Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 Viðskipti Enn hækkar bensínið Slægð ýsa lækkaði aö meðaltali í verði í gær eftir hátt meðalverð sl. fostudag. Þá fór kílóið á 242 krónur á Fiskmarkaði Suður- nesja. Verðbréfaþing íslands hefur tekið að sér útreikning á nokkr- um vísitölum. Þingvísitala hluta- bréfa lækkaði verulega í gær og er 1,3% lægri en um sl. mánaða- mót. Vetrarhörkur í Bandaríkjunum halda áfram að hækka bensínið. Á fóstudag var 95 oktana bensín í Rotterdam að nálgast 150 dollara tonnið. Frá því á miövikudag í síðustu viku hefur gengi dollars verið að hækka. Dow Jones vísitalan í New York hefur venö á niðurleið að und- anfornu. Á einni viku hefur talan lækkað um 2,4%. -bjb Vaki-fiskeldiskerfi hf. í sókn: Auka á veltu ! um 64 prósent Vaki-fiskeldiskerfi hf. hlaut nýlega nýsköpunarverðlaun Útflutnings- ráðs íslands og Rannsóknarráðs rík- isins. Þykir fyrirtækið dæmi um hugmynd sem orðiö hefur að arð- bærri söluvöru þar sem markaðs- og þróunarstarf hefur tekist mjög vel. Vaki framleiðir þrenns konar fisk- og seiðateljara en hugmynd að telj- ara til nota í fiskeldiskerum kviknaði í Háskólanum árið 1985. Ári síðar var fyrirtækið stofnað og framleiðsla hófst 2 árum síðar. Fyrsta árið var veltan 12 milljónir króna en í ár er stefnt að sölu á teljurum fyrir allt að 100 milljónir króna. Frá veltu síð- asta árs upp á 61 milljón króna er aukningin milli ára því um 64 pró- sent. Fyrst hóf Vaki framleiðslu á raf- væddum teljara sem notaður hefur verið í fiskeldiskerum og -kvíum. Næst tók við tækið Kvíomass, sem mælir lífmassa í fiskeldiskerum, og getur áætlað þyngd og stærö fisk- anna. Það tæki var þróað í samvinnu við stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi, Marine Harvest, og var hluti af Eu- Vaki-fiskeldiskerfi hf. — velta í milljónum króna 1988-1994- 100 Hermann Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Vaka, virðir fyrir sér Kvíomass lifmassamæli ásamt ein- um starfsmanni, Rúnari Indriðasyni rafeindavirkja. Alls starfa 6 manns hjá Vaka auk þess sem 15 undirverk- takar koma að framleiðslunni á ýmsum stigum hennar. DV-mynd Brynjar Gauti reka, þróunaráætlun Evrópulanda. Þá hefur Vaki framleitt árteljara, þ.e. fiskateljara til nota í lax- og sil- ungsveiðiám sem einnig getur áætl- að þyngd fiska. Sú þróun hefur verið í samstarfi við Veiðimálastofnun og er teljarinn, nefndur Árvaki, þegar kominn í notkun á nokkrum stöðum á landinu. Um 98% framleiðslu Vaka hefur farið til útflutnings. Viðskiptamenn eru í 19 löndum víðs vegar um heim, aðallega í Noregi og Skotlandi. Stefnt að hlutafjáraukningu „Við markaðskönnun greindum við þörfina fyrir vitneskju um líf- massa, þ.e. fjölda og þyngd fisk- anna,“ segir Hermann Kristjánsson, rafmagnsverkfræðingur og fram- kvæmdastjóri Vaka, í samtali við DV en hann var eini nemandinn sem tók þátt í stofnun Vaka og hefur verið framkvæmdastjóri frá upphafi. Her- mann á 13% hlut í Vaka en stærsti eignaraöili er Þróunarfélag íslands með 33% hlut. Aðrir hluthafar eru 32 talsins með 5% eöa minni hiut hver. Hlutaféð er alls um 20 milljónir og eigið fé 15 milljónir króna. Að sögn Hermanns er stefnt að auknu hlutafé í kjölfar áætlana um aukna sölu á þessu ári. Eins og áður sagði er framleiðslan aðallega flutt út. Vaki hefur þó átt gott samstarf við innlend laxeldisfyr- irtæki um þróun og aöstaða einkum fengist hjá íslandslaxi hf. á Suður- nesjum. „Þróunin hefur verið markaðs- tengd hjá okkur þar sem áhersla er lögð á hvaða þörf er fyrir framleiðsl- una. Við leitum að vandamálum og notum tækniþekkingu okkar til að leysa þau,“ segir Hermann. Frá 1988 hefur velta Vaka aukist jafnt og þétt ef árið 1992 er undan- skilið. Þá var slæmt árferði í fiskeldi í heiminum. Þróunina má sjá nánar á meðfylgjandi grafi. Vaki hefur verið með 3 tæki í fram- leiðslu. Aðspurður segir Hermann að góðir möguleikar gefist á fleiri afurðum, bæði tengdir fiskeldi og umhverfismarkaði. „Með vorinu hugum við að nýjum vörum sem veröa að vera tilbúnar á markað eft- ir 2 ár. Með Árvaka gefast möguleik- ar á svokölluðum umhverfismarkaði þar sem sömu tækni er beitt á nýjum markaði. Sem dæmi um möguleika eru áform Bandaríkjamanna um að vemda Atlantshafslaxinn. Þar myndast þörf á alls konar mælitækj- um og Árvakinn er okkar inngöngu- leið,“ segir Hermann. -bjb Rússar svíkja loforð - um minni álíramleiðslu Þegar álmörkuðum var lokað á föstudag var staðgreiðsluverö áls um 1290 dollarar tonniö. Verðið var kom- ið í tæpa 1300 dollara en lækkaði þegar vestræn álframleiðsluríki til- kynntu 350 þúsund tonna samdrátt í framleiðslu í stað 500 þúsunda eins og samkomulag þeirra hljóöaöi. Þá hafa þijár stórar verksmiðjur í Rúss- landi tfikynnt að ekkert verði dregið úr framleiðslu hjá þeim. Þetta gerir það að verkum að ál mun ekki hækka í verði á næstunni. Gott ýsuverð Tveir togarar seldu afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku, aðallega karfa. Þetta voru Engey RE og Skafti SK. Meðalverð skipanna tveggja var um 130 krónur kílóið sem þykir á- gætt. Aflaverðmætið var um 26 millj- ónir króna. I Englandi seldust um 200 tonn úr gámum fyrir 35 milljónir króna. Gott verð fékkst fyrir þorsk og ýsu. Á fisk- mörkuðunum hér heima gerðist það helst að kíló af slægðri ýsu var selt á 242 krónur að meðaltali á Fisk- markaði Suðumesja sl. föstudag. Þetta er hæsta verð sem sést hefur eftir sjómannaverkfallið. Meðalverð á þorski og ýsu hækkaði milli vikna, mestáýsu. -bjb Ennhækka skinninlKaup- mannahöfn Uppboð á minka- og refaskinn- um hófst í Kaupmannahöfh á sunnudag og lýkur í dag, þriðju- dag. Alls er búist við að um 30 þúsund skinn frá íslenskum loö- dýrabændum seljist á uppboðinu. Ekki var ljóst í gær hvað fengist haföi fyrir islensku skinnin en almennt höföu refaskinn hækkað í verði um 35% frá uppboðinu i desember sl. Verð á minkaskinn- ura hefur verið um 40% hærra síðan þá. Ástæðan fyrir þessum verð- hækkunum er eínkum aukin eft- irspum eftir skinnum frá Norð- urlöndum, Eystrasaltsrikjunum og Rússlandi. Vetrarhörkur hafa ríkt á þessum slóðum og eru kaupendur þaðan íjölmennir á uppboðinu í Kaupmannahöfn. Mikilviðskipti meðspariskír- teini ríkisins Útboð fór fram í gær á tveimur fiokkum spariskírteina ríkis- sjóös, 5 og 10 ára skírteinum. Meðalávöxtun var örlitið lægri en í síðasta útboði í janúar eða innan viö 5% ogflesturo tilboðum tekið. 22 tilboöum var tekið í 5 ára skírteini fyrir 1122 milljónir króna og 8 tílboðum var tekiö í 10 ára skírteini upp á 391 mifijón króna. Ástæðan fyrir mikilli þátttöku í útboðinu nú er einkum innlausn á stórum flokki spariskírteina nk. fimmtudag. Alumaxdregur úrálframleidslu Fyrirtækið Alumax, sem sýnt hefur áhuga á byggingu álvers á Keilisnesi, hefur ákveöið að draga úr framleiðslu álverk- smiðja fyrirtækisins sem nemur um 40 þúsund tonnum á ári. Heildarsamdrátturinn í álfram- leiðslu Alumax verður um 146 þúsund tonn á ári. Draga á úr framleiðslunni í áföngum og mun niöurskurðurinn taka að fullu gildi 31. mars nk. Skuldabréffyrir króna árið 1993 Heildarútgáfa skuldabréfa i al- mennum útboðum, stundum nefnd markaösskuldabréf, nam á síöasta ári 109,6 mifijörðum króna. Af því nam útgáfa skamm- timabréfa í formi ríkisvíxla 75,2 milljörðum. Þetta kemur fram í fréttabréfi Landsbréfa hf. Abnenn útboð skuldabréfa til tveggja ára eða lengri tíma námu 34,4 milljöröum króna á síöasta ári. Eins og áður voru skuldabréf gefin út af ríkissjóði mest áber- andi eða fyrir 26,3 milljaröa. Ritfyrirstjórn- endur fyrirtækja Framtíðarsýn hf. hóf útgáfu ritraðar um síðustu áramót með efni sem tengist stjómun og rekstri fyrirtækja. Ritröðin er unnin í samvinnu við Viðskipta- fræðistofnun Háskólans og rit- stjóri er Runólfúr Smáii Stein- þórsson lektor. Alls á að gefa út átta rit og eru tvö þegar komin út. Annað nefn- ist Leiðir í gæðastjómun og er eftir Runólf Smára. Hitt heitir Samskiptastjómun. Höfundur þess er Þórir Einarsson. Þriðja ritið er væntanlegt í mars nk. og fjallar um áætlanagerð fyrir- tækja. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.