Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 Franskir sjómenn hvattir til aö stilla sig: Nóg af skemmd um og meiðslum - verkfallið framlengt um tvo sólarhringa Franskir sjómenn á Bretagne- skaganum ákváðu í gær að fram- lengja níu daga verkfall sitt sem hef- ur einkennst af ofbeldisaðgerðum og kröfðust þess að franska ríkisstjóm- in kæmi þeim enn frekar til aðstoðar. Allt að þijú þúsund sjómenn voru á fundinum þar sem verkfallið var framlengt um tvo sólarhringa til við- bótar á meðan viðræður fæm fram - við stjómvöld um innflutning á er- lendum fiski og sérstakar ráðstafanir til handa smábátasjómönnum. Bretagne-skaginn er stærsta sjáv- arútvegshérað Frakklands og þar býr þriðjungur allra fiskimanna landsins. Sjómenn í bænum Arachon í suð- vesturhluta Frakklands ákváðu hins vegar að mæta aftur til vinnu þótt þeir hefðu uppi efasemdir um aðstoð ríkisstjómarinnar. „Þeir veröa að snúa aftur í vinnu Edouard Balladur, forsætisráðherra Frakklands, á í vandræðum með sjómenn. til að sjá fjölskyldum sínum far- borða,“ sagði Richard Lahaye, for- maður sjómannafélagsins í Arachon, eftir að samþykkt var að binda enda á verkfallið með 79 atkvæðum gegn 78. Herskáir sjómenn háðu harða bar- daga við lögreglu á meðan á heim- sókn Edouards BaUadurs forsætis- ráðherra til Bretagne stóð fyrir helgi. í þeim átökum kviknaði í sögufrægri þinghúsbyggingu Bretagne í Rennes, að því er virðist 'út frá neyðarblysi sem óeirðaseggir skutu. Leiðtogar sjómanna hvöttu herskáa félaga sína aö hætta mót- mælunum. „Það er komið nóg af skemmdum og meiöslum," sagði Ro- land Bochard, foringi sjómanna í bænum Concarneau, á stormasöm- um fundinum. „Ég hvet ykkur til að Sýna Stillingu." Reuter átaka," sagði Vigdís forseti um leið og hún afhenti tramleiðanda myndarinnar Hússins viö Arbatstræti fyrstu verð- laun á sjónvarpsmyndahátíðinni í Monte Carlo. Símamynd Bryndis Hóim Monte Carlo: Forseti íslands af hend ir sjónvarpsverðlaun Bryndís Hólm, DV, Monte Carlo: Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, veitti í gær frönsk-rússnesku myndinni Húsið við Arbatgötu gull- verðlaun í flokki menningarlegra heimildarmynda á hinni frægu sj'ón- varpshátíð í Monte Carlo. Vigdís er heiðursgestur hátíöarinnar og for- maður einnar af fjórum dómnefnd- um sem velja þar verðlaunahafa úr ýmsum flokkúm sjónvarpsmynda. Fransk-rússneska myndin greinir frá mannlífi í húsi nokkru í Moskvu í gegnum 75 ára sögu þess. Myndin þótti lýsa sérstaklega vel því umróti sem orðið hefur í lífi Rússa frá tímum rússnesku byltingarinnar. Silfurverðlaun féllu í hlut myndar- innar Konur með opin augu sem gerð er af sjónvarpinu í Bénin í Afríku. Bronsverðlaun hlaut mynd belgíska sjónvarpsins, Tilbrigði fegurðar, sem fjaliar um verk málarans Van Dyck. Vigdís og Albert prins, ríkisarfi Mónakó, voru á sunnudagskvöld við- stödd sérstaka hátíðarfrumsýningu, ásamt mörgum þekktum andlitum úr heimi sjónvarps, á nýrri fransk- ítalskri stórmynd um ævi konungs- ins Karlamagnúsar. Að sýningu lok- inni lýsti prinsinn formlega yfir opn- un Monte Carlo sjónvarpshátíðar- innar sem nú er haldin í 34. sinn. Þaö fór vel á með forsetanum og prinsin- um sem vöktu mikla athygli gesta frumsýningarinnar. „Þetta er í annað sinn sem ég kem hingað til Mónakó. Það hefur verið ánægjulegt að kynnast furstafjöl- skyldunni. Þetta er afskaplega ljúft fólk og blátt áfram. Albert prins er oft í forsvari fyrir menningarlegar ráðstefnur í Mónakó og það má margt af Mónakóbúum læra á þessu sviði. Við höfum hentugar aðstæður til slíkra viðburða sem þyrfti að skipuleggja betur og nýta til aö laða að þúsundir manna til landsins eins og þeir gera,“ sagði Vigdís Finnboga- dóttir í samtali við blaðamann DV. Alls tóku 75 framleiðendur frá 5 heimsálfum þátt í keppni alþjóðlegu útvarps- og sjónvarpsakademíunnar sem stendur að þeim verölaunum sem Vigdís forseti veitti. Engir ís- lenskir framleiðendur taka í ár þátt í keppninni um besta sjónvarpsefhið en til Monte Carlo eru þó mættir fulltrúar beggja íslensku sjónvarps- stöðvanna til að festa kaup á mynd- efni fyrir íslenskan markað. Utlönd umaðFoster hafi verið myrtur Bents- en/ íjármála- ráðherra Bandarikj- anna, sagði um helgina aö eng ar sannanir væru fyrir því að Vincent Foster, aðstoðarmaður Clintons forseta, heföi verið myrtur. Foster fannst látinn í almenn- ingsgarði í Washington í júlí í fyrra og var úrskurðað aö hann hefði svipt sig lifi. Nýlega hafa ' þó komið fram efasemdir um aö rannsóknin hafi verið nógu góö. Byssa fannst í hendi Fosters og aö sögn lögreglu voru geröar rannsókxúr á henni. Embættis- menn sögðu fyrir skömmu að ekki væri öruggt að byssan hefðí veriö skoðuö. Milljónerarí Færeyjum þurrkaðirút Enginn Færeyingur hafði meira en eina milljón danskra króna í árslaun árið 1992 en það samsvarar um tíu miUiónum ís- lenskra króna. Fjöldi milljóna- mæringa, í dönskum krónum tal- ið, féll því úr 38 áriö 1991 í núll. Þetta kemur fram í gögnum sem færeyska hagstofan hefur sent frá sér um skattskyldar tekj- ur fyrir árið 1992. Stór hluti milljóneranna fyrr- verandi þénuðu þetta árið milli átta hundruð þúsund og eina miUjón danskar krónur og fjölg- aði þessum hópi milli ára úr 32 1991 í 60 1992. Stærstur hluti Færeyinga var hins vegar með milli 75 þúsund og 250 þúsund danskar krónur í skattskyldar tekíur. Danirmisiiota svefnlyfmestá Danir misnota tauga- og svefh- lyf manna mest meðal Norður- landabúa ogtil að bæta gráu ofan á svart hafa þeir ekki í nein hús að venda til aö fá aöstoð við að kasta af sér oki lyfjamisnotkun- arinnar. Að sögn blaðsins Det Fri Aktu- elt eru milli 100 þúsund og 300 þúsund Danír háöir tauga- og svefnlyfjum. En þótt misnotkun lyfjanna hafi dregist saman um 20 til 25 prósent á undanfórnum fimmtán árum hefur þeim sem misnota lyfin ekki fækkað heldur þvert á mótL Castrokennir CIAum langan Fidel Castro Kúbuleiötogi segist ekki hafa uppi nein áíönn um að setjast í helgan stein og hann kennir banda- rísku leyni- þjónustunni, CIA, um að hann hafi verið svona lengi við völd þar sem henni hafi mistekist aö koma honum fyrir kattarnef. Nú eru liðin rúm 35 ár frá því Castro komst til valda. Castro sagði þetta í urafangs- miklu viötali við bandaríska tímaritiö Vanity Fair og þar sagð- ist hann ennfremur vera skiin- ingsríkur á öll framþjáhöld Clint- ons Bandaríkjaforseta. Slíkt væri dyggð sums staöar í Rómönsku AmeríkU. Heuter, Ritzau Solzhenítzyn við heimferð Rússneski rithöiundurinn Alexander Solzhenítsyn, sem liefur ver- iö í útlegð frá heimalandinu í tuttugu ár, seg- ist búast við harðri andstöðu við heimferð sína. Hann gerir jafnvel ráö fyrir að lífi hans veröi ógnaö af mönn- um sem gráta hvemig fór fyrir kommúnismanum í Rússlandi. Solzhenítsyn sagði í viðtali við timaritið New Yorker að hann hefði lokið höfundarstarfi sínu og hann ætlaði heim til að upp- fylla skyldur sinar við Rússland en ekki til að verða áberandi í sjjómmálalífi landsins. HenningCarlsen gevirmyndum bók Hamsuns Danski kvikmyndaleikstjórinn Henning Carlsen ætlar að heija tökur á nýrri mynd eftir sögu norska rithöfundarins Knuts H|msuns, Pan, í júlí í sumar. Sagan segir frá ástum i meinum og er ráðgert að frumsýna mynd- ina í ágúst á næsta ári. Carlsen geröi á sínum tíma mynd eftir annarri bóks Ham- suns, Suiti, og hlaut mikið lof fyr- ir. Danska kvikmyndastofnunin veitt 18 milljónir króna til gerðar Pan. Heildarkostnaðurinn við gerð hennar verður hins vegar um 250 miUjónir íslenskra króna. Norsk Hydro dregur úrál- framleiðslusinni Norska iðnfyrirtækið Norsk Hydro hefur ákveðið að minnka ársframleiðslu sina á áli um sjö- tíu þúsund tonn. Samdrátturinn er til bráöabirgða en ákvörðunin um hann var tekin eftir að helstu álframleiðendur heims ákváöu að reyna aö stemma stigu við of- framboöi á heimsmörkuðum. Umframíramleiðslan hefur leitt til mikils verðfalls á álmörkuðum en með samdrættinum er vonast til að verðlag fari hækkandi á ný. Samdrátturinn i álframleiðslu Norsk Hydro gengur í gildi um mánaöamótin mars og apríl. í til- kynningu frá fyrirtækinu er ekki sagt hversu mikið aörir framieiö- endur ætla að draga saman segl- gangurínorsku Gro Hariem Brundtland, forsætisráö- heina Noregs, getur verið ánægð með nýjustu efna- hagstölur frá norsku hag- stofunni en þær benda greinilega til þess aö uppgangur sé í norsku efhahagslífi eftir langvinnasta samdráttarskeið frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Fram til þessa hefur vöxturinn helst verið í fjárfestingum í olíu- iönaði en nú eru einkaneysla og fjárfestingar á fastalandinu á góðri leið með að verða meiri, segir í skýrslu hagstofunnar. Fjárhagur fyrirtækja og heim- ila 1 Noregi hefúr smám saman farið batnandi að undanfórnu eft- ir áföll i lánamálum á miðjum níunda áratugnum, Reuter, Ritzau, NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.