Alþýðublaðið - 25.04.1967, Blaðsíða 10
jrRitstjori Örn Eidsson I
Ármann vann KFR í
hörkuleik 59:57
Á UNDAN KH — ÍR leiknum á
sunnudagskvöldið léku Ármann og
KFR, en sá leikur hafði mikla
þýðingu, því tap Ármanns hefði
þýtt aukaleik um sætið í 1. deild
við ÍS, sem vann ÍKF fyrr um dag-
inn. KFR-ingar voru samt ekki á
þeim buxunum að gefa ÍS tæki-
færi og mættu til leiks með sama
ólöglega liðið og þegar þeir léku
við ÍS fyrir nokkru, en ÍS var
dæmdur sigur í þeim leik vegna
þess að KFR lék með tvo 1. flokks
menn. Það hefði því ekki orðið
ÍS til gagns, þótt KFR hefði unn-
fslandsmeistarar ÍR í körfubolta kvenna 1967, talið frá vinstri: Helga Gunnarsdóttir, Guðrún Ólafs j ið, því leikurinn var þeim fyrir
dóttir, Dagbjört Halldórsdóttir, Ásta Garðarsdóttir, Rannveig Laxdal, Fríður Guðmundsdóttir og Krist i fram tapaður, og ÍS mun leika í 2.
ín Einarsdóttir. | deild næsta vetur.
Framan af leiknum var jafnt, en
er á leið hálfleikinn dróst KFR
nokkuð aftur úr, og þegar 5 mín-
útur voru til hlés hafði Ármann 7
stig yfir, 26 — 19. KFR-ingar minnk
uðu bilið í 4 stig fyrir hlé, 27-23,
en eftir 7 mínútur af seinni hálf-
leik höfðu Ármenningar náð 12
stiga forskoti, 43-31. Þá varð Birg
ir Birgis að fara út af vegna
meiðsla á auga, og eftir það fór
KFR að draga á. Þegar 5 mínútur
voru eftir var staðan 53-49 og
skömmu seinna 53-52, en Ármenn
ingar gáfu sig ekki og skoruðu
55-52 og 57-52. Einar Matthíasson
hitti tveim vítaskotum og skömmu
Framhald á 15. síðu.
KR sigraði ÍR
örugglega 69:50
Félögin eru jöfn að stigum og
leika hreinan úrslitaleikí kvöld
KR VAN'N IR með miklum yfir-
burðum í síðari leik liðanna í ís-
landsmótinu í körfuknattleik, sem
fram l'ór á sunnudagskvöld. Eru
RIR MA6NÚS-I
SON, K.F.R.
ÞÓRIR er 19 ára og 186 cm
á hæð. Hann hefur æft körfu
knattleik í fimm ár og hefur
á þeim tíma náð géysilegri
nákvæmni í köyfuskotum.
Hann á nú hæstu meðalskor
un í íslandsmótinu, um 30
Framhald á 15. síðu
liðin nú jöfn áð stigum og munu
leika aukaleik um Islandsmeistara
titilinn, en sá leikur mun fara
fram í kvöld kl. 20.15 í Laugar-
daishöllinni.
Leikurinn var jafn fyrstu 5 mín-
úturnar, hvort lið skoraði 6 stig,
og enn var jafnt 8-8, en þá tók KR
góða skorpu ag skoraði 13 stig
gegn 4 á fáeinum mínútum og
hafði þar með náð dýrmætu 11
stiga forskoti, 21-10. ÍR tókst að
minnka bilið í 7 stig um' tíma, en
síðustu 3 mínúturnar var alger
einstefna upp að körfu ÍR-inga, og
tókst KR að skora 8 stig á þessum !
tíma, þar af skoraði hinn efnilegi
nýliði Brynjólfur Markússon 6 st.
KR-ingar leiddu í hálfleik með
15 stigum, 31-16 og héldu áfram
að breikka bilið fram í miðjan
hálfleik-. Gunnar Gunnarsson átti
margar bráðfallegar sendingar
inn í vörn ÍR-inga, þar sem Hjört-
ur og Einar sáu um að skila knett-
inum í körfuna. Um miðjan hálf-
ieikinn var staðan 49-30, eða 19
stiga munur, sem ÍR tókst aldrei
að lagfæra svo, að KR væri ógnun
að, og lauk leiknum með yfirburða
sigri KR, 69-50.
Þessi stóri sigur KR-inga verð-
ur að teljast mjög verðskuldað-
ur. Þeir voru allan tímann betra
liðið á vellinum og léku oft frá-
bærlega vel. Sóknarleikur liðsins
var sá sami og verið hefur í all-
an vetur, en þótt merkilegt megi
teljast virðist ekkert lið ætla að
finna mótleik sem dugar gegn
honum. í vörninni léku þeir nokk-
urs konar svæðisvörn, sem þeir
hafa náð igóðum tökum á, og tókst
með ágætum að fá ÍR-inga til að
reyna skot af löngu færi og náðu
þá oftast frákastinu sjálfir. Einar
Bollason var stigáhæstur með 28
stig og Hjörtur Hansson skoraði
15, en þeir mega báðir þakka
flest sín stig frábærum sending-
um Gunnars Gunnarssonar inn í
vörn ÍR. Gunnar skoraði sjálfur
8 stig, og Kolbeinn og Brynjólfur,
sem báðir áttu ágætan leik, skor-
uðu 8 stig hvor. Kristinn Stefáns-
son átti góðan leik, sérstaklega í
Framhald á 15. síðu.
KR-ingar sækja í leiknum við ÍR á sunnudaginn.
IR íslandsmeistari
í körfubolta kvenna
ÍR VARÐ íslandsmeistari í meist-
araflokki kvenna, en ÍR stúlkurn-
ar sigruðu KR í úrslitaleik íslands
mótsins, sem fór fram síðdegis á
sunnudag, með 26 stigum gegn 21.
Leikurinn var nokkuð skemmtileg
ur, þótt erfiðlega setli að ganga
hjá kvenfólkinu að ná teljandi
leikni í þessari íþrótt. Mikið var
um uppkast og víti, en ÍR tók 16
vítaskot í leiknum og hitti úr 8,
og KR hitti úr 7 af 22. ÍR hafði 3
st. yfir í hálfleik, 11-8, en KR jafn-
aði í byrjun seinni hálfleiks, 12 —
12. ÍR komst þó fljótt fram úr og
sigraði nokkuð örugglega, 26 — 21.
Önnur úrslit leikja síðdegis’ á
suhnudag voru þessi:
1. fl. ÍS—ÍR 46-41
-1. fi. Á-KFR 50-44
1. deild ÍS-ÍKF 59-43
10 25. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ