Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1994, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994
25
Sviðsljós
Gary Glitter er búinn að koma fjárhagnum og lífi sínu í gott lag á nýjan leik en er ekki enn búinn að finna þá
einu réttu.
í konuleit
Gamli glamour-rokkarinn Gary
Glitter, sem réttu nafni heitir Paul
Francis Gadd, verður fimmtugur á
þessu ári og segist ekki geta hugsað
sér að halda upp á þann afmælisdag
án þess að hafa réttu konuna sér
viö hlið.
Hann segist lifa í þeirri von að
hann finni einhvers staðar góða
konu sem treysti sér til að „temja
hann“. Hann ætti ekki að verða í
miklum vandræðum með að finna
konu sem elskar hann því að með-
altali fær hann 200 aðdáendabréf á
dag frá konum sem vilja allt fyrir
hann gera.
Hann segir þó að það verði ekki
auðvelt að finna þá einu réttu. Hún
þurfi að geta haldið í við hans lífst-
íl og vera tilbúin að flakka mikið
því hann sé í eðli sínu eins og sí-
gauni sem getur ekki stoppað lengi
á sama stað.
Eftir því sem hann segir er Gary
Glitter í dag mjög ólíkur þeim sem
var á toppnum á áttunda áratugn-
um. Hann lifði hátt, drakk heil
ósköp og var háður kókaíni. Hann
var margsinnis tekinn fyrir ölv-
unarakstur og þegar hann var
dæmdur í þriðja skiptið missti
hann prófið í 10 ár og fékk háa sekt.
Hann er búinn að ganga í gegnum
Anorexiu sjúkdóminn, fá taugaá-
fall og var eitt sinn nærri farinn
yfir móðuna miklu þegar hann tók
inn of stóran skammt af svefnlyfi.
Þetta lífemi kostaði sitt og eftir
að skattayfirvöld fóru að kanna
framtalið hjá honum var hann lýst-
irn gjaldþrota. Hann gafst þó ekki
upp heldur hætti í ólifnaðinum og
tók að byggja upp frama sinn að
nýju.
Hann hefur ekki bara sagt skilið
við áfengið og eiturlyfin heldur
sleppir hann líka tóbakinu þar sem
hann segist vel muna hversu slæm-
ir gömlu dagamir vom.
í dag segist hann vera í toppformi
og skokkar oft með heimilislækni
sínum langar vegalengdir. Hann
grínast viö vini sína um að hann
hlaupi með lækninum til aö vera
til staðar ef hann (læknirinn) fengi
hjartaáfall.
Gary segist líta á líf sitt í dag sem
annað tækifæri og er staðráðinn í
að klúðra því ekki - það eina sem
vantar upp á þetta er góð kona.
Tilkyimingar
Breiðfirðingafélagið
Félagsvist verður spiluð á morgun kl.
20.30 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Öll-
um opið.
Breytingar á Stjörnubíói
Undanfama mánuöi hafa staðið yfir
gagngerar breytingar á Stjömubíói. A-
salurinn hefur tekið á sig nýja mynd. Þar
em nú ný og breiðari sæti af fullkomn-
ustu gerð, rýmra milli bekkja, nýtt og
stærra sýningartjald, lýsing endurhönn-
uð og THX hljóðkerfi. Anddyrið hefur
einnig tekið miklum breytingum. Fyrsta
mynd eftir breytingar er í kjölfar morð-
ingja.
Til Slóvena búsettra
á íslandi
Utanrikisráðherra Slóveníu hr. Peterle
tekur á móti gestum á Veitingahúsinu
Ítalíu, Laugavegi 11, í kvöld, 8. feb. kl. 21.
Músíktilraunir
Tónabæjar
Félagsmiðstöðin Tónabær mun í mars
standa fyrir Músíktilraunum 1994. Mús-
iktilraunir em opnar öllum upprennandi
hljómsveitum alls staðar að af landinu.
Þær hljómsveitir sem hyggja á þátttöku
geta skráð sig í Félagsmiðstöðinni
Tónabæ, símar 35935 og 36717, alla virka
daga kl. 10-22.
Félag eldri borgara
í Reykjavík og nágr.
Leikritið Margt býr í þokunni verður
sýnt í Risinu kl. 16 í dag og laugardag og
kl. 20.30 á sunnudag. Lögfræðingur fé-
lagsins er til viðtals 10 og 17. febrúar.
Panta þarf tíma í síma 28812.
Gengið út í Örfirisey
Hafhargönguhópurinn fer í kvöld, mið-
vikudagskvöld, kl. 20 frá Hafnarhúsinu
út í Örfirisey og Vesturgötuna til baka.
Allir velkomnir.
Sýning á verkum éftir
Jón Engilberts Norræna húsið ráð-
gerir að halda sýningu á verkum Jóns
Engilberts 4. júní til 3. júlí í tengslum við
Listahátíð í Reykjavík. Af þvi tilefni ósk-
ar Norræna húsið eftir að komast í sam-
band við eigendur verka eftir Jón Engil-
berts sem væm fúsir til að lána verk á
sýninguna. Vinsamlegast hafið samband
við Norræna húsið, Ingibjörgu Bjöms-
dóttur, í síma 17030 miUi 10 og 16 virka
daga.
Árbæjarkirkja: Mömmumorgunn í
fyrramálið kl. 10-12. Opið hús fyrir eldri
borgara í dag kl. 13.30. Fyrirbænaguðs-
þjónusta í dag kl. 16. Starf fyrir 10-12 ára
(TTT) í dag kl. 17.
Áskirkja: Samvemstund fyrir foreldra
ungra bama í dag kl. 10-12.10-12 ára starf
í safnaðarheimilinu kl. 17.
Breiðholtskirkja: Kyrrðarstund kl. 12 á
hádegi í dag. Tónlist, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnaðar-
heimilinu eftir stundina. Unglingastarf
(Ten-Sing) í kvöld kl. 20.
Dómkirkjan: Hádegisbænir kl. 12.10.
Leikiö á orgelið frá kl. 12.00. Léttur há-
degisverður á kirkjuloftinu á eftir. Opið
hús í safnaðarheimilinu í dag kl. 13.30-
16.30.
Fella- og Hólakirkja: Helgistund í
Gerðubergi kl. 10.30. Umsjón sr. Hreinn
Hjartarson.
Hallgrimskirkja: Opið hús fýrir foreldra
ungra bama á morgun, fimmtudag, kl.
10-12.
Háteigskirkja: Kvöldbænirogfyrirbæn-
ir í dag kl. 18.
Hjallakirkja: Starf fyrir 10-12 ára böm í
dag kl. 17-19.
Kársnessókn: Mömmumorgunn í safn-
aðarheimilinu Borgum í dag kl. 9.30-12.
Starf 10-12 ára bama í dag kl. 17.15-19.
Langholtskirkja: Aftansöngur kl. 18.00.
Neskirkja: Bænamessa kl. 18.20. Sr.
Frank M. Halldórsson.
Seltjarnarneskirkja: Kyrrðarstund kl.
12.00. Söngur, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur hádegisverður í safnaðarheimil-
inu.
Leikhús
Leikfélag Akureyrar
eftir Armann Guðmundsson, Sævar Sig-
urgeirsson og Þorgeir Tryggvason
Skólasýning fimmtudag 10. febrúar ki.
17.00.
Föstud. 11. febr. kl. 20.30.
Laugard. 12. febr. kl. 20.30.
SÝNINGUM LÝKUR í FEBRÚAR!
Bar Petr
eftir Jim Cartwright
SÝNT í ÞORPINU, HÖFÐAHLÍÐ1
Föstud. 11. febr.ki. 20.30.
Laugard. 12. febr. kl. 20.30.
Sunnudag 13. febrúar kl. 20.30.
Ath. Ekki er unnt að hleypa gestum i
salinn eftir að sýning er hafin.
Aðalmiðasalan í Samkomuhúsinu er
opin alla virka nema mánudaga kl.
14-18 og sýningardaga fram að sýn-
ingu. Simi 24073.
Símsvari tekur við miðapöntunum ut-
an afgreiðslutima.
Ósóttar pantanir að BarPari seldar i
miðasölunni i Þorpinu frá kl. 19 sýn-
ingardaga. Simi 21400.
Greiðslukortaþjónusta.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 11200
Stóra sviðið kl. 20.00
GAURAGANGUR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Frumsýning föd., 1112, uppselt, 2. sýn.
mvd. 16/2, örfá sæti laus, 3. sýn. fid. 17/2,
uppselt, 4. sýn. föd. 18/2, uppselt, 5. sýn.
mvd. 23/2,6. sýn. sud. 27/2, nokkur sæti
laus.
MÁVURINN
eftir Anton Tsjékhof
Sud. 13. febr., sud. 20. febr., lau. 26. febr.
ALLIR SYNIR MÍNIR
eftir Arthur Miller
Lau. 12. febr., lau. 19. febr., fös. 25. febr.
SKILABOÐASKJÓÐAN
eftir Þorvald Þorsteinsson
Ævintýri meö söngvum
Sun. 13. febr. kl. 14.00, nokkur sæti laus,
þrl. 15. febr. kl. 17.00, uppselt, sud. 20.
febr. kl. 14.00, ötfá sæti laus, sud. 27.
febr. kl. 14.00, nokkur sæti laus.
Smíðaverkstæðið kl. 20.30.
BLÓÐBRULLAUP
eftir Federico Garcia Lorca
Lau. 12. febr., nokkur sæti laus, lau. 19.
febr., fid. 24. febr., uppselt, föd. 25. febr.,
uppselL
Sýnlngin er ekki við hæfi barna.
Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn
eftir aö sýning er hafin.
Litla sviðið kl. 20.00.
SEIÐUR SKUGGANNA
eftir Lars Norén
Fim. 10. febr., lau. 12. febr., fösd. 18.
febr., laud. 19.febr.
Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn
eftir að sýning er hafin.
Miðasala Þjóðleikhússins er opln alla
daga nema mánudaga frá 13.00-18.00
og fram að sýningu sýningardaga. Tekið
á móti simapöntunum virka daga
frákl.10.
Græna linan 99 61 60.
ÍSLENSKA ÓPERAN
__iiiii
É VGENÍ ÓNEGÍN
eftir Pjotr I. Tsjajkovski
Texti eflir Púshkín í þýðingu
Þorsteins Gylfasonar.
Laugardaginn 12. febr., kl. 20, allra
siðasta sinn.
Miöasalan er opin frá kl. *
15.00-19.00 daglega.
Sýningardaga til kl. 20.
SÍM111475-
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA.
Munið gjafakortin okkar.
FÚRÍA
Leikfélag Kvennaskólans
sýnir í Tjarnabíói
Sjö stelpur
Leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir
Sýningar: Miö. 9.febr.,
fös. 11. febr.kl. 20.00
Pantanasimi 610280 e. kl. 17.00.
Starfaldraðra
Bústaðasókn: Félagsstarf aldraðra í dag
kl. 13.00.
Nessókn: Kvenfélag Neskirkju hefur op-
ið hús í dag kl. 13-17 í safnaðarheimili
kirkjunnar. Kínversk leikfimi, kaffi og
spjall. Fótsnyrting og hárgreiðsla er á
sama tíma. Litli kórinn æfir í dag kl.
16.15. Nýir söngfélagar velkomnir. Um-
sjón hafa Inga Backman og Reynir Jónas-
son.
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Stóra sviðið kl. 20.
EVALUNA
, Leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og
Óskar Jónasson. Unnið upp úr bók Isa-
belAUende
Fim. 10. febr., uppselt, lau. 12. febr., upp-
selt, sun. 13. febr., örfá sæti laus, fim. 17.
febr., fös. 18. febr., uppselt, lau. 19. febr.,
uppselt, sund. 20. febr., fim. 24. febr., lau.
26. febr., uppselt.
Geisladiskur með lögunum úr Evu Lunu til
sölu i miðasölu. Ath.: 2 miðar og geisla-
diskur aðeins kr. 5.000.
Stóra sviðið kl. 20.
SPANSKFLUGAN
eftir Arnold og Bach
11. febr., síðasta sýning, uppselt.
Aukasýning miðvikud. 16. febr.
Allra siðasta sýning.
Litla sviðið kl. 20.
ELÍN HELENA
eftir Árna Ibsen
Fös. 11.febr., laug. 12. febr. Næstsíðasta
sýningarhelgi.
Ath.l Ekki er hægt að hleypa gestum inn i
salinn eftir að sýning er hafln.
Miöasala er opln kl. 13.00-20.00 alla
daga nema mánudaga. Tekið á móti
miðapöntunum i sima 680680 kl.
10-12 alla virka daga.
Bréfasimi 680383.
Greiöslukortaþjónusta.
Muniö gjafakortin okkar.
Tilvalin tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavikur-
Borgarleikhús.