Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1994, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1994, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1994 17 OO Davið sagði Heimi ekki að reka Arthúr Björgvin. Ekki benda ámig! „Ég spurði eingöngu um hvort þetta bréf væri skrifað með vitn- eskju útvarpsstjóra. Hann svar- aði því að svo væri ekki,“ sagði Davíð Oddsson á þingi í fyrradag. „Því fer fjarri að ég hafi beðið um að þessi tiltekni starfsmaður yrði rekinn.“ Ummæli dagsins Sjúkrahúsið ruggaði! „Það skalf allt undir manni. Við sátum þrjár uppi í vaktherbergi og vissum ekkert hvað var á seyði og ein okkar hélt að þetta væri snjóflóð. Borðið hristist inni hjá okkur og glerið sem snýr fram á gang. Hins vegar svafu sjúkling- amir vært meðan þetta gekk yfir. Húsið héma mggaði í orðsins fyllstu merkingu," sagði Ingi- björg Ólafsdóttir um jarðskjálft- ann í DV í gær. Gaukarnir voru órólegir! „Ég er með tvo páfagauka og þeir ólmuðust mikið í búrinu sínu og hkaði þetta greinilega ekki vel. Þetta var líka allnokkuð, ég man eftir skjálftanum 1963 og í minningunni virkar þetta nokk- uð svipað," sagði Bjöm Valdi- marsson, bæjarstjóri á Siglufirði, sem glaðvaknaði við skjálftann í gær. Kæri jóli! „Ég kem ekki hér sem neinn jólasveinn nema ef til vtil í nei- kvæðri merkingu þess orðs,“ sagði Sighvatur Björgvinsson iðnaðarráðherra þegar hann heimsótti starfsmenn Slippstöðv- arinnar Odda á Akureyri. deildin Melkorka heldur fúnd í kvöld kl. 20.00 í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi í Breiðholti. Á dagskrá er meðal annars ræðukeppni. Upp- lýsingar gefa Hrafhhildur í 72517 og Fanney í síma 687204. Fundir Málþing Morfís Málfundafélag Menntaskólans viö Hamrahlíð efnir til málþings um stööu og stefnu mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóiaá íslandi í kvöld kl. 20.00 í norður- kjallara Menntaskólans við Hamrahlíö. Framsöguerindi flytja Bjarki Már Karlsson, einn af stofhendum Morfis, Helgi Hjörvar, Stefán Pálsson og Magn- ús Einarsson, Á eftir verða opnar umræður. Austlægar áttir Stormviðvöran kl. 6.00 í morgun. Gert er ráð fýrir stormi á suðvest- urmiðum, Faxaflóamiðum, Breiða- Veöriö í dag fjarðarmiöum, Vestfjarðamiðum, suðausturmiðum, vesturdjúpi, suð- austurdjúpi, suðurdjúpi og suðvest- urdjúpi. í dag verður hæg suðvestlæg átt og víða bjart veður um norðan- og austanvert landið en suðvestan- og vestanlands verður suðvestankaldi og dálítil rigning öðru hveiju. Upp úr hádegi þykknar upp með vaxandi sunnanátt vestanland og má búast við suðaustanhvassviðri og rigningu um sunnan- og vestánvert landið í kvöld og nótt. Hiti verður 1-6 stig. Sólarlag í Reykjavík: 17.42 Sólarupprás á morgun: 9.40 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.09 Árdegisflóð á morgun: 06.29 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjað -4 Egilsstaðir skýjað -1 Galtarviti slydda 2 Kefia vikurflugvöllur alskýjað 2 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 4 Raufarhöfn alskýjað -1 Reykjavik slydda 1 Vestmannaeyjar rigning 2 Bergen slydda 2 Helsinki ísnálar -18 Ósló alskýjað -5 Stokkhóimur snjókoma -2 Þórshöfn alskýjað 3 Amsterdam súld 4 Beriín þokumóða 2 Chicago snjókoma -10 Feneyjar þokumóða 8 Frankfurt þoka -1 Glasgow haglél 3 Hamborg þoka 1 London þokuruðn. 3 LosAngeles heiðskirt 12 Lúxemborg hrimþoka -1 Madríd heiðskírt -4 Malaga heiðskírt 5 Mallorca léttskýjað 7 Montreal alskýjað -22 New York ískom -9 Nuuk skafr. -8 Orlando þokumóða 17 París rign/súld 4 „Það var fyrir algjöra tilviljun að ég lenti í þessu starfi. Éghaíði aldr- ei unnið í banka eða kynnst þeirri vinnu en þetta hefur ailt gengið vel,“ segri Anna Sigurðardóttir, sparisjóðsstjóri á Höfn. Undir stjóm Önnu vinna eingöngu konur Maður dagsins og hafa þær vakið athygli fyrir góð- an rekstur en innlánsaukning á síðasta ári var 64%. „Starfið er mjög lifandi og fjöl- breytt í þjónustufyrirtæki sem skiptir miklu máli fyrir fólkið í sýslunni." Anna er viðskipfafræðingur frá Háskóla Islands og lauk masters- prófi í opinberri sljómsýslu í Bandaríkjunum. Með náminu vann hún á bæjarskrifstofunni á Anna Sigurðardóttir. Höfh. „Ég ætlaði að breyta til og fá vinnu annars staðar en hér á Höfn. Ég vann í fjármálaráðuneytinu og hafði verið þar smátima þegar hér var stofhaður sparisjóður. Það varð úr aö ég tók starfiö að mér.“ Helstu áhugamál Önnu utan vinnunnar eru ferðalög og útivist Eftir ferð inn á Lónsöræfi í sutnar segist hún þurfa að skoða meira af hálendinu. „Ég læt mig dreyma um að kom- ast til fndlands og arabalanda og heimsækja fyrrum skólasystkini mín þar. Ég sé þó ekki frara á að það geti orðiö í bráð.“ Síöastiiðið haust fór Anna á nám- skeið hjá Rauða krossi íslands fyrir fólk sem vill taka þátt í hjálpar- störfum erlendis. „Þetta námskeið var ný reynsla og þroskandi og hver veít nema að ég fari í hjálpar- starf seinna. Þama gerði ég mér enn betur grein fyrir því hversu gott er að vera íslendingur og eiga heima á íslandi." Myndgátan Lausn gátu nr. 842: ♦ o \VH 1 I -r*' ilii p. r r ... -s»H Sáralítill © -cy þoik- Það verður óvenjulíflegt í íþróttalífinu í kvöld. Sex leikir verða í 1. deild karla í handbolta, tveir leikir verða í 1. deild kvenna jþróttiríkvöld og einn í 2. deild karla, í blaki verða 3 leikir í undanúrslitum bikarkeppninnar og einn leikur verður í úrvalsdeildinni í körfu- bolta. Á íþróttaopnu DV í dag eru nánari upplýsingar um þessa leiki. Skák Á Reykjavikurskákmótmu, sem nú stendur yfir í Faxafeni, kom þessi staöa upp í skák Benedikts Jónassonar, sem hafði hvitt og átti leik, og pólska stór- meistarans Wojtkiewicz. Benedikt, sem vann rússneska stórmeistarann Pigusov í fyrstu umferö mótsins, missti nú af kjömu tækifæri til þess aö bæta öörum óvæntmn sigri viö: II# if 1 A 1 1 £ A w A A A A 4? s a B H Skákin tefldist 22. Dh6? Rxf6 23. Hxf6 Bxe4 24. Hf4 hótar biskupnum og 25. Hh4 með máti en nú átti svartur svarið 24. - f5! og honum er borgiö því að ef 25. Hh4 Hf7 - Pólveijinn vann í fáiun leikjum. Frá stöðumyndinni var 22. Bxd5 exd5 23. Dh6 mjög sterkt og áfram 23. - RxfB 24. RÍ5! gxf5 (24. - Rh5 25. g4 vinnur) 25. Hxf5 Kh8 26. HxfB meö vinningsstöðu á hvítt. Jón L. Árnason Bridge Konungurinn lengi lifi! Með þeirri yfir- lýsingu er dálkahöfundur ekki aö leggja konungsvaldinu lið, heldur sýna lausn- ina á þvi hvemig hægt var aö vinna þetta spil sem kom fyrir í heimsmeistara- keppni í Stokkhólmi fyrir fjölmörgum árum. í sagnhafasætinu var spilari sem enn er í fullu fjöri. Það var Bandarikja- maöurinn Bob Hamman en honum yfir- sást vinnmgsleiðin í þessu spili og lái honum hver sem vill. Lokasamningurinn var sex tíglar í suður með spaðakóngi sem útspil: ♦ 104 ¥ Á9853 ♦ G73 + 875 ♦ KD7 V D10 ♦ 942 ♦ G9642 N V A S * G98632 V G7642 * 5 * K Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. * Á5 V K ♦ ÁKD1086 + ÁD103 Hamman drap á spaðaásinn heima, tók á hjartakónginn, spilaði sig inn í bhndan á tígulgosa og henti spaðatapslagnum i hjartaásinn. Síðan kom lauffimma, kóng- ur þjá austri og Hamman drap á ás. Hann tók síðan tígulásinn og sá trompleguna. Hamman varð síðan að spila vestri inn á lauf og vestur var fljótur að spila trompi til að koma í veg fyrir trompun á lauflitn- um. Spflið fór þvi einn niður og hefði vafalaust farið þannig hjá flestum í sagn- hafasætinu. Eiginkona Hammans var hins vegar fljót að benda honum á að hann hefði átt að láta laufkónginn lifa, eða eiga slaginn. Það er alveg sama hveiju austur spflar næst, sagnhafi trompar, spilar tigulás og þegar Uturinn brotnar elóú 2-2, er einfalt mál að taka ÁD í laufi og trompa (jórða laufið í blind- um. Síðan er hægt að trompa sig heim með háu spfli og taka síðasta trompið frá vestri. ísak öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.