Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1994, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 7 Fréttir - Ráðning þín á sínum tíma mælt- ist misjafnlega fyrir. Þú varst þjóð- garðsvörður og ekki álitinn heppi- legur til ábyrgðarstarfa sem út- varpsstjóri af þeim sökum. Varstu yfir höfuð hæfur í starfið? „Ég kom að þessu starfi með ákveðnar hugmyndir og taldi mig litillega kunnugan íslenskri mexm- ingu. Sá bakgrunnur hefur hvorki rýmað né vaxið.“ - Á síðasta ári lét Hrafn Gunn- laugsson dagskrárstjóri ýmis orð falla um ríkissjónvarpið í umræðu-' þætti - í kjölfar þess sagðir þú hon- um upp. Nú hefur aðstoðarmaður þinn gert svipað á öðrum vett- vangi. Þú hefur rekið tvo menn á tæpu ári fyrir að segja skoðanir sín- ar. Er þetta ekki aðför að tjáningar- frelsi? „Nei. Ég hef gert grein fyrir Hrafnsmálinu og minni á að í kjöl- far þess ákváðum við að koma á griðum, það er kjarnaatriði. Spurningin um málfrelsið og Art- húr Björgvin Bollason er fjarska- lega einföld. Hann skrifar í raun opinbert bréf á bréfsefni ríkisút- varpsins með skírskotun til síns starfs og tengsla við útvarpsstjóra og sendir það embættismanni sem sjálfur er með embættistitil. Það skilur hver einasti maður sem eitt- hvað vill skilja - þetta var í nafni ríkisútvarpsins. Bréfið er þannig að orðfæri að ég gat fyrir mitt leyti undir engum kringumstæðum tekið ábyrgð á því eða staöfest það með þögn eða ákúrum eða neinu því um líku. Ég visaði því á bug með því að segja honum upp. Þetta hefur ekkert með málfrelsi að gera. Maður sem gegnir opinberri stöðu er bundinn og getur ekki í nafni hennar látið móðan mása um hvað sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Hann gat skrifað bréf eða blaðagrein, annaö er „Ráðherra minntist ekki einu orði á að Arthúr Björgvin ætti að víkja úr starfi. Ég sé ekki betur en að stjómarandstaðan, einkum Ól- afur Ragnar Grímsson, sé að búa til mál á hendur forsætisráðherra og búa til samsæriskenningar. Hefði ráðherrann ýjað að þessu við mig hefði ég vísast ekki getað látið manninn fara. Það held ég að hljóti að skiljast að þá hefði ég í rauninni staðið frammi fyrir því hvort ég ætti að fara að hlýðnast slíkri ráð- leggingu eða skipun - það hefði ég ekki getað.“ - Á sínum tíma sagði menntamála- ráðherra að hann væri ekki viss um að þú værir sá sami og hann réði. Hvernig tókstu þeim ummælum? „Á milh okkar Ólafs G. Einars- sonar hefur verið hin prýðilegasta sátt og vinfengi bæði fyrr og síðar. Þaö má vel vera að við þekkjum ekki hvor annan út í hörgul. Hann kynntist mér sem embættismanni á Þingvöllum og ég get ekki annað en staðfest aö það fer hið besta á með okkur.“ - Samdóma álit fulltrúa þriggja flokka á Stöð 2 á sunnúdag var m.a. að þú ráðir ekki við starf þitt og stofnunin sé í upplausn. Eftir þetta og það sem á undan er geng- ið; hefur þú hugleitt að segja af þér? „Ég horfði á þennan þátt og satt að segja fannst mér stillingin sem þar sveif yfir vötnum ekki gefa mér tilefni til að taka mikið mark á því sem þarna var sagt. Ég hef heldur ekki hugsað mér að gera það. Þama æptu menn hver upp í annan og ég ætla ekki að fara aö herma það sem þar var sagt. Ég veit vel að ríkisútvarpið stendur á krossgöt- um. Við eigum von á nýjum út- varpslögum, væntanlega á næstu mánuðum eða missertun. Ég ætla að bíða rólegur eftir þeim útvarps- lögum og vona að aðrir geri shkt Útvarpsstjóri segir Davíð Oddsson ekki hafa lagt að sér að reka Arthúr Björgvin Bollason: Eg hefði ekki getað hlýtt skipun ráðhevra að koma fram í nafni stofnunar- innar. Það fylgir vandi vegsemd hverri." - Eftir brottrekstur Hrafns töldu margir að menntamálaráðherra hefði niðurlægt þig með þvi að end- urráða hann á ný og þá í æðri stöðu. Hvað viltu segja um það og þann starfsanda sem hefur ríkt í stofnun- inni eftir þetta? „Ég benti á að ráðherra hafði vald og fullan rétt til að gera það sem hann gerði. Ég sem embættis- maður beygði mig fyrir því. Ég hafði vald til að leika fyrri leikinn en hann vald til að leika síðari leik- inn. Ef einhveijir kusu að kalla það niðurlægingu eðá htilsvirðingu þá þeir um það. Ég er ekkert afskap- lega hvumpinn frammi fyrir slíku. Ég gerði mitt besta til að koma á friði, Hrafn lika og ég veit ekki betur en að það hafi tekist í aðalatr- iðum.“ - Þú réðst Arthúr Björgvin án stöðuheimildar og þetta gagnrýndi ráðherra. Varstu að setja Arthúr til höfuðs Hrafni? „Á tjárhagsáætlun ríkisútvarps- ins 1993 er gert ráð fyrir þessu verkefni. Hann var ekki ráðinn til frambúðarstarfs heldur í rauninni sem verktaki til eins árs. Hann heldur auðvitað þeirri ráðningu til mánaðamóta mars/apríl. Ég var búinn að hafa þá hugmynd að ráða mann mér til aðstoðar við að skoða skipulag stofnunarinnar og dag- skrána. Þetta var á engan hátt hugsað einum eða neinum til höf- uðs.“ - Arthúr segist hafa sagt þér efiiis- lega frá margnefndu bréfi til for- manns stéttarsambands bænda á mánudag í siðustu viku og þú ekki gert við það athugasemdir. Á fimmtudag, eftir fund með forsæt- isráðherra, tilkynnir þú honum um uppsögnina. Hvers vegna gafstu ekki í skyn strax á mánudag að bréfið væri óviðeigandi? „Það er ekki rétt að mér hafi ver- Yfirheyrsla Óttar Sveinsson ið kynnt efni þessa bréfs. Arthúr Björgvin sagði mér á mánudag að hann hefði skrifað Hauki Halldórs- syni. Efni bréfsins rakti hann ekki og þaðan af síður umbúnað eða orðfæri. Mér var ekki sagt neitt um að bréfið væri ekki undir eigin nafni Arthúrs. Ég tók þessu svo að hann væri að tala um einkamál. Mér var því ekki kunnugt um bréf- ið í þess eiginlegu mynd fyrr en á miðvikudagskvöld. Ég hugleiddi þá strax um kvöldið að ég ætti ekki annarra kosta völ en að segja manninum upp. Ég hins vegar flýtti mér ekkert að lýsa því yfir. Á fimmtudagsmorgni var ég í önnum og komst ekki til að sinna þessu máli þó ég væri með þessa ákvörð- un sem ég tók kvöldið áður. Mér finnst það fjarstæða af honum Art- húri Björgvin að vera að nota svona og ég ætla ekki að yera að nota slíkt frekar en hann. Ég vissi ekkert um þetta bréf fyrr en klukk- an fimm síðdegis á miðvikudag. Ef hann ætlar eitthvað að togast á um það verður hann að gera það einn.“ - Arthúr Björgvin hefur sagt að hann hafi fengið orðin „pólitísk herkví“ að láni úr samtali við þig þegar þú ræddir um andrúmsloftið hjá Sjónvarpinu. „Við höfum skrafað margt og það má vel vera að ég hafi sagt eitthvaö þessu líkt. Hitt er annað að eitt er að skrafa saman undir fjögur augu og annað er að hlaupa með þaö á opinberan vettvang. Ég minnist þess alls ekki að hafa notað þetta orðatiltæki um stofnunina." - Mátti alls ekki á neinn hátt skilja það á Davið Oddssyni þegar þú hitt- ir hann skömmu eftir hádegi á fimmtudag að hann teldi að þú ætt- ir að segja Arthúri Björgvini upp? hið sama og við fáum að afgreiða mál hér án uppnáms.“ - Burtséð frá öllu uppnámi og taugatitringi, verður þú ekki að taka mið af þverpólitisku viðhorfi? „Ég er náttúrlega afskaplega óánægður yfir þessu máh og hnugginn yfir því að þetta bréf skyldi verða ritað og sent. En ég get ekki séð að neitt hafi gerst þessa dagana sem gefur mér tilefni til að endurskoða setu mína hér. Ég ætla að bíða og sjá hverju fram vindur. Staða ríkisútvarpsins verður skoð- uð í ljósi þeirra laga og vissulega endurskoðað þegar þar að kemur. Það er snöggtum merkilegra mál og tilefni til endurskoðunar heldur en þetta. - Finnst þér stóllinn þinn ekkert vera farinn að hitna? „Nei, mér liður ágætlega í stóln- um. í dag hef ég fengið upphring- ingar og bréf frá fjölda manna sem hvetja mig til að sitja sem fastast." IRROW

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.