Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 Aðalfundur Málarafélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 4. maí kl. 20.30 að Lágmúla 5, Reykjavík, 4. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Mætum vel og stundvíslega. Stjórnin Samkeppni um nafn Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í Vestur- Barðastrandarsýslu, Barðastrandarhrepps, Rauðasands- hrepps, Patrekshrepps og Bíldudalshrepps, auglýsir hér með eftir nafni fyrir hið nýja sveitarfélag. Hugmyndum ber að skila í lokuðum umsiögum, merktum „Tillaga um nafn“, á skrifstofu Patrekshrepps eða Bíldu- dalshrepps fyrir 7. maí nk. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í Vestur-Barðastrandarsýslu. Dagvist barna Grunnnámskeið fyrir dagmæður Fyrirhugað er að halda grunnnámskeið fyrir ein- staklinga sem vilja gerast dagmæður og starfa allan daginn. Takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið og ein- ungis einstaklingar sem munu starfa í Vesturbæ, Miðbæ og Hlíðum. Námskeiðið verður tvískipt, fyrri hlutinn í maí og seinni hlutinn í september. Námskeiðið byrj- ar laugardaginn 7. maí. Kennt verður 3 kvöld í viku og 3 laugardaga. Námskeiðið kostar kr. 10.000 (innifalin náms- gögn). Skráning og nánari upplýsingar veita umsjónar- fóstrur dagmæðra hjá Dagvist barna, Hafnarhúsinu, sími 27277, kl. 9-11 þessa viku. HÚS & GARÐAR /////////////////////////////// Aukablað HÚS OG GARÐAR Miðvikudaginn 4. maí nk. mun aukablað um hús og garða fylgja DV. Meðal efnis: ★ Vorlaukar ★ Gróðursetning ★ Klipping ★ Áburðargjöf ★ Mótun nýrra limgerða ★ Kryddgarður í stofuglugga ★ Nýjungar hjá gróðrarstöðvum ★ o.fl. o.fl. Þeir auglýsendur, sem hafa hug á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Björk Brynjólfsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 63 27 23. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur aug- lýsinga er fimmtudagurinn 28. apríl. ATH.I Bréfasími okkar er 63 27 27. Þverholti11 105 Reykjavík Sími 91 632700 Simhréf 91 -632727 Menning Laugarásbíó: 8 sekúndur: ★★ Saga af góðum dreng Hroðreið (bullriding) er ein af þeim áhorfendaíþrótt- um sem beinlínis eru gerðar til þess að einhver slasi sig. Það er hluti af skemmtuninni að sjá mannýg naut hrista af sér fullvaxna karlmenn eins og þeir væru tuskubrúður og þeyta þeim í loftið með hornunum ef því er að skipta. Þeir sem eru nógu khkkaðir til að sitja nautin og ná jafnvel fæmi í því eru sagðir miklar hetjur, kaldir kúrekar í krapinu, sem hjálpar þeim örugglega að gera ótaldar sjúkralegurnar bærilegri. Kvikmyndin 8 sekúndur fjallar um síöustu ár stuttr- ar ævi hroðreiðmannsins Lane Frost. Smálest af hopp- andi, skoppandi, bandbrjáluðu nautakjöti batt enda á glæstan feril hans fyrir nokkrum árum og varð þann- ig veröldin af, ekki bara miklum afreksmanni, heldur einnig einstaklega góðum og vel liðnum dreng. Því Kvikmyndir Gísli Einarsson heldur myndin a.m.k. fram og eftir því sem ég best veit þá er engin ástæða til að véfengja hana hvað það varðar. Frost var ekki flókinn maður og lifði ekki flóknu lífi þau 25 ár sem hann var ofan jarðar. Reyndar á mynd- in í mestu vandræðum með að gera ævi hans að spenn- andi umfjöllunarefni og um leið gæta þess að sýna þeim sem fjallað er um tilhlýðilega virðingu. Yfir sög- unni er svolítill sjónvarpsmyndabragur sem lýsir sér í vöntun á sterkum sjónarhornum. Efnistökin ein- kennast af tregðu við að sökkva sér ofan í þær hliðar á einkalifi Frosts sem gætu verið krassandi, drama- tískt séð. Handritinu verður svarafátt um aðstæður hroðreiðmannsinns og átök hans viö klaufdýrin og býður aðeins upp á formúlulausnir. Það verður þó ofan á að myndin fjallar um efni sitt af jákvæðu hugarfari og manngæsku. Leikararnir eru aðlaðandi og sannfærandi og úr verða persónur sem manni stendur ekki á sama um og hefur gaman af að fylgjast með. Sjónvarpsstjarnan Perry, sem er að feta sín fyrstu Kúrekinn Lane Frost (Luke Perry) er einn af þeim bestu sem stundað hafa hroðreið, hættulegustu keppnisíþrótt í heimi. spor á hinni hálu braut Hollywoodstjörnunnar, virðist hafa það sem til þarf í aðalhlutverkin. Enn betri er yngsti Baldwin-bróðirinn, Stephen, sem hreinlega skín sem Tuff Hedeman, besti vinur Frosts og skæðasti keppinauturinn. Cynthia Geary er í öllu vanþakklát- ara hlutverki langþreyttrar eiginkonunnar og fer þar ögn ósjálfstæðari kvenpersóna en sú sem hún leikur í þáttunum góðu, Northern Exposure. í tilhugalífmu leggur handritið turtildúfunum oft í munn fullvemmi- legan texta en þær komast lífs af frá honum á persónu- töfrunum einum saman. Hroðreiðsenur koma með reglulegu milhbih og það þarf engan sérfræðing til að sjá og skilja að hér fer sport sem er ekki á hvers manns færi. Kvikmyndavél- arnar færa síðan áhorfandann nær þessum kolóðu kusum en nokkur heilvita maður myndi vilja vera og er það ansi hrikalegt sjónarspil. Perry bregður sér sjálfur á bak og eykur þannig á trúverðugleika atrið- anna, en einnig eru notaðar tölvubrellur sem pru svo raunverulegar að ég barasta fann þær ekki. Titill myndarinnar vísar til þess lágmarkstíma sem knaparnir þurfa að sitja steikina til að fá stigagjöf. 8 Seconds (Band. 1994) 104 min. Handrit: Monte Merrick (Mr. Baseball, Memphis Belle). Leikstjórn: John G. Alvidsen (Power of One, Lean on Me). Leikarar: Luke Perry (Buffy the Vampire Slayer), Stephen Baldwin (Posse), Cynthia Geary (Northern Exposure), James Rebhorn (Scent of A Woman), Carrie Snodgress. Norræn kvennabókmenntasaga í haust birtist annað bindi af fimm um þetta efni. Eins og fyrsta bindi er þetta nær 600 bls., í stóru broti, einkar fallega hannað og myndskreytt. Efnislega er hins vegar meginmunur á þessum bind- um. Hið fyrsta spannar nær þúsund ára tímabil, það er því næsta ósamstætt ritgerðasafn. En þetta bindi fjallar um bókmenntaverk norrænna kvenna á nítj- ándu öld. Það er því miklu samstæðara, af tveim ástæðum, held ég. í fyrsta lagi virðist bókmenntalíf ekki hafa breyst stórlega á nítjándu öld nema hvað Bókmenntir Örn Ólafsson það náði smám saman til fleiri lesenda. Bókmenntir eru samdar af menntuðu fólki í borgarastétt. Það sama gildir um þessar konur þótt Qölbreytni sé veruleg inn- an þess ramma. Mést ber á húsmæðrum, kennslukon- um og barnfóstrum. Og þjóðfélagsstaða kvenna virðist ekki hafa breyst verulega heldur á nítjándu öld fyrr en þá rétt undir lok aldarinnar þegar konur fara marg- ar í launavinnu og kvenfrelsishreyfingin fer að hafa veruleg áhrif. Þetta veldur efnislegri samfehu en hins vegar er einnig samfella í umfiöhun því að undanfarna áratugi hefur kvenbókmenntafræði mótast af því að fiaUa um þessa höfunda auk þeirra sem koma í næsta bindi. Kvenskáld Það fer varla miUi mála að aðstaða kvenna til rit- starfa hefur versnað verulega á nitjándu öld. Allt frá því í lok sautjándu aldar voru uppi konur sem voru heimsfrægar fyrir ritstörf, einkum þóttu þær bera af körlum í bréfasöfnum og enn í upphafi nítjándu aldar var frú de Staél einhver frægasti stjórnmálahöfundur Vesturlanda, höfuðandstæðingur Napoleons. En þetta bindi rekur það hvemig nýtt viðhorf grefur um sig; að það sé andstætt eðh sannra kvenna að skrifa eða á annan hátt að koma fram fyrir almenningssjónir, því verði aðeins líkt við vændi því staða kvenna sé á heim- Uinu. Það er með ólíkindum hve fast þessi skoðun sat í sjálfum skáldkonunum langt fram eftir öldinni. Að vísu skrifa þær en verk þeirra eru þá þrungin þeim boðskap að konur hljóti aö helga sig fiölskyldunni og skirrast við bókmenntum og hvers kyns sviðsljósi! Ekki er að undra að margar þeirra skrifuðu undir dulnefnum og þá oft karlmannsnöfnum. Þetta er merkileg bókmenntasaga og þótt meginá- herslan sé enn sem fyrr á efnisval og afstöðu í einstök- um ritverkum er hér stundum merkUega fiallað um efnistök. Og þar voru þessar skáldkonur stundum brautryðjendur nýjunga sem síðar urðu ríkjandi (im- pressionisminn). Eg sakna þess helst að ekki skuli meira horft til stóru menningarheildanna, ensku, frönsku og þýsku. Mig meir en grunar að þar myndu birtast merkUegar hUðstæöur og forsendur bók- menntastarfs norrænna kvenna. íslenski hlutinn nær yfir einungis tólf bls., 2% ritsins. En það skýr- ist af kaflanum sjálfum sem er ljóst og hressilega sam- inn af Dagnýju Kristjánsdóttur. Hún segir fyrst frá nafngreindum skáldkonum rímna og lausavísna og sýnir að fátt greindi þær frá karlkynsskáldum. Þá seg- ir í stuttu máli frá TorfhUdi Hólm sem var fyrsti at- vinnurithöfundur íslands en í helmingi lengra máli segir frá kvenréttindabaráttu Bríetar Bjamhéðinsdótt- ur en einkum frá bréfum hennar tíl Laufeyjar dóttur hennar. Þessi frásögn sýnir vel hve erfitt uppdráttar menntakonur og skáldkonur áttu á íslandi áratugina kringum síðustu aldamót og er óþarft að réttlæta hana með því að kaUa bréf Bríetar „brevroman" enda verð- ur ekki séð af umfiöUuninni að þessi bréf hafi verið bókmenntaverk. Þessi bók hefur mikið gildi fyrir íslendinga þótt eðU- lega segi fátt af íslenskum skáldkonum í þessu bindi. Hér birtist þó bakgrunnur þeirra sem seinna komu fram og ekki síður bakgrunnur karlkyns skálda og íslenskra lesenda. Því ritið er það rækilegt að hér birt- ist blæbrigðarík mynd bókmenntalifs nítjándu aldar, ekki síst þess sem þá var vinsælt en nú er löngu gleymt. Nordisk kvindelitteraturhistorie II. Faderhuset. 1800-1900 Ristjóri Elisabeth Moller Jensen. Rosinante, Kaupmannahöfn 1993, 593 bls. (600 Dkr.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.