Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 17 Langsk. Hin árlega firmakeppni körfuknattleiksdeildar Hauka verður haldin dagana 2.-5. maí og 9. maí. Upplýsingar og skráning í síma 53535 eða 652424 (Jón Arnar) dagana 27., 28. og 29. apríl. Iþróttir Körfubolti Páll Ólafsson átti frábæran leik með Haukum gegn Víkingum um íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. Pétri Vilberg Guðnasyni, fyrirliða Hauka, var vikið þrivegis af velli i gær- kvöldi og þá brá hann sér Víkingsmegin í áhorfendastúkuna og lét vel í sér heyra. DV-mynd GS Flest bendir til þess að ég taki við Val - segir Ingvar Jónsson sem þjálfað hefur Hauka í körfunni Flest bendir til að Ingvar Jónsson verði næsti þjálfari meistaraflokks Vals í körfuknattleik. Valsmenn, sem höfnuðu í neðsta sæti úrvals- deildarinnar, hafa verið í viðræð- um við Ingvar að undanfórnu og þeir munu líklega á næstu dögum ganga frá samningi við hann. Á þingi KKÍ í næsta mánuði verður borin fram tillaga um að fjölgað verði í úrvalsdeildinni á næsta vetri. Fastlega má búast við að til- lagan verði samþykkt þannig að Valur mun leika áfram í úrvals- deildinni. Ingvar hefur þjálfað lið Hauka undanfarin tvö ár með góðum ár- angri. Fyrra árið fór liðið alla leið í úrslit en þeið lægri hlut fyrir Kefl- víkingun en í vetur missti liðið naumlega af úrslitakeppninni. „Ég hef ekki verið beðinn um að halda starfi mínu áfram hjá Hauk- um. Ég hefði haft mikinn áhuga á að halda verki minu áfram hjá fé- laginu. Ég hef og hafði þá trú á að Haukar gætu þætt ýmsa hluti og ég var tilbúinn að taka þátt í því en það hafa ekki komið fram neinar óskir um að ég haldi áfram,“ sagði Ingvar Jónsson í samtali við DV í gær. „Valsmenn hafa rætt við mig og beðið mig um að þjálfa og eins og staðan er í dag þendir flest til þess að ég taki við liðinu. Það er hugur í Valsmönnum, þeir hugsa hátt, eru tilbúnir í verkefnið og mér sýnist að menn þar séu fullir af áhuga. Eg er því alveg tilþúinn að vinna með þeim,“ sagði Ingvar. Valsliðið lék síðustu leiki sína í úrvalsdeildinni án útlendings eða eftir að Franc Booker hætti að leika með liðinu en forráðamenn félags- ins ætla sér að fá sterkan erlendan leikmann fyrir næsta tímabil. Þá stefna Valsmenn á að styrkja liðið ennfrekarogstækkahópinn. -GH gærkvöldi. Hér fagnar hann sigrinum í leikslok en Páll mun í fyrsta skipti á ferlinum leika til úrslita DV-mynd GS Þeir mæta Brössum - Ásgeir Elíasson valdi landsliðshópinn í gær Islendingar munu stilla upp sterku landsliði gegn liði BrasiMu í æfmgaleik þjóðanna í knatt- spymu sem fram fer í Floriano- pólis í Brasiliu þann 4. maí. Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari hefur valið sextán leikmenn fyrir leikinn en hópurinn sem heldur utan er skipaður þessum leik- mönnum: Markverðir Birkir Kristinsson ...Fram Kristján Finnbogason KR Aðrir leikmenn Rúnar Kristinsson KR Izudin Daði Dervic KR Sigursteinn Gíslason ÍA Sigurður Jónsson............L4 Ólafur Þórðarson......... ÍA Hlynur Stefánsson.......Öreþro Arnór Guðjohnsen........Örebro Þorvaldur Örlygsson..Stoke City Eyjólfur Sverrisson...Stuttgart Amar Gunnlaugsson....Feyenoord Bjarki Gunnlaugsson..Feyenorrd Kristján Jónsson....Bodö/Glimt Arnar Grétarsson...........UBK Þórður Guðjónsson......Bochum Eins og sést á þessari upptalningu er íslenska liðið sterkt á pappírn- um og líklega sterkasta landslið sem völ er á í dag. Af sextán leik- mönnum í hópnum em átta eða helmingurinn atvinnumenn er- lendis. Þrátt fyrir það er hætt við að róðurinn verði þungur hjá ís- lenska liðinu ytra þar sem Brasihu- menn hafa óumdeilanlega á að skipa einu sterkasta landsliði heims um þessar mundir. Brasilíumenn em að leggja loka- hönd á undirbúning sinn fyrir lokakeppni heimsmeistarakeppn- innar í Bandaríkjunum sem hefst 17. júní og em af mörgum taldir líklegir heimsmeistarar. Það er því ljóst aö þoð Brasilíumanna er mik- ill heiður fyrir íslenska knatt- spyrnu enda kom það mörgum á óvart. -SK Meiri háttar tiKinning - sagði Jóhann Ingi Gunnarsson eftir að Haukar komust í úrslit Islandsmótsins „Ég er afskaplega hreykinn af strák- unum. Fyrir nokkrum dögum vomm við teknir í karphúsið í Víkinni og strax það sama kvöld tók ég strákana heim til mín og við tókum leikinn út úr myndinni. Ég lagði áherslu á að stöðva þá þrjá menn sem eru að skora þeirra mörk og síðan tók ég þann valkostinn að setja Magnús í markið. Þetta gekk upp og ég held að allir þeir sem sáu leikinn séu sammála um að sigur okk- ar var sanngjam. Liðið lék feiknalega vel í þessum fjöruga og góða handbolta- leik. Víkingur reyndist veröugur mót- herji og það er meiri háttar tiifinning að slá út stórveldi eins og Víking. Ég á mér enga óskamótherja í úrslitum," sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari Hauka, eftir að hð hans hafði sigraði Víking, 30-25, og tryggt sér þátttöku- rétt í úrslitum gegn annað hvort Val eða Selfossi um Islandsmeistaratitil- inn. Það braust út gífurlegur fognuður í íþróttahúsinu við Strandgötu þegar flautað var til leiksloka enda eygja Haukar nú von um aö verða íslands- meistarar í fyrsta sinn síðan 1943. Haukarnir leiddu leikinn ahan timann og sigur þeirra var fyhilega sanngjarn. Eins og oft áður í vetur var liðsheild- in geysisterk og það var nánast sama hvaða manni Jóhann Ingi skipti inn á, hann stóð fyrir sínu. Ég held að það sé á engan hallað að segja að Páll Ólafs- son hafi verið besti leikmaður Hauka. Hann stjórnaði sínum mönnum eins og herforingi, skoraöi mikilvæg mörk, átti stoðsendingar og lék mjög góða vörn gegn Bjarka. Magnús kom sterk- ur til leiks í markinu, Halldór Ingólfs- son fann fjölina sína, Siguijón Sigurðs- son átti frábæran lokakafla og svona mætti lengi halda áfram. Deildarmeist- arar Hauka, sem leikið hafa allra Uða best í vetur, eiga svo sannarlega skihð að leika um íslandsmeistaratitilinn með frammistöðu eins og í þessum leik. „Við komum miklu grimmari til leiks en þeir og tókum leikinn strax í okkar hendur. Við náðum upp sterkri vörn og lékum skynsamlega í sókninni. Sel- foss er óskamóthetjmn enda eigum við harma að hefna og ekki skemmir að Siggi vinur minn Sveins er þar,“ sagði Páll Ólafsson. Víkingar náðu aldrei að sýna sitt rétta andlit og það munaði miklu um að þeir Bjarki Sigurðsson og Gunnar Gunnarsson náðu sér ekki á strik. Þá fóru Víkingar oft illa að ráði sínu, manni fleiri. Birgir Sigurðsson var yf- irburðamaður í hðinu og hélt því lang- tímum saman á floti. „Haukarnir voru einfaldlega betri en ég er alls ekki sáttur við okkar leik því við gerðum alltof mörg mistök. Ég sjálf- ur náöi mér ekki á strik og reyndar heldur ekki ýmsir aðrir. Við lentum strax undir og það hefur sýnt sig í þess- um leikjum að það er dýrt. Það er erf- itt að vera sáttur við veturinn því mér fannst við vera með lið til að fara í úrshtin en ég vil nota tækifærið og óska Haukunum til hamingju. Ég hef þá tilfinningu að Valsmenn verði meistarar,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Þeir höíöu metnað til að vinna en ekki við. Þeir spiluðu mjög vel en við að sama skapi illa. Þegar við Gunnar náum okkur ekki á strik verður þetta erfitt í sókninni og mistökin hjá okkur voru alltof mörg, bæði í sókn og vörn. Það er ómögulegt að spá hveijir verða meistarar en ég vona að úrslitaleikim- ir verði skemmtilegir. Ég vil óska Haukunum til hamingju," sagði Bjarki Sigurðsson eftir leikinn. -GH Haukar (12)30 Víldngur (10)25 1-0, 3-3, 6-3, 7-7, 10-7, (12-10), 13-10, 17-12, 19-15, 21-19, 25-21, 25-23, 28-24, 30-25. Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 8y2, Sigurjón Sigurðsson 6, Páll Olafsson 4, Aron Kristjánsson 3, Petr Baumruk 3, Þorkell Magnús- son 2, Pétur V. Guðnason 2, Jón Örn Stefánsson 1, Jón F. Egilsson 1. Varin skot: Magnús Ámason 14, Bjarni Frostason 2. Mörk Víkings: Birgir Sigurðsson 6, Bjarki Sigurðsson 6/4, Slavisa Cvijovic 4, Friðleifur Friðleifsson 3, Árni Friðleifsson 3, Gunnar Gunnarsson 3. Varin skot: Reynir Reynisson 8, Magnús I. Stefánsson 6. Brottvísanir: Haukar 10 mín. (Pétur rautt spjald), Víkingur 2 mín. Dómarar: Óli Ólsen og Gunnar Kjartansson, dæmdu í heild mjög ’vel. Áhorfendur: 1400, uppselt. Menn leiksins: Páll Ólafsson, Haukum og Birgir Sigurðsson, Vikingi. Einar Þór Einarsson. íslandsmethafinn í 100 metra hlaupi karla, Einar Þór Einars- son, Ármanni, mun ekki fá að keppa í frjálsum íþróttum næstu Qögur árin. Einar var tekinn í lyfjapróf á Evrópumótinu innan- húss á dögunum og nú er Jjóst að hann féll á prófinu. Einar Þór sendi frá sér yflrlýs- ingu í gærkvöldi vegna málsins og er hún svohljóðandi: „Ég undirritaður, Einar Þór Einarsson, lýsi þvi yfir aö ég harma mjög að ég skuh hafa leiðst út í að nota lyf sem mér var kunnugt um að er á bannhsta ins. Mér er ljóst að ég verð að gangast undir þá refsingu sem ákveðin er í alþjóöareglum og vona að mál mitt verði öðrum víti til varnaöar. Jafnframt vona ég að þetta eigi ekki eftir aö skaða frjálsíþróttahreyfinguna." Undir þetta skrifar Einar Þór Einars- son. -SK Tap gegn Tyrklandi íslenska drengjalandshðiö í knattspyrnu tapaði fyrir „í heildina séð var sigur Tyrkjanna saimgjarn. Þeir voru Tyrkjum, 2-1, í fyrsta leik sínum i úrshtakeppni Evrópu- fljótarí og tekniskari og voru með boltann mun meira en við móts landshða á írlandi í gær. í leiknum. Fyrirfram voru Tyrkir taldir með besta hðið í Eiöur Sraári Guðjohnsen skoraði beint úr aukaspyrnu og sagöi Ásgeir EUasson, þjálfari landsliðsins, við DV í gær. þannig var staðan ihálfleik. Tyrkirjöfnuðu metinraeð glæsi- í sama riðh unnu Ökraínumenn 2-1 sigur á Belgum en á legu marki beint úr aukaspymu fljótlega í síðari hálfleik og morgun mæta íslendingar Belgum og Ukraínumönnura á skoruðu svo sigurmarkið þegar um 20 mínútur voru eför. laugardaginn. Tvö efetu höin í riðlinum komast áfram í íslendingar voru nálægt því að jafna metin þegar skot Ás- keppninni. -GH Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari Hauka, hefur náð frábærum árangri með Hauka í vetur. Stórsigur Wimbledon Wimbledon sigraði Oldham, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnunni í gærkvöldi. Úrslit í leikjum í 1. deild urðu þessi: Luton-MillwaU 1-1 Middlesboro-Barnsley 5-0 Portsmouth-Leicester ..0-1 Sunderland-Oxford 2-3 Tranmere-Charlton 2-0 -SK íþróttir_____________________ HvaðgerirRobson? Samningur Man. Utd við Bryan Rohson rennur út í vor og nokkuð ljóst er að hann mun ekki leika áfram með Man Utd. Vitað er að Ron Atkinson, framkvæmda- stjóri Aston Villa, hefur hug á því aö fá Robson sem aðstoðarmann sinn en Atkinson keypti Robson til Man. Utd frá WBA fyrir 12 árum á 1,5 milljónir punda. Vill leika áffram Bryan Robson hefur átt í mestu erfiðleikum með aö tryggja sér fast sæti í liði Man. Utd í vetur og hafa margir aðdáendur Uðsins verið hæstánægöir með það. Sjálfur hefur Robson sagt aö hann vilji leika knattspyrnu áfram og það fari illa í sig að eiga ekki víst sæti í liði United. AC Milan - Barcelona? Undanúrshtaleikirnir í Evr- ópukeppni meistaraliða í knatt- spymu fara fram í kvöld. Á Ítalíu leikur AC Milan gegn Monaco og á Spáni fær Barcelona Porto í heimsókn. Sigurvegarar í þessum leikjum leika síðan til úrslita. Nýr þjátf ari Kinverja Kínverjar hafa ráðið nýjan landsliðsþjálfara í knattspyrnu í stað Þjóðverjans Klaus Schlappn- er. Nýi þjálfarinn er kínverskur og heitir Qi Wusheng. Hans fyrsta verkefni með landsliðið verður Asíuleikarnir 1 september. Holyfieid hættur Heimsmeistarinn í yfirþunga- vigt í lmefaleikum, Evander Ho- lyfleld, er hættur keppni og mun ekki berjast oftar í hringnum. Ákvörðunina tók Holyfield að höföu samráði viö lækni sinn en hann á við veikindi fyrir hjarta að stríða. Bayem missir stigin Bayern Múnchen og Núrnberg verða að eigast við að nýju í þýsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu en Bayem sigraði í leik liðanna um siöustu helgi, 2-1. Bayem fékk mark í leiknum á silfurfati frá dómara leiksins eíns og greint var frá í DV í gær. Bay- ern og Kaiserslautern em efst og jöfn i deildinni. SteináWembiey? Allar líkur eru nú taldar á því að Mark Steln, sóknarleikmaður Chelsea, leiki með liðinu í úrslit- um ensku bikarkeppninnar á Wembley gegn Manchester Un-. ited þann 12. maí. Stein er að verða góður af meiðslum sem hrjáð hafa hann undanfamar vikur. Van Himst endunráðinn Paul van Himst, landsliðsþjálf- ari Belga í knattspymu, verður endurráðinn landsliösþjáifari og á næstu dögum mun hann skrifa undir samning sem gilda mun fram yfir HM 1998. Inter stendur vei Inter Milan frá Ítalíu stendur vel að vigi í baráttunni viö Casino Salzburg frá Austurriki um Evr- ópubikar félagsliða í knatt- spyrnu. Fyrri úrslitaleikur hðanna fór fram í Vín í gærkvöldi og sigraði Inter, 0-1. Það var Nocola Berti sem tryggöi Inter Milan sigurinn á 35. mínútu leiksins. -SK/-GH í kvöld Handbolti - undanúrslit karla: Valur-Selfoss............20.00 (staðan 1-1, sigurliðið 1 kvöld leikur til úrslita gegn Haukum) Knattspyrna kvcnna: Valur-KR.................20.00 Haukar (12) 30 Þannig skoruðu mörkin Langsk. Horn Lína Hraðaupphl.Gegnumbr/ Víkingur (10) 25 /YcBX' ii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.