Alþýðublaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 2
Ætla að stofna myndlistarhring Rvík, — Hdan. Það kom íram í viðtali við Bald xir Óskarsson skólastjóra Myndlist arskólans í Reykjavík að skólinn hefur hafið undirbúning að því að koma á fót myndlistarhring í samvinnu við nokkur fyrirtæki og starfsmenn þeirra. Er hér um nýjung að ræða hér á landi, en fyrirmyndin er vel þekkt hjá nágrannaþjóðum okkar á Norðurlöndum og víðar og mið ar að því að sýna málverk og graf ískar myndir (svartlist) í sam- komu- eða matsölum fyrirtækj- anna, starfsmönnum þeirra til á- nægju og menningarauka, og jafn framt að gefa þeim kost á að eign ast þessar myndir með vægu verði. Til þess að skýra nánar hvern ig iþetta er hugsað, þá er reiknað með, að fyrirtæki sem hefur á- huga og aðstöðu til slíkrar sam- vinnu, leggi fram 20 þús. krónur á ári og eignist þar með tvær myndir árlega. Starfsmenn fyrir tækisins, þeir sem hafa hug á að eignast myndir greiði 500 kr. á ári og eignast þá hver um sig eina grafiska mynd eða málverk þriðja hvert ár og verða myndir þeirra dregnar út' samkvæmt félagsnúm eri, en myndir fyrirtækja látnar af hendi samkvæmt vali forstjóra eða Nemandasýning Myndlistar- skólans opnuð i dag Reykjavík Hdan. í dag kl. 4 hefst sýning á verk- um yngstu nemenda Myndlistar- gkólans í Reýkjavík. Sýningin er í Ásmundarsal við Freyjugötu og verður opin alla næstu viku til sunnudags frá 17-20 daglega. Á sýningunni eru verk eftir börn á aldrinum 5-13 ára, og fcennir þar margra grasa. Á efri Iiæð eru 38 myndir gerðar með þekjulitum, krít og grafískar. Á heðri hæð eru milli 20 og 30 anósaikmyndir, skúlptúr og leir- jrmnir. Alls hafa um 60 börn ver- fð innrituð í barnadeild skólans ©g verið þar við nám frá 20. okt. el. Skólastjóri Myndlistarskólans ér Baldur Óskarsson rithöfundur, en kennslu barnanna annast Magn ils Óskarsson leiktjaldamálari, er kennir leirmótun og pappírsmót- un, Ragnar Kjartansson, mósaik og Jóhanna Þórðardóttir og Jón Reykdal ' sem kenna málun og grafík. Meðal myndanna á sýningunni, sem margar hverjar eru mjög skemmtilegar, var ein sem vakti sérstaklega athygli mína. Yar það mósaikmynd, nokkuð stór og skipt í þrjá hluta. Fyrst voru sýndar frí mínútur í skóla, næst kom knatt spyrnukappleikur og sá ég ekki betur en það væru Fram og KR sem þar ættust við, og að lokum var svo svipmynd af barnaleik- velli. Myndin er eftir 12 ára stúlku, Xngu Sigríði Ragnarsdótt- ur þar sem listakonan var þarna viðstödd, þá spurði ég hana nán ar um myndina. Sagði hún, að það hefði tekið liálfan mánuð að gera myndina sem væri úr mósaik þannig að allt fólkið væri úr brenndum leir, en síðan væri fyllt upp með mósaik. Myndin er eign Sumargjafar og á að lík- indum að prýða eitthvert af barna heimilum þess. Inga hefur stund- að nám í tvo vetur í Myndlistar- skólanum og hyggst halda því á_ fram. Framhald á 15. síðu. fulltrúa þeirra. Reiknað er með átta fyrirtækj um og 100 almennum félögum (starfsmönnum) í byrjun, en með því móti yrði fjármagn myndlist arhringsins 210 þúsund krónur. Fyrir það fé yrði keyp.t 51 mynd, og standa vonir til að hægt verði að fá liverja mynd fyrir 4 þúsund krónur, meðalverð. Þessi tilraun hefur þann tilgang að efla áhuga almennings á mynd- list og gefa honum kost á að eigri ast listaverk á verði sem er hverj um manni viðráðanlegt, og enr fremur að örfa og efla grafíklist- ina í landinu. Á aðild fyrirtækj anna yrði litið sem framlag og stuðniing éið menningþrmáleflri sem er nýjung hér. Baldur tók fram, að í þessum myndlistarhring yrði aðeins um verk viðurkenndra listamanna að ræða og að skólinn mundi sjá um allar framkvæmdir við sýninguna sem yrði eitt ár á ferðinni milli fyrirtækja og gæti verið uppi í einn og hálfan mánuð á hverjum stað. Leiðrétting í frétt frá aðalfundi Meistara- sajnbands bygginga,rmanna í biaðinu féll niður nafn eins stjórnarmeðlimsins. Þar er Finn ur B. Kristjánsson rafvirkja- meistari, sem einnig á sæti í stjórninni. MÁLSÓKN KAFKA FRUM- SÝND Á MIÐVIKUDAGINN Leikfélag Reykjavíkur frumsýn ir næstkomandi miðvikudagskvöld Málsóknina, leikrit sem André Gide og Jean Louis Barrault gerðu eftir samnefndri skáldsögu FFranz Kafka. Helgi Skúlason er leikstjóri en Pétur Einarsson fer með aðalhlutverkið. Þetta er 5. frumsýning Leikfélagsins í vetur og sú siðasta á leikárinu. Heimssýningii opnuð í gærdag Montreal, frá Elínu Pálmadótt ur 27. apríl. í dag lýsti Roland Michener, hinn nýi landsstjóri Kanada heims sýninguna, cxpo 1967, opnaða við hátíðlega atliöfn á „torgi þjóð- anna“ á sýningarsvæðinu á eyjun um 'í St. Lawrence-fljóti. Pearson Inga Sigríður Ragnarsdóttir og mósaikmynd henna • sem eftir á að prýða eitt af dagheimilum Sumar- gjalar. (Mynd: Hdan). forsætisráðh. tendraði heimssýn ingareldinn og fánar hinna 62 þátt tökuþjóða voru dregnir að húni. Meðal 5000 gesta við athöfnina var Pétur Thorsteinsson ambassa dor og Gunnar Friðriksson fram kvæmdastjóri íslenzku deildarinn ar á sýningunni. Athöfninni lauk með flugeldasýningu sem sýndi fána þátttökuþjóðanna, og bar ís lenzka fánann fallega við bláan himin. 650 blaðamenn hvaðanæva að úr heiminum voru sérstaklega boðnir til opnunarinnar og sjón varpað var frá lienni um gervi hnött til allra helztu sjónvarps stöðva um víða veröld. Eftir þessa athöfn var opnuð listsýning í nýrri listasafnsbyggingu á sýning arsvæðinu, en hún á að sýna list ræna sköpunarhæfileik mannsins í heiminum. Hafa 50 listasöfn í 30 löndum lánað 200 listaverk forn og ný til sýningar. Frá föstu degi verður heimssýningin opin almenningi til 30. október, og er búizt við að 35 milljónir manna sjái hana. Sýningarsvæðið tekur yfir um 1000 ekrur á eyjum sem búnar hafa verið til í fljótinu, og eru skálarnir 100 nær allir tilbúnir á opnunardaginn sem þykir eins dæmi á heimssýningu. Málsóknin er nafnkunnasta skáldsaga Kafka og birtist fyrst 1925, árið eftir dauða skáldsins sem lét hana eftir sig ófullgerða eins og önnur stærstu verk sín. í viðtali við blaðamenn sagði Sveinn Einarsson að Kafka hefði haft afar mikil áhrif á leikritun þótt hann skrifaði engin leikrit sjálfur. Hins vegar hefur ýmsum sögum hans verið snúið í leikrit, fyrst Málsókninni, en leikgerð hennar birtist fyrst 1947. Þótti hún takast mjög vel og varð ein- bver frægasta sýning Jean Louis Barraults, hins fræga leikhús- manns. Frumsýningin var í París en síðan hefur Málsóknin verið sýnd vfða, t.d. í Osló í fyrra og Hamborg í haust. Leikendur í Málsókninni eru 16 talsins en hlutverk allmiklu fleiri og fara flestir leikendur með fleiri en eitt hlutverk. Meðal leik enda er Jón Aðíls, en hann hefur ekki leikið með Leikfélaginu síð- Framhald á 15. síðu. Hótel Valhöll opnar í dag í dag, laugardag_ byrjar Hótel Valhöll, Þingvöllum, veitingarekst ur að þessu sinni, og verða þar á boðstólum allar venjulegar veit- ingar, s.s. gos, pylsur, kaffi og heitar og kaldar máltíðir eins og undanfarin sumur, fyrir ferðafólk og aðra þá er sækja heim hinn sögufræga og fagra stað. Þá er hótelið viðbúið að sjá um stærri og minn veizlur ef óskað er. 14 mjög vistleg og hlý herbergi hefur hótelið upp á að bjóða. Verður leitazt við að stilla leigu Framhald á 13. síðu. 2 29. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.