Alþýðublaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 4
Eitstjóri: Benedikt Gröndal. Símar 14900—14903. — Auglýsingasíml: 14906. — Aðsetur: Alþýðuliúsið við Hverfisgötu, Evík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Simi 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa- sölu kr. 7.00 eintakiO. — Útgefandi: Alþýðuflokkurlnn. Að bæfa lífi við árin ERLENDUR VILHJÁLMSSON flutti fyrr í þessari viku athyglisvert erindi í útvarpið, og fjallaði það um vandamál aldraða fólksins. Benti hann á ný viðhorf •til þessa máls, sem hafa rutt sér til rúms erlendis og igerbreytt afstöðu þóðfélagsins til þeirra karla og ikvenna, sem lokið hafa ævistarfi sínu. Erlendur minnti á, að hin hefðbundna skoðun á ell- inni sé á þá lund, að gamla fólkinu verði á einhvern hátt að koma fyrir, svo að það geti beðið dauða síns. Vist á einhverju hæli var samkvæmt þessum skoðun- um ágæt lausn á málinu, og mundi gamla fólkið þá •ekki verða yngri kynslóðum til trafala. Þessar skoðanir og þessi viðhorf eru gersamlega úr- elt, sagði Erlendur. Nú hefur vaknað skilningur á því, að hinir. öldruðu eigi ekki aðeins að fá að lifa ‘heldur einnig að njóta lífsins á þann hátt, sem hezt verður. Fólkið, sem hefur slitið kröftum sínum til elli- ára, á það sltilið af bjargálna þjóðfélagi, að fá að húa innan um annað fólk, halda heimili og gera allt það, sem það langar til sér til afþreyingar og ánægju. Þetta er jákvæð og mannúðleg stefna í málefni hinna öldr- uðu. Læknavísindin hæta árum við lífið. Nú þarf að bæta lífi við árin, sagði Erlendur. Afleiðing þessarar nýju stefnu er sú, að þjóðfélag- ið verður að breyta þeim aðgerðum, er það gerir fyrir aldraða fólkið. í stað þess að senda það á hæli, er reynt að hjálpa því til að halda heimili, meðan heils an leyfir. Þetta er gert með margvíslegri þjónustu, takmarkaðri húshjálp, jafnvel matarsendingum, að- stoð við ýms áhugamál. íbúðir hinna öldruðu eru ekki byggðar saman, heldur dreift á mörg íbúðarhús, þar sem fjölskyldur á bezta aldri einnig búa. Gamla fólkið fær íbúðir á neðstu hæð til að forðast stiga og ýmislegt er fyrir það gert beint og óbeint. íbúðir þess eru oft settar í nágrenni við barnaleikvelli, svo að það ■geti r.otið návistar barnanna. Því er gert kleift að heimsækja venzlafólk og vini. Hér er um að ræða gerbreytingu á hugsunarhætti og imargvísleg'ar aðgerðir á félagslegu sviði, sem fylgja í kjölfarið. Hefur mikið verið gert á þessu sviði í ná- gnannr öndum okkar, en íslendingar eru í þessum efr.urn langt á eftir. Á ræstu áratugum mun fjölga í árgöngum aldraðra, og verður hópur þeirra á íslandi mun stærri en hann héfur verið. Þá þarf ný stefna að vera komin til skjal- arjr^. þíÁðfélagið þarf að vera tilbúið með margvís- legar ráðstafanir, því gamla fólkið er ekki allt eins vpndamál þess ólík eins og hjá öðrum aldursflokk- mp. Nokkur undirbúningur hefur þegar farið fram, og hafa ýmsir aðilar kynnt sér þessi mál til að gera til- lögur um aðgerðir hér í næstu framtíð. Það er rétt að veita þessu máli mikla athygli. 4 29. apríl 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ HERMANN GUÐMUNDSSON ENDUR- KJÖRINN EORMAÐUR HLÍFAR Verkamannafélagið Hlíf í Hafn arfirði ihélt aðalfund sinn sl. þriðjudag. Var þar flutt skýrsla stjórnar, lesnir samþykktir reikn ingar og lýst kjöri stjómar, sem var endurkjörin, en hana skipa: Hermann Guðmundsson, form.; Gunnar S. Guðmundsson, vara- form.; Hallgrímur Pétursson, rit- ari; Sigvaldi Andrésson, gjald- keri; Reynir Guðmundsson, fjár- málaritari, Jón Kristjánsson, meðstjórnandi, Guðl. Bjarnason, vararitari. Á fundinum var ákveðið árs- gjald kr. 1000,oo. Þá var Jens Eunólfsson, sem átti sæti í stjórn Hlífar í 11 ár sæmdur gullmerki Hlífar. Gunnar Guðmundsson, vara- formaður Hlífar, afhenti Her- manni Guðmundssyni stórt og mikið málverk af Þingvöllum, var það gjöf til hans frá félags- mönnum í Hlíf í tilefni þess að Hermann Guðmundsson hefur verið formaður í V.m.f. Hlíf í 25 ár. Þá voru samþykktar eftirfar- andi tillögur: í tilefni þess að nú eru liðin 10 ár sðan bæjarstjórn Héifnar- fjarðar gaf V.m.f. Hlíf lóð undir félagsheimili og að 60 ára af- mæli Hlífar er á þessu ári, skor- ar aðalfundur V.m.f. Hlífar á byggingaryfirvöld ríkis og bæjar að veita nú verkalýðsfélögunum leyfi til að byggja félagsheimili það sem fyrirhugað er að koma upp á lóð V.m.f. Hlífar á Grund- artúni. Aðalfundur V.m f. Hlífar mót- mælir harðlega öllum áformum um að opna vínbúð og vínbar í Hafnarfirði. VANTAR BLAÐBURÐAR FÓLK í EFTfiRTALIN HVERFI: m a MIÐBÆ 1 og II HVERFISGÖTU EFRI HVERFFSGÖTU NEÐRI LAUGAVEG NEÐRI GNOÐARVOG KLEPPSHOLT KLEPPSHOLT RAUÐARÁRHOLT BRÆÐRABORGARSTÍG LAUGARTEIG LAUGARÁS FRAMNESVEG krossgötum ★ FLUGUMFERÐ. Nábúi flugvallarins skrifar okk- ur svohljóðandi bréf, sem beðið hefur birtingar um hríð: Það er stöðugt verið að hamra á því í blöðunum, að hin nýja þota Flugfélags íslands geti vel athafnað sig á Reykjavíkurflug- velli. Síðast sló Morgunblaðið þessu upp með stórri fyrirsögn á baksíðunni hér fyrir nokkru. Ég hefi fylgzt nokkuð náið með þessu máli, þar sem ég bý alveg í næsta nágrenni við flugvöllinn og verð fyrir talsverðum óþægind- um af hávaða frá flugumferðinni, sem mér finnst næsta nógur, þó ekki bætist þar þota við. Ég man ekki betur, en það væri tilkynnt af hálfu hins opinbera, og þá bæði í blöðum og útvarpi, þegar þotukaupin voru ákveð- in, að ríkið veitti Flugfélaginu einhverja fyrir- greiðslu í sambandi við kaupin, með því skilyrði, að umrædd þota yrði gerð út' frá Keflavíkurflug- velli, en ekki frá Reykjavík. Og ég man satt bezt að segja ekki til þess að þessi yfirlýsing hafi verið dregin til baka. Hafi það verið gert, þá hefur að minnsta kosti ekki verið haft hátt um það. Ég þykist vita að ég mæli fyrir munn margra, sem búa í grennd við flugvöllinn, þegar ég endurtek, að nægur er liávaðinn samt, þótt ekki bætist þotan við. ★ MILLIL AND AFLUG FRÁ KEFLAVÍK. Okkur hér á krossgölunum er ckki annað kunnugt en að yfirlýsingin um, aS þotan verði að fljúga frá Keflavík sé enn í fullu gildi. Ekkert hefur að minnsta kosti verið tilkynnt opinberlega um breytingu í þeim efnum. Það er í rauninni svo sjálfsagt og eðlilegt að millilandaflugið fari allt fram frá Keflavíkurflugvelli, að um það ætti ekki að þurfa að deila. Keflavíkurflugvöllur er stór og fullkom- inn völlur, honum hefur verið haldið vel við og þar er öryggisútbúnaður af bezta tagi. Brautir Reykjavíkurflugvallar eru misjafnar, vægast sagt, og völlurinn er lítill, a.m.k. samanborið við Kefla- víkurflugvöll, sem nú er ekki nema rösklega í hálf- tíma fjarlægð frá okkur. Innanlandsflugið hlýtur enn um skeið að verða frá Reykjavík, en hins vegar er tal um nýjan flugvöll á Álftanesi, sem vafalaust mundi kosta fleiri en einn milljarð króna svo bros- legt’, að ekki tekur nokkru tali og getur enginn tekið slíkt alvarlega. Við höfum nóg annað við peningana að gera en eyða þeim í slíkan leikara- skap. Sennilega mætti byggja malbikaðan veg langt norður í land fyrlr upphæð, sem flugvallar- ævintýrið á Álftanesinu mundi kosta. — K a r I *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.