Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 Fréttir w afstaOa kjósenda eftir stuöningi þeirra viö flokka í alþingiskosningum ] Fylgjandi ■ Andvtgir Óákveðnir gagnvart flokkum DV Ummæli fólks í könnuninni „Á meðan strætó gengur þá er mér sama hver rekur þá,“ sagði kona. Karl sagöi hlutafélög landsins fara út um hvippinn og hvappinn. „Ég ferðast aldrei með strætó en mér finnst sjálfsagt að þeir borgi fyrir þjónustuna sem nota hana,“ sagði karl. Kona kvaöst andvíg breyting- unni, einkum vegna þess hversu illa var staðið að henni. „Strætisvagn- amir eru sameign borgarbúa þannig að hlutafélagsstofnunin er í raun drög að þjófnaði," sagði karl. „Rekstrarformið skiptir ekki máli. Mestu máh skiptir að sátt ríki um þennan nauðsynlega þátt í sam- göngumálum borgarinnar," sagði kona. „Þaö er afskaplega þreytandi að bíða efidr strætó og ég óttast að biðin lengist nú þegar búið er aö breyta SVR í hlutafélag," sagði eldri kona. Karl sagöi það einungis spum- ingu um bókhaldstækni að breyta SVR í hlutafélag. „Reksturinn verður auðveldari fyrir vikið,“ sagði hann. „Þaö hefði mátt fara betur að vagn- stjórunum," sagði kona. „Faðir minn vann hjá SVR í 40 ár og ég veit að þjónustan versnar þegar þetta er orð- ið aö einkafyrirtætó," sagði kona. -kaa Skoöanakönnun DV um Strætisvagna Reykjavikur: Borgarbúar andvígir hlutafélagsforminu einungis 40 prósent igósenda Sjálfstæðisflokks styöja ákvöröun meirihluta borgarstjómar Sú ákvörðun núverandi meiri- hluta borgarstjórnar aö breyta Strætisvögnum Reykjavíkur í hluta- félag nýtur stuðnings mikils minni- hluta borgarbúa samkvæmt skoð- anakönnun DV. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni reyndust 70,5 prósent vera fylgjandi breytingunni en 29,5 prósent fylgjandi. í könnuninni vom kjósendur í Reykjavík spuröir hvort þeir væm fylgjandi eða andvígir breytingu Strætisvagna Reykjavíkur í hlutafé- lag. Úrtakið í könnuninni var 600 manns og jafnt var skipt á milli kynja. Könnunin fór fram í lok síð- ustu viku. Skekkjumörk 1 skoðana- könnun sem þessari em tvö til þrjú prósentustig. Sé tekið mið af svörum allra þátt- takenda reyndust 57 prósent vera andvíg því að SVR var breytt í hluta- félag, 23,8 prósent voru fylgjand en 19,2 prósent vom óákveðin eða neit- uðu aö svara. Könnun DV tók einnig til afstöðu reykvískra kjósenda til flokka. Spurt var hvaða hsta fólk myndi kjósa ef gengið yrði til alþingiskosninga nú. Af þeim sem tóku afstöðu reyndust 10.1 próent styðja Alþýðuflokkinn, 13.1 prósent Framsóknarflokkinn, 41,3 prósent Sjálfstæðisflokkinn, 12,6 prósent Alþýðubandalagið, 22,7 pró- sent Kvennahstann og einn þátttak- andi nefndi Flokk mannsins. Sé afstaöa kjósenda til SVR greind eftir stuðningi þeirra við flokka í al- þingiskosningum kemur í ljós að sú ákvöröun meirihluta borgarstjómar að breyta SVR í hlutafélag nýtur hvergi meirihlutafylgis. Einungis um 40 prósent kjósenda Sjálfstæðis- flokksins styðja ákvöröunina en and- víg era rúmlega 41 prósent. Mestan stuðning viö hlutafélagsformið er að finna hjá kjósendum Alþýðuflokks- ins. í þeim hópi reyndust 46 prósent fylgjandi ákvörðun borgarstjómar en 35,1 prósent andvíg. Meðal stuðningsmanna Framsókn- arflokksins em tæplega 69 prósent andvíg breytingunni og 10,4 prósent fylgjandi. Um fimmti hver stuönings- maður Framsóknarflokksins er óá- kveðinn í afstöðu sinni til SVR. Með- al stuðningsmanna annarra flokka er hlutfah óákveðinna lægra, lægst hjá stuðningsmönnum Alþýðu- bandalagsins eða tæplega 11 prósent. Þess má þó geta aö eini stuðnings- maður Flokks mannsins í könnun- inni var óákveðinn í afstöðu sinni til SVR. Mesta andstaðan við breytingu SVR í hlutafélag er meðal stuðnings- manna Alþýðubandalagsins og Kvennalistans, eða um 76 prósent. Þá vekur athygh að um ríflega 58 prósent þeirra sem era óákveðin í afstöðu sinni til flokka leggst gegn breytingu SVR í hlutafélag. Einungis um 19 prósent þeirra em fylgjandi breytingunni. -kaa „Ég býð yður velkominn hingað til fundar í Stjómarráðið, herra út- varpsstjóri. Ég hef kallað á yöur til fundar viö mig, settan mennta- málaráöherra, í fjarvem Ólafs G. Einarssonar, til að spyrjast fyrir um bréf það sem ég hef undir hönd- um og skrifað á bréfhaus Ríkisút- varpsins og sthaö th Hauks Hah- dórssonar, formanns Stéttarsam- bands bænda." „Já, ráðherra.“ „í þessu bréfi er bréfritari að veit- ast að vini mínum Hrafni Gunn- laugssyni með andstygghegum hætti sem ég get ekki þolaö að skráð sé á bréfsefni Ríkisútvarps- ins. Ég vh vita hvort þetta sé skrif- að með yöar samþykki og yöar vit- und.“ „Já, ráðherra.“ „Yður er væntanlega Ijóst, herra útvarpsstjóri, að þér beriö ábyrgð á starfsmönnum yöar og því sem þeir senda frá sér.“ „Já, ráðherra." „Þér staöfestið að þér vitiö um þetta bréf?“ „Já, ráðherra." „Það er gagnlegt að heyra og nauðsynlegt upp á framhaldið. Rík- isstjómin ber auðvitaö ábyrgö á undirmönnum sínum og á því sem Já, ráðherra þeir bera ábyrgð á og ríkisstjórnin hlýtur aö skipta sér af því sem undirmenn hennar senda frá sér á bréfhausum opinberra stofnan- ana“. „Já, ráöherra.“ „Ég vona að þér gerið yður ljóst að ég er ekki að kaha á yöur th aö gefa yöur fyrirmæli um að reka þennan starfsmann yöar, sem sent hefur formanni Stéttarsambands bænda bréf sem ríkisstjómin er ekki sammála. Th þess er ekki þessi fundur, heldur er ég að kaha á yður til aö gera yður grein fyrir alvöm málsins og þeirri staöreynd að ég sem settur menntamálaráðherra, veit um þetta viðurstyggilega bréf og vhdi vita hvort þér vissuð um það.“ „Já, ráðherra." „Ég hef héma hjá mér á fundin- um vitni að því að ég sé ekki aö skipa yður að reka starfsmanninn sem hefur skrifað bréfið, enda er það ekki á mlnu valdi aö reka eða ráöa menn á yöar vegum, en ég_ bendi á að það er menntamálaráð-' herra sem ræöur yður.“ „Já, ráðherra." „Ég er með vitni á þessum fundi til að staöfesta að ég er ekki aö hóta að reka yður heldur hef ég vitni að því að ég er eingöngu að spyijast fyrir um það hvort yöur sé kunnugt um bréfið og gera yður grein fyrir aö mér sé kunnugt um þetta bréf.“ „Já, ráðherra.“ „Að öðm leyti hef ég vitni að því að á þessum fundi er ekki frekar talað um þetta bréf en aðahega tal- að um veðrið, herra útvarpsstjóri." „Já, ráðherra." „Hvemig er veörið úti núna, herra útvarpsstjóri?" „Æ, það er fremur kalt, herra forsætisráöherra, ég meina menntamálaráöherra, og ég held aö hann sé að snúast í austanátt með rigningu." „Sjáið þér th, herra útvarpsstjóri. Ég ræð ekki veðrinu, en ég er á móti veðri sem er að austan. Ég vh að þér vitið af því.“ „Já, ráðherra, sennhega er það rangt hjá mér að hann sé að snúast í austanátt og það er eflaust mis- skilningur hjá mér að það sé kalt úti.“ „Ég er héma með vitni að því á fundinum að ég hafi ekki mótmælt því aö hann snúist í austanátt, en ég er hins vegar að vara við því ef hann snýst í austur. Það mun hafa alvarlegar afleiöingar í för með sér án þess að ég sé að hóta neinu með þvi.“ „Já, ráðherra.“ „Ég hef vitni að því að ég hafi sagt þetta.“ „Já, ráðherra." „Hvað svo sem verður með veðrið og hvað sem verður með þetta bréf, herra útvarpsstjóri, þá vh ég að þér vitið það, að hér er ríkisstjóm í landinu sem fylgist með bréfa- skriftum og vhl fá að vita hver skrifar hvaða bréf og á hvaða bréf- hausa bréfin era skrifuð og ríkis- stjómin vhl fá að vita hver viti um bréfin, sem skrifuð em, svo það sé alveg íjóst hver beri ábyrgð á bréf- unum.“ „Já, ráðherra." Aö öðm leyti var þessi fundur aðeins haldinn th að spjaha um veðrið og yður er það vonandi fuh- komlega ljóst.“ „Já, ráðherra." Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.