Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1994, Page 16
16
MÁNUDAGUR 31. JANÚAR 1994
Leiðbeiningar við framtalsgerð
Verkamannafélagið Dagsbrún gefur félagsmönnum sínum
kost á leiöbeiningum viö gerð skattaframtala helgina 5.-6.
febrúar 1994 meö sama hætti og undanfarin ár. Þeir sem
hug hafa á þjónustu þessari eru beðnir um aö hafa sam-
band við skrifstofu Dagsbrúnar, síma 25633, og láta skrá
sig til viötals eigi síðar en 4. febrúar nk.
Ekki er unnt aö taka við beiðnum eftir þann tíma.
Verkamannafélagiö Dagsbrún
Útboð
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað
eftir tilboðum í endurmálun á fasteignum íþrótta-
og tómstundaráðs Reykjavíkur.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8.
febrúar 1994, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
Útboð
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað
eftir tilboðum í endurmálun á stofnunum aldraðra,
bókasöfnum og bílageymslum.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 15.
febrúar 1994, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Útboð
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað
eftir tilboðum í endurmálun í grunnskólum Reykjavík-
urborgar.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudáginn 10.
febrúar 1994, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frlkirkjuvegi 3 - Simi 25800
BIRKENSTOCK
■ Heilsusamlegur skófatnaður.
■ Meira en tveggja alda reynsla og þekking.
■ Með sífelldri þróun, rannsóknum og nýj-
ustu tækni er stöðugt unnið að því að gera
góðan skófatnað betri.
Teg. Arizona
Stærðir:
35-40, kr. 3.695,
41 -46, kr. 3.995,
ir: svartur, blár,
hvítur eða brúnn.
Laugavegi41
- sími 13570
Kirkjustræti 8 - sími 14181
Meimiiig
Bruce Willis og Sarah Jessica Parker á bófaveiðum á fljótunum í Pittsburgh.
Laugarásbíó og Stjömubíó -1 kjölfar morðingja: ★★
Plask í Pittsburgh
Bruce Willis er engum likur. Allt frá því hann hóf leik-
araferil sinn í sjónvarpsseríunni Moonhghting hér um
árið hefur það verið morgunljóst að hann er 'ékki
meiri leikari en ég eða þú. Hann hefur svosem heldur
aldrei þurft aö láta virkilega á einhverja leikhæíileika
reyna, honum hafa nægt þessi tvö eða þrjú svipbrigði
sem hann kom sér upp þegar hann fór að leika ofur-
lögguna í Die Hard myndunum.
Bruce er ekki á nýjum slóðum í þessari mynd. Hér
leikur hann einn eina ofurlögguna, Tom nokkurn
Hardy, sem er lögga eins og pabbi og allir frændum-
ir, allir rosa kátir. Hardy lendir hins vegar í vandræð-
um þegar hann þarf að bera vitni gegn félaga sínum
og frænda sem varð of harðhentur við handtöku. Þeir
félagamir vora að rannsaka morð á ungum konum,
morð sem Hardy var sannfærður um að framin væm
af löggu. En hann var gerður útlægur úr morðdeild-
inni fyrir að snúast gegn samherjanum, sendur í
vatnahundana sem hann kallar svo, eða Qjótalögregl-
una í Pittsburgh þar sem myndin gerist.
Morðingi ungu stúlknanna íinnst og er dæmdur til
dauða. Alhr era ánægöir nema Tom Hardy.
Þá stekkur myndin fram um tvö ár, eða frá árinu
1991 til ársins 1993. Dag nokkurn finnst lík ungrar
stúlku í ánni. Drápsaðferðin er ekki hin sama og í
hinum fyrri morðum tveimur árum áður en Hardy er
engu að síður viss um að sami maður er þar á ferö-
inni. En hann er einn um þá skoðun. Hann lætur það
ekki aftra sér frá því að rannsaka máhð, með eða án
aðstoðar nýja félaga síns, hennar Jo Christman (Park-
er), utan eftirhtssvæðis síns eða innan. Hann skal
komast að hinu sanna, hversu erfiður róðurinn kann
að vera, sama hve oft gömlu starfsbræður hans úr
morðdeildinni reyna að bregða fyrir hann fæti.
í kjölfar morðingja er ósköp venjulegur tryllir með
Kvikmyndir
Guðlaugur Bergmundsson
öllum þeim persónutýpum sem eiga heima í mynd af
þessu tagi. Og eins og vera ber era hasarinn og spenn-
an byggð upp á æsilegum eltingaleikjum, hér bæði á
bílum og bátum, þ.e. bílar elta bíla, bátar elta báta og
bátar elta bíla. Gert af nokkrum þrótti þegar best læt-
ur, áratriðin bera þó af, aldrei leiðinleg en heldur ekk-
ert andans afreksverk. Prýðileg skemmtun fyrir has-
armyndaaðdáendur og hin besta skemmtun fyrir okk-
ur aðdáendur Brace Wihis.
í kjölfar morðingja (Striking Distance).
Kvikmyndataka: Mac Ahlberg.
Handrit: Rowdy Herrington og Martin Kaplan.
Leikstjóri: Rowdy Herrington.
Leikendur: Bruce Willis, Sarah Jessica Parker, Dennis Far-
ina, Tom Sizemore, Robert Pastorelli.
Bíóhöllln/Bíóborgin-Mrs. Doubtfire: ★ ★ ★
Barnfóstra eigin barna
Gamanmyndin Mrs. Doubtfire stendur og fellur með
Robin Wihiams. Aht byggist á að honum takist að
skemmta áhorfandanum og hann stendur svo sannar-
lega fyrir sínu. Hlutverk Daniels Hihards/Mrs. Doubt-
fire er geysilega krefjandi og aðeins á færi afburða
leikara að koma því til sómasamlega til skha og túlkun
Robin Wilhams er meistarastykki.
Þeir sem fylgst hafa með Wilhams hafa örugglega
tekið eftir hinum ótrúlegu hæfileikum hans til að
herma eftir röddum og alkunna er hversu vel honum
tekst að impróvisera þegar hann er kominn í ham. í
fyrsta atriðinu í Mrs. Doubtfire koma strax upp í huga
manns þær tvær kvikmyndir sem honum hefur tekist
best upp í raddbeitingum, Good Morning Vietnam, þar
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
sem hann nánast samdi mergiaðan textann fyrir fram-
an myndvélina, og ótrúleg raddbeiting hans í Aladdin.
Daniel Hihiard er leikari sem hefur atvinnu af því að
tala inn á teiknimyndir og þegar honum líkar ekki
textinn, sem hann á að flytja, breytir hann honum og
missir atvinnuna. Að missa vinnuna er engin nýlunda
fyrir Hihiard og er eiginkona hans búin aö fá sig
fullsadda af kæruleysi eiginmannsins. Mæhrinn fylhst
þegar hún kemur heim úr vinnunni á afmæh sonar
þeirra og sér að Hilliard er búinn að bjóða allri göt-
unni og hálfum dýragarði í afmæhsveisluna. Heimtar
hún skhað og það strax. Þar sem Hhhard telst ekki
fyrirmyndarfaðir samkvæmt úrskurði dómarans fær
hann aðeins aö sjá bömin sín þrjú á laugardögum.
Þessi úrskuröur er mikið áfall fyrir hann og getur
hann ekki hugsað sér lífið án bamanna.
Daniel Hilhard hefur hingað til haft ráð undir hverju
rifi og þegar eiginkonan auglýsir eftir bamfóstra
breytir hann sér í Euphegenia Doubtfire, breska ekkju
sem sækir um stöðuna og fær hana. Eins og vænta
má skapar þetta hinar kostulegustu uppákomUr.
Robin Wihiams er ekki aðeins frábær gamanleikari,
Mrs. Doubtfire í húsverkum. Robin Williams sýnir
snilldartakta í krefjandi hlutverki.
hann hefur einnig skhað dramatískum hlutverkum
með miklum ágætum. Má þar nefna kennarann í Dead
Poets Society, lækninn í Awakenings og flækinginn í
The Fisher King. Þessir leikhæfheikar nýtast honum
í Mrs. Doubtfire þegar örvænting Hilliards er algjör
yfir því að þurfa sjá af börnum sínum.
Chris Columbus hefur sýnt það með Home Alone
myndunum tveimur að hann er kjörinn leikstjóri fjöl-
skyldugamanmynda og varla er hægt að hugsa sér
betri skemmtun fyrir aha fiölskylduna en að fylgjast
með hinni þriflegu Mrs. Doubtfire.
Mrs. Doubtfire.
Leikstjóri: Chris Columbus.
Handrit: Randi Mayem Singer og Leslie Dixon.
Kvikmyndun: Donald McAloine.
Tónlist: Howard Shore.
Aðalhlutverk: Robin Williams, Sally Field, Pierce Brosnan og
Harvey Fierstein.