Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1994, Síða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994
Viðskipti
Þorskurinn lækkar
Slægður þorskur lækkaði
nokkuð í verði á fiskmörkuðum
í gær eftir aö meðalverðið virtist
vera á uppleið dagana áöur. Verð-
lækkunin stafar einkum af miklu
framboði.
Hin nýja þingvísitala húsbréfa,
7 ára og eldri, hefur sveiflast lítil-
lega til að undanfornu í skrán-
ingu Verðbréfaþings íslands.
Eftir óvænta hækkun gasolíu-
verðs í Rotterdam sl. fimmtudag
hefur olían lækkað á ný. Á mánu-
dag var komið sama verð og viku
áður.
Síðustu daga hefur gengi
pundsins haldist nokkuð stöðugt,
eða rúmlega 109 krónur.
FT-SE 100 vísitalan í London
hækkaði lítillega á ný í gær eftir
nokkra lækkun sl. mánudag þeg-
ar bandaríski seðlabankinn til-
kynnti hækkun skammtíma-
vaxta. -bjb
Nýtt félag um rekstur Sveins bakara hf.:
Leyf i skiptastjóra
liggur ekki fyrir
- nauðungaruppboð 1 dag á eignum bakarísins
þrotið og gerði skiptastjóri athuga-
semdir við þau viðskipti. Að sögn
Andra verður erfitt fyrir hann að
rifta þeim samningi eftir að nýr
rekstraraðili hefur tekið við.
Iðnlánasjóður vildi
ekki Svein áfram
Sveinn Kristdórsson bakari er ekki
meðeigandi í hinu nýja félagi og sam-
kvæmt heimildum DV gerði Iðnlána-
sjóður þá kröfu að Sveinn yrði ekki
áfram viðriðinn reksturinn. í til-
kynningu frá Rekstrarráði segir að
Sveinn muni starfa með nýjum eig-
endum fyrst um sinn.
Eins og áður sagði er hlutafé Sveins
bakara hf. um 2 milljónir króna. Lát-
ið hlutafé var eitt af því sem skipta-
stjóri gerði athugasemd við en nýir
rekstraraðilar hyggjast auka hlutafé
á meðal íjárfesta. Eiginkona Sveins
Kristdórssonar átti 70% hlut 1 hluta-
félögunum tveimur sem stofnuð
voru fyrir gjaldþrotið í haust en nú-
verandi rekstraraðilar, Rekstrarráð,
áttu 30%. Rekstrarráð hefur nú
keypt hlut eiginkonu Sveins sem
nemur 1,4 milljónum króna. Stjóm-
arformaður Rekstrarráðs er Jónas
Ingi Ketilsson hagfræðingur en hann
hefur verið ráðgjafi Sveins bakara
að undanfömu. Framkvæmdastjóri
verður Þórey Eiríksdóttir sem hefur
starfað um nokkurt skeið sem bókari
hjá Sveini bakara. -bjb
Eignarhaldsfélagiö Rekstrarráð hf.
keypti sl. mánudag öll hlutabréf, að
andvirði 2 milljóna króna, í hlutafé-
lögunum tveimur sem stofnuð voru
um rekstur Sveins bakara skömmu
fyrir gjaldþrot fyrirtækisins sl.
haust.
Nauðungamppboð fer fram á eign-
um bakarísins í dag. Stærsti lánar-
drottinn Sveins bakara, Iðnlánasjóð-
ur, mun líklega leysa til sín fasteign-
ir og aðrar eignir fyrirtækisins á
uppboðinu og hyggst nýi rekstrarað-
ilinn taka fasteignirnar á leigu en
kaupa vélar og tæki.
Tilgangur Iðnlánasjóðs að kaupa
eignimar er að hafa ráðstöfunarrétt
yfir eignunum ef nýjum rekstraraðil-
um tekst ekki að uppfylla skilyrði
sjóðsins og skiptastjóra. Þar með er
Iðnlánasjóður kominn í sterka stöðu
og getur ráðstafað eignunum sam-
kvæmt eigin ákvörðun. Aðilar eins
og Myllan og Mjólkursamsalan, sem
sýndu Sveini bakara áhuga um tíma,
gætu allt eins komið inn í myndina
aftur- ef samningar. við núverandi
rekstraraðila ganga ekki upp. Þetta
ætti að skýrast eftir nauðungarupp-
boðið í dag.
Skiptastjóri setur skilyrði
Andri Ámason, skiptastjóri í
þrotabúi Sveins bakara, sagði í sam-
tali við DV að í rauninni væri hann
ekki ennþá búinn að leyfa þessi kaup
Sveinn Kristdórsson bakari er ekki
meðeigandi í nýju hlutafélagi um
rekstur bakaríanna sem hann setti
á fót. Engu að síður hyggst hann
starfa fyrst um sinn með nýjum eig-
endum.
Rekstrarráðs hf. „Þessum aðilum
voru sett ákveðin skilyrði og þeir
'hafa verið að reyna að uppfylla þau,
meðal annars með þessum kaupum
Rekstrarráðs sl. mánudag," sagði
Andri.
Útsölustaðir Sveins bakara, sem
em 16 talsins, vom seldir fyrir 40
milljónir króna skömmu fyrir gjald-
Lækkun framfærsluvísitölunnar
jaf ngildir 3ja prósenta veröhjöðnun
Kauplagsnefnd hefur reiknað vísi-
tölu framfærslukostnaðar miðað viö
verðlag í febrúarbyijun. Vísitalan
reyndist vera 169,5 stig og hækkaði
um 0,12% frá janúar sl. Ástæðan er
einkum verðhækkun á mat- og
drykkjarvörum um 0,6%. 1
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi-
tala framfærslukostnaðar hækkað
um 2,5% og vísitala vöm og þjónustu
um 3,1%. Undanfarna þijá mánuði
hefur framfærsluvisitalan lækkað
um 0,8% sem jafngildir 3% verð-
hjöðnun á ári.
Sambærileg þriggja mánaða breyt-
ing á vísitölu vöm og þjónustu svar-
ar til 2,5% verðhjöðnunar á ári. Vísi-
tala vöm og þjónustu hækkaði einnig
um 0,12% á milh mánaða. Talan í
febrúar er 173,7 stig.
-bjb
Nýjar vísitölur Verðbréf aþings
Verðbréfaþing íslands hóf í byrjun
þessa mánaðar útreikninga á vísi-
tölum nokkurra verðbréfa og birt-
ingu á þeim. Nefnast þær þingvísitöl-
ur og gilda frá ársbyijun 1993. Þróun
þeirra helstu er birt í fyrsta sinn í
meðfylgjandi grafi fimm mánuði aft-
ur í tímann.
Þingvísitala hlutabréfa var sett á
1000 stig 1. janúar 1993 en síðan hefur
hún lækkað. Lágmarki náði hún í
byijun janúar á þessu ári, 797 stigum,
þegar hlutabréfaviðskipti vom í al-
gjöm lágmarki. Síðan hækkaði talan
upp í 817 stig en hefur lækkað aftur
undanfama viku.
Þingvísitölur spariskírteina, hús-
bréfa og peningamarkaðs, þar sem
ríkisvíxlar em innifaldir, vom aUar
settar á 100 stig í ársbyijun 1993 og
hafa hækkað jafnt og þétt síðan.
Af hlutabréfaviðskiptum berast
heldur litlar fréttir þessa dagana.
Viöskipti em lítil, í síðustu viku
námu þau alls um 9 milljónum
króna. Gengi hlutabréfa hefur ýmist
haldist óbreytt eða lækkað litiUega.
-bjb
I>V
Kreditkort
breyta útreikn-
ingumvaxta
Fyrir nokkra kvörtuöu Neyt-
endasamtökin við samkeppnisyf-
irvöld vegna skilmála greiðslu-
kortafyrirtækisins Kreditkorta
hf. við útreikning á vanskilavöxt-
um. Kreditkort hafa reiknað van-
skilavexti írá lokadegi hvers út-
tektartímabils en ekki frá ein-
daga reiknings eins og algilt er.
Samkeppnisstofnun hefur kom-
ist að þeirri niðurstöðu aö skil-
málarnir séu óréttmætir. Sam-
kvæmt því áliti hefur stjóm
Kreditkorta ákveðið að trá og
með 2. april nk. verði vanskila-
vextir reiknaðii’ írá og með ein-
daga reikninga til Eurocard-kort-
hafa.
Iðnlánasjóður
gefurútskulda-
bréf
Fyrsti söludagur var í gær ó
skuldabréfum Iðnlánasjóðs.
Heildaríjárhæð útboðsins er 250
milljónir króna. Nýju skuldabréf-
in eru gefin út í tveimur flokkum,
önnur til 6 ára og hin til 10 ára,
og 125 milljónir í hvorum flokki.
Bréfin bera 5% fasta vexti.
Ávöxtunarkrafa á útgáfudegi í
gær var 5,13%. Tilgangur útgáf-
unnar er að afla fjár til nýrra
útlána til fjárfestingar í atvinnu-
lífi á íslandi. Með útboðinu skap-
ast færi á að bjóða íslenskum fyr-
irtækjum fjárfestingarlán í ís-
lenskum krónum á hagstæðari
kjömm en áður.
Söluaukninghjá
TricoáAkranesi
Siguröur Sverrissan, DV, Akranesi;
Sokkaverksmiðjan Trico hf. á
Akranesi jók sölu sína um 15% á
síðasta ári, úr 167 þúsund
sokkapörum árið 1992 í 190 þús-
und pör í fyrra. Að sögn Bjarka
Jóhannessonar framkvæmda-
stjóra telst þessi árangur viðun-
andi í ljósi aöstæðna i þjóðfélag-
inu og að teknu tillití til þess að
nýir eigendur tóku við rekstrin-
um i byijun síðasta árs.
Nýir eigendur settu sér þaö
markmið í upphafi að auka söl-
una árið 1993 um 25% en mark-
miöið fyrir þetta ár er hógvær-
ara, eða 10% aukning í 210 þús-
únd sokkapör. Náist það mark-
mið verður sölumet frá árinu 1989
jaihað.
Hartbaristum
hótelrekstur
Sguröur Sveujssan, DV, Akranesí;
Sex tilboð bárust frá fimm aöil-
um, þar af þremur á Akranesi, i
rekstur Hótel Óskar, sumarhót-
els Fíölbrautaskóla Vesturiands.
Tilboðin voru opnuð í síðustu
viku.
Ekki er búið að ákveða hvaða
tilboöi verður tekið. Ljóst er af
tilboðunum að heimamenn eiga í
harðri samkeppni við a.m.k. ann-
an þeirra utanbæjaraðila sem
sótti um reksturinn. Forráða-
menn skólans em að skoða til-
boðin og liggur ákvöröun fyrir á
næstu dögum.
Stórkaupmenn
íherferð
Félag íslenskra stórkaupmanna
kynnir i dag herferð sem félagið
hyggst standa fyrir á næstunni.
Herferðin ber yfirskriftina „ís-
lensk verslun - vaxtarbroddur
atvinnulifsins“. Stórkaupmenn
ætla m.a. aö leggja áherslu á að
verslun geti skapaö 2-3 þúsund
nýstörfílandinu. -bjb