Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Síða 23
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 35 dv Fjölmiðlar UmVíet- namog Svalbarða Hún kallar ekki allt ömmu sína hún Sigrún Stefánsdóttir - sá miklir forkur í fréttamennsku, íjölnuölafræöum og dagskrár- gerð. Nú hefur hún brugöiö undir sig betri fætinum og slegist í fór með nýbúum sem á dögunum sóttu heim sín fomu heimkynni í Víetnam. Þetta kom fram í þætti hennar um ferðalagið, Víetnam og nýbú- ana í ríkissjónvarpinu í gær- kvöldi, Viðfangsefnið var vel þess virði að því yrðu gerð góð skil i vönduðum sjónvarpsþætti - jafn- vel þótt slíkt kostaði ferö um hálf- an hnöttinn og til baka. En efnis- tök Sigrúnar vom öllu lakari en efni stóð til og þátturinn skildi því ekki mikið eftir. Þá var í ríkissjónvarpinu um- ræðuþáttur um hafréttarstefnu íslendinga. Þar bjóst ég við fróð- legum og fjöragum samræðum. En einhvern veginn datt botninn úr annars ágætri byrjun. Auk þess þurfa umræöur um svona veigamikil mál að vera mun lengri og ítarlegri. Þó hafði ég lúmskt gaman af röggsamlegri málafærslu Jóns Baldvins og vamfæmi Halldórs Ásgrímssonar - Cþaö er alltaf ein- hver notaleg framsóknarólund í Halldóri). Skemmtilegastur var þó Jakob fiskifræðingur sem af fádæma hugrekki bar blak af Norðmönnum í Svalbaröadeil- unni. Á endanum eru það þó ekki Norðmenn sem Jakob styður heldur vill hann vernda fisk- stofna, hvenær sem er og hvar sem er - jafnvel á alþjóðlegum hafsvæðum. Svona eiga fiski- fræðingar að vera. Kjartan Gunnar Kjartansson Andlát Hermína Sigvaldadóttir, frá Kringlu í Torfalækjarhreppi, andaðist á Hér- aðssjúkrahúsinu á Blönduósi þriðju- daginn 28. júní. Jardarfarir Útför Maríu Ingibjargar Hjálmars- dóttur frá Ytri-Húsabakka fer fram frá Glaumbæjarkirkju laugardaginn 2. júh kl. 14. Lýður Sigmundsson, Vallarbraut 1, Akranesi, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 19. júní, verður jarðsung- inn frá Óspakseyrarkirkju laugar- daginn 2. júlí kl. 14. Minningarathöfn verður í Akraneskirkju föstudaginn 1. júlí kl. 14. Gunnlaugur Stefán Hauksson, áður til heimilis á Holtsgötu 1, Akureyri, lést hinn 12. apríl 1994 í Seattle, Was- hington. Útförin fór fram í Seattle 18. apríl. Valgerður Sveinsdóttir frá Lang- holti, Meðallandi, síðast til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík, sem lést 22. júní, verður jarðsungin frá Grafar- kirkju í Skaftártungu laugardaginn 2. júlí kl. 14. Sigurjón Guðni Sigurðsson, Skógum, Austur-Eyjafjöllum, verður jarð- sunginn frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 2. júlí kl. 14. Katrín Axelsdóttir, Ásbraut 5, Kópa- vogi, verður jarðsungin frá Bústaða- kirkju fóstudaginn 1. júlí kl. 15. Garðar Jensson, veggfóðrari og dúk- lagningameistari, Fornastekk 14, Reykjavík, sem andaðist í Landa- kotsspítala aðfaranótt 27. júní, verð- ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. júlí kl. 15. Ólafur Eyjólfsson, forstöðumaður hjá Pósti og síma, sem lést 25. júní, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju föstudaginn 1. júlí kl. 10.30. Gunnlaugur Eggertsson frá Einholt- um verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 1. júlí kl. 13.30. Guðrún H. Einarsdóttir, síðast til heimihs á Aðalgötu 3, Blönduósi, lést í Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 26. júni. Útför hennar fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 2. júlí kl. 14. __________________... Spákmæli Fögur kona er gimsteinn, góð kona fjársjóður. Saadi Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500; slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavik 24. júní til 30. júní 1994, að báðum dögum meðtöldum, verður í Austurbæjarapó- teki, Háteigsvegi 1, sími 621044. Auk þess verð- ur varsla í Breiðholtsapóteki í Mjódd, sími 73390, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 tú 22 á laug- ardag. Uppl. um læknaþj. eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarftörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 ogtil skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnames, sími 11100, Hafnarfjöröur, sími 51328, Keflavík, sími 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alia virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuöum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Seltjarnarnes: Heilsugæslustööin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyöarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í sima 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heirnsóknartírni Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-íostud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspitalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspitali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkyrmingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaöakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-flmmtud. kl. 9-21, fóstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. 'Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opiö mánud. kl. 11-19, þriðjud.-fóstud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn Islands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar. Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn er opinn alla daga. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardagakl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið daglega kl. 13-17 júní-sept. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið daglega 15. maí - 14. sept. kl. 11-17. Lokað á mánudögum. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Ámagarði við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjarnamesi: Opið kl. 12-16 þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudaga. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar- tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til 17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamarnes, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamarnes, sími 27311. Kópavogur, sími 985 - 28078 Akureyri, simi 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Vísir fyrir 50 árum Fimmtud. 30. júní: Bandamenn eyðileggja brýr á Loire frá Orleans til sjávar. Bretagne og Mormandia þar með úr sambandi við önnur héruð. Stjömuspá Spáin gildir fyrir föstudaginn 1. júlí Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Reyndu að fá þau svör sem þú þarft. Til þess þarf að spyrja réttra spurninga. Fyrsta viðkynning þarf ekki að gefa rétta mynd. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þú ert í harðri samkeppni en nærð engu að síður góðum ár- angri. Þú reynir að blanda saman viðskiptum og skemmtun. Happatölur eru 3,16 og 27. Hrúturinn (21. mars-19. april): Andrúmsloftið í kringum þig er fremur litlaust. Taktu þér því eitthvað skemmtilegt fyrir hendur og reyndu að drífa aðra með þér. Nautið (20. april-20. maí): Þér gengur betur í hópstarii en upp á eigin spýtur. Þú lætur aðra um flest þau verkefni sem vinna þarf. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Treystu ekki of mikið á aðra. Það er ekki víst aö þeir séu trausts- ins verðir. Varastu að slá hlutunum upp í kæruleysi. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Þú hefur ekki mikið fram að færa í ákveðnu máli. Reyndu samt' að vega og meta orð þín áður en þú talar. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Þú færð nýtt tækifæri og það gleður þig mjög. Harkaleg viðbrögð ákveðins aðila gætu stafað af afbrýðisemi. Reyndu að róa hann. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Staða þín er sterk og þú tekst á við sífellt viðameiri verkefni. Það borgar sig fyrir þig að taka meiri þátt í félagslífi. Vogin (23. sept.-23. okt.): Haltu frekar að þér höndum því það er líklegt að þú fáir mjög gott tilboð síðar. Farðu varlega í útreikningum til að fdrðast mis- tök. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú verður að taka ákvarðanir strax og hugsa eða útfæra þær síð- ar. Þú ert metnaðarfullur og þarft að sanna ágæti þitt. Happatöl- ur eru 2, 14 og 20. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Vertu vel á verði gagnvart öllum tækifærum sem kunna að bjóð- ast og láttu ekkert fram hjá þér fara. Fjölskyldan vinnur sérstak- lega vel saman núna. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Dagurinn verður fremur hefðbundinn. Komi upp vandamál verð- ur að leysa þau í sameiningu. Skiptu þér ekki af því sem þér kemur ekki við. Stjöm Ný stjörnuspá á hverjum degi. Hringdu! 3»,90 kr. mínútan Vogiu 23. sept. • 23. okt. Teleworld ísland

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.