Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 9 Utlönd Rannsóknarmenn kanna lik þeirra sem (órust í slysinu í gær en slysið er annað mesta flugslysið í sögu Japans. Símamynd Reuter 261 fórst í flugslysi í Japan í gær: Aðstæður á slys- stað skelf ilegar Thafchervinnur dómsmálvegna æviminnmga Margaret Thatcher, fyrr- um forsætis- ráðherra Bret- lands, vann mál sem hún höfðaði gegn blaðinu Mail on Sunday fyrir brot á höfundarrétti. Blaö- inu er gert aö biðja Thatcher af- sökunar á framferði sínu. Málavextir eru þeir að Mail on Sunday birti frásögn um ár Thatcher í Ðowningstræti 10 sem það sagöi byggða á rannsókn fréttamanna viö blaðið. Thatcher hélt því fram að efnið kæmi hins vegar beint úr æviminningum hennar sem þá voru ekki komnar út. Rússneskisjáv- arútvegsráðherr- ann til Færeyja Færeyingar binda miklar vonir við þriggja daga heimsókn Vladi- mírs Korelskís, sjávarútvegsráð- herra Rússlands, til eyjanna sem lýkur í dag. Færeyingar og Rússar undirrit- uðu í september í fyrra yfirlýs- ingu um aukna samvinnu í sjáv- arútvegsmálum og af hálfu Fær- eyinga eru bundnar vonir viö að heimsókn rússneska ráðherrans leiði til nýrri og áþreifanlegri samninga um samvinnu við Rússa. Nú þegar er samvinna milli færeyskrar skipasmiðju og rússneskrar og Færeyingar kaupa Rússafisk til vinnslu í landi. Færeyingar framleíða m.a. veiðarfæri og fiskumbúðir sem þeir vildu gjarnan selja Rússun- um. Rannsaka leyndardóma norðurljósanna Norðmenn ætla að byggja eld- flaugaskotpall í Nýja-Álasundi á Svalbarða í von um að komast aö leyndardómum norðurljós- anna. „Við erum búnir að finna stað við Nýja-Álasund sem hentar vel fyrir eldflaugaskot,“ segir Ivar Nyheim sem mun stjóma rann- sóknunum. Vísindamennirnir em háðir þvi að skjóta upp eldflaugunum á meðan norðurljós eru að degi til, en Svalbarði er eina byggða bólið á jöröinni þar sem slíkt gerist. Mörgum eldflaugum hefur þegar verið skotið á loft ffá Andaey við Norður-Noreg en vísindamenn eru ekki ánægðir með niðprstöð- ur þeirra ferða. BarbraStrei- sandtalarvið Karl Bretaprins Bandaríska söngkonan Barbra Strei- sand spjallaði við Karl Breta- prins í kampa- vfnsmóttöku fyrir síðari tón- leika hennar í Lundúnum á mánudagskvöld. Vel fór á með þeim, enda hafa þau þekkst í rúma tvo áratugi. Á fyrri tónleikunum sýndi Streisand fréttamynd þar sýnt var frá fundi þeirra Karls árið 1972 og sagði í gamni sínu aö hefði hún verið alúðlegri við prinsinn þá hefði hún getað orðið fyrsta gyðingaprinsessan. Rcuter, Ritzau, NTB 261 maður fórst í flugslysi sem varð í Japan í gær þegar farþegaþota af gerðinni Airbus A300 frá taívanska flugfélaginu China Airlines, brot- lenti á Nagoya flugvelhnum sem er um 260 km frá Tokyo. Véhn, sem var að koma frá Taipei, brotlenti eftir að flugmaðurinn hætti, að því er virðist, við lendingu við enda flugbrautarinnar. Vitni sögðu að hægri vængur vélarinnar hefði rekist í flugbrautina og skrokk- ur hennar hefði splundrast í nokkr- um sprengingum sem urðu. Tíu manns lifðu af slysið, þar af Evrópusambandið: 47% Finna styðja aðild Finnar sýna aðild að Evrópusam- bandinu mikinn stuðning, sam- kvæmt könnun sem finnska sjón- varpið lét gera fyrr í mánuðinum. Samkvæmt könnuninni styðja 47% Finna aðild að ESB en 31% eru á móti. Þá er 21% óákveðið. Fylgi ESB-aðildar hefur aukist um 2% sé miðað við könnun sem gerð var fyrir mánuði en andstaða hefur aukist um 4%. Stuðningur almennings við ESB aðild er mun meiri í Finnlandi en í nágrannalöndunum Svíþjóð og Nor- egi. Samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í Svíþjóð sl. sunnudag eru 42% Svía á móti aðild en 33% með. Þá sýnir skoðanakönnun sem gerð var í Noregi að 48% eru á móti aðhd að ESB og 33% með. Fréttaskýrendur telja ástæðuna fyrir miklu fylgi Finna vera þá miklu efnahagslegu lægð sem Finnland hef- ur verið í. Tahð er að atvinnuleysið í Finnlandi, sem var 19,5% í febrúar, og mikhl óstöðugleiki stjórnarfars- ins í nágrannaríkinu Rússlandi hafi mikh áhrif á stuðninginn. Finnland, Noregur, Svíþjóð og Austurríki sóttu um inngöngu í ESB snemma í mars en enn er eftir að efna th þjóðaratkvæðagreiðslu auk þess sem þing ESB-landanna og Evr- ópuþingið þurfa að samþykkja aðhd- ina. Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðhd aö ESB fer fram í Svíþjóð þann 13. nóv- ember, í Austurríki þann 12. júní og líklega þann 28. júní í Noregi. Finnar hafaekkiennákveðiðdaginn. Reuter -að sögnvitna þriggja ára drengur, tveir menn frá Taívan og tveir frá Fihppseyjum. Fólkið, sem er mjög mikið slasaö, var strax flutt á spítala en fjórir eru sagð- ir vera í lífshættu. Flestir farþeganna um borð í vél- inni voru Japanir eða 158 og 99 voru af öðru þjóðerni. Flugyfirvöld í Japan segjast vera að rannsaka samtal flugmannsins og manna í flugtuminum en ekki er enn ljóst hvað ohi slysinu. Einn þeirra sem komust af sagði að farþegar hefðu ekki verið varaðir við því að um hættuástand væri að ræða og þeir heföu ekki verið beðnir um að spenna beltin. „Ég get einfaldlega ekki tjáð tilfinn- ingar mínar með orðum, “ sagði sam- göngmálaráðherra Japans, Shigeru Ito, eftir að hann hafði skoðað slys- stað en aðstæður á slysstað voru sagðar skelfilegar. Flak vélarinnar dreifðist um stórt svæði og lík lágu á við og dreif. Versta flugslysið í Japan var áriö 1985 þegar 520 manns fórust þegar Boeing þota rakst á fjall norðaustur af Tokyo. Sófasett Seres leðurlíki 3-1-1 áður 124.000 Nú 85.000 Hornsófi Ledana tauákl. 2H2 áður 124.000 Hægindastóll Comet leður/LL áður 39.800 Nú 19.900 Gestarúm Legaflex áður 19.800 Nú 9.900 Reuter Suðrænir saltfiskdagar í Skrúði 26.- 30. apríl Það er árviss viðburður hjá okkur að heilsa sumri með sérstökum Saltfiskdögum. Nú ætla matreiðslumeistarar okkar að galdra fram það kræsilegasta sem þekkist í suðrænum löndum. A boðstólum verða bæði heitir og kaldir réttir af hlaðborði og matargestir í Skrúði munu auk þess njóta suðrænnar gítartónhstar Einars Kristjáns Einarssonar. Verð í hádeginu er 1.290 kr., en 1.970 kr. á kvöldhi. Borðapantanir í sínia 29900. Lífið er ljúffengur saitfisknr í Skrúði 26. - 30. apríl, koindu og njóttu þess undir suðrænum gítartónum! Nokkur dæini um rétti á lilaðborðinu: Paella me5 saltfiski Marineraðir saltnskstrimlar í óiifuolíu og hvítvíni Djúpsteiktar saltfiskbollur me5 hvítlaukssósu S Saltfiskur í líkjörssósu með ristuðum mömllum g

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.