var fyrir björgun- armennina að ná taki á bryggj- unni til þess aö komast upp úr höfninni. Unnið var að störfum. helgina að viögerðum á rafmagnslínunum í Vestur-Skaftafellssýslu. Hér má sjá viðgerðarmenn DV-mynd PP, Vík Óveður var víða til vandræða um helgina: Tugir beiðna um aðstoð Lögreglan á Húsavík skráði 43 beiðnir um aðstoð í óveðrinu á laug- ardag en þess utan var fólk aðstoðað vitt og breitt um bæinn án þess að sérstakar beiðnir kæmu inn á lög- reglustöð. Aðstoða þurfti fólk við að komast á milli húsa og aka starfs- fólki við vaktaskipti á sjúkrahúsinu. Hjá lögreglunni á Höfn í Hornafirði fengust þær upplýsingar að þar væri mesti snjór sem sést hefði í áratugi. Á laugardag var þar bandvitlaust veður og þurfti að aðstoða fólk við að komast leiðar sinnar innanbæjar. Engin slys eða óhöpp urðu þrátt fyr- ir veðurhaminn. Færð var betri í bænum í gær en vegir út frá honum voru ófærir. í Neskaupstað var vonskuveður á laugardag. Þorrablóti bæjarbúa var ekki aflýst vegna veðursins og skutl- uðu jeppaeigendur fólki fram og til baka. A Seyöisfirði var líka þorrablót á laugardagskvöld og nutu blótsgest- ir aðstoðar jeppaeigenda í bænum þar sem götur innanbæjar voru ófærar venjulegum bílum. Á Eski- firði var bullandi ófærð en fólk hélt sig að mestu heima við um daginn. Engin óhöpp urðu en töluverður er- ill hjá lögreglu. Sömu sögu er að segja af öðrum stöðum á Norður- og Austurlandi en engin slys eða óhöpp hafa verið til- kynnt. -JJ laustsíðaná laugardag Rafraagnslaust varð á öllum bæjum frá Jökulsá á Sólheimas- andi að Álftaveri snemma á laug- ai'dagsmorgun. í veðrinu á laug- ardag scttist mikil ísing á staura og línur og er talið að um 80 stam-: ar hafi falliö. í g;nr fengust þær upplýsingar; að viðgerðarvinna gengi vel. í Vik í Mýrdal eru keyrðar dísilvélar fyrir þorpið en þar sem linur eru meira Og minna slitnar er ekki hægt að flytja rafmagnið x sveit- imar. Snjdflóðá Vestfjörðum Snjóflóð féllu á tveim stöðrnn á norðanverðum Vestfjörðum á laugardag. Annað snjóflóðið, frekar lítið, féll úr Kirkjubólshlíð og lokaði veginum um stund. Greiðlega gekk aö ryðja því burt. Axmað féll í Hestfii'ði við ísafjarð- ardjúp og gerði þaö veginn ófær- an. Erigaf skemmdir xirðu á mannvirkjum i þessum ílóðum. Sofnaðiútfrá eldamennskunni íbúi í kjallaraherbergi við Eyja- bakka ætJaði að matreiða á laug- ardagsnóttina en sofnaði út frá eldamennskunni. Klukkan tíu um morguninn hringdu ná- gramxar á slökkviliöið vegna mikillar reykjarlyktar sem lagði um húsið. Slökkvilið braust inn í herberg- ið þar sem íbúinn svaf enn. Hann var fiuttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun en varð ekkimeintaf. -JJ Slökkvilið var kallað út í versl- unarmiöstöðina á Eiðistorgí á laugardag vegna gruns um eld. Enginn eldur fannst en hins; veg- ar hafði rafinagnstafla brunnið yfir í húsnæði Pósts og síma og öryggi slegið út. Á eftir vai' hús- næöiðreykræst. -JJ í dag mælir Dagfari___________________ Þjóf ar á þingi Dagfara brá heldur betur í brún þegar hann las forsíðu Tímans á fóstudaginn. Þar stóð með feitu letri: ÞJÓFAR Á ÞINGI. Voru þing- menn uppvísir að því að stela? Var nú ekki nóg af vandræðunum af þingmönnunum okkar þótt ekki væru þar þjófar í þeirra röðum? Margt hafa alþingismenn verið sakaðir um en aldrei hafa þeir ver- ið þjófkenndir. Var það virkilega svo að fulltrúar þjóöariimar á lög- gjafarsamkundunm létu sig hafa það að stela hver af öðrum? Það var óneitanlega nokkur léttir að lesa fréttina og sjá að þjófamir á þinginu, sem Tíminn greindi frá, voru einhveijir sem voru aö stela frá þingmönnum en ekki aö þeir væru að stela hver frá öðrum. í fréttinni segir að þjófnaðir séu tíðir á skrifstofum Alþingis og þing- menn sakni margra hluta, svo sem skilríkja og ávísanahefta. Það leiðir hugann að því'að þjóð- in er vond við þingmennina. Þeir eru skammaðir blóðugiun skömm- um, þeir eiga þaö alltaf á hættu að falla út af þingi, þeir hafa aldrei rétt fyrir sér ef þeir opna munninn og svo eru þeir látnir dúsa niðri á þingi og hafðir þar til sýnis sem helstu blórabögglar landsins á smánarlaunum. Því er jafnvel haldið fram aö þingmenn séu ekki læsir og forseti Alþingis hefur neyðst til að gefa út yfirlýsingar um að þingmenn séu „flestir læs- ir“. Það er þess vegna alls ekki rétt að allir þingmenn séu ólæsir, það eru bara sumir þeirra ólæsir og sennilega nokkuð fáir, því forseti þingisins hefur það fyrir satt aö „flestir þingmenn séu læsir“. Svona er nú ráðist ómaklega á þingmennina okkar og þeir hafðir fyrir rangri sök og illa farið með þá. Þaö væri nær að hugsa betur um menntun þingmanna, launa- kjör og aðbúnað allan því nógu aumt er þeirra líf. Samt dettur ein- hverjum í hug að stela frá þeim því litla sem þeir eiga! Þaö þarf mis- kunnarlausa þjófa með ríkt ímynd- unarafl til að láta sér detta það í hug að þingmenn eigi einhveija þá hluti sem verðmætir geta talist sem séu þess virði aö þeim sé stolið. Og hafa brjóst í sér til að stela því. Hvaða þjófar eru þetta? Hverjir geta verið svona illa innrættir að ráðast á þá smælingja sem sitja á þingi og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér? Svarið liggur ekki á lausu, því ekki hefur náðst til þjóf- anna eða eins og segir í Tímanum: „Ekki hefur náðst til þeirra sem stolið hafa frá alþingismönnum að undanförnu og því liggur ekki fyrir hvort hér er um skipulagða starf- semi fárra manna að ræða.“ Þjófarnir haga sér eins og stór- furstar og ráðherrar. Þeir láta ekki ná til sín í síma þegar blaðamaður frá Tímanum hringir í þá. Þetta er týpisk óskammfeilni manna sem halda að þeir geti farið sínu fram án þess að láta fjölmiðla vita hvað fyrir þeim vakir. Þjófamir hafa ekki látið ná til sín vegna þess að þeir eru uppteknir við iðju sína og mega ekki vera að því að eiga við- töl við blaðamenn meðan þing- menn ganga lausir um sali Alþing- is og skilja eigur sínar eftir á glám- bekk. Þjófamir em önnum kafnir og Tíminn segir réttilega að ekki hafi náðst til þeirra til að upplýsa hvort þeir séu einn eða fleiri. Nú er það svo að þingmenn em alltaf til reiðu þegar blaðamenn hringja í þá. Þaö næst í þá kvölds og morgna og í hvert skipti sem eitthvað bjátar á í þjóðfélaginu hlaupa menn til og efna til útifund- ar og kalla fulltrúa þingsins út á tröppur til að afhenda þeim mót- mælaskjöl. Svo þyrpist fólk á þing- palla og hefur frelsi til að hlusta á hvaðeina sem blessaðir þingmenn- imir segja úr ræðustól. Þingmenn em sem sé óvarðir og aðgengilegir, hvaða vitleysu sem þeir gera og hvaða vitleysu sem þeir segja. En þjófar. Þeir era í felum. Þeir komast upp með það að láta ekki ná í sig þegar blaðamenn þurfa á því að halda og geta farið huldu höfði þegar þeim sýnist. Þetta er ekkert jafnrétti og ekkert réttlæti og það liggur beinast við fyrir þing- menn að þeir setji lög sem kveða skýrt á um það að þjófar gefi sig fram þegar þeir stela til aö lögregl- an og fórnardýrin hafi vitneskju um það hvort stuldimir séu skipu- lagðir af einum eða fleiri. Og það verður að setja í lög að þjófar láti ná í sig eftir að þeir hafa stolið. Það er það minnsta. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.