Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1994, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1994, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994 3 Viðgerðarþj ónusta fyrir flestar gerðir fólksbíla Mótorstillingar Pústkerfi - Höggdeyfar Bremsuviðgerðir Hjólastillingar FOLKS- ILALAND HF. Bíldshöfða 18 - Sími 67 39 90 Flugstöðvarbyggingin á Patreksfirði. DV-mynd Undarleg íyrirbæri á flugvelíinum á Patró eftir ffamkvæmdir: Ýtumaður veikt- ist og komst ekki á þorrablót - og öðrum leið undarlega og varð að víkja Borið hefur á undarlegum hlutum á Patreksflarðarflugvelh eftir að hól við flugbrautina var rutt burt á dög- unum. Þannig hefur ýtumaður, sem ruddi burt hólnum, veikst og hermt er að óútskýranlegur fyrirgangur hafi verið á flugvellinum sjálfum. „Ég lét ryðja burt hólnum þvi þriðj- ungur af brautinni sást ekki úr turn- inum fyrir honum. Ég held það hafi verið hann forveri minn, Egill Ólafs- son á Hnjóti, sem vildi ekki hreyfa við honum. Þaö gekk hins vegar ekki öryggisins vegna. í fyrra fór ég til dæmis út á braut og sá þrjár beljur í geiranum. Ég var búinn að skoða brautina úr turninum og flugvéhn var á leið frá Reykjavík. Þetta var bara ekki hægt. Það gat allt mögulegt verið í þessum geira. Nú sé ég hins vegar allt þama,“ segir Magnús Guð- mundsson, flugvaharvörður á Pat- reksfirði. Magnús vih ekki segja að hann hafi orðið var við einhveija óútskýr- anlega hluti eftir að hóllinn hvarf. Að minnsta kosti ekki th að bera á torg. Hins vegar segist EgUl á Hnjóti hafa spurt Magnús að því hvort hann hefði orðiö einhvers var. „Ég spurði nú Magnús eftir þessu og hann bar ekkert af sér að hann hefði orðið var við eitthvað þarna en vUdi ekki segja mér nánar um það. Hins vegar varð ýtumaðurinn þarna íýrir einhveij- um óþægindum. Ég skU nú ekki hvað þama er á ferðinni. Þetta er einhver uppákoma sem við eigum eftir að fá skýringar á,“ segir Egill. í samtölum við menn vestra kom einnig fram að borið hefði á óútskýr- anlegum hljóðum í flugskýh á svæð- inu en menn vom einnig tregir til að tjá sig um það. „Eg varð nú frá að hverfa vegna þess að ég er ekki vanur ýtumaður en fyrir þá sem vUja trúa því þá dofn- aði ég allur upp. Hins vegar veiktist sá sem tók við og missti af þorrablót- inu,“ segir Helgi Árnason ýtumaður. „Ég hef heyrt það að ég myndi stórslasast ef átt yrði við hólinn en ég er heih heUsu ennþá. Ég held að enginn hafi búið í þessum hól,“ segir Guðbjöm Charlesson, umdæmis- stjóri Flugmálastjórnar á Vestfjörð- um. Menn hafa verið tregir tU að stað- festa að hér sé um álfhól að ræða en umræddur hóh hefur staöið á vallar- svæðinu í fjöldamörg ár og skyggt á flugbrautina. Hvers vegna ekki hefur verið ráðist í að ryðja burt hólnum fyrr en nú er hins vegar ráðgáta og vekur spumingar. -PP Jóna Gróa Siguröardóttir: Útiloka ekki flutning niður á listann „Ég útUoka aldrei neitt, það er minn stUl. Ég held aUtaf öllum dyr- um opnum og skoða máhð frá öUum hhðum þar til búið er að taka ákvörð- un. Ég hef heyrt að rætt sé um að færa Markús Óm úr fyrsta sæti í það áttunda en ég hef ekki heyrt að tíl greina komi að fá einhvern utanað- komandi í áttunda sætið á Ustanum. Ég bendi á að ég hef bindandi kosn- ingu í áttunda sætið,“ segir Jóna Gróa Sigurðardóttir borgarfuhtrúi. „Mönnum finnst það ef tU viU ekki skipta máh hvort Markús Öm er í fyrsta eða áttunda sæti en mér finnst stórmannlegra að vera í fyrsta sæti og gefa kost á sér sem borgarstjóri og borgarfuUtrúi í stað þess að gefa einungis kost á sér sem borgarstjóri eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gerir," segir hún. DV hefur heimildir fyrir því að nið- urstöðurnar í skoðanakönnun DV í vikunni um fylgi framboðshsta Sjálf- stæðisflokks og sameiginlegs Usta minnihlutaflokkanna í borginni hafi komiö af stað miklum umræðum innan Sjálfstæðisflokksins um hvernig bregðast eigi viö niðurstöð- unni. Sú hugmynd hefur meðal ann- ars komið fram að færa Jónu Gróu Sigurðardóttur neðar á hstann og fá nýjan frambjóðanda með breitt fylgi í hennar sæti, sem er baráttusætið í borgarstjórn. Einnig hefur komið tU tals að færa Þorberg Aðalsteinsson þjálfara, Pál Gíslason lækni, Önnu K. Jónsdóttur borgarfuUtrúa og Júhus Hafstein frcunkvæmdastjóra neðar á hstann og flytja Helgu Jóhannsdóttur vara- borgarfulltrúa og Björgólf Guð- mundsson framkvæmdastjóra i þeirra sæti auk nýrra manna. Frambjóöendur í tíu efstu sætum á hsta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hlutu bindandi kosningu í prófkjöri flokksins nýlega og getur kjömefnd því ekki breytt röð þeirra á Ustanum. FuUtrúaráð flokksins hefur hins veg- ar lokaorð um það hveijir skipa list- ann. -GHS Ódýrasti btllinn í sínum flokki HYUNDAI ‘94 F0RD MMC MAZDA T0Y0TA SONATA M0NDE0 GALANT CARINA 2,0 GLSi 2,0 2,0 GLSi . 626 GLXi 2,0E GLi VÉRÐ 1.577.000 1.789.000 2.096.000 1.895.000 1.734.000 RÚMTAKVÉLAR 1997 1988 1997 1998 1998 HESTÖFL 139 136 137 116 133 ÞYNGD 1307 1226 1270 1175 1185 LENGD 4680 4481 4620 4695 4530 BREIDD 1751 1747 1730 1750 1695 HÆÐ 1408 1372 1395 1400 1410 HYUVIDPI ...tíl framltúar ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 SONATA þolir allan samanburð Árgerð '94 af SONATA er gjörbreyttur. Nýr bíll, nýtt útlit og glæsilegri og öflugri en áður. Bíllinn er búinn 2.0 lítra, 139 hestafla vél sem skilar góðri snerpu. SONATA er með vökva- og veltistýri, rafdrifnum rúðum og útispeglum, samlæsingu og styrktarbitum í hurðum. Að auki eru vönduð hljúmflutningstæki með 4 hátölurum. 3ja ára ábyrgð og 6 ára ryðvarnarábyrgð. Komið og setjist undir stýri þessa glæsilega bíls, þá finnið þið það sem við erum að tala um! Verð frá 1.577.000 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.