Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 i 4- Iþróttír Einn leikmanna Sádi-Arabíu fagnar sigri liðsins gegn Belgíu í gærkvöldi. Símamynd Reuter Dansað fram á morgun Sádi-Arabar brutu blaö í knattspyrnusögunni í gærkvöldi er þeir sigr- uðu Belga og komust í 16 liða úrslit á HM í fyrsta skipti. Gífurleg fagnað- arlæti brutust út í landinu eftir sigurinn og fólk dansaði á götum úti fram undir morgun. Sádi-Arabar höfnuðu í öðru sæti í sínum riðli. Vopnin lögð til hliðar í Rúanda -Áhuginn á HM í knattspyrnu leynist víða og á meðal þeirra staða þar sem allt dettur í dúnalogn á meðan sýnt er frá keppninni í sjónvarpi er Rúanda þar sem hatrammar deilur ættbálka hafa staðið yfir frá 6. apríl sl. og kostað um 200 þúsund mannslíf. Þar heyrist hvorki skot né stuna þegar leikir eru í gangi. Spurning hvort ekki ætti að sýna knattspyrnu í sjónvarpi þar allan sólarhringinn? Claudia Caniggia hefur fengið uppreisn æru á HM. Fetar Ganiggia í fótspor Rossi? Argentínumenn vonast eftír því að Claudio Caniggia takist að feta í fótspor ítalans Paolo Rossi á HM 1982. Þá kom Rossi úr lóngú banni og skoraði 6 mörk í keppninni og ítalir urðu heimsmeistarar. Caniggia var laus úr 13 mánaða banni vegna neyslu kókaíns þann 8. maí sl. og hefur leikið mjög vel með hði Argentínu það sem af er HM. Dimiiri Radchenko fagnar sjötta marki Rússa gegn Kamerún. Fagnaðarlæti af ýmsu tagi Menn hafa fagnað mörkum méð ýmsu móti eins og knattspyrnuunnend- ur hafa séð. Margir þeirra hafa dansað sambadansinn við hornfánann og sumir beita öðrum aðferðum eins og myndin sýnir. L F-RIÐILL Holland 2 Maroiíkó I 0-1 Hassan Nader. 1-1 Dennis Bergkamp. 2-1 Bryan Roy. Belgía (0) 0 Saudi-Arabía (0) 1 0-1 Saeed Owairan (5.) Lokastaðan: Holland............3 2 0 14-36 Saiidi-Arabía... 3 2 0 14-36 Belgía..............; 3 2 0 12-16 Marokkó..........3 0-0 3 2-5 0 16-liða úrslit Fjórtán lið eru nú komin í 16- Uða úrslit. Rúmenía, Sviss, BEmdarikin, Brasilía, Svjþjóð,1 Þyskaland, Spánn, Argentína, Mexíkó, írland, ítalía, Holland, SaudkArabía og Belgía. Leikirídag D-riðill: Grikkland -Nígería...............23.30 Argentína - Búlgaria......,..„..23.30 Markahæstir 01egSalenko,Rússlandi.............6 Jurgen Klinsmann, Þýskalandi ...A Oabriel Batistuta, Argentínu.... ....3 MartínpahMn.Svíþjóö.................3 Romario,Brasilíu...........................3 Golíklúbbur Akureyrar: Opna Mitsubishi- mótiðumhelgina Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Opna Mitsubishi-golfmótið hjá Golfklúbbi Akureyrar fer fram um næstu helgi og er það jafn- framt stigamót til landsliða. Glæsileg verðlaun eru í boði og aukaverðlaun á öllum par-3 hol- unum. í mótinu, sem margir munu líta á sem góða æfingu fyrir lands- mót, verður keppt í 7 flokkum. Sem fyrr er mótið stigamót til landsUðs karla, keppt er í opnum flokkum karla, kvenna og ungl- inga, með og án forgjafar, í opn- um flokki karla, 55 ára og eldri með forgjöf, og í opnum flokki kvenna, 50 ára og eldri. Landsmótið í golfi hefst á Jað- arsvelh á Akureyri 24. júlí. Vitað er um marga sem ætla að taka þátt í Mitsubishi-mótinu sem æf- ingu fyrir þau átók. Það munu þeir þó ekki gera meistaraílokks- menn sem keppa um landsliðs- stigin á Akureyri um næstu helgi en von er á flestum bestu kylfing- um landsins til Akureyrar. Mjólkurbikarinn: FimmmörkBHka Sveinn Hulgnson, DV, Selfbssi: Breiðablik vann öruggan sigur á Hamri í Hverageröi i 32 Mða; urslitum Mjólkurbikarkeppninn- ar í knattspyrnu eystra í gær- kvðldi, 0-5, Staöan í leikhléi var 0-3. Mörk Bökanna gerðu Rat- islav Lazorik, Arnar Grétarssoni Grétar Steindórsson, Sigurjón Kristjánsson og Kristófer Sigur- geirsson. ÖruggthjáKA Hermann Karlssoa DV, Norðurlandi: KA vann öruggan sigur á Hvöt á Blðnduósi, 0-3 (0-2), ívar Bjark- lind gerði tvö mörk, hvortí sínum hálfleiknum, og Þorvaldur M. Sigbjörnsson skoraði annað markið í lok fyrri háffleiks. „Hlustið ekki á FIFA" - segir fyrrverandi knattspyrnudómari á HM* Jose Roberto Wright, knattspyrnu- dómari frá Brasilíu, hefur hvatt alla dómara sem dæma á HM í Bandaríkj- unum til að virða að vettugi allar skipanir frá yfirstjórn FIFA varðandi dómgæslu á HM. „Mesta álagið á dómara í keppninni er vegna ákvarðana sem teknar eru skömmu fyrir keppnina af FIFA. Þar á bæ eru menn alltaf að breyta regl- unum og dómarar hafa engan tíma til að aðlaga sig þessum nýju reglum. Besta ráðið sem ég get gefiö dómur- um í Bandaríkjunum er að gleyma því jafnóðum sem FIFA segir varð- andi reglurnar," segir Wright. Hroðalegt áfall fyrir knattspyr] Mara féllí - á lyfjaprófi. Hvað verður um lið Diego Maradona leikur ekki meira með liði Argentínumanna á HM í Bandaríkjunum og án efa er ferli hans lokið. Á þriðja tímanum í nótt viður- kenndi formaður argentínska knatt- spyrnusambandsins, Julio Grondona, að það væri Diego Maradona, fyrirliði Argentínu, sem hefði fallið á lyfja- prófi sem tekið var eftir leik Argent- ínu og Nígeríu í Boston á dögunum. Áður hafði fulltrúi FIFA greint frá því að leikmaður á HM hefði fallið á lyfja- prófi. Guido Tognoni, fulltrúi FIFA, sagði í nótt: „Maradona hefur viðurkennt að hafa tekið asmalyfið ehedrine og Julio Grondona hefur sagt okkur hjá FIFA að það sé rétt." Fréttin í nótt kom eins og blaut tuska framan í forráðamenn knatt- spyrnunnar í Bandaríkjunum og ekki síst framan í knattspyrnuunnendur. Forráðamenn argentínska liðsins voru flemtri slegnir og argentínskur sjónvarpsmaður, sem sendi fréttina til Argentínu í beinni útsendingu, sagði þetta verstu frétt sem hann hefði nokkurn tíma þurft að senda frá sér. Leikmenn og félagar Maradona í hði Argentínu voru niöurbrotnir og fram- tíð liðsins í keppninni er óráðin. Arg- entínumenn eiga að leika í kvöld gegn Búlgaríu og eru komnir í 16-liða úr- slitin. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, er í erfiðri stöðu vegna máls- - Holland, Sádi-Arabía og Belgía í ] Sádi-Arabía tryggði sér í gær í fyrsta skipti rétt til þess að leika í 16-liða úr- slitum á HM í knattspyrnu með því að sigra Belgíu, 1-0. Sigurmarkið var sér- lega glæsilegt, skorað á 5. mínútu leiks- ins. Saeed Owarian einlék með knöttinn frá miðju vallarins og skoraði af öryggi. Þetta er besti árangur Sádi-Araba í knattspyrnu frá upphafi og án efa standa hátiðahöld enn yfir. „Á fyrsta blaðamannafundinum hér í Bandaríkjunum lofuðum við því að við myndum hafna í öðru sæti í riðlinum. Það gerðum við og stóðum því við okk- ar loforð. Mínir menn léku stórkostlega vel í þessum leik og nú mætum við Svíum í næsta leik og erum tilbúnir í þá viðureign," sagði Solari, þjálfari Sádi-Arabíu. „Lið Sádi-Arabíu er mjög gott, sér- Mjólkurbikarinn: FylkirlagðiÞrótt Hávar Sigurjónsson, DV, Neskaupstaö: Það var mikið fjör á Neskaup- stað í gærkvöld þegar Fylkis- menn sóttu Þrórt heima á Nes- kaupstað og leikur liðanna var opinn og skemmtilegur. Fylkis- menn höfðu sigur, 2-5, eftir að staðan í leikhléi var 1-3. Ingvar Ólason kom Fylki yfir á 6. mín. en Lúðvík Árnason jafnaði metin á 14. mín. Kristinn Tómasson kom Fylki aftur yfir á 22. mín. og Þórhallur Dan Jóhannsson gerði þriðja markið rétt fyrir hlé. I síðari hálfieik bætti Ingvar fjórða markinu við áður en Lúð- vík tókst að laga stöðuna fyrir Þrótt en það geröi hann á 66. mín. Síðasta orðið átti síðan Þórhallur Dan á tveimur mín. fyrir leikslok, 2-5. Þróttarar fengu fleiri færi til að skora mörk, þar á meðal stang- arskot en Fylkir nýtti sín færi betur. Mjólkurbikarinn: StórleikurLeíknis Leiknismenn, sem leika í 4. deild, velgdu Islands- og bikar- meisturum Skagamanna heldur betur undir uggum á gervigras- inu í Efra-Breiðholti i gærkvold, Lengi vel leit út fyrir að fram- lengja þyrfti leikinn en á síðustu 7 raíri. leiksins tókst ÍA að tryggja sér sigur með tveimur mörkum. Skagamann naðu forystu um miðjan fyrri háffleík með marki Pálma Haraldssonar. Aðeins tveimur minótum síðar jafnaði Heiðar Ömarsson metin fyrir LeiknL Leiknismenn voru betri aðilinn i fyrri biffleik en í þeim siðari jókst sóknarþungi Skaga- manna-smám saman. Sjö mín. fyrir leikslok skoraöi Haraldur Ingólfsson beint úr aukaspyrnu og Míhjalo Bibemc bætti ððru marki við skðmmu siöar og meistararnir sluppu með skrekk- inn. S 3 þ e: lt Þ a í n f íi K s fi s ö k fi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.