Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Síða 21
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994
33
Fréttir
Laxá i Aðaldal var komin með 210 laxa í gærkvöldi en veiðin hefur verið frekar róleg þar síðustu daga.
Þeir Davíð Björnsson og Ólafur Ágústsson voru komnir með 8 punda lax þegar við hittum þá við Æðarfoss-
ana fyrir fáum dögum. DV-mynd G. Bender
í Hlaupunum í Austurá:
Þetta var risaf iskur
- segir Sverrir Kristinsson
„Maöur hefur séð þá marga stóra
í gegnum árin en þessi er einn af
þeim stærri. Þetta hefur verið 25-30
punda fiskur," sagði Sverrir Krist-
insson en hann var að koma úr
Miðfjarðará í gærdag. Miðfjarðará
hefur gefið 90 laxa og hann er 19
punda sá stærsti.
„Við hófum veiðar í Hlaupunum
í Austuránni og þar var þessi risa-
fiskur. Ég fór upp í brekku og kíkti
á fiskinn. Við hliðina á honum voru
14 og 15 punda laxar, þessi stóri var
fetinu lengri. Við náum þessum 14
og 15 punda en sá stóri tók eitt
andartak en sleppti. Það var hrika-
legt að fiskurinn skyldi ekki taka
almennilega maðkinn. Þetta var
alveg risafiskur og hjartað tók kipp
þegar hann renndi sér að maökin-
um, blessaður, en takan var ekki
nógu ákveðin. Það eru mjög vænir
fiskar í Miðfjarðaránni þessa dag-
ana. Það er fullt af 16-18 punda fisk-
um víða um árnar. Við fengum
fyrsta laxinn á þessu sumri í Vals-
fossi í Austurá og sáum annan þar
en hann vildi ekki taka hjá okkur.
Það veiddust þrír maríulaxar í
fyrradag sem er í góðu lagi,“ sagði
Sverrir og ætlaði í Elliðaárnar í
fyrramáhð.
Veiðin gengur rólega
í Elliðaánum
Veiðin gengur rólega í Elhðaán-
um en þegar við vorum þar í gær-
kvöldi hafði enginn lax veiðst eftir
hádegi. 34 laxar eru komnir á land
og hann er ennþá 11 punda sá
stærsti. Fluguveiðin hefur verið í
lagi í Elhðaánum, 6 laxar hafa
veiðst á ýmsar flugur eins og Blue
Charm, Colhe dog, Þingeying,
Black Seep og Rauða Franses.
Landsmót hestmanna:
Gæðingar Geysis standa sig vel
Heimavöllurinn skiptir greinilega
máh í gæðingakeppninni á landsmóti
hestamanna Hehu, því tveir hestar
Geysis í Rangárvahasýslu eru meðal
þeirra fremstu. Þá eiga Fáksmenn
fimm hesta í úrshtum.
Stóðhesturinn Orri (Geysir) frá
Þúfu er efstur með 8,91 í einkunn en
knapi hans er Gunnar Arnarson.
Annar er ÞyriU (Stígandi) með 8,75 í
einkunn og þriðja er Næla (Geysir)
með 8,72 í einkunn en knapi hennar
er Hafliði HaUdórsson.
í barnaflokki eru félagarnir Viðar
Ingólfsson á Glað og Davíð Matthías-
son á Vin efstir og jafnir með 8,45 í
einkunn en skammt á hæla þeirra
kemur Elvar Þormarsson (Geysi) á
Sindra með 8,44 í einkunn.
Landsmótsgestir kunnu vel við sig
í bhðviðrinu í RangárvaUasýslu og
dreifðu sér í þijár áhorfendabrekkur
því dæmt var og keppt á þremur
völlum í einu.
Úrslit
B-fiokkur
1. Orri (Geysir)..............8,91
Knapi: Gunnar Amarson
Eig.: Orrafélagið c/o Indriði Ólafsson
2. Þyrih (Stígandi)...........8,75
Knapi: Vignir Siggeirsson
Eig.: Jón Friðriksson
3. Næla (Geysir)..............8,72
Knapi: Hafliði Halldórsson
Eig.: ÁrsæU Jónsson
4. Svörður (Fákur)............8,68
Kn./eig.: Sigurbjöm Bárðarson
5. Kolskeggur (Fákur).........8,67
Knapi: Sigurbjörn Bárðarson
Eig.: Maríanna Gunnarsdóttir
6. Logi (Fákur)...............8,64
Knapi: Órri Snorrason
Eig.: Ólafía Sveinsdóttir
Stóðhesturinn Orri frá Þúfu er efstur i B-flokki gæðinga á landsmótinu á
Hellu. Knapi er Gunnar Arnarson. DV-mynd E.J.
7. Saga (Léttir)..............8,62
Kn./eig.: Baldvin Ari Guðiaugsson
8. -9. Tenór (Sörh)...........8,60
Kn./eig.: Sveinn Jónsson
8.-9. Börkur (Fákur)...........8,60
Kn./eig.: Sigvaldi Ægisson
10. Oddur (Fákur)..............8,59
Kn./eig.: Sigurbjörn Bárðarson
Barnaflokkur
1. -2. Davíð Matthíasson (Fákur)
á Vin..........................8,45
2. Viðar Ingólfsson (Fákur)
á Glað.........................8,45
3. Elvar Þormóðsson (Geysi)
á Sindra.......................8,44
4. Sigfús B. Sigfússon (Smára)
á Skenk.......................8,41
5. Erlendur Ingvarsson (Geysi)
á Dagfara....................8,39
6. Magnea R. Axelsdóttir (Herði)
á Vafa.......................8,38
7. -8. ÞórarinnÞ.Orrason(Andvara)
á Gjafari....................8,37
7.-8. SigríðurÞorsteinsdóttir(Gusti)
á Funa.......................8,37
9.-10. Sigurður Hahdórsson (Gusti)
á Frúarjarpi.................8,29
9.-10. Agnar S. Stefánsson (Hring)
á Toppi......................8,29
-E.J.
Tilkyimingar
Eiðfaxi International
Eiðfaxi hf., sem hefur um árabil gefið út
Eiðfaxa, tímarit fyrir hestamenn, hefur
nú hafið útgáfu á erlendu tímariti sem
gefið hefur verið nafhið Eiðfaxi Inter-
national. Blaðið er gefið út á ensku og
þýksu. Efni blaðsins verður m.a. úrval
efnis úr íslenska Eiðfaxa og fjallar fyrst
og fremst um þætti hestamennskunnar
sem lúta að íslenska hestinum. Blaðið
verður fyrst um sinn gefið út ársfjórð-
ungslega.
Ný hárgreiðslustofa
á Eskifirði
Á dögunum var opnuð ný hárgreiðslu-
stofa, Hjá Maríu Onnu, að Bleiksárhlíð
63, Eskifirði. Eigendur eru hjónin María
Anna Guðmundsdóttir hárgreiðsludama
og Þór Sæbjömsson vélstjóri.
jSpilaborgin hefur
Istörfað nýju
Hljómsveitin Spilaborgin hefur hafiö
störf að nýju eftir nokkurt hlé og nýir
meðlimir bæst við hópinn. Söngkona
hljómsveitarinnar er enn sem fyrr Ásdís
Guðmundsdóttir. Slagverk er áfram í
höndum Kristínar Þorsteinsdóttur. Nýir
meðlimir eru: Agnar Sveinsson, gítar,
Atli Freyr Ólafsson, bassi, Ólafur K.
Karlsson, trommur.
Náttúruverndarfélag
Suðvesturlands - NVSV
í kvöld ætlar Náttúmvemdarfélag Suð-
vesturlands að fara í vettvangsferð til
náttúruskoðunar út í Viðey. Fariö verður
frá Klettavör í Sundahöfn með Viðeyjar-
feiju kl. 20. Ferðin mun taka um þrjá
tíma. Allir velkomnir.
Félag eldri borgara
í Reykjavík og nágr.
Bridgekeppni, tvímenninngur í Risinu
kl. 13 í dag. Félagsstarf í Risinu lokað frá
1. júlí til 4. ágúst. Göngu-Hrólfar fara þó
alltaf frá Risinu kl. 10 á laugardags-
morgnum. Dansað verður í Goöheimum
kl. 20 á sunnudgskvöldum til 1. ágúst.
Skrifstofa félagsins er opin í sumar kl.
9-16 virka daga.
Isátt viðumhverfið
Kominn er út bæklingur þar sem fjallað
um flesta þætti umhverfismála. Bækling-
urinn er ætlaður almenningi og era í
honum ótal fróðleiksmolar um stöðu
mála, bæði hér á landi og í umheiminum.
Bent er á stærstu vandamálin, þau út-
skýrð og jafnframt bent á hvað hver og
einn getur gert til að draga úr eða leysa
vandamálin. íslandsbanki gefur bækling-
inn út.
Tapad fimdið
Páfagaukur tapaðist
frá Laugavegi
Grænn páfagaukur, rauður í kringum
augu, nef og efst á höfði, flaug út um
glugga á Laugavegi og sást síðast til hans
efst á Skólavörðustíg á mánudaginn sl.
Ef einhver veit hvar hann er niðurkom-
inn, þá vinsamlega hringið í síma 10795
eða 11945.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
Utanhússmálning - Pósthússtræti
Póst- og símamálastofnun óskar eftir tilboðum í utanhúss-
málningu á Pósthússtræti 5 í Reykjavík. Útboðsgögn verða
afhent á skrifstofu fasteignadeildar Pósts og síma, Pósthús-
stræti 5, 3. hæð, 101 Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatrygg-
ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 21.
júlí kl. 10.45. Vettvangsskoðun verður föstudaginn 8. júlí
kl. 13.00.
Utanhússmálning - Keflavík
Póst- og símamálastofnun óskar eftir tilboðum í utanhúss-
málningu á Hafnargötu 40 og hluta af húsinu við Hafnar-
götu 89, Keflavík. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
fasteignadeildar Pósts og síma, 3. hæð, Pósthússtræti 5,
101 Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða
opnuð á sama stað miðvikudaginn 21. júlí kl. 11.00. Vett-
vangsskoðun verður fimmtudaginn 7. júlí kl. 10.00.
Utanhússmálning - Laugarvatn
Póst- og símamálastofnun óskar eftir tilboðum í utanhúss-
málningu á eign sinni að Laugarvatni. Útboðsgögn verða
afhent á skrifstofu fasteignadeildar Pósts og síma, Pósthús-
stræti 5, 3. hæð, 101 Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatrygg-
ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 21.
júlí kl. 11.15. Vettvangsskoðun verður fimmtudaginn 7.
júlí kl. 16.00.
Utanhússmálning - Þorlákshöfn
Póst- og símamálastofnun óskar eftir tilboðum í utanhúss-
málningu á Reykjabraut 2, Þorlákshöfn. Útboðsgögn verða
afhent á skrifstofu fasteignadeildar Pósts og síma, Pósthús-
stræti 5, 3. hæð, 101 Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatrygg-
ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 21.
júlí kl. 11.30. Vettvangsskoðun verður fimmtudaginn 7.
júlí kl. 14.00.
Utanhússmálning - Mosfellsbæ
Póst- og símamálastofnun óskar eftir tilboðum í utanhúss-
málningu á Háholti 4, Mosfellsbæ. Útboðsgögn verða af-
hent á skrifstofu fasteignadeildar Pósts og síma, Pósthús-
stræti 5, 3. hæð, 101 Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatrygg-
ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 21.
júlí kl. 11.45. Vettvangsskoðun verður föstudaginn 8. júlí
kl. 10.00.
Póst- og símamálastofnunin