Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Meiri erlenda fjárfestingu Eigi okkur aö takast aö komast verulega á skrið í hagvexti, þurfum við aö stórauka fjárfestingu í atvinnu- lífinu. Hún hefur drabbazt niður undanfarin ár. Þetta gildir um fjárfestingu í heild. Fjárfesting nú nægir ekki til að viðhalda fjármunum atvinnulífsins. Hún er aðeins helmingur þess, sem víðast er í öðrum löndum. Meiri fjárfestingu fylgir meiri vöxtur framleiðslu, meiri hagvöxtur. Eigi að bæta lífskjör, svo að viðunandi sé á okkar mæhkvarða, og minnka atvmnuleysið á næstu árum, þarf um tvöfalt meiri hagvöxt en stefnir í sam- kvæmt spám Þjóðhagsstofnunar. Gerist það ekki og hag- vöxtur verði eins og nú er spáð, mun atvinnuleysið verða varanlegt. Búizt er við, að fjárfesting hér á landi samsvari í ár einungis 15,5 prósentum af framleiðslunni í landinu. Þetta er mikil minnkun frá því, sem var fyrir um ára- tug. Þá nam fjárfestingin 24 prósentum af landsfram- leiðslu. Samanburður við önnur ríki í Efnahags- og framfarastofnuninni OECD sýnir, að þar er fjárfestingin að meðaltah um 21 prósent af framleiðslunni. Þannig hefur það gerzt, að íjárfesting, sem áður var tiltölulega mikh hér á landi, hefur dottið niður. íslendingar eru meðal þeirra þjóða, sem fjárfesta minnst. Alvara ástandsins sést enn betur, ef fjárfestingin í at- vinnulífmu er skoðuð sérstaklega, í samanburði við opin- berar framkvæmdir og íbúðabyggingar. Fjárfesting í at- vinnulífmu samsvarar um 6 prósentum af landsfram- leiðslu. Slík fjárfesting samsvarar á hinn bóginn um 12 prósentum af framleiðslunni í aðhdarríkjum OECD að meðaltah. Það er tvöfalt hærra hlutfah en á íslandi. Vandinn sést vel, þegar htið er sérstaklega á fjárfest- ingu erlendra fyrirtækja í íslenzku atvinnulífi, eins og gert er í síðasta fréttabréfi Samvinnubréfa Landsbank- ans. Slík erlend fjárfesting hefur verið sáralíth, ef undan er skhin stóriðja. Fjárfesting útlendinga er víðast hvar í löndum mun veigameiri þáttur en hér. Mestu skiptir, að almenn starfsskhyrði fyrirtækja séu hagstæð, nokkuð sem skort hefur hér á landi. Þó hefur orðið nokkur bót á að undanfómu. Alþjóðavæðing hefur ekki átt upp á pahborðið hér á landi, en við þurfum að átta okkur á, að hún er nauðsynlegur þáttur, eigi nægileg uppsveifla að verða í efnahagslífmu. Ríki heims tengjast jafnt og þétt nánari böndum, einn- ig í atvinnumálum. íslendingum er títt að líta erlenda íjárfestingu homauga. Sjónarmiðið vhl oft verða, að menn óttast, að útlendingar séu að „plata“ landann og taka af honum völd. Þetta verður að breytast - vegna okkar sjálfra. Erlend atvinnuvegafjárfesting samsvarar hér aðeins 0,1 prósenti af framleiðslu í landinu, en th dæmis 0,6 prósentum í Danmörku og 0,9 prósentum í Svíþjóð. Þetta hlutfah er í flestum ríkjum 0,5-1 prósent eða fimm til tíu sinnum hærra er hér. Þetta hlutfah hefur farið hækk- andi, th dæmis í löndum Efnahags- og framfarastofnunar- innar OECD. Samkvæmt nýlegum fréttum hefur áhugi íslendinga á íjárfestingu í atvinnuvegum erlendis farið vaxandi að undanfomu. Það er þáttur í alþjóðvæðingunni. Víða í efnahagslífi okkar gætir talsverðs stöðugleika, th dæmis um verðlag og gengi. Erlendir íjárfestar verða að hafa þá thtrú, að slík skhyrði verði varanleg. Þetta er meðal hins ahra mikilvægasta, eigi okkur að takast að rétta úr kútnum. Haukur Helgason FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ Húsaleigusamningar 2. útgáfa. HÚSALEIGUSAMNINGUR UM ÍBÚÐARHÚSNÆÐI staöfestur af félagsmálaráöuneytinu samkvæmt lögum um húsaleigusamninga nr. 44 1. júní 1979, samanber lög nr. 70 30. maí 1984 og lög nr. 42 6. maí 1986. 1. Aðilar leigumóla: Leigusali: . Auð.i.iyndur C.uð.iliu.n.dss.B.n.... Aq.iscíö'j 221 . u7ueui-i Nafn Heimilisfang Kennitala taugavegi 312 u7u2—JU1 Nafn Heimilisfang Kennitala 2. Lýslng leiguhúsnæðis: Staðsetning • 19.^.9 Lauoaveai 312 u„e yk.li.a.y lk...... Hæð Gótuheili/húsnúmer Sveitarfélag Stærö: ......:J..^.!:?......................... Fermetrar (innanmál) Fjöldi herbergja Nánari skilgreining húsnæöis (tegund herbergja, geymslur o. þ. h.): ......i 4(1. b.að.,..........3 , he.r.b.e.E.Q.Í. „Leigusalar njóta nú meiri sanngirni en áður... “ segir m.a. í grein Sigurðar. Afnám hinna vondu 79-laga: Ný húsaleigu- lög í höf n Hinn 12. apríl sl. samþykkti Al- þingi ný húsaleigulög sem leysa munu af hólmi lög sama efnis frá 1979. Nýju lögin öðlast gildi um næstu áramót. Þau fela í sér miklar réttarbætur sem munu skapa leiguviðskiptum hér á landi loksins viðunandi skilyrði og grundvöll. Þau munu leysa leiguviðskipti úr fjötrum laganna frá 1979 sem hafa hvílt sem mara á leigumarkaðinum og þau munu án efa stuðla að stór- auknu framboði á íeiguhúsnæði. Barátta Húseigenda- félagsins Lögin frá 79 eru harkaleg og ósanngjörn í garð leigusala og hef- ur réttarstaöa þeirra verið mjög veik samkvæmt þeim. Lögin eru að mestu óstaðfærð þýðing á skandinavískum lagaákvæðum, sem eru eru á skjön við íslenskar aðstæður í húsaleigumálum. Lög- gjöf á þessu sviði þarf að vera hvetj- andi og stuðla að eðlilegum við- skiptum en 79-lögin hafa hins vegar fælt fólk unnvörpum frá aö bjóða húsnæði til leigu. Húseigendafélagið hefur ætíð barist fyrir afnámi 79-laganna og að í staðinn yröu sett lög sem tækju mið af íslenskum aðstæðum og fenginni reynslu og væru sveigjan- legri og sanngjamari í garð beggja aðila. Eru nýju lögin ekki síst ár- angur þeirrar baráttu. Verulegar réttarbætur Nýju húsaleigulögin má með sanni kalla sögulegan sáttmála milli leigusala og leigjenda þar sem loks hefur náöst sanngjarnt og eðli- KjaUarinn Sigurður Helgi Guðjónsson hrl., framkvæmdastj. Hús- eigendafélagsins eru eðlilega virtir og verndaðir, án þess þó að réttmætir hagsmunir leigjenda séu fyrir borð bornir. Nýju lögin byggjast á raunsæi og þekkingu á leiguviðskiptum og sér- stöðu leiguviðskipta og séreðli leigumarkaðarins hér á landi. Þau hafa alla.burði til að vera sá grund- völlur og umgjörð fyrir örugg, eðli- leg og heiðarleg viöskipti sem lög- gjöf á þessu mikilvæga og við- kvæma sviði þarf að vera. Sveigjanlegri lagareglur Almennt eru reglur nýju laganna einfaldari og veita meira svigrúm til frávika en 79-lögin, t.d. er inn- leitt algjört samningsfrelsi um at- vinnuhúsnæði. Mjög er slakað á allri formfestu og dregið úr til- kynningafargani því sem er megin- einkenni 79-laganna. Allir frestir eru rýmri og afleiðingar þess ef út af formforskriftunum er brugðið eru ekki eins harkalegar og nú. „Nýju lögin byggjast á raunsæi og þekkingu á leiguviðskiptum og sér- stöðu leiguviðskipta og séreðli leigu- markaðarins hér á landi.“ legt jafnvægi og samhengi milli réttinda og skyldna þessara aðila. Eru lögin í heild mjög viðunandi málamiðlun fyrir báða aðila. Leigusalar njóta nú meiri sann- girni en áður og hagsmunir þeirra Hér er ekki rúm til að gera grein fyrir þeim fjölmörgu nýmælum laganna, sem til framfara og bóta horfa, en ráðgert er að kynna þau rækilega fram að gildistökunni. Sigurður Helgi Guðjónsson Skoðanir annarra íslendingar og ESB-málið „Þótt óvissa sé fyrir hendi, þá er ekki hyggilegt fyrir okkur íslendinga að halda að okkur höndum og skeyta ekki um hver þróunin verður. Við getum á haustdögum orðiö einir eftir á Evrópska efnahags- svæöinu og þurfum þá að taka upp viðræður við Evrópusambandið um framhaldið. Þessi þróun ber vott um áhugaleysi á tvíhliða viðræðum, og áhugaleysi um að framfylgja ályktun Alþingis frá vordögum 1993 um það mál.“ Úr forystugrein Tímans 26. apríl. Lægra vaxtastig „A undanfórnum árum höfum við íslendingar lært ýmislegt í efnahagsmálum... Lægra vaxtastig er augljóslega ein bezta leiðin til þess að bæta kjör fjölmargra heimila í landinu, þótt auðvitað megi ekki horfa framhjá því, að því fylgja einnig lægri vaxtatekjur fyrir skuldlaus heimili. En miðað við þær upplýsingar, sem fyrir liggja um skuldastöðu heimila fer ekki á milli mála, að þau heimili eru margfalt fleiri, sem njóta góðs af vaxtalækkun en hin, sem verða fyrir tekjuskerðingu af þeim sökum.“ Úr Reykjavíkurbréfí Mbl. 24. apríl. Skemmdarverk hinna huglausu „Komi til framboðsátaka á flokksþingi, til dæmis kosningu unl stööu formanns flokksins, eins og reyndar oft hefur verið ýjað að í fréttum fjölmiðla, er ekki hyggilegt að flokksmenn geri upp hug sinn í slíkri kosningu eða annarri um efstu stööur flokks- ins á flokksþingi sem haldið yrði í miðri kosninga- baráttu til Alþingis. Slík uppákoma myndi ekki aö- eins veikja Alþýðuflokkinn heldur skaða hann stór- lega á örlagastundu... Innibyrgð kergja eða hulin óánægja tærir hreyfinguna að innan: Það eru skemmdarverk hinna huglausu.“ Úr forystugrein Alþbl. 26. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.