Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Síða 12
12
FIMMTUDAGUR 30. JÚNl 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM •
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Ríkis- og heimilisrekstur
Rekstur íslenzkra heimila er ekki byggður á vinnu-
brögðum, sem stjómvöld hafa tamið sér við rekstur ríkis-
ins. Heimilisfólk safnar ekki saman óskalistum, er fela í
sér útgjöld, sem fara 20% umfram tekjur. Það heldur sér
einfaldlega innan við ramma heimihsteknanna.
Á íslenzkum heimilum fara ekki fram fundahöld um,
hvort rétt sé að kaupa uppþvottavél eða fara í ferðalag
fyrir peninga, sem ekki eru til. Meira að segja bömin á
heimilinu skilja, að ýmis lífsgæði kosta raunverulega
peninga, en em ekki bara línur í bókhaldi töframanns.
Því síður geta íslenzkar íjölskyldur ákveðið að meira
eða minna af óskhyggju þeirra nái fram að ganga með
því að skylda umhverfið til að láta þær hafa meiri tekj-
ur. Heimiiisrekstur er ekki truflaður af skattlagningar-
valdi eins og rekstur ríkisins hefur reynzt vera.
Ef ríkisreksturinn væri með fehdu, væri fyrst áætlað,
hveijar tekjumar yrðu við óbreyttar aðstæður. Síðan
væri athugað, hvort rétt væri að lækka skatta th að
gleðja fólkið í landinu. Hins vegar létu menn sér ekki
detta í hug að hækka enn einu sinni skatta á fólkinu.
Þegar þannig væri búið að finna áætlaða tekjuhlið rík-
isrekstrarins á næsta ári, væri kannað, hverjar væru
skuldbindingar ríkisins á ýmsum sviðum. Að vísu er
matsatriði, hversu mikið þær eiga að kosta hverju sinni,
en nauðsynlegt er að hafa hhðsjón af lagasmíði Alþingis.
Með tilliti til skuldbindinga ríkisins væri síðan ráðstöf-
unarfé ársins skipt milli ráðuneyta og helztu stofhana
ríkisins og þeim skipað að halda sig innan rammans,
alveg eins og hver heimihsmaður verður að halda sig
innan þess ramma, sem Qárhagur heimihsins leyfir.
Við slíkar aðstæður þarf að leysa frá störfum þá emb-
ættismenn, sem ekki geta haldið sig innan rammans. Við
fyrsta brot má senda þá á hússtjómarskóla th að læra
grundvaharatriði í heimihshaldi. Við ítrekað brot er
brýnt að skipta þeim út fyrir aðra, sem kunna sér hóf.
Auðvitað yrði mikið ramakvein í kerfinu. Embættis-
menn segðu, að ekki væri hægt að komast af með svona
htla peninga. Alþingismenn heimtuðu, að staðið væri við
kippur af óskhyggjulögum, sem þeir hafa afgreitt út í
loftið án hhðsjónar af kostnaði við framkvæmd laganna.
Smám saman áttuðu embættismenn og alþingismenn
sig á, að ekki mætti byggja ríkisrekstur á óskhyggju og
að fresta þyrfti mörgum ráðgerðum góðverkum. Rama-
kveinum fækkaði og rekstur ríkisins færðist nær eðhlegu
horfi, svo sem við þekkjum frá heimhum landsins.
Fjölskyldumar í lamhnu geta ekki stundað góðverk á
kostnað skattgreiðenda. Það hafa embættismenn og al-
þingismenn hins vegar hingað th getað gert. Þeim hefur
reynzt auðvelt að vera örlátir á kostnað annarra. Þess
vegna eru flárlög ríkisins að shga þjóðfélagið.
Enn einu sinni hefur óskhyggjuleiðin verið farin við
undirbúning fiárlaga fyrir næsta ár. Safnað hefur verið
saman óskhyggju embættismanna, sem sumpart er byggð
á óskhyggju úr lögum frá alþingismönnum. Úr þessu
kemur hehdargat, sem nemur 20 mhljörðum króna.
Senn mun hefjast hefðbundið rifnldi um, hvemig brúa
megi bihð með niðurskurði og sköttum, svo að eftir verði
helmingur af tapi ársins. Niðurstaðan verður nokkurn
veginn hin sama og í ár, eins konar uppgjöf. Fjárlög
næsta árs fara um eða yfir 10 mhljarða úr böndum.
Stundum hefur verið minnt á, að á ríkisreksturinn
þurfi að beita þekkingu og reynslu úr heimihsrekstri. Á
það er aldrei hlustað, ekki heldur að þessu sinni.
Jónas Kristjánsson
„Það vekur einnig athygli hve hátt hlutfall svarenda kveðst hafa byrjað áfengisneyslu með foreldrum þó
auðvitað sé það langalgengast að upphafsdrykkjuna megi rekja í félaga- og vinahópinn," segir Helgi Seljan.
Auknar forvarnir
Það færist æ meir í vöxt að gerð-
ar séu hvers kyns kannanir og at-
huganir og víst getur að því akkur
nokkur verið, því fram í dagsljósið
eru oft dregnar vissar upplýsingar
um ýmislegt það sem aðeins voru
til um óljósar staðhæfmgar einar
byggðar á tilfinningu og hugmynd-
um. Varast skyldi hins vegar að
taka öllu slíku sem einhverjum al-
gildum sannleika og draga um of
ályktanir þar af, fremur mætti tala
um ákveönar vísbendingar, sem
vissulega geta auðveldað okkur að
átta okkur betur á ýmsu í þjóölífinu
og draga þar af nokkra lærdóma.
Ekki síst á þetta við um ýmis þau
vandamál samfélagsins sem erfiö-
lega gengur úr að leysa, vandamál
sem ægileg geta orðið í verstu
myndum sínum s.s. er um áfengis-
vandamáhð.
Þegar Áfengisvamarráði bauðst
að kosta allvíðtæka könnun á veg-
um Gallups í vetur leið, sem beint
sneri að fjölmörgu varðandi áfeng-
isneyslu ungs fólks, þótti fólki þar
kjörið að taka þar þátt, ef viö mætt-
um í einhverju vísari verða um til-
tekna þætti og miðla mætti síðan
út í samfélagið. Niðurstöður þess-
arar könnunar vora birtar fyrir
skömmu á blaðamannafundi sem
heilbrigðisráðherra hélt ásamt ráð-
inu. Eins og ætíð sýnist sitt hverj-
um um innihald og áreiðanleika og
augljóst að túlka má á ýmsan veg.
Öll umræða þar um er af hinu góða,
vekur athygli á miklum vanda og
það eitt -að varast að alhæfa ekki
um of.
Félagar drekki meira og verr
Vissulega var þetta unga fólk,
12-24 ára, spurt margra áleitinna
spuminga og víðtækra um leið og
margt í svörunum er vert athygli.
En ályktanir eru sundurleitar
einnig. Sumir virðast t.d. hafa htið
um of á heildarniðurstöðu þessa
hóps ahs, s.s. þá útkomu að 35%
þessa hóps drekki ekki áfengi, en
því gjaman gleymt að enn er bless-
unarlega htil áfengisneysla hjá
12-13 ára svarendum svo og að
hlutfalhð er enn vel yfir meðaltals-
mörkum hjá þeim sem eru 14-15
ára og svo em fáeinir hinna eldri
komnir í þurrkví eftir ofneyslu ut-
- áherslubreyting
KjaUariiui
an efa.
En margt má sannarlega skoða
og hugleiða s.s. það viðhorf sem er
yfirgnæfandi hjá svarendum að
vinir og félagar þeirra drekki meira
og verr. Blekkingaleikurinn kring-
um áfengisneysluna er oft átakan-
lega mikih og þetta aðeins eitt ofur-
ljóst dæmi þess.
Það vekur einnig athygh hve hátt
hlutfall svarenda kveöst hafa byrj-
að áfengisneyslu með foreldrum,
þó auðvitað sé það langalgengast
að upphafsdrykkjuna megi rekja í
félaga- og vinahópinn.
Og ekki má heldur gleyma því
sem að var vikið, hve þó stór hópur
unghnga drekkur ekki ef tekið er
mið af svöram.
Það kemur ekki á óvart en virðist
staöfestast rækhega í könnun þess-
ari að þeir sem hefja áfengisneyslu
árla á lífsleiðinni neyta meira
magns síöar en hinir sem síðar
byija og eiga því í meiri vanda
varðandi neysluna. Hið sama lög-
mál virðist ghda varðandi þá sem
annarra vímuefna neyta.
Það má vera yfirvöldum th alvar-
legrar íhugunar hve margir ungl-
ingar undir lögaldri neyta áfengis
í mikium mæh og einnig það hve
landinn er víða á ferð og það ekki
síður hjá þeim sem eiga greiðari
leið th áfengiskaupa - minna hjá
þeim yngri undir lögaldri sem ýms-
ir hafa haldið að væra aðalneyt-
endur landans.
Svona mætti áfram halda upp að
tína ábendingar ýmsar en verður
ekki frekar gert í stuttri grein.
huga um eitt. Forvamir sem fjöl-
breyttastar og öflugastar eru höf-
uðnauðsyn og þar verðúr jafnt að
leita nýrra leiöa sem fara hinar
sem vel hafa gefist í gegnum tíðina.
Fordæmi bindindis sem flestra fer
þar fremst. Það er dagljóst að th
forvama í dag er aðeins varið
hreinum smámunum miðað við
þær fúlgur sem fara th meðferðar-
þáttarins og finnst þó sumum sem
þar sé fuhnaumt skammtað.
Það ætti líka að vera dagljóst að
þar á hinn lögbundni aðili, Áfengis-
varnarráð, að hafa á hendi forystu
og umsjón fjármagns svo það megi
sem best nýtast. Þar vantar ekki
vhjann th verka góðra og þeim
verkum þarf að koma í virka fram-
kvæmd í góðri samvinnu við aha
þá aöha sem af einlægni vhja þar
að vinna. En þá þarf breyttar og
betri fjármagnsáherslur.
Helgi Seljan
Helgi Seljan
form. Landssambands
gegn áfengisbölinu
Forvarnir höfuðnauðsyn
En hvað sem öhum einstökum
niðurstöðum hður og hvaða álykt-
anir sem menn helst vhja setja efst-
ar þá ættu ahir að geta verið ein-
„Það er dagljóst að til forvarna í dag
er aðeins varið hreinum smámunum
miðað við þær fúlgur sem fara til með-
ferðarþáttarins og finnst þó sumum
sem þar sé fullnaumt skammtað.“
Skoðanir annarra
Staðf astur stjórnmálaf lokkur
„Við þær kringumstæður sem sveipa Alþýðu-
flokkinn um þessar mundir hefði veiklyndur flokkur
með hvikuhi forystu án efa fahið í þá freistingu að
reyna að efna th haustkosninga, ekki síst th að forð-
ast þá erfiðleika sem í kjölfar afsagnar Jóhönnu Sig-
urðardóttur bíða hans óhjákvæmhega á komandi
kosningavetri. Alþýðuflokkurinn er hins vegar stað-
fastur stjómmálaflokkur, og fráleitt hræddur við
kjósendur sína. Hann hefur sýnt að hann vinnur þau
verk sem til kasta koma.“
Úr forystugrein Alþýðublaðsins 30. júni.
Háskólastigið skoðað
„Hér er tekið undir við þá skoðun rektors (Há-
skóla íslands) aö nauðsynlegt sé að endurskoða aht
háskólastigið. Það er lifsspursmál fyrir íslendinga
að halda uppi öflugum rannsóknarháskóla, en jafn
mikilvægt er að minni kennsluháskólar taki við fólki
th að mennta það th sérhæfðra starfa þar sem minni
áhersla er lögð á fræðhegt nám. Sumum hentar
fræðhegt nám, öðram ekki. Þar er ekki um aö ræða
að eitt sé fínna eða göfugra en annað.“
Úr forystugrein Tímans 30. júní.
Góðir liðsmenn
„íslendingar hafa hingað th ekki lagt fram hðs-
menn í friðargæslusveitir. Fjölmargir íslendingar
hafa þó á undanfórnum árum starfað að friðargæslu
á vegum alþjóðasamtakanna og ráðnir af þeim. Þykja
þeir þar góðir hðsmenn. Að við íslendingar höfum
ekki eins og aðrar þjóðir lagt sjáifir fjam fólk th frið-
argæslu er skhjanlegt í ljósi þess að hér er enginn
her og því föhum við ekki beint inn í það fyrirkomu-
lag sem er á friðargæslu SÞ á alþjóðavettvangi. Þó
var fyrir alhöngu fariö að biðja íslendinga ásjár.
Úr forystugrein Mbl. 30. júní.