Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1994, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1994, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994 23 Smáauglýsingar Menning Sjö stelpur i meðferð Úr leikritinu Sjö stelpur sem leikfélag Kvennaskólans, sýnir um þessar mundir. ■ Verslun Nýjar, vandaðar og spennandi vörur v/allra hæfi. Nýr vandaður litmlisti, kr. 950 + sendk. Ath. nýtt og lækkað verð. Allt er þegar þrennt er, í verslun sem segir sex. Sjón er sögu ríkari. Ath. allar póstkr. duln. Opið 10-18 v.d., 10-14 lau. S. 14448, Grundarstíg 2. ■ Vagnar - kermr Dráttarbeisli. Gerið verðsamanburð. Framleiðum allar gerðir af kerrum og vögnum. Dráttarbeisli á allar teg. bíla. Áratugareynsla. Allir hlutir í kerrur og vagna. Ódýrar hestakerrur og sturtuvagnar á lager. Veljum íslenskt. Verið velkomin í sýningarsal okkar. Víkurvagnar, s. 684911, Síðumúla 19. ■ Bátar Sómi 650 til sölu, með krókaleyfi, sér- staklega hentugur fyrir grásleppu- veiði. Bátasmiðja Guðmundar, sími 91-651088. ■ Bilar til sölu Til sölu Lada Sport '91, upphækkað- ur/brettakantar, ný 31" dekk - felgur, CÉ, kastarar o.fl. Góður staðgreiðslu- afsláttur. Upplýsingar í síma 91-78841 á kvöldin. Til sölu Mercedes Benz 230E, árg. '84, ekinn 175 þús. km, litað gler, höfuð- púðar, topplúga, gullsanseraður. Mjög góður bíll. Verð 750 þús. Upplýs- ingar í síma 91-641403 og eftir kl. 19 í síma 91-686815. ■ Jeppar Bronco ’73. Nýtt í bílnum er: bremsur, bremsuskálar, púst og greinar, electrónísk kveikja, Holley blöndung- ur, dragliður, öxlar og krossar, skipt- ing, 35" dekk, 12" felgur, plastbretti. Verð 250þúsund staðgr. Sími 91-13079. Leikritiö Sjö stelpur var á sínum tíma sýnt í Þjóðleikhúsinu, sennilega íyrir hartnær tuttugu árum, og þá alveg nýtt af nálinni. Verkiö fjallar, eins og nafniö bendir til, um sjö stelp- ur sem dveljast á meðferöarheimili og lýsir fyrst og fremst „núinu“, þaö er að segja þeim vandamálum sem upp koma í dag frá degi í meðferð- inni og andrúmsloftinu innan veggja heimilisins. Leiklist Auður Eydal í sýningu leikfélags Kvennaskól- ans, Fúríu, er verkið ögn staðfært og er látið gerast á íslandi í dag. Það vekur áhorfandanum óneitanlega hroll að horfa á verkið og gera sér grein fyrir því hvað lítið hefur þok- ast í skilningi samfélagsins á vanda- málum unghnga og í baráttunni gegn fíknie&ianeyslu á umUðnum tveimur áratugum. Áhorfendur kynnast stelpunum UtiUega en þaö er að mestu látið Uggja miUi hluta hvaðan þær koma og hvaða heimiUsaðstæður ýttu þeim svo ungum út á braut eiturlyfja og geðrænna vandamála. Höfuðviðfangsefniö eru stelpumar sjálfar, Uðan þeirra, óhaminn tilfinn- ingaofsinn og vonleysið sem skapast af þeirri tilfinningu aö ekkert sé framundan. Höfundurinn er heldur ekkert með neinar grillur um ham- ingjusamlega lausn mála og virðist þvi miður hafa reynst sannspár hvað það varðar. Stelpurnar myndu sjálfsagt ailar flokkast sem „vandræðaunglingar" í lögregluskýrslum en þær eiga sér engu að síður persónulegt svipmót sem Sigrún-Valbergsdóttir leikstjóri laðar fram í hverri og einni. Fram- sögnin, sem oft viU verða upp og ofan í sýningum framhaldskólanema, er hér í góðu lagi. Félagar í Fúríu hafa þannig greini- lega fengið góða handleiðslu og lagt á sig mikla vinnu við uppsetninguna. Sýningin gengur greiðlega og leik- endur sýna skilningsríka innlifun í hlutverk stelpnanna sem eru fyrst og fremst ráðviUtir ungUngar. Þar reynir mest á þær Þórhildi Ýr Vals- dóttur og Kristínu Eysteinsdóttur sem sýna glettilega góö tilþrif í hlut- verkum Barböru og Möttu. Nokkrir nemendur leika starfsfólk hælisins og gera það ágætlega þó að þau hlut- verk Uggi ekki eins vel við.hvað ald- ur varðar. Leikmynd Guðrúnar Auðunsdótt- ur er fagmannlega unnin, laus við aUan óþarfa og vel hönnuð þannig aö engar tafir verða í skiptingum milU atriöa. Búningar eru skemmti- lega valdir í stfl hverrar persónu. í heild er þetta vönduð og athygUs- verð skólasýning og gott dæmi um það hvernig hægt er að nota leikUst- ina til að auka þroska og skUning nemenda um leið og aliir hafa nokk- uð gaman af. Fúria, leikfélag Kvennaskólans, sýnir i Tjarnarbíói: Sjö stelpur Höfundur: Erik Thorstenson Þyðandi: Sigmundur Örn Arngrimsson Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Búninga- og leikmyndarhönnuður: Guð- rún Auðunsdóttir Ljósameistari: Kári Gíslason Afmæli Pjetur Nikulás Pjetursson Pjetur NUculás Pjetursson, fram- kvæmdastjóri hjá heUdversluninni PON - Pétur O. Nikulásson sf„ tU heimUis að HUöarhjalla 11, Kópa- vogi, er fertugur í dag. Starfsferill Pjetur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í vestm-bænum og síðar í Laugarásnum. Hann lauk stúdents- prófi frá MR í Reykjavík. Pjetur hóf ungur störf hjá heUd- versluninni PON sf. en hann hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins frá 1978. Pjetur flutti í Kópavog- inn 1979 og hefur búið þar síðan. Pjetur er alþjóðlegur hestaíþrótta- dómari. Hann hefur dæmt á mörg- um erlendum stórmótum og heims- meistaramótum. Hann er stjórnar- maður í heimsbikarkeppni alþjóð- lega hestaíþróttasambandsins og var formaður Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfiröi 1984-86. Fjölskylda Pjetur kvæntist 9.9.1979 Elsu Magnúsdóttur, f. 1.1.1957, hár- greiðslumeistara. Hún er dóttir Magnúsar K. Jónssonar, húsa- smiðameistara í Reykjavík, og Unn- ar Lárusdóttur húsmóöur. Dóttir Pjeturs og Elsu er Sigríöur Pjetursdóttir, f. 12.12.1979, nemi. Systur Pjeturs eru Ingibjörg Ásta Pétursdóttir, f. 10.6.1948, ferðaráð- gjafi, gift Þorsteini Bergssyni, fram- kvæmdastjóra Minjavemdar, og eiga þau fjögur börn; Gróa Þóra Pétursdóttir, f. 20.7.1951, líffræðing- ur, gift Heimi Sigurössyni tækni- Pjetur Nikulás Pjetursson. fræðingi og eiga þau fjögur böm. Foreldrar Pjeturs eru Pétur O. Nikulásson, f. 6.7.1921, stórkaup- maður í Reykjavík, og Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 21.5.1926, húsmóðir. Ætt Pétur stórkaupmaður er sonur Nikulás Kristins, skipstjóra í Reykjavík, Jónssonar, sjómanns í Reykjavík, frá Bakka Guðmunds- sonar. Móðir Nikulás var Þóra Nikulásdóttir. Móðir Péturs var Gróa, bæjarfulltrúi í Reykjavík og formaður kvennadeildar SVFÍ, syst- ir Emelíu Bjargar, ömmu Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs. Gróa var dóttir Péturs, sjómanns og síöar fiskmatsmanns Benediktsson- ar, sjómanns frá Hvassahrauni. Móðir Gróu var Oddbjörg Jónsdótt- ir. Sigríður er dóttir Guðmundar skrifstofustjóra Þóröarsonar og Ingibjargar Filippusdóttur. smáskór A29<T 1.790 Útsala barnaskór kuldaskór, st. 24-27, frá 990 götuskór, st. 20-34, frá 990 stígvél, st. 30-35, frá 500 sumarskór, st. 20-34, frá 500 Smáskór er fluttur inn með Do-Re-Me við Fákafen, s. 683919 Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn á Blönduósi skorar hér meö á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum sem voru álögð 1991, 1992, 1993 og 1994 og féllu í gjalddaga fyrir 8. febrúar 1994 og eru til innheimtu hjá ofangreindum innheimtumanni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, útsvar, eigna- skattur, sérstakur eignaskattur, slysatrygging- argjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, lífeyris- tryggingargjald skv. 20. gr. laga nr. 87/1971, slysatryggingargjald atvinnurekenda skv. 36. gr., atvinnuleysistryggingagjald, kirkjugarðs- gjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraöra, skattur af veslunar- og skrifstofuhúsnæði, launaskattur, bifreiðaskattur, slysatryggingargjald öku- manns, þungaskattur, virðisaukaskattur, skipu- lagsgjald, aðstöðugjald, viðbótar- og auka- álagning virðisaukaskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskattur og miðagjald, virðisauka- skattur af skemmtunum, tryggingargjald af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnu- eftirlitsgjald, vörugjald af innl. framleiðslu, að- flutningsgjöld og útflutningsgjöld, verðbætur á ógreiddan tekjuskatt og veröbætur á ógreitt útsvar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að liönum 15 dögum frá dagsetningu áskorunar þessarar. Sýslumaðurinn á Blönduósi 8. febrúar 1994

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.