Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 Spumingin Hvað finnst þér um útihátíðir? Guðmunda Gunnarsdóttir: Þær eru góðar ef haldin er reglusemi. Ingunn Jónsdóttir: Ég er ekki ánægð með þær eins og sagt er af þeim. Hilmar Ólafsson: Mér finnst þær ágætar. Andrea Gylfadóttir: Mér finnst skemmtilegar útihátíðir alveg frá- bærar. Það er líka gaman að spila á þeim. Skúli Gautason: Þær eru nauðsyn- legar til að þroska félagslega vitund unglinga og ekki síst á kynrænum grunni. Rut Gunnarsdóttir: Þær eiga fullan rétt á sér. Lesendur Hvers eiga prestar að gjalda? Spurt er hvort það geti verið að þau viðhorf séu almennt ríkjandi á íslandi árið 1994 að prestar megi ekki hneigja hug sinn (rá þeim sem þeir eru giftir og að þeim sem þeir elska. Tuttugustualdarmaður skrifar: Með Ólíkindum þykir mér sú um- ræða sem fram hefur farið á síðum dagblaðanna, í sjónvarpi og útvarpi og ekki síður úti í þjóðfélaginu síð- ustu misserin. Málinu skaut upp á yfirborðið þegar fréttist af þvi að prestvígt fólk ætlaði að leyfa sér hjónaskilnað. Hefur margur maður- inn skoðanir á þessu máli og ástæðan fyrir því að ég sting niður penna eru skrif „safnaöarmeðlims" í DV í vik- unni þar sem fram koma slík sjón- armið að undrum sætir að þessi maður skuli lifa lífi tuttugustualdar- manns. Slíkt er offorsið gagnvart samlífsmálum presta. Ástæöa bréfs þessa „safnaðarmeð- lims“ er kjallaragrein þingkonunnar Kristínar Ástgeirsdóttur þar sem hún segir að virða verði tilfmninga- líf prestvígðra, rétt eins og annarra. Þessa getur umræddur meðlimur ekki unnt prestum og spyr hvort ekki verði einnig að leyfa nauðgun því þar séu menn að fylgja hvötum sínum og „kalh náttúrunnar". Hví- líkur málflutningur! Hvernig getur nokkur heilbrigður maður líkt því saman að vilja slíta samvistir við þann sem maður getur ekki hugsað sér að búa með ævilangt og því að þröngva einhveijum til samræðis? Hvílíkt siðferði! Títtnefndur „safnaðarmeðlimur“ gerir þingkonunni upp þá skoöun að vilja hugsanlega sleppa því að dæma menn fyrir nauðgun vegna þess að þeir hafi ekki stjórn á tilfmningum sínum og hvötum, rétt eins og þing- konan segir gilda um prestana. Umræða um heiðvirt fólk er erfið á síðum dagblaða og mér þykir mjög miður í hvaða farveg hún er komin. Ég vil þó minnast á eitt atriði áður en ég hætti og það er að hve miklu leyti prestar eigi að vera og eru safn- aðarmeðlimum fyrirmynd. Hafa veröur í huga að prestar ganga í gegnum háskóla til þess að öðlast þann sess að geta talist hæfir til þess að stýra prestakalli. Þeir ganga hvorki himnastigann né hreinsunar- eld. Guð veitir þessu fólki enga per- sónulega uppáskrift. Það er fólk eins og ég og þú, kannski ekki þú, kæri „safnaðarmeðlimur", en eins og við flest. Getur verið að það viðhorf sé ríkj- andi á íslandi áriö 1994 að prestar eigi ekki að njóta frelsis í ástamál- um? Getur verið að það viðhorf sé uppi á íslandi árið 1994 að prestar eigi kannski alls ekki að vera giftir? Getur verið að það viðhorf sé al- mennt ríkjandi á íslandi 1994 að prestar megi ekki hneigja hug sinn frá þeim sem þeir eru giftur og til þess sem þeir elska? Ef svo er erum við komin aftur til fornaldar í hugs- unarhætti. Prestar eru vígðir til þess að flytja ákveðinn boðskap en ekki að setja sig í guðaspor. Þeir eru mannlegir, sem betur fer. Sameining á jafnaðarmannavængnum Jafnaðarmaður skrifar: Það er kannski að bera í bakkafull- an lækinn að ætla sér að fara að ræða um málefni Alþýðuflokksins hér á þessari síðu, svo mikið pláss sem hann hefur fengið hjá dægur- þrösurum eins og mér. Hvað um það, mig langar til þess að lýsa yfir stuðn- ingi við aðgeröir Jónönnu Sigurðar- dóttur. Þar fer kona sem mikið er spunnið í og ég ætla rétt að vona að ég eigi eftir að sjá hana í ráðherra- stól á næstu árum. Þrátt fyrir að ég hafl ekki viljað missa hana úr félagsmálaráðherra- embættinu er ég sáttur við hennar Jóhanna í sérframboð afstöðu. Hún stendur fast á sínu og það skiptir öllu máh. Fólk sem getur gefið yfirlýsingar og staðið á þeim er fólk sem við íslendingar þurfum í stjórnunarstöður. Við höfum allt of mikið af valdafíklum í pólitíkinni, mönnum sem hlaupa flokka á milh til þess eins að koma sér örlítið betur fyrir í valdapotinu. Óþarfi er að nefna nöfn innan Alþýðuflokksins en allir vita hvernig málum er þar háttað. Nú eru menn að velta fyrir sér hvað Jóhanna hyggist gera og reikna sumir með sérframboði frá henni en aðrir reikna með að hún bíði próf- kjörs Alþýðflokksins. Þaö tel ég vera glapræði. Víst á Jóhanna stuðnings- menn innan kratageirans en miklu fleiri eru þeir sem gætu hugsanlega fylgt henni af jafnaðarmannavængn- um. Kannski vantar okkur annan pólitískan leiðtoga til þess að fara með sameiningarhlutverk Ingibjarg- ar Sólrúnar í landsmálapóhtíkinni. Vel tókst til með R-listann. Samein- ing hefur verið rædd og nú er tæki- færið komið. Við sleppum bara fijálshyggjuflokkunum úr, Alþýðu- og Sjálfstæðisflokki. Sundlaugarparadís á Akureyri Sundáhugmaður skrifar: Mig langar aðeins til þess að fá að koma að nokkrum orðum vegna þeirra framkvæmda sem eiga sér stað þessa dagana við Sundlaug Ak- ureyrar. Þykir mörgum sem tími hafi verið kominn á framkvæmdir sem þessar og er ég þar hjartanlega sammála. Nýtt blóð í stjóm þessarar ágætu laugar hefur skilað miklu til betri vegar og það ber að þakka. Nú er fyrirhugað að gera þessa laug okkar Ákureyringa að sundlaugar- paradís og er ekki að efa að hægt verður að fjölga krónunum í kassan- um eitthvað á móti. Víst er að marg- ur ferðamaðurinn er baðinu feginn, ekki síst þegar vel viörar, og börnin kunna svo sannarlega vel að meta það sem fyrir þau er gert á þessum vettvangi. Það sjáum við best á því sem gerðist í Árbæijarlauginni hjá þeim fyrir sunnan; þar komu fleiri á nokkmm dögum en í Sundhöll Reykjavíkur á einu ári. Tengt málefnum sundlaugarinnar er skíðasvæðið í Hlíðarfjalli. Þar hef- Bréfritari er ánægður með framkvæmdirnar við Sundlaug Akureyrar. ur htil uppbygging átt sér stað síð- líka að vera fyrir hendi, og vera góð, ustu árin og þykir mörgum sem tími svo sá sem ekki hefur þeim mun sé til kominn að hressa upp á hótel- meiri áhuga á því að renna sér komi ið, þótt ekki væri annað. Brekkumar og taki þátt. standa alltaf fyrir sínu, á því leikur Akureyringar, viö emm á réttri enginn vafi, en önnur aðstaða þarf leið en betur má ef duga skal. Verkamaður hringdi: Það hlaut aö koma á daginn að verkamennirnir eru þeir einu sem haldið hafa einhverja þjóðar- sátt. Við erum sá hópur sem endalaust er hægt'að troða á og nú finnst mér tími til kominn að fólk rísi upp og mótmæh. Sumir þrýsffliópar í þessu landi geta vaðið uppi meö hvað svo sem þeim sýnist, leyfa sér að vera í verkfalli svo \hkum skiptir, jafn- vel þótt hf og heilsa fólks sé í hættu. Enginn hlustar á verka- menn og enginn hefur áhyggjur af því þótt við hveijar hótanir. tími til að við séum með ein- Er ekki kominn látum til okkar flnna og leggjum niður vinnu, öh sem eitt? ardalinn Útivistarkona hringdi: Fyrir nokkm hringdi kona í DV og hvatti fólk til þess að fara og skoða hversu frábærlega hefur til tekist með fjölskyldugarðana í Laugardalnum. Ég dreif mig og átti ekki orð þegar heim kom til þess að lýsa ánægju minni fyrir fjölskyldunni. Þarna er allt sem útivistarhugurinn girnist. Ég fór þarna með bamabarn mitt og ekki var það minna hriflö, af dýr- unum sérstaklega. Við búum í stórri horg og fólk er því ekki eins mikið í tengslum við náttúruna og það vildi. Þarna er þeirri þörf bjargað. Hafiö þökk fyrir frábæra aðstöðu í Laugardalnum. Sjálfstæðismaður hringdi: Hugsjónir manna hverfa oft ansi skjótt. Einhvern tíma hef ég örugglega heyrt Ingibjörgu Sól- rúnu agnúast út í ráðherrabíla og borgarsfjórabíla. Nú er hún þegar farin að keyra um á margra mihjóna króna jeppa og hefur ekki manndóm í sér til þess að sleppa honum, þvert ofan í allar yfirlýsingar. Spennandi verður að vita hvernig fer fyrir öllum hinum hugsjónunum þegar þetta hyijar svona. Safnið og silfrið Áhugamaður skrifar: Ég sjokkeraðist þegar ég las það á síðum dagblaðanna í byrjun vikunnar að einhver vesalings maöur hefur liaft fyrir því að grafa nýtt silfur í jörðu og láta svo sem það sé fjörgamalt. Búið að draga safnamenn á asnaeyrum í langan tima og undrun sætir að menn geti ekki séð þetta fyrir. Gömul kona hringdi: Það gladdi mig ósegjanlega þeg- ar ég mætti tveimur htlum drengjum hér á götu um daginn og þeir heilsuðu mér svo kurteis- lega. Þessir ungu memi buöu góð- an daginn eins og fullorðnir memi og mér fannst þetta svo dásamlegt aö ég ákvað aö hringja og láta vita af þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.