Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994 / 25 Sviðsljós Hin nýja LoisLane Teri Hatcher villtist eiginlega inn á leiklistarbrautina og á enn eftir að gera upp við sig hvort hún ætli að einbeita sér að leiknum eða Ijúka náminu sínu. Það hafa margar útgáfur af ævin- týrum hetjunnar Superman borið fyrir augu almennings í gegnum tíðina. í upphafi birtist hann í teiknimyndablöðum, á 6. áratugn- um voru framleiddir sjónvarps- þættir og á þeim níunda komu 3 kvikmyndir með Christopher Re- eve í aðalhlutverki. Á síðasta ári var byrjað að fram- leiða nýja sjónvarpsþætti um ævin- týri ofurhetjunnar. Þeir hafa notið mikilla vinsælda og telja menn að það sé ekki síst aðalleikurunum tveimur að þakka. í hlutverk Su- permans var valinn ungur og myndarlegur maður, Dean Cain, og til að leika blaðakonuna Lois Lane var vahn Teri Hatcher. í meðfórum Teri hefur Lois Lane fengið nýjar áherslur, hún er miklu „harðari" fréttamaður og kyn- þokkafyllri heldur en þær sem á undan henni hafa verið. Sagt er að hún heiUi karlmennina upp úr skónum og konumar vilji gefa margt fyrir þaö að hafa útlit henn- ar. Teri segir að það sé alveg nýtt fyrir henni að fá allt þetta hrós og athygU út á útiitið því í skóla hafi enginn tekið eftir henni enda hafi hún verið óvinsæU „nörd“ eins og hún orðar það sjálf. Hún lagði aUtaf hart að sér í skóla og þegar hún fór í framhalds- menntun voru það karlafögin stærðfræði og verkfræði sem hún valdi sér. Hún er reyndar ekki enn búin að ljúka því námi þar sem hún eiginlega viUtist inn á leiklistar- brautina. Það var góð vinkona hennar sem bað hana um að koma með sér í prufu fyrir hlutverk í nýjum sjón- varpsþætti. Þegar á staðinn var komið ákvað hún að slá til og prófa Uka enda haföi hún þá nýverið eytt sumrinu í leikUstarnámskeið. Ekki vitum við hvernig vinkonu Teri gekk en Teri fékk allavega hlutverk sem dansandi hafmeyja í The Love Boat. Síðan hefur hún eiginlega ekki mátt vera að því að fara aftur í skólann. LeikferiU hennar hefur ekki ein- skorðast við sjónvarp, því auk þess hefur hún leikið í kvikmyndinni Soapdish, systur Sylvester Stallone í Tango & Cash og vinnufélaga þeirra DoUy Parton og James Wo- ods í Straight Talk. Teri er trúlofuð leikara að nafni Jon Tenney og eru þau víst byrjuð að velta fyrir sér heppilegum degi fyrir brúðkaup. Hún segir að sig langi tU að eignast 3-4 börn í fram- tíðinni en segist ekki alveg sjá hve- nær hún ætU að byija á þeim. Sjón- varpsþættirnir njóta alveg gífur- legra vinsælda og hún þarf ekki að kvíða atvinnuleysi á næstunni. Það passar ekki alveg inn í hugmyndir manna um Lois að hafa hana óf- ríska og einn framleiðandanna sagði við kærastan hennar að hann myndi fara í mál við hann ef Teri yrði ófrísk! Tilkyimingar Minningarkort ITC ITC minningarkort og ITC gjafabréf minningarsjóðs Ingibjargar Ástu Blomst- erberg eru seld hjá Guðninu LUju s. 91- 679827, einnig gefa upplýsingar Halldóra s. 91-678499, Kolbrún Dóra s. 91-36228 og Edda s. 91-26676. Sjóðurinn veitir ferða- styrki ITC félögum tU að sækja eða flytja fræðslu utan heimabyggðar. Vinnuferðirtil Kúbu Vináttufélag Kúbu skipuleggur vinnu- ferðir tíl Kúbu í júlí í sumar. Ferðimar eru þáttur í norður-evrópskri hópferð. TUgangurinn er að kynnast landi og þjóð, stjómmálum, sögu og menningu. Um- sóknarfrestur rennur út 10. maí. Stjóm félagsins gefur frekari upplýsingar: Gunnar s. 651464, Ingibjörg s. 625983, Sig- urlaug s. 13695 eða Sylvia s. 666848. ítalskir skór -38 þrep Nýlega opnuðu tveir ungir skókaup- menn, Hólmfríður Sigvaldadóttir og MatthUdur Leifsdóttir, skóverslun við Laugaveginn. Fyrirtækið heitir Skór hf. en verslunin ber heitið 38 þrep og er á Laugavegi 89 í JVC húsinu. Á boðstólum verða eingöngu vandaðir ítalskir skór. Einnig verða tU sölu listrænir ítalskir glermunir. Verslunin er opin kl. 12-18 virka daga og laugardaga kl. 11-15. Skátafélagið Skjöldungar í páskaútilegu Skátafélagið Skjöldimgar í Reykjavík fóra í páskaútUegu að ULfljótsvatni. í úti- legunni fór fram vígsla og inntaka ný- hða, að þessu sinni vom 22 nýir skátar teknir í félagið. Á myndinni eru hinir nývigðu ásamt sveitarforingjum og fé- lagsforingjum. Hornstrandakvöldvaka Ferðafélagsins verður í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, miðvikudaginn 27. aprU kl. 20.30. Sam- felld dagskrá um mannlif á Hornströnd- um tekin úr ýmsum bókmenntum tengd- um svæðinu. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Hugleikur, áhugaleikhús í Reykjavík, sýnir Hafnsög- ur fimmtudaginn 28. aprfl, föstudaginn 29. aprU og sunnudaginn 1. maí kl. 20.30. Leikhús Leikfélag Akureyrar OPERIJ DRAUCiURINN eftir Ken Hill í Samkomuhúslnu kl. 20.30. Föstudag 29. apríl, nokkur sæti laus, laugardag 30. april, laugardag 7. mai, nokkur sæti laus. Ath. Sýningum lýkur i mái! Bar Par eftirJim Cartwright SÝNT í ÞORPINU, HÖFÐAHLÍÐ1 Sýningar hefjast kl. 20.30. 35. sýning, fimmtudag 28. apríl, fáein sæti laus, sunnudag 1. mai, föstudag 6. maí. Ath. Fáar sýningar eftir. Ath.: Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn eftir að sýning er hafin. ÆVINTÝRITRÍTILS -barnaleikrit Frú Emilía sýnir í samvinnu við LA i Samkomuhúsinu. Laugardag 30. apríl, kl. 11, aðeins þessi eina sýning. Verö miða kr. 400. Aðalmiðasalan i Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýningu. Simi 24073. Símsvari tekur við miðapöntunum ut- an afgreiðslutima. Ósóttar pantanir að BarPari seldar i miðasölunni í Þorpinu frá ki. 19 sýn- ingardaga. Simi 21400. Greiðslukortaþjónusta. ÞJÓDLEIKHÚSIÐ ,Sími 11200 Stóra sviðið kl. 20.00 GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman 5. sýn. föd. 29/4, nokkur sæti laus, 6. sýn. sud. 1 /5, örfá sæti laus, 7. sýn. föd. 6/5, örfá sætl laus, 8. sýn. föd. 13/5. GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson í kvöld, uppselt, á morgun, uppselt, laud. 30/4, uppselt, þrd. 3/5, uppselt, fid. 5/5, uppselt, laud. 7/5, uppselt, sud. 8/5, örfá sætl laus, mvd. 1115, uppselt, fimd. 12/5, lad. 14/5, laud 28/5. Ósóttar pantanir seld- ardaglega. SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson Ævintýri með söngvum Ld. 30/4 kl. 14.00, örfá sæti laus, mvd. 4/5 kl. 17.00, örfá sæti laus, Id. 7/5 kl. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 8/5, kl. 14.00, laud. 14/5 kl. 14.00, sud. 15/5 kl. 14.00. Ath. Sýningum lýkur sud. 15. mai. Smíðaverkstæðið kl. 20.30. BLÓÐBRULLAUP eftir Federico Garcia Lorca Aukasýning i kvöld, uppselt. Allra sið- asta sýning. Sýningin er ekki viö hæfi barna. Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn eftir að sýning er hafin. Mlðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti símapöntunum virka daga frákl.10. Græna linan 99 61 60. Greiðslukortaþjónusta leikLi'starskóli ÍSLANDS Nemenda leikhúsið SUMARGESTIR eftir Maxim Gorki í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar. Laugard. 30. april kl. 20. Þrlðjud. 3. maikl. 20. Miðapantanir í síma 21971. Miðnætursýning verður laugardaginn 30. apríl kl. 23. Sýnt er í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Miöasala í s. 12525, sím- svari allan sólarhringinn. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands Náttúraverndarfélagið stendur fyrir skoðunarferð út í Engey í kvöld, 27. apríl, kl. 20. Farið verður úr Suöurbugt bryggju neðan við Hafnarbúðir með f/b Skúla- skeiði. Gengið verður um vestureyna undir leiðsögn Friðþórs Eydals. Tapað fundið Leðurjakki fannst Leðurjakki fannst fyrir ca viku á bíla- stæði viö Skúlatún 2. Upplýsingar í s. 75098 eftir kl. 20. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR GLEÐIGJAFARNIR eftir Neil Simon meö Árna Tryggva og Bessa Bjarna. Þýöing og staðfærsla Gisli Rúnar Jónssor,. Fim. 28. april, táein sæti laus, Id. 30. april, örfá sæti laus, fim. 5. maí, lau. 7. mai, fá- ein sæti laus, fös. 13/5. Stóra sviðið kl. 20. EVALUNA . Leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og Oskar Jónasson. Unnið upp úr bók Isa- bel Allende. Lög og textar eftir Egil Ólafsson. Fös. 29. aprit, fáein sæti laus, föstud. 6. maí, sunnud. 8. mai, fimmtud. 12. maí, iaugard. 14. maí, fáein sæti laus, næstsið- asta sýning, föstud. 20. mai siðasta sýning. Geisladiskur með lögunum úr Evu Lunu til sölu í miðasölu. Ath.: 2 miðar og geisla- dlskur aðeins kr. 5.000. Miöasala er opin kl. 13.00-20.00 alla daga nema mánudaga. Tekiö á móti miðapöntunum í sima 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasimi 680383. Greiöslukortaþjónusta. Munið gjafakortin okkar. Tilvalin tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur- Borgarleikhús. ---------------------------N Þökkum vináttu og hlýhug á sjötugsafmæli okkar. Rannveig Árnadóttir Borgþór H. Jónsson V J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.