Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1994, Síða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
> skot, sem birtist eða er nötað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
3.000 krónur.
Ritstjörn - AugJýsingar - Áskrift - Dreifing: Símí 632700
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1994.
Ingibjörg Sólrún:
Ekki tekist
að hræða
- borgarbúa
„Sjálfstæðisflokknum hefur ekki
tekist að snúa atburðarásinni sér í
vil þrátt fyrir hrókeringar og þessa
þjófalykla sem þeir hafa verið að
kynna. Skoðanakönnunin staðfestir
líka að þeim hefur ekki tekist að
hræða borgarbúa til hðs við sig eins
og mér hefur fundist þeir leggja alla
áherslu á. En þó könnunin sýni að
það sé raunverulegur möguleiki fyrir
okkur að vinna borgina þá gerist það
ekki af sjálfu sér,“ segir Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, borgarstjóraefni
Reykjavíkurlistans, um niðurstöðu
skoðanakönnunarDV. -kaa
■<-» Ami Sigfússon:
Þaðerá
brattann
aðsækja
„Þessar tölur sýna aö það er á
brattann að sækja en geta markað
upphaf kosningabaráttunnar. Ég hef
það á tilfinningunni að fylgi
Sjálfstæðisflokksins væri á bilinu 41
tÚ 46 prósent þannig að niðurstaöan
kemur mér ekki á óvart. Það er hins
vegar athyglisvert hversu mikið óá-
kveðnum fjölgar. Þetta bendir til að
við höfum náð hreyfmgu og hana er
mikilvægt að nýta,“ segir Ami Sig-
fússon borgarstjóri. -kaa
íslandi spáö 3ja sæti:
Geri mitt besta
-segir Sigríöur
„Það hefur verið vel tekið á móti
okkur hér og við höfum vakið at-
hygh blaðamanna. Æth það sé ekki
'vegna þess að írskir og breskir veð-
bankar spá okkur þriðja sæti,“ sagði
Sigríður Beinteinsdóttir söngkona í
samtah við DV í morgun frá Dyfhnni.
„BBC var að taka viötal við mig en
þeir sögðust einungis tala við kepp-
endur sem ættu möguleika á sigri,“
sagði Sigríður ennfremur. Hún var
þó ekki eins bjartsýn og veðbankam-
ir. „Það er ekki alltaf að marka þessa
banka. Maður reynir bara að gera
eins vel og maður getur og vera land-
inu til sóma,“ sagði söngkonan.
Sigga Beinteins á að fara í svokah-
aðar póstkortamyndatökur í dag en
einnig verður hún með blaðamanna-
fund th að kynna sig og lagið Nætur.
-ELA
Fimmtiu hross
verða flutt í
■ w ■
uk i aag
„Við ætlum að reyna að flytja
þessi hross út af svæðinu og í ein-
angrun í dag, þetta virðist vera það
smitandi sjúkdómur. Það er verið
aö leita að húsnæði þar sem hægt
er aö einangra þau. Síðan er bara
að krossa fingur,“ sagði Brynjólfur
Sandholt yfirdýralæknir í samtalí
viö DV í morgun.
Til stendur aö flytja fimmtíu
hross í dag úr einni hesthúsalengju
á svæði Fáks í Víðidal í einangrun
vegna sýkingar sem hefur breiðst
svo hratt út á síðustu dögum að
aughóst er tahð að úm farsótt sé
að ræða. Öll hrossin, 16 talsins, í
einu af húsunum í longjunni voru
orðin sýkt á mánudag en vart varð
við fyrstu sýktu hrossin í húsinu á
miðvikudag í síöustu viku. Veruleg
hætta er talin á að einhver af hross-
unum í tveimur öðrum húsum í
lengjunni, 34 hross, hafi eirrnig
sýkst þar sern gerðín við þessi hús
eru nánast sameiginleg.
Þau hross úr umræddu húsi setn
ekki voru þegar orðin sýkt um
helgina voru þá á ferð um svæðið
enda veður gott th útivistar. Þetta
gerir það að verkum að menn ótt-
ast nú mjög að sýkingin sé ekki
einskorðuð við umrædda hesthú-
salengju í Víðidalnum. Dýralækn-
ar hugðust í morgun halda fund
um málið en þá var einnig verið
að reyna að fmna húsnæöi fyrir
hrossahópinn sem tahnn er í
mestri hættu.
Brynjólfur sagði að talið væri að
um væri að ræða smitandi nef- og
barkabólgu í hrossunum. Sjúk-
dómseinkennin lýsa sér i hóstarok-
um og einhverjum slappleika.
Sjúkdómurinn gengur yflr á um
vikutíma, sagði Brynjólfur. Ðýrin
bera smitið í 2-7 daga áður en vart
verður viö einkenni. Eigendur
hrossa á svæöinu í Víðidal hafa nú
verið beðnir um að fara ekki á mihi
húsa.
-Ótt
ShitH
'ÍTTy
Umferð er nú vöktuð og takmörkuð um svæði Fáks í Víðidal eftir að Ijóst varð að 16 hross hafa sýkst af bráðsmit-
andi sjúkdómi á síðustu dögum. Allir hrossaeigendur á svæðinu hafa verið beðnir um að halda hrossum sínum
inni og takmarka samneyti við þau. Guðmundur Ólafsson, fyrrverandi formaður Fáks, var einn af þeijji sem settu
upp miða á hesthús í morgun með aðvörunum til hrossaeigenda. DV-mynd GVA
Málþóf á Alþingi:
Sjávarútvegs-
frumvörpun-
um ætlaðir
tveirdagar
„Helmingur lyfjafrumvarpsins,
þar sem á að gefa lyfsölu frjálsa. á
að taka ghdi 1. júní 1995 en við vhjum
láta seinka gildistökunni um hálft ár.
Við viljum ekki að svo miklar breyt-
ingar verði á þessum stutta tima. Ég
býst við að menn reyni að ná áttum
því annars verður talað áfram í þessu
máli,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir,
varaformaður þingflokks Framsókn-
ar, við DV í morgun.
Umræða um lyfjafmmvarpið stóð
th klukkan tvö í nótt. Þá voru 6 þing-
menn á mælendaskrá og útht fyrir
að umræður haldi áfram í dag og
jafnvel lengur. Um 70 fmmvörp bíða
afgreiðslu fyrir þinglok, á þriðjudag,
og ágreiningur um fjölmörg þeirra,
sérstaklega sjávarútvegsfmmvörp-
in. Samkvæmtfyrirhggjandidagskrá
á aö afgreiöa sjávarútvegsfmmvörp-
in fimm frá þinginu á tveimur dög-
um, á morgun og á föstudag. En við-
mælendur DV meðal þingmanna eru
mjög eíins um að það takist. Ekkert
sjávarútvegsfmmvarpanna hefur
enn verið afgreitt úr nefnd og eru
þau mislangt á veg komin.
Salóme Þorkelsdóttir þingforseti
sagði að líklega yrðu menn fljótt að
setjast niður og semja um þinglok á
ný. -hlh
Tveir í haldi
Lögreglan í Reykjavík handtók í
nótt mann á þrítugsaldri sem grun-
aður er um innbrot í fyrirtæki í
Skeifunni. Maðurinn var tekinn á bíl
og fundust í fómm hans munir sem
vöktu grunsemdir lögreglu.
Þá var annar handtekinn í gær með
kúbein og hamar í Ármúla. Hann
hafði átt við dyraumbúnað söluturns
við Ármúla. Sá maður gisti fanga-
geymslur í morgun hkt og hinn aðil-
inn. -pp
Verkfallið:
Meinatæknar
vongóðir
Vel gekk á samningafundi meina-
tækna og ríkisins sem stóð fram á
nótt í Karphúsinu og segist Edda
Sóley Óskarsdóttir, formaður Meina-
tæknafélags íslands, vera vonbetri
um að samkomulag sé í sjónmáh.
Rætt var um sex prósenta launa-
hækkun og röðun í launaflokka.
Annar samningafundur verður síð-
degisídag. -GHS
1—^_—
LOKI
Bara að við förum nú ekki að
vinna Júróvisjón!
Veðrið á morgun:
Hægviðri
ogþurrt
Á morgun verður breytileg eða
vestlæg átt, víðast hæg. Þurrt
verður um nær aht land. Þó verða
él framan af degi norðaustan-
lands. Léttskýjað verður á Suð-
austur- og Austurlandi og ef th
vih einnig í innsveitum norðan-
lands. Norðan th hlýnar heldur í
veðri.
Veðrið í dag er á bls. 28
s. 814757
9HRINGRÁS
ENDURVINNSLA
Kaupum góðmáima
t.d. ál# koparf eir, rústfr.