Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1994, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994
Fréttir
Skoðanakönnun DV um staðsetningu hæstaréttarhúss:
Byggingu bak við
Saf nahúsið haf nað
- þorri sjálfstæðismanna á móti fyrirhugaðri staðsetningu hússins
Yflrgnæfandi meirihluti borg-
arbúa er andvígur því að hús Hæsta-
réttar verði reist á lóðirnú milh
Landsbókasafnsins og Arnarhvols.
Þetta kemur fram í skoðanakönnun
DV. Af þeim sem afstöðu tóku í könn-
uninni reyndist 79,1 prósent andvígt
staðsetningu hæstaréttarhússins á
lóðinni en 20,9 prósent fylgjandi.
í könnuninni voru kjósendur í
Reykjavík spurðir hvort þeir væru
fylgjandi eða andvígir staðsetningu
hæstaréttarhúss milh Amarhvols og
Landsbókasafns. Úrtakið í könnun-
inni var 600 manns og jafnt var skipt
á milli kynja. Könnunin fór fram í
lok síðustu viku. Skekkjumörk í
skoðanakönnun sem þessari eru tvö
til þrjú prósentustig.
Sé tekið mið af svörum allra þátt-
takenda í könnuninni reyndust 6f,2
prósent vera andvíg staðsetningu
hússins á lóðinni, 16,2 prósent voru
fylgjandi en 22,7 prósent voru
óákveðin eða neituðu að svara.
Eins og greint var frá í DV í gær
náði könnim blaösins einnig til af-
stöðu borgarbúa til stjómmálaflokka
væri kosið til Alþingis nú. Sé afstaða
kjósenda til staösetningar hæstarétt-
arhúss greind eftir stuðningi þeirra
við stjómmálaflokka kemur í ljós aö
sú fyrirætlan að byggja hæstaréttar-
hús bak við Landsbókasafnið nýtur
hvergi meirihlutafylgis.
Meðal stuðningsmanna Sjálfstæð-
isflokksins em 55 prósent andvíg
staðsetningu hæstaréttarhússins,
21,2 prósent eru fylgjandi en 23,8 pró-
sent em óákveðin eða neita að svara.
Sé einungis tekið mið af þeim sem
afstööu taka em um 72 prósent á
móti staðsetningunni.
Meðal stuðningsmanna annarra
stjómmálaflokka gætir enn meiri
andstöðu viö áformaða staðsetningu
hæstaréttarhúss. Andstaðan er mest
hjá stuðningsmönnum Framsóknar-
flokksins því í þeim hópi em 72,9
prósent andvíg. Einungis 14,6 pró-
sent framsóknarmanna era óákveð-
in eða neita að svara en 12,5 prósent
em fylgjandi staðsetningu hússins
bak við Landsbókasafnið.
Hjá stuðningsmönnum Alþýðu-
flokksins mældist andstaðan við
staðsetningu hæstaréttarhússins
64,9 prósent, hjá stuðningsmönnum
Alþýðubandalagsins 58,7 prósent og
stuðningsmönnum Kvennahstans
66,3 prósent. Af þeim sem ekki taka
afstöðu til flokka em 60,7 prósent
andvíg staðsetningu húsins. Þá má
geta þess að einn þátttakandi í könn-
uninni, sem styður Flokk mannsins,
erandvígurstaðsetningunni. -kaa
Staðsetning
Hæstaréttarhúss
Andvígir
Fyigjandi
Oákveönir/Svara ekki
SkoðanaköwRM
Óákveðnir
gagnvart
flokkum
JÓákveðnir
Slioðasákénmffl
DV
□ Fylgjandí
■ Andvígir
|| uad'íi vlt ii o
114X?wldl C7&MI IIU%I
við Landsbókasafnið
- afstaða kjósenda eftir stuöningi þeirra viö flokka í alþingiskosningum -
Ummælifó „Amarhóll er að kafna undan sem fyrir er við hólinn," sagði k Iksíkönmmiitni því Veðurstofunni," sagði kona. „Mér irl. fmnst upplagt að hafa Hæstarétt í
„Ég er hryllilega mikiö á móti að hin fagra bakhlið Landsbó þvi hjarta menningarinnar," sagði ka- kona. „Ég er fædd og uppalin I
saiiisins veroi eyonogo, sa kona. „Þetta er þó skárri sta heldur en í Tinrninni.“ saeði k goi mioDænum og lei ao nu se nog ður komiö af eyðileggingunni/ sagði arl. eldri kona sem til hpRsa hpfnr knsift
„Staðsetníng Hæstarréttar í b garði er ósmekkleg," sagi ko „Þaö er nóg kraðak á þessu sv þó menn fari ekki að klessa dc ak- Sjáifstæðisflokkinn. „Staösetning- na. ineralgjörtklúðuroghúsiðerfor- Eöi ljótt," sagði karl. „Mér finnst aht í >m- lagi að hafa húsiö þama en mér
hafa Hæstarétt á fahegum stað sem húsiö nýtur sin, til dæmis oar „Mér er alveg sama,“ sagöi ungur hjá kjósandi. -kaa
I dag mælir Dagfari
Aldrei, aldrei Ólaf
Aðstoöarmaður útvarpsstjóra var
rekinn fyrir að skrifa bréf. Það
þótti brottrekstrarsök að skrifa
bréf og sérstaklega að segja frá því
að Ríkisútvarpið sé í póhtískri
herkví Sjálfstæðisflokksins. Afleið-
ingamar em þær að Arthúr Björg-
vin situr uppi atvinnulaus og er
kominn í pólitíska herkví.
En þetta er nú ekkert miðað við
það sem gerðist í þinginu fyrradag.
Þar komst nefnilega annað bréf á
dagskrá, sem er miklu merkilegra
og alvarlegra bréf heldur en bréfið
frá Arthúri Björgvini. Það bréf hef-
ur það í for með sér að Sjáifstæðis-
flokkurinn mun aldrei, aldrei,
ganga til stjómarsamstarfs við AI-
þýðubandalagið. Að minnsta kosti
ekki á meðan Davíð er formaður í
Sjálfstæðisflokknum og Ólafur
Ragnar Grímsson er formaður í
Alþýðubandalaginu.
Ekki vegna þess hvað stóð í bréf-
inu heldur vegna þess að sagt var
frá bréfinu. Skal nú sagt frá því
hvað sagt var sem leiddi th þess
hvað sagt var:
Heimir rak Hrafn og Ólafur G.
Einarsson réö Hrafn. Davíö Odds-
son skipti sér ekki af þeim mannar-
áðningum en hann sá ástæðu th
að skrifa bréf til útvarpsstjóra eftir
að Hrafn hafði verið ráðinn aftur,
til að segja útvarpsstjóra frá því
prívat hvað hann heíði verið sár
og særður eftir að Heimir rak
Hrafn.
Einkabréfið til Heimis hefur ekki
verið birt og Heimir segir aö hann
viti ekki hver hafi séð það og vih
ekki segja frá því hvaö stendur í
því.
Einhvern veginn hefur Ólafur
Ragnar komist á snoðir um þetta
bréf og veit hvað sten'dur í því án
þess að segja frá því hvað stendur
í því og þegar Davíð heyrði að Ólaf-
ur vissi um bréfið varð hann rosa-
lega reiður. Hann var svo reiður
að hann mátti vart mæla í ræðu-
stól í þinginu en kom því þó frá sér
að Ólafur Ragnar væri ómerkileg-
ur maður, ómerkhegasti maður
sem Davíð hefur hitt og Davíð ætlar
aldrei, aldrei að tala við Ólaf Ragn-
ar framar.
Og ekki nóg með það. Davíð ætlar
aldrei, aldrei að setjast í skjól með
Ólafl Ragnari sem þýðir á stjóm-
málamáli að Davíð ætlar aldrei,
aldrei að setjast í ríkisstjóm með
Ólafi Ragnari.
Þetta er auðvitað mikið áfah fyrir
Ólaf Ragnar sem hefur bundið von-
ir við að komast í ríkisstjóm með
íhaldinu og hefur meira að segja
viðurkennt Nató og er hættur að
vera kommi, til þess eins að þókn-
ast íhaldinu og vera samstarfshæf-
ur. Svo fer Ólafur að asnast th að
segja frá því að honum hafi verið
sagt frá því að Davíð hafi skrifað
Heimi Steinssyni bréf vegna
Hrafnsmálsins og bingó. Þar með
er allt búið fyrir Ólaf. Davíö ætlar
aldrei, aldrei að tala við hann aftur.
Nú veit maður ekki hvort Davíð
er svona reiður yfir því að hafa
skrifað bréfið, eða að Heimir skuh
hafa sagt frá því að Davíð hafi skrif-
að honum bréf, eða þá að Ólafur
skuh hafa sagt frá þvi að Heimir
hafi sagt frá því að Davíð hafi skrif-
að bréfið. Alla vega varð Davíð
rosalega reiður yfir þessu bréfi sem
var ekki opinbert bréf og ekki th
annars en að senda Heimi línu,
prívat og persónulega, ef vera
skyldi að Heimir vissi ekki um hug
Davíðs til Heimis végna Hrafns.
Heimi þótti vænt um þetta bréf
og hefur ekki sýnt neinum bréfið,
eftir því sem hann man best. Þetta
var einkabréf og trúnaðarmál og
Heimi kemur það á óvart að ein-
hver hafi séð bréfið en núna er
þetta bréf allt í einu orðið ástæðan
fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn
mun aldrei setjast í ríkisstjóm með
Alþýðubandalaginu og Davíð mun
aldrei, aldrei aftur tala við Ólaf
Ragnar.
Nú er of seint að iðrast. Bréfið
var skrifað, Heimir kjaftaði frá því
og Ólafur heimtar að sjá bréfið.
Ólafur Ragnar vih hnýsast í einka-
bréf ráðherrans og aht í einu er
bréf Arthúrs Björgvins orðið auka-
atriði og frekar ómerkilegt bréf
miðað við bréf Davíðs til Heimis.
Það er ekki sama hver skrifar
hverjum bréf og hver veit um bréf-
in. Nú er Ólafur Ragnar kominn í
póhtíska herkví út af allt öðm bréfi
heldur en því sem leiddi Arthúr
Björgvin í póhtíska herkví eftir að
hann sagði frá því að Ríkisútvarpið
væri í póhtískri herkví.
Af þessu öhu sést hvað það er
varasamt að skrifa bréf.
Dagfari