Alþýðublaðið - 25.04.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.04.1967, Blaðsíða 7
Þannig lítur aðskilnaðurinn úr í reynd: „Aðeins fyrir hvíta, litaðir menn, fá ekki aðgang.“ STYÐJUM FRELSISVINI GRENILEG sameinkenni í hugmyndafræði fasistískra stjórnkerfa og þeirra, sem að- liyllast aðskilnað kj'nþátta i S.- Afríku, krefjast þess, að um vandamál þessa heimshluta verði fjallað á einum og sama vett- vangi. Á síðustu árum hefur borið á auknu hernaðar- efna- hags- og stjórnmálalegu sam- starfi í Sambandi suður-afrískra ríkja. Komið hefur verið á sameiginlegum heræfingum suð ur-áfrfskra og suður-rhodes- ískra herja. Herdeild mála- liða frá Suður-Afríku hefur ver ið notuð í Mozambique, Angola S.-Rhodesíu. Og lögreglan hefur haft samvinnu við að hafa upp á flóttamönnum. Á efnahagslega sviðinu er stuðningur S.-Afríku við Smith stjórnina í Rhodesíu aðeins ein hlið þessa samstarfs, Stjórnmála lega séð er útbreiðsla o'g aukn- ing frelsisskerðandi lagaákvæða í S.-Afríku að verða óhugnan- lega einkenahdi. Ef ekki væri vegna stjórnarfarslegs, fjárhags legs og hernaðarlegs stuðnings vissra ríkja og hernaðarbanda- laga myndu stjórnir þessar verða skammlífar. IUSY styður frelsisvini í S.- Afríku af öllum mætti og sam einast afríkönsku fólki um þrá þess eftir frjálsum og lýðræðis legum ríkjum. IUSY skorar á öll aðildarsam bönd sín að koma á stað vold ugri herferð fyrir setningu á- hrifamikilla lagaákvæða um þessi mál, og fer þess á leit við þau, að þau leggi fast að stjórn arvöldum landa sinna að hvetja SÞ til að láta af öllum efna- hags- og vopnastuðningi við stjórnir S.-Afriku. IUSY vill einnig hvetja verka lýðshreyfinguna til að beita sömu aðgerðum gegn þessum stjórnum. IUSY skorar á öll samtök æskufólks að styðja aðgerðir kúgaðrar æsku í S.-Afríku og styðja andspyrnuhreyfingarnar af öllu hjarta. Útgefandi: Sam- band ungra Jafnað- armanna KOSNINGARÉTTUR KOSNINGARÉTTUR er helzti hornsteinn lýðræðis. Þeim, sem ekki njóta kosningaréttar, er synjað um hlutdeild í þróun þjóð féla'gsins og baráttunni fyrir betra lífi. Einmitt þess vegna 'hefur rýmkun kosningaréttar ver ið mikilvægt stefnumál ungra jafnaðarmanna allt frá upphafi. Það er orðið langt siðan, að ung- ir jafnaðarmenn 'á íslandi kröfð- ust þess, að kosningaréttur yrði rýmkaður og hann færður niður í 18 ár. Enn halda ungir jafnaðarmenn. við þessa réttlætiskröfu. ísle'nzkt: þjóðfélag hefur tekið gífutleg- um breytingum á síðustu áratug- um. Hlutdeild unga fólksins heí- ur margfaldazt í öllu athafnalífi. Unga fólkið 'gengur fyrr í hjóna- band en áður var. Unga fólkið kemur fyrr og betur menntað út í atvinnulífið en áður var. Þetta fólk verður að njóta fullra rétt- inda í öllum þáttum þjóðlífsins. Ungir jafnaðarmenn telja, að hafi unga fólkið ekki rétt til að velja fulltrúa sína á Alþingi, þá vanti enn nokkuð á, að fullt lýð- ræði ríki á íslandi. Ungir jafnaðarmenn fagna samþykkt síðasta alþingis um þær breytingar á kosningalögun- um, að kosningaréttur færist nið ur í 20 ár. Má með sanni segja, að stórum áfanga sé náð í bar- áttu ungra jafnaðarmanna fyrir kosningarétti un'ga fólksins, ef kosningaaldurinn verður nú færð' ur niður í tuttugu ár. En betur má ef duga skal. Tryggja verð- ur, að fólk á aldrinum 18—21 Framhald á 15. síðu. Apartheid - stefnan skaðleg kredda ÆSKULýÐSSIÐA birtir nú á- fram ályktanir 8. þiitgs AI- þjóðasambands ungra jafnaðar- manna. IUSY. Verða hér tekn ir fyrir þættirnir um Suður Afríku og aðskilnaðarstefnu hvítra manna og litaðra. 8. þing Alþjóðasambands ungra jafnaðarmanna (IUSY): 1. hefur komizt að raun um, að Aparteid-stefnan í Suður-Af- ríku er skaðleg kredda, sem sviptir íbúa S.-Afríku sínum gtmndvjallt rrdttindum. 2. veit, að Apartheid-stefnan mun verða áfram stjórnar- stefna í S.-Afríku meðan Vor ster og fylgismenn hans eru við völd; 3. fullyrðir að aðeins með al- þjóðaaðgerðum er hægt að vinna bug á kynþáttastefnu hvítra manna í S.-Afríku. ÞINGIÐ: 1. skorar á aðildarsamtök IUSY að athuga, hvort lönd þeirra taka afstöðu með Anti-Apart- heid stefnunni á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna og í Oryggisráðinu, og fer þess á leit, að ef lönd þeirra taka ekki jákvæða afstöðu í þessu máli, þá skuli aðildarsamtök in gera það að baráttumáli sínu hvert í sinu lagi; 2. skorar á aðildarsamtök IUSY að athuga skýrslur í löndum sínum yfir viðskipti við S,- Afríku með tilliti til álykt- unar Allsherjarþings SÞ 1962 um viðskiptahöft á S.-Afríku; 3. skorar á aðildarsamtök IUSY, að starfi engar Anti-Apart- heid-hreyfingar í löndum þeirra verði slikar hreyfing- ar stofnaðar; 4. skorar á öll aðildarsamtök IU SY, að nota Anti-Apartheid- hreyfingar, hvar sem þær starfa, til þess að fræða og vekja athy.gli almennings í heimalöndum sínum á atburð -Æaaesi um þeim, sem eiga sér stað í suðurhluta meginlands Af- ríku; 5. veit, að Anti-Apartheid- hreyfingin á i fjárhagslegum erfiðleikum, og skorar því á IUSY og aðildarsamtök þess að veita hreyfingunni fyllsta stuðning, þó sérstaklega blaði hennar, ,Anti-Apartheid News‘ þar sem viðurkennd er hin mikla nauðsyn á baráttunni ge'gn Apartheid-stefnunni. Gerð verði grein fyrir því, hve mikiisvert vopn það er í þeirri baráttu, að halda vakandi alþjóða athygli á hættunni af ástandinu í S,- Afríku, og þeirri nauðsyn, að allar þjóðir standi á móti Apartheid (aðskilnaði kyn- þáttanna. Vér krefjumst því af IUSY, að stjórn þess hafi forgöngu um að styrkja for- ystu Anti-Apartheid Nevvs, með því að gerast fastur á- skrifandi þess og senda það aðildarsamtökunum. Koparpípur og Rennilokar. Fittings. • U ' , Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Blöndunartæki. 1 Burstafell i byggingavöruverzlun f Réttarholtsvegi 3. Sími 3 88 40. 25. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.