Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 Fréttir Skoðanakönnun DV um fylgið í borginni: Staðan enn níu borg- arf ulltrúar á móti sex - bilið hefur heldur breikkað frá síðustu skoðanakönnun D V l ■ Árni eða Ingibjörg? ■ afstaöa borgarbúa til framboöslista samkv. skoöanakönnun DV R-listinn hefur enn talsvert forskot á D-listann samkvæmt skoöana- könnun sem DV geröi í borginni í gærkvöldi og fyrrakvöld. Ef borgar- fulltrúar skiptust samkvæmt niður- stööum könnunarinnar fengi R-list- inn 9 borgarfulltrúa en D-listinn 6. Þaö er sama niðurstaða og varö í skoðanakönnun DV um miðjan síö- asta mánuð. Af öllu úrtakinu nú segjast 31 pró- sent mundu kjósa D-lista sjálfstæðis- manna, sem er 2,7 prósentustigum minna en í marskönnuninni. 44,2 prósent úrtaksins segjast mundu kjósa R-lista hinna flokkanna sem er 2 prósentustigum minna en í mars. Óákveðnir eru nú 21,5 prósent af úrtakinu sem er 3,3 prósentustigum meira en var í mars þannig að óá- kveðnum hefur nokkuð fjölgað. Þeir sem ekki vilja svara eru nú 3,3 pró- sent úrtaksins, 1,3 prósentustigum meira en var í mars. Þetta þýðir að af þeim sem afstöðu taka fengi Sjálfstæðisflokkurinn 41,2 prósent, l prósentustigi minna en í mars. Sameinaði listinn fengi nú 58,8 prósent af þeim sem afstöðu taka, 1 prósentustigi meira en í mars. Bilið milli listanna hafði minnkað talsvert frá því sem áður var, í mars- könnuninni, en hefur nú lítillega aukist að nýju. Úrtakið í skoöanakönnuninni var 600 kjósendur í Reykjavík. Jafnt var skipt milli kynja. Spurt var: Hvaöa hsta mundir þú kjósa ef borgar- stjómarkosningar færu fram núna? Fólk nefndi ekki aðra hsta en þessa tvo í könnuninni. Þegar DV byrjaði aö kanna fylgið í borginni, í nóvember, hafði Sjálf- stæðisflokkurinn stuðning 45,5 pró- senta en væntanlegt sameiginlegt framboð annarra flokka 54,5 pró- senta. Síðan dalaði fylgi sjálfstæðis- manna niður í tæp 37 prósent af þeim sem afstöðu tóku samkvæmt skoð- anakönnunum DV í janúar og febrú- ar en óx í 42,2 prósent í mars. Stuttarfréttir dv Deilt var um lyfjafrumvarp rík- isstjórnarinnar á Alþingi 1 gær. Umræðu var frestað klukkan tvö í nótt þrátt fyrir þann vilja stjóm- arsinna að Ijúka umræðum. RÚV greindi frá þessu. Borgarverk bauð lægst Borgarverk i Borgarnesi átti lægsta tilboðiö í lagningu vegar í Hrútafirði í útboði Vegagerðar- innar. Tilboðið hjóðaðiupp á tæp- lega 2,5 mihjónir sem er um 60% af kostnaðaráætlun. Gjaldþrolasjóður Útreikningar sjávarútvegs- ráðuneytisins sýna aö Þróunar- sjóður sjávarútvegsins verður gjaldþrota nokkrum árum eftir að hann tekur til starfa. RÚV greindi frá þessu. Borginkauptrhús Borgarráð hefur samþykkt að kaupa husíð aö Aðalstræti, 16. Kaupveröið er um 40 milijónir. Samkvæmt frétt Mbl. er tahð að elstí hluti hússins sé frá 1762. Útht hússins er friðað samkvæmt þjóðminjalögum. Togari með veðsetta bíla Óvíst er hvort rússneskur tog- ari á Sauðárkróki fær aö láta úr höfn í dag. Ástæðan er sú að áhöfhin hefur keypt bíla með áhvílandi veðum. RÚV greindi fráþessu. Nýr sorpurðunarstaður Nýr sorpuröunarstaður veröur - tekinn í notkun í Hvolhreppi í næsta mánuði, mitt á mihi Hellu og Hvolsvahar. Um leið verða sorphaugamir á Langanesi af- lagðir. Tíminn greindi frá þessu. Beðið eftir Friðrik Ný reglugerð um rétt trillusjó- manna og vörubílstjóra th at- vinnuleysisbóta er tilbúin í fé- lagsmálaráðuneytinu. Eftir er að semja við fjármálaráðuneytið um fjármögnun á bótunum. RÚV greindi frá þessu. Sjúkrahúsi stefnt Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyj- um verður stefnt til að fá fram launaleiðréttingar sem Hæsti- réttur dæmdi það til að greiða í fyrra. Sjónvarpið greindi frá þessu. -kaa Niðurstöðurskoðanakönnunarinnar urðu þessar. Tilsamanburðareru niðurstöðurskoðanakannana DV í nóvember, janúar, febrúarog marssíðastliðnum nóv. jan. febr. mars nú D-listi 37,3% 29,3% 29,3% 33,7% 31,0% R-listi 44,7% 50,3% 50,5% 46,2% 44,2% Óákveðnir 14,8% 15,8% 16,5% ■ 18,2% 21,5% Svara ekki 3,2% 4,5% 3,7% 2,0% 3,3% Ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu tóku verða niðurstöðurnar þessar: nóv. jan. febr. mars nú D-listi 45,5% 36,8% 36,7% 42,2% 41,2% R-listi 54,5% 63,2% 63,3% 57,8% 58,8% -HH Ummæli fólk< „Sjálfstæöisflokkurinn virðist > í könnuninni „Sjálfstæðisflokkurinn býr yfir unni sinni. Frambjóðendum D-hst- ans er ekki treystandi meðan þcir mæt á þessum krepputímum,“ sagði aldraður kjósandi í Reykja- treysta ekki einu sinni eigin flokks- félögum,“ sagði kona. „Ég er búinn vík. „Það er kominn tími th að skipta um fólk i valdastólum borg- að missa trú á þessu öhu saman,“ arinnar. Ég treysti nýja framboð- sagði verslunareigandi við Lauga- vegínn. „Ég hef ahtaf kosið Sjálf- stæðisflokkinn en ég er ekki viss nm hvað p.e eeri núna." saeði kona. inu betur en gamla flokknum,“ sagði karl. „Það væri að bjóða hætt- unrú heim að kjósa R-hstann," sagði miðaldra karl. „Ég kýs ekki „Ég held að þaö sé ekki lengur hægt að stóla á Sjálfstæðisflokkinn. flokk sem sóar mihjónum í ráð- gjafarugl," sagði ung kona. „Ég á Gömlu góðu gildin eru fótum troð- in,“ sagði karl. Annar karl sagðist vera argur sjálfstæðismaður og því eftir að sjá þriðja hstann. Fyrr get ég ekki ákveðið míg,“ sagði óákveð- inn kjósandi. „Stefnumál D-Iistans ætlaði hann að kjósa R-listann. „Kosningapósturinn hefur ekki og R-listans eru svo lík aö mér finnst ég verða aö vita meira um ennþá óákveðin," sagði kona. „R- hstinn er málefnalegur en D-listinn en ég geri upp á milli þeirra," sagði karl. mglar bara,“ sagði önnur kona. -kaa Skýrsla Ríkisendurskoðunar á sölu SRmjöls loksins birt: Gagnrýni á flesta þætti sölunnar Haraldur Haraldsson i Andra fór í Alþingishúsið I gær til að fá eintak af skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á SR mjöli og er hér ásamt Stein- grimi Hermannssyni, Láru Margréti Ragnarsdóttur og Árna Johnsen alþing- ismönnum. DV-mynd-GVA Hin mjög svo umrædda skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluna á SR mjöh var gerð opinber í gær. í henni kemur fram gagnrýni á flesta þætti sölunnar og í hehd er skýrslan áfell- isdómur yfir þeim sem seldu og önn- uðust söluna. Ríkisendurskoðun segir að verk- lagsreglum sem ríkisstjórnin ákvað að fylgt skuh við einkavæðingu hafi ekki verið fylgt sem skyldi við undir- búning og sölu á SR mjöh. Ráðgjöf sú sem stjómvöld fengu við söluna hafi ekki veriö eins vönduð og æski- legt hefði verið. Verðmæti hærra en kaupverðið Ríkisendurskoðun segir vanda- samasta og mikilvægasta þáttinn við sölu ríkisfyrirtækis vera mat á virði þess. Einum aðha var að þessu sinni fahð að meta framtíðartekjuvirði fyr- irtækisins. Það segir Ríkisendur- skoðun óviðunandi. Ennfremur að samanburður á mati thboðsgjafa á framtíðartekjuvirði SR mjöls og mati VÍB bendi th þess að verðmæti fyrir- tækisins hafi verið hærra en endan- legt kaupverð. Þá finnur Ríkisendurskoðun að því að hvorki Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, söluhópurinn né VÍB sáu ástæður th að gera samning um þjónustu VÍB við söluna. Óeðlilegt Grunnupplýsingar um SR mjöl vom ekki veittar fyrr en við afhend- ingu útboðsgagna hinn 17. desember 1993. Að mati Ríkisendurskoðunar var óeðhlegt að setja þeim, sem áhuga höfðu á kaupum þau skhyrði fyrir aíhendingu útboðsgagna, að þeir hefðu áður sýnt fram á fjárhags- legt bolmagn th kaupanna og rekst- urs fyrirtækisins svo og gert grein fyrir lánveitendum og tryggingum, sem lánveitendum væra boðnar ef kaupin yrðu fjármögnuö með lántök- um að einhveiju leyti. Engu að síður má gagnrýna þaö að einn þeirra sem sýndu áhuga á hlutabréfunum fékk útboðsgögn afhent án þess að upp- fyha nefnd skilyrði. Shkt fól í sér mismunun gagnvart öðmm er áhuga höfðu sýnt á hlutabréfunum en þeim var ekki gefinn kostur á að kynna sér útboðsgögnin án þess að uppfyha skhyrðin. Þá er það mat Ríkisendursksoðun- ar að Siguröur G. Guðjónsson hrl. fyrir hönd Haralds Haraldssonar hafi ekki gert fuhnægjandi grein fyr- ir hvernig hann ætlaði að fjármagna kaupin. Slíkt skilyrði hafði verið sett í útboði hlutabréfanna. Ekki verðtilboð Þá segir að samkvæmt mati Ríkis- endurskoðunar hafi thboð Jónasar A. AðalSteinssonar hrl. og Benedikts Sveinssonar hrl. ekki verið verðth- boð í skilningi útboösskhmálanna. Heldur fremur staðfesting á áhuga þess hóps sem þeir fóm fyrir th að kaupa hlutabréfin og setjast að samningaborði í því skyni að ráða kaupum th lykta út frá tilteknum hugmyndum um lágmarksverð, greiðsluthhögun og greiðslutíma. Jafnframt telur Ríkisendurskoðun umdehanlegt hvort þeir hafi uppfyht skhyrðin um að gera grein fyrir fjár- mögnun kaupanna. í lokin segir í skýrslu Ríkisendur- skoðunar að þegar á hehdina er litið hafi hvorugt thboðanna í hlutabréf SR mjöls uppfyllt þau skhyrði sem sett höfðu veriö í útboðsskhmálum. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.