Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Síða 4
4
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994
Fréttir
Deila flármálaráðherra og ASI um kjaraþróunina:
Olíkar viðmiðanir til grundvallar
- ónákvæmni í launavísitölu ruglar útreikninga Alþýðusambandsins
Alþýðusamband íslands hefur að
undanfomu gagnrýnt fjármálaráð-
herra og samninganefnd ríkisins og
fullyrt að laun opinberra starfs-
manna og bankamanna hafi hækkað
um 5 til 6 prósent umfram launa-
breytingar á almennum vinnumark-
aði. í þessu sambandi hafa hagfræð-
ingar ASÍ vitnaö til breytinga á
launavísitölu Hagstofunnar.
✓
Að mati ASÍ em forsendur þjóðar-
sáttar brostnar. Engu að síður hefur
ASÍ óskað eftir skýringum frá Hag-
stofunni á útreikningum sínum á
launavísitölunni. Þykir mörgum, þar
á meðal Friðriki Sophussyni fjár-
málaráðherra, sem ASÍ haíi byrjað á
öfugum enda í þessu sambandi.
Ótímabært sé að dæma þjóðarsáttina
út frá talnaleikfimi þar sem stærðir
að baki eru ekki þekktar.
Vísitalan varhugaverð
Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna
málflutning ASÍ. Auk fjármálaráð-
herra hafa formenn BSRB og BHM
bent á að varhugavert sé að nota
launavísitöluna til að draga af henni
ályktanir um launabreytingar hjá
einstökum hópum launþega. Bent er
á að vísitölunni sé einungis ætlað að
vera einn af þremur mælikvörðum
lánskjaravísitölunnar.
Launavísitalan var tekin upp árið
1989 í tíð ríkisstjórnar Steingríms
Hermannssonar. Mat manna var að
lánskjaravísitalan tæki ekki nægjan-
legt mið af þróun launa. Hagstofan
og fleiri vöruðu við yfirboröskenndri
mæhngu á þróun launa en engu að
síður var breytingin framkvæmd.
Mánaðarlega er framkvæmd könnun
á launakjörum á almenna vinnu-
markaðinum með 500 manna úrtaki.
Að auki berast Hagstofunni ítarlegri
gögn nokkrum sinnum á ári frá
Kjararannsóknarnefnd og Kjara-
rannsóknarnefnd opinberra starfs-
manna og fleiri aðilum sem notuð
eru til leiðréttingar á launavísi-
tölunni.
Launaskriði fundinn staður
Alþýðusambandið bendir á að
launavísitala Hagstofunnar hafi
Þróun launa skv. túlkun
háikkúns
■ Opínberir starfsm
1. ársfj. 4. ársfl.
1990 1993
Þróun mánaðarlauna 1987-1993
— skv. upplýsingum frá Kjararannsóknarnefnd og
Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna —
1. ársfj,
1990
aftur fyrir þjóðarsáttartímabilið.
í því sambandi bendir Friðrik með-
al annars á presta og dómara sem
kjaranefnd og kjaradómur úrskurð-
ar um. Þá hafi laun lögreglumanna
og tollvarða hækkað á grundvelli
niöurstöðu gerðardóms sem starfaði
samkvæmt samningsákvæðum frá
1987. Einnig bendir fjármálaráðherra
á flugumferðarstjóra sem á grund-
velh hæstaréttardóms fengu nýverið
umtalsverða launahækkun aftur-
virkt. Ennfremur hafi meinatæknar
og hjúkrunarfræðingar hækkað í
launum vegna hagræðingaraðgerða
á sjúkrastofnunum.
Friðrik undirstrikar hins vegar að
launabreytingar hafi ekki einungis
átt sér stað hjá hinu opinbera á tíma-
bihnu. Samsvarandi dæmi megi
finna á almenna launamarkaðinum,
meðal annars hjá flugmönnum og
mjólkurfræðingum.
Minni launagjöld hjá ríkinu
í lok greinargerðar sinnar segir
fjármálaráðherra að á almenna
markaðinum kunni menn aö bregð-
ast við samdrætti með því að skerða
yfirborganir sem kunni að skerða
kjör launafólks. Hjá hinu opinbera
sé hins vegar greitt samkvæmt töxt-
um sem ekki er hægt að skerða. Sam-
dráttur launa hjá opinberum starfs-
mönnum komi því fyrst og fremst
fram í minni yfirvinnu og öðrum
greiðslum.
„Þess vegna hafa launagjöld ríkis-
ins dregist saman á yfirstandandi
tímabih. Þetta er staðfest með því að
meðahaunagreiðslur á starfsmann
hafa hækkað minna en nemur um-
sömdum taxtabreytingum á fjögurra
ára tímabili. Launagjöld ríkisins
hafa því dregist saman aö raunghdi
á undanfómum árum andstætt fuh-
yrðingum um aukningu," segir í
greinargerðinni.
Athygli hefur vakið að hagfræðing-
ar ASÍ kjósa að nota launavísitölu
Hagstofunnar til að gagnrýna fjár-
málaráðherra. Samkvæmt þeirra
eigin mæhtæki, þ.e.a.s. Kjararann-
sóknarnefnd, má nefnilega snúa
gagnrýninni við og fullyrða að al-
mennir launþegar hafi fengið meiri
kjarabætur en opinberir starfsmenn.
Kjararannsóknarnefnd
20,1% 18,8%
hækkun hækkun
1 co n Cí> H
CD
c>i 00
h-
■■ 1 00
CM
H ct
O
r-'
00 00
n ó
co H
C£>
oi cö
0- 0-
» jt. 'mfUai
w* .Kr/® V
120
Opinberir
starfsmenn
íoo . ~ § ,!<■! * 1988 at 00 H apHgS 53 H 1992
vt’/f
hækkað nokkuð reglulega á undan-
fornum mánuðum, þrátt fyrir að al-
menn laun hafi ekki hækkað frá þvi
í mai 1992. Innan ASÍ telja menn sig
ekki sjá neitt launaskrið meðal sinna
félagsmanna og álykta sem svo að
ástæðan hljóti að vera launaskrið hjá
opinberum starfsmönnum og í
bankakerfinu.
Á þessum grundvelli reikna hag-
fræöingar ASÍ þaö út að laun ASÍ-
Fréttaljós
félaga hafi einungis hækkað um 14,2
prósent á tímabilinu meðan laun
annarra hafi hækkað um rúmlega
20 prósent. I þessu sambandi er rétt
að minnast þess að almenn taxtalaun
hafa hækkað um 13,6 prósent auk
eingreiðslna.
Fjármálaráðherra mótmælir
Þessa útreikninga ASÍ hefur Frið-
rik Sophusson íjármálaráðherra
gagnrýnt og rökstutt með ítarlegri
greinargerð. Þar kemur fram að
samkvæmt útreikningum Kjara-
rannsóknarnefndar, sem ársíjórð-
ungslega kannar kjör landverkafólks
meö um 12 þúsund manna úrtaki,
hafa laun félagsmanna ASÍ hækkað
um 20,1 prósent frá þvi í ársbyrjun
1990.
Th hhðsjónar er bent á að sam-
kvæmt útreikningum Kjararann-
sóknarnefndar opinberra starfs-
manna, sem byggjast á öllum launa-
greiðslum ríkis, Reykjavíkurborgar
og ýmissa opinberra stofnana, hafi
laun opinberra starfsmanna hækkað
um 18,8 prósent á sama tíma.
„Vegna þess hve úrtak Hagstofunn-
ar fyrir almenna markaöinn er htiö
er óhjákvæmhegt að nákvæmni upp-
lýsinga um launaþróun veröi minni
en á hinum opinbera. Þaö eitt og sér
gefur sérstakt thefni th athugunar
og úrbóta,“ segir orðrétt í greinar-
gerð fjármálaráðherra.
Óumflýjanlegar
launahækkanir
Fjármálaráðherra viðurkennir að
meðallaunabreytingar opinberra
starfsmanna séu heldur meiri á síð-
ari hluta árs 1993 en á almenna
markaðinum. Skýringin sé sú að ein-
stakir hópar opinberra starfsmanna
hafi fengið launaleiðréttingar af
ýmsum ástæðum sem oft megi rekja
í dag mælir Dagfari
Kalda stríðið aftur í gang
íslendingar eru Rússum ævareiðir.
Enda eigum við Mörlandar um sárt
að binda. Fyrst brugðust Rússamir
okkur með því að gefast upp á
kommúnismanum. Þar með fór
kalda stríðið til fjandans og kippti
fótunum undan tílveru varnarliðs-
ins og hermanginu sem hefur vald-
ið okkur ómældum skaða. Síðan
hættu Rússamir að kaupa af okkur
shdina eða það litla sem veiddist
og tímdu ekki að borga. Déskotans
einkavæðingin réð því að Kreml-
veríar höfðu engin áhrif og ekki var
lengur hægt að beita póhtískum
þrýstingi.
Að þessu leyti höfðu Rússarnir
verið svo vitlausir og fjandsamlegir
að hlusta á boðskap okkar Vestur-
landabúa um ágæti markaðsbú-
skaparins og viðskiptafrelsisins og
taka mark á honum. Þar með vora
öh Rússaviðskiptí fyrir bí, sem hef-
ur komið okkur íslendingum afar
hla.
Nú síðast era Rússar hættir að
vhja landa þorskinum í íslenskum
höfnum, sem hefur hinar alvarleg-
ustu afleiðingar í fór með sér fyrir
íslenskt atvinnulíf.
íslendingar era seinþreyttir th
vandræða. En langlundargeði okk-
ar eru takmörk sett og það mega
Rússar vita að ef þeir ætla að haga
sér með þessum hætti gagnvart Is-
lendingum er stutt í það að við sht-
um öhu stjómmálasambandi við
Rússland og fyrrum Sovétríki og
látum á það reyna hvor hafi betur
í þeim póhtísku viðskiptum. Rúss-
amir rétt ráða hvort þeir vhja kalt
stríð á nýjan leik við ísland. Það
hefur þeim áður reynst þungt í
skautí.
Það er ljóst að íslendingar geta
ekki unað við það lengi að Rússar
neiti að landa og selja okkur afl-
ann. Talið er að fjöldi manna missi
atvinnu sína ef viðskiptín dragast
saman. Vitað er um tvo menn á
Sauðárkróki og að minnsta kosti
tólf manns á Þórshöfn sem missa
vinnuna. Aht í aht geta þetta orðið
nokkur hundrað manns sem bíða
tjón af því í atvinnu og tekjum að
Rússar neita að selja okkur fiskinn.
Hafa Rúsar gert sér grein fyrir
þessum afleiðingum? Vita þeir hví-
líkri röskun þeir valda á heimhum
þess fólks sem hefur sett allt sitt
traust á Rússafiskinn? Dagfari veit
um margar fjölskyldur sem ekki
hafa lengur efni á Mallorca-ferð og
verða að spara sér ýmsan nauösyn-
legan kostnað í heimilishaldinu af
þeirri einu ástæðu að Rússar era
að setja okkur í viðskiptabann!
Rússar ættu manna best að þekkja
þær hörmungar sem eru því samf-
ara að atvinna dregst saman. Þetta
eru kaldar kveðjur frá Rússíá sem
þessar saklausu íslensku fjölskyld-
ur fá. Og þaö eftir allt sem á undan
hefur gengið.
Dagfari veit ekki betur en að ís-
lendingar hafi hlaupið undir bagga
og keypt Rússafisk löngu áður en
nokkur annar vhdi kaupa hann.
Við létum okkur jafnvel vel hka
þótt skipin væra morandi í rottum
og skít og við höfum selt Rússunum
ógrynni af Volgubílum fyrir vodka
og skotíð yfir þá skjólshúsi meö
ýmsum hætti.
Þessa greiða launa þeir með við-
skiptabanni og kaldrifjuöu mis-
kunnarleysi gagnvart íslenskum
alþýðuheimilum sem hafa treyst á
fiskvinnslu úr rússnesku togurun-
um. Með þessu eru Rússamir jafn-
framt að ganga í hð með Norð-
mönnum sem era okkar verstu
óvinir um þessar mundir, fjand-
samleg þjóð, sem er nánast komin
í stríð við íslendinga.
Bæði Norðmenn og Rússar vita
vel að íslendingar eru að verða
uppiskroppa með eigin fisk. Við
getum ekkert veitt af þvi kvótínn
er á þrotum. Samt ætla þeir að
svelta okkur úti og neita okkur um
að veiða og vinna fisk, sem við
höfum fullan rétt á. Hvað á svona
framferði aö þýða loks þegar kalda
stríðinu er lokið? Vilja mennirnir
annað kalt stríð eða vhja þeir skhja
okkur eftir á köldum klaka? Maöur
bara spyr!
Rússum verður ekki kápan úr því
klæðinu. Þeir skulu fá að vita hvar
Davíð keyptí öhð. Koma tímar og
koma ráð. Þeir eiga eftir aö koma
skríðandi til okkar og grátbiðja um
viðskipti, hvort heldur er á fiski eða
olíu eða bílum. Þá munum við segja
nei og aftur nei og hvað verður þá
um Rússland? Við eigum sem sagt
að svara með viðskiptabanni á
Rússa og þá fer að fara um þá.
Annaðhvort selja þeir okkur fisk-
inn eða við gerum út af við Rúss-
land í eitt skiptí fyrir öh. íslending-
ar eru reiðir, þeir era ævareiðir.
Dagfari