Alþýðublaðið - 25.04.1967, Blaðsíða 5
FIMMTUGUR I DAG:
BJÖRGVIN SIGHVATSSON
Björgvin Sighvatsson.
BJÖRGVIN SIGHVATSSON
skólastjóri og forseti bæjar-
stjórnar ísafjarðar, er fimmtug-
ur í dag. Nær helming ævinnar
eða nánar tiltekið síðan órið
1943, hefur hann búið og starfað
á ísafirði, og á þar að baki mik-
inn og merkan starfsferil sem
kennari, skólastjóri og forustu-
maður í félagsmálum.
Björgvin er fæddur á Patreks-
firði 25. apríl 1917. Foreldrar
hans, Sighvatur Árnason múr-
ari og Kristjana Einarsdóttir,
búa þar ennþá á gamals aldri,
og gestum, sem að garði ber og
þekkja Björgvin, dylst ekki, að
frá þeim hefur hann erft brenn-
andi áhuga fyrir félagsmálum.
Eru þau bæ'ði margfróð um þá
hluti, og fylgjast af lífi og sál
með öllu, sem gerist á því sviði.
Björgvin lauk kennaraprófi ár-
ið 1940, en áður hafði hann
stundað nám í unglingaskóla Pat-
reksfjarðar og héraðsskólanum
á Núpi. Að loknu kennaraprófi
gerðist hann erjndreki ASÍ árin
1940 — 1942, en stundaði síðan
kennslu í einn vetur við Skild-
inganesskóla í Reykjavík — og
réði sig að svo búnu sem kenn-
ara til ísafjarðar árið 1943, eins
og fyrr segir.
SKOLASTJORI
Árið 1942 kvæntist Björgvin
Jóhönnu Sæmundsdóttur, hinni
ágætustu konu frá Egilsstöðum
í Vopnafirði, og eiga þau einn
son, Sighvat, sem nú stundar
háskólanám.
Kennslustörf eru vandasöm og
erfið, og oft vanmetin. Þess
vegna segir það mikið, þegar al-
mennt er viðurkennt, að ein-
hver sé góður kennari. Kennara-
ferill Björgvins hefur verið ó-
slitinn síðan hann kom til ísa-
fjarðar, og er það mál allra sem
til þekkja, bæði nemenda, for-
eldra þeirra og samkennara
Björgvins, að hann sé frábær
kennari.
Auk kennslunnar við barna-
skólann hafði hann í nokkur
ár með höndum skólastjórn og
kennslu við iðnskóla ísafjarðar,
en hann lét af þeim störfum ár-.
ið 1963, þegar hann tók við
skólastjórn barnaskólans.
Skólastjórnina annast Björg-
vin, eins og annað, sem hann
tekur að sér, af kostgæfni, ör-
yggi og stjórnsemi.
Björgvin hóf ungur afskipti
af félagsmálum. Var hann um
skeið í stjórn verkalýðsfélags-
ins á Patreksfirði og 1940—41
var hann formaður sambands
bindindisfélaga í skólum. Árin,
sem hann var erindreki, ASÍ,
kynntist hann verkalýðshreyf-
ingunni mjög náið, og þeirrar
þekkingar hans hafa verkalýðsfé-
lögin á Vestfjörðum orðið að-
njótandi í rikum mæli í störfum
hans. Var hann i ■ nokkur ár
formaður í Verkalýðsfélaginu
Baldri á ísafirði, — og í mörg
ár hefur hann verið forseti og
aðalstarf skraf tur Alþýðusam-
bands Vestfjarða.
Síðustu 15—18 árin eða svo,
hefur ASV annast heildarsamn-
inga fyrir VestfiiJði, bæði fyrir
verkafólk i landi og sjómenn. Er
slík samningsgerð mikið verk og
vandasamt, og hefur Björgvin
Sighvatsson lengst af verið að-
aisamningamaður af hálfu ASV
við þessa samningagerð, og jafn-
an náð miklum og góðum ár-
angri fyrir umbjóðendur sina
með þrautseigju og lagni, og án
þess að stofna til stórátaka, eða
verkfalla. Fyrir þetta nýtur
hann trausts og virðingar jafnt
samherja sem andstæðinga, og
er það mikil gæfa fyrir verka-
lýðshreyfinguna á Vestfjörðum
að eiga slíkan forustumann.
Áhugi Björgvins fyrir málefn-
um verkalýðsins er djúpstæður
og einlægur, og hefur hann oft
lagt sig fram um að setja niður
deilur innan alþýðusamtakanna,
t. d. á þingum ASÍ. En í því efni
sem öðrum er hann raunsær og
skarpskyggn, og lætur ekki
blekkjast af fölsku sameiningar-
hjali.
Alþýðuflokkurinn er það at-
hvarf, sem hann treystir bezt
fyrir málefnum hinna lægst
launuðu í þjóðfélaginu, og á
ísafirði hefur hann tekið mik-
inn og virkan þátt í flokksstarf-
inu, og gegnt mörgum trúnaðar-
stöðum fyrir flokkinn í flokksfé-
lagi og trúnaðarráði. Hann hefur
verið bæjarfulltrúi síðan árið
1954, og var í nokkur ár vara-
forseti bæjarstjórnar, en forseti
síðan að afstöðnum bæjarstjórn-
arkosningum sl. vor. Einnig hef-
ur Björgvin starfað í bæjarráði,
fræðsluráði, hafnarnefnd o. fl.
nefndum bæjarstjórnar. Hann á
Framhald á 10. síðu.
EGGERt G. ÞORSTEINSSON:
Verðlauna ætti þá
sem byggja ódýrast
HÚSNÆÐISMÁLIn ’hafa á
liðnu kjörtímabili, svo sem
lengi áður, verið ofarlega á
baugi og hafa í þeim efnum
átt sér stað gjörbreytingar á
öllum fjárhagsgrundvelli í út-
lánastarfsemi stofnunarinnar.
Undirstaða hins aukna fjár-
magns, er fyrst og fremst til
komin vegna 1) hækkunar á
skyldusparnaði úr 6 í 15% —
2) 1% Launaskatts, — 3) Auk
inna lána úr Atvinnuleysis-
tryggingasjóði.
Á fyrstu 5-7 árum í starfi
Húsnæðismálastofnunarinnar
hlóðst upp mikill fjöldi láns-
umsókna, sem óx ár frá ári og
enga fyrirgreiðslu gat feng-
ið. Þetta getuleysi stofnunarinn
ar kom svo fram í ótrúlegum
fjölda hálfbyggðra íbúða, sem
sliguðu hlutaðeigandi byggjend
ur og framkölluðu sífellt lengri
byggingartíma, enda þá ekki
til ráöstöfunar nema 40-60
milljónir króna á ári.
Það er svo ekki fyrr en með
milligöngu ríkisstjórnar og
samkomulagi milli verkalýðs-
samtakanna og vinnuveitenda í
júní 1964 og júlí 1965, að nýr
skriður kemst á fjárhagslega
undirbyggingu lánastarfseminn
ar, með þeim árangri, að á
sl. ári voru lánaðar á vegum
stofnunarinnar kr. 343.399.000.
eða sem svarar til 940 fullra
lána með þágildandi hámarks
láni kr. 280 þús. að viðbætt-
um lánum til útrýmingar
heilsuspillandi húsnæðis kr.
16.965.000.00.
í fyrrgreindu samkomulagi
við verkalýðssamtökin var á-
kveðið að reyna að tryggja
lán til 750 íbúða á ári. Á sl.
ári hefur því verið lánað til
nálega 200 fleiri íbúða en lof
að var Ýið áðurnefnda samn-
ingagerð.
Á yfirstandandi ári er áætl-
að að ráðstöfunarfé húsnæðis-
málastjórnar muni verða rúm-
lega 380 milljónir króna og
mun húsnæðismálastjórn nú
innan skamms tíma hafa ráð-
stafað í lánum og tímasettum
lánsloforðum sem svarar til
670 fullra lána það sem af er
árinu.
Hin nýja byggingartilraun,
sem um var samið að reyna
fyrst í Reykjavík á vegum sér-
stakrar Framkvæmdanefndar
byggingaráætlunar hefur þeg-
ar unnið mikið en nauðsynlegt
undirbúningsstarf, og munu
sjálfar byggingarframkvæmdir
væntanlega geta hafizt með vor
inu.
Þar sem hér er um algjöra
nýjung að ræða í byggingar-
háttum landsmanna, hefur eðli
lega verið við ýmsa byrjunar-
erfiðleika að etja og verður
sjálfsagt, meðan fyrstu liúsin
eru að komast í söluhæft á-
stand. Erlend reynsla er sú
að alllangan aðlögunartíma
þurfi við slíkar tilraunir, til
að umtalsverður árangur náist
í lækkvjðum byggingarkostnaði,
án þesss að gengið sé á gæði
íbúðanna. Það gæti því orðið
okkur hættuleg blekking, ef
við teldum, að hér á landi
væri hægt að komast hjá slík |
um reynslutíma.
Við verðum að reka okkur á
það, sem fyrirfram er ekki
hægt að koma r veg fyrir, en
læra þeim mun betur af
reynslunni og þá yfirstígum
við vandann í þessum efnum
og fáum fram það, sem að er
keppt, lægri húsnæðiskostnað,
sem tvímælalaust er ein af
raunhæfustu leiðunum til
kjarabóta almehnings.
Eitt með því nauðsynlegasta
er að koma upp almennri og
sem allra viðtækastri sam-
keppni einstaklinga og félaga
um land allt á byggingu ódýr
ari íbúða, án þess að gengið
verði á nauðsynlegan gæðastuð
ul þeirra. Verðlauna ætti þá að
ila, er fyrir slíkum bygging-
um standa með sérstakri for-
gangsfyrirgreiðslu þess opin-
bera, Ýmsir atburðir síðustu
tíma benda til, að almennari
vakning en oft áður eigi sér
nú stað um, að það getur
einnig verið eftirsóknarvert
markmið, að sýna áþreifanleg
an árangur til lækkunar á
veigamesta útgjaldalið alls al-
mennings, — húsnæðiskostnað
inum.
25. apríl 1967 - ALÞÝ0UBLAÐIÐ 5
1