Alþýðublaðið - 25.04.1967, Blaðsíða 4
ŒGémö)
Ritstjóri: Bcíicdikt Gröndal. Simar 14900 — 14903. — Auglýsingasími:
14906. — Aðsetur: AlþýSuhúsiS við Hveríisgötu, Rvík. — Prentsmiðja
Alþýðuhlaðsins. Síini 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa-
sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinu.
Dr. Adenauer
VIÐ LÁT dr. Konrads Adenauers missti þýzka þjóð
in einn stórbrotnasta stjórnmálaleiðtoga, sem hún hef
ur átt. Munu þjóðleiðtogar víða að verða viðstadd-
ir kveðjuathöfn um hann, sem fram fer í dómkirkj-
unni í Köln í dag. Sjálf greftrunin fer fram í heima
bæ hans handan Rínar og verður aðeins fjölskylda
hans viðstödd.
Sagan veitti dr. Adena-uer óvenjulegt en erfitt
tækifæri, þar sem var endurreisn þýzku þjóðarinn-
ar úr rústum ófriðarins mikla. Hann var þá þegar
kominn til ára sinna, og er það hið mesta undur,
að 65 ára maður skyldi eiga eftir þrek og lífsþrótt
til að leiða þjóð sína í rúm 25 ár.
Afreksverk dr. Adenauers var fyrst og fremst
að koma upp lýðræðislegu stjórnkerfi í Vestur-Þýzka
landi og leiða þjóðina inn á nýjar brautir með þeim
árangri, að hann vann sér traust margra annarra
þjóða og fann Þjóðverjum nýjan sess. Hin nýja vin-
ótta við Frakka og aðiid að Atlantshafsbandalaginu
voru hvort tveggja stórviðburðir á þessari braut,
en heimafyrir skapaði efnahagsundrið nýjan grund-
völl.
»
Þjóðverjar eru ein fjölmennasta og merkasta
menningarþjóð jarðarinnar, sem hefur þó kallað yf-
■ir sig sorgleg örlög eins og valdatímabil nazista var.
En með þjóðinni búa voldugir kraftar til góðs. Dr.
Adenauer ruddi braut nýrra tíma, þar sem þessir
Ikraftar vonandi verða ráðandi í þýzkum málum og
sambúð Þjóðverja við nágranna sína ævinlega frið
samleg.
Um þessar mundir sýnir Leikfélag- Kópavogs barnaleikritið Ó, AMMA
BÍNA eftir Ólöfu Arnadóttur, við mikla aðsókn í Kópavogsbíói.
Leikstjóri er Flosi Ólafsson. Hér á þessari mynd sjáum við þau
Brynhildi Ingjaldsdóttur og Einar Torfason, handjárnuð saman, í
hlutverkum lögreglustjórans og Ömmu Bínu. Sýningar eru á hverj
um sunnudegi kl. 2. Athugið breyttan sýningartíma.
T rúSofunarhrfngar
Sendum gegn póstkröfu.
Fljót afgreiðsla.
Guðm. Þorsteinsson
gullsmiður
Bankastræti 12.
SVEBNN H.
VALDÍ3VBAHSSON
hæstaréttarlögmaður
Sölvhólsgata 4 (Sambandshús
3. hæð).
Símar: 23338 — 12343.
VANTAR BLAOBURÐAR-
FÓLH í
EFTERTALIN HVERFE:
MIÐBÆ I og II
IIVERFISGÖTU EFRI
HVERFFSGÖTU NEÐRI
LAUGAVEG NEÐRI
GNOÐARVOG
KLEPPSHOLT
KLEPPSIIOLT
RAUÐARÁRHOLT
BRÆÐRABORGARSTÍG
LAUGARTEIG
LAUGARÁS
FRAMNESVEG
Ráðherrafundur
UTANRÍKISRÁÐHERRAR Norðurlanda halda í dag
.og á morgun fund hér í Reykjavík, en fundir þeirra
eru t:l skiptis í löndunum fimm. Munu þeir ef að
vanda lætur hafa margt um >að ræða, en líklegt verð-
ur þó að te.oa, að viðhorf til Efnahagsbandalagsins
verði þeirra mála veigamest.
Hin nýia sókn Breta til inngöngu í Efnahagsbanda-
lagið hefur mikil áhrif á Norðurlöndum, þat eð Danir
og Noromenn verða án efa að fylgja skjótlega í fót'
■spor beirra og Svíar og Finnar verða varla langt á
eft:v, el innganga Breta fæst samþykkt. Hér á landi
'hefur alrnenningur minna fylgzt með þessum málum,
en befur forsætisráðherra, dr. Bjarni Benediktsson,
sagt, að markaðsmálið verði sennilega mesta úrlausn
arefni bióðarinnar næsta kjörtímabil.
Samst':rf Norðurlanda í utanríkismálum hefur verið
náið og býðingarmikið og skiptir þó enga eins miklu
imáli o0, íslendinga. Þess vegna er jafnan fylgzt með
utanríkisrácherrafundunum af athygli.
4 25. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
★ KIRKJAN Á HOLTINU.
Borgari skrifar: Nú orðið næstum því
sama hvar í bænum maður er, alls staðar gnæfir
turnferlíkið á Hallgrímskirkju hátt yfir, og er
þetta raunar ennþá meira áberandi, þegar maður
er staddur einhvers staðar fyrir utan bæinn og
sér yfár borgina. Og stöðugt vex ferlíkið og stækk-
ar til tjóns fyrir ásjónu borgarinnar okkar.
Það er víst því mi'ður orðið tómt mál
að tala um þessa kirkjubyggingu, á því máli var
því miður ekki tekið nógu fast eða nógu snemma.
Ég segi því miður, því ég tel það vissulega skaða,
að tiltölulega fámennur hópur fólks skuli hafa
fengið að ráða þessu og ráðskast þannig með fé,
sem að minnsta kosti sumpart kemur úr vösam
hins almenna skattborgara, þótt söfnuðurinn
sjálfur leggi væntanlega eitthvað af mörkum.
★ DÝRT FYRIRTÆKI.
Þessi kirkjusmíð á áreiðanlega eftir
að verða dýr og vafalaust ekki séð fyrir endann
á öllum kostnaði þar að lútandi enn. Meginefni
þessa bréfs, er það, að ég hef hvað eftir annað
heyrt og séð á prenti, að vegna þessa fáránlega
turnskrípis verði að kaupa ný flugöryggistæki fyrir
allt að 10—12 milljónir króna, sem óneitanlega
er talsvert há upphæð. Ég bjóst hins vegar við
að þetta yrði borið til baka, sem tilhæfulaust með
öllu. En enn sem komið er hef ég hvorki í blöð-
um eða útvarpi séð eða heyrt mótmæli við- þess-
ari frétt og leikur mér því liugur á að vita livort
þarna hafi verið rétt með farið eður ei.
Sé þetta satt, að vegna þessa turns
þurfi að kaupa þessi tæki, þá verð ég að segja það
sem persónulega skoðun mína. að hér er um meiri
háttar hneyksli að ræða, sem alls ekki jetti að le
ast að þegja í hel, eins og því miður á sér stund-
um stað í okkar ágæta landi.
Bréfi sínu, sem að vísu er nokkuð
lengra, en við verðum að stytta hér rúmsins vegna,
lýkur borgari á þessa leið: Yænt þætti mér nú
um, ef einhver vildi upplýsa mig um hið sanna
í þessum efnum. — Við tökum undir þau orð. Karl.