Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Blaðsíða 32
^-Jsafjöröur
OAkureyri
Búöardalur
Upptök skjálftans voru um 40 km NNV af Siglufirði
og mældist hann 5,5 stig á Richterskvarða. Um
hundrað eftirskiálftar mældust í kjölfarið, þeir stærstu
3 til 4 stig á Richterskvarða. Jarðfræðingar á Veðurstofu
telja líklegt að virknin fjari út á svæðinu en segja að
ekki sé hægt að fullyrða um slíkt.
F R É TT A S K O T 1 Ð
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá I síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað I DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Drc Hfing: Sími 632700
ísafjörður:
Sjúkrahúsið
ruggaði
„Það skalf allt undir manni. Við
sátum þrjár uppi í vaktherbergi og
vissum ekkert hvað var á seyði og
ein okkar hélt að þetta væri snjó-
flóð,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir,
hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsinu
á ísfirði.
Hún segir að þær hafi verið ótta-
slegnar á meðan þær vissu ekki hvað
var að gerast. „Borðið hristist inni
hjá okkur og glerið sem snýr fram á
gang. Hins vegar sváfu sjúklingarnir
vært á meðan þetta gekk yfir. Húsið
hérna ruggaði í orðsins fyllstu merk-
ingu,“ segir Ingibjörg.
Hún segir danskan hjúkrunar-
fræðing hafa vaknaö þegar skjálftinn
^ekk yfir og hún hafi verið mjög ótta-
slegin. Reyndar hafi hún haldið þetta
vera sitt síðasta enda aldrei upplifað
jarðskjálfta. -pp
Sýslumannsmálið:
Fjórir ákærðir
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii
Ríkissaksóknari hefur gefið út
ákæru á hendur fjórum mönnum i
-^svokölluðu „sýslumannsmáli" á
Siglufirði. Tveir hinna ákærðu eru
fyrrverandi embættismenn á Siglu-
firði en hinir tveir eru feðgar sem
búsettir eru í Reykjavík og í Þýska-
landi.
Fyrrverandi sýslumaður og yfir-
lögregluþjónn á Siglufirði eru báðir
ákærðir og gefið aö sök brot í opin-
beru starfi og brot á tollalögum en
þeir urðu m.a. uppvísir að smygli á
hestakerrum sem í voru reiðtygi og
áfengi.
Tveirefstir
Tímahrak með tilheyrandi svipt-
ingum einkenndi taflmennsku í
^þriðju umferð í Reykjavíkurskák-
mótinu og geröu óþekktir alþjóðlegir
meistarar frá Rússlandi íslensku
stórmeisturunum skráveifu.
Tveir alþjóðlegir meistarar, Atalik
og Zvjaginsev, eru einir í efstu sæt-
unum með 3 vinninga. í 3. til 11.
sæti með 2,5 vinninga eru Helgi Ól-
afsson, Hannes Hlifar Stefánsson,
Sokolov, Shabalov, Defirmian, Keng-
is, Kotronias, Budnikov, Ibragimov
ogShchekachev. -IBS
Innbrot
Lögreglan handtók snemma í
morgun tvo menn sem voru sterk-
lega grunaðir um að hafa brotist inn
ri sölutuminn við Sunnutorg. Voru
mennimir á ferð þar hjá eftir inn-
brotiðogþóttugmnsamlegir. -hlh
LOKI
Siðsamurer Blöndal. Hann
má ekki einu sinni sjá
kjúklingabrjóst!
Frjálst,ohaö dagblaö
ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1994
• V
hundrað eftirskjálftar
„Ef skjálfti af þessari stærð
yrði í byggð eða við byggð yrði
um skemmdir aö ræða þannig aö
það varð okkur til happs að hann
átti upptök sín á hafi úti,“ segir
Barði Þorkelsson, jarðfræðingur
á Veöurstofu íslands.
Allsnarpur jarðskjálfti reið yfir
Norðurland í nótt. Skjálftans
varð vart á svæði frá Mývatns-
sveit og vestur í Dali og ísafjörð.
Skjálftinn mældist 5,5 á Richters-
kvarða og átti upptök sín um 40
km norðnorðvestur af Siglufirði
klukkan 3.28 í nótt. Skjálftans
varð vart á jarðskjálftamælum á
Veöurstofu og sömu sögu er að
segja af jarðskjálftamælum ann-
ars staðar úti. í heími.
„Síöan fylgdu í kjölfarið fjölda-
margir eftirskjálftar, þeir stærstu
fyrstu 20 minútumar á eftir. Þeir
hafa náð tugum, sennilega um 100
allt í allt. Þeir stærstu urðu fyrstu
20 mínútumar á eftir og voru á
Allsnarpur skjálfti
bilinu 3 til 4 á Richterskvaröa,“
segir Barði.
Fólk vaknaði upp við jarð-
skjálftann; ýmist við hvininn eða
hljóðbylgjuna sem fór á undan
eða sjálfan skjálftann. Hlutir
hristust í hillum og myndir
skekktust á veggjum. Hins vegar
höfðu í morgun engar tilkynning-
ar borist um tjón.
„Það er ennþá smáskjálfta-
virkni í gangi þannig að við
sjáum ekki enn fyrir endann á
þessu. Eins og við metum dæmið
núna er þetta að fjara út en við
getura ekki fullyrt það ennþá,“
segir Barði.
Skjálftamir áttu upptök sín á
þekktu jarðskjálftasvæöi. „Þetta
er á svæöi sem er úti fyrir Skaga-
firði og ekki ftarri þar sem skjálfti
varð í endaðan mars 1963. Sá
skjálfti var að vísu 7 á Richters-
kvarða,“ segir Barði.
-pp
Bæjarstjórinn á Siglufiröi:
Ég glaðvaknaði
við þessi ósköp
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyrt
Leyfi Hauks Hjaltasonar, framkvæmdastjóra Dreifingar sf„ til að fiytja inn
kjúklingabringur var afturkallað af tollstjóra i gær eftir að yfirdýralæknir
ritaði tollstjóra bréf og bað um lýsingu á framleiðsluferli kjötsins og heil-
brigðisvottorð. Haukur telur þetta ólöglegan skrípaleik af hálfu yfirvalda.
„Eg glaðvaknaöi við þessi ósköp
enda fann ég vel fyrir þessu,“ segir
Bjöm Valdimarsson, bæjarstjóri á
Siglufiröi, um jarðskjálftann í nótt.
Bjöm segist hafa vaknað við mikl-
ar drunur og samtímis hafi verið um
mikinn titring og skjálfta að ræða
sem stóð yfir í um 20 sek. a.m.k.
„Drunumar voru sérstaklega mikl-
ar, ég hef ekki heyrt svona áður,“
sagði Björn.
„Þetta var mikill titringur, ég
vaknaði við hávaðann sem fylgdi
þessu og svo hristist allt í hillum,“
segir Bjöm Mikaelsson, yfirlögreglu-
þjónn á Sauðárkróki.
„Ég er með tvo páfagauka og þeir
ólmuðust mikið í búrinu sínu og lík-
aði þetta greinilega ekki vel. Þetta
var líka allnokkuð, ég man eftir
skjálftanum árið 1963 og í minning-
imni virkar þetta nokkuö svipað,"
sagði Björn.
Skjálftans varð vart mjög víða eða
allt frá Vesturlandi og austur í Mý-
vatnssveit. í Grímsey virðist skjálft-
inn ekki hafa verið mjög öflugur,
nokkuð var þó um að fólk þar vakn-
aði við drunur og titring og Gylfi
Gunnarsson sjómaður, sem var að
fara til sjós um þetta leyti, segist
ekki hafa orðið var við skjálftann en
konan sín og börn hafi hins vegar
vaknað.
„Ég var ekki á vakt en þeir sem
vom hér í nótt segja að skjálftans
hafi orðið greinilega vart hér, mynd-
ir skekktust m.a. á veggjum,“ sagði
Matthías Einarsson, varðsfjóri lög-
reglunnar. Matthías segir að margir
hafi hringt til lögreglunnar víðs veg-
ar úr bænum.
Veðriðámorgun:
Víðast létt-
Um laridið vestanvert verður
suðlæg átt, kaldi eða stinnings-
kaldi og él eða slydduél. Austan
til á landinu verður vestlæg átt,
gola eða kaldi og léttskýjað víðast
hvar. Kaldast verður um þriggja
stiga frost en hlýjast þriggja stiga
hiti.
Veðrið í dag er á bls. 28
I -Brook
I [rompton
RAFMOTORAR
V»iil«eti
SuAurtandsbraut 10. 8. 686409.
4