Alþýðublaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.04.1967, Blaðsíða 9
KASTLJÓS HVAÐ GERA ÚTLAGARNIR? „GRÍSKUR HARMLEIKUR” heitir þessi mynd sem birtist í „Dag- ens Nyheter” í Stokkhólmi og sýnir afskipti hersins af hinu fall- valta lýðræði í Grikklandi. ENN er það aðeins fræðilegur möguleiki að borgarastyrjöld brjótist út' í Grikklandi. Allir Grikkir virðast vera sammála um, að það sem mestu máli skipti sé a'ð koma í veg fyrir ný bræðra- víg. En ekki verður hjá því komizt að taka með í reikninginn um það bil 70.000 Grikki, sem dval- izt hafa í útlegð í kommúnista- löndunum í norðri síðan borgara- styrjöldinni lauk 1949. Það eru þessir hópar, sem harðast hafa fordæmt byltingu hersins í Grikklandi. Á laugardaginn hóf leynileg útvarpsstöð, sem kallar sig „Rödd sannleikans” nokkrar útsending- ar og gerði svæsnar árásir á „kon- ungsstjórn, íasisma og einræði. Útvarpsstöðin mun vera staðsett „einhvers staðar í Norður-Grikk- landi.” ★ í ALBANÍU? Ekkert bendir til þess að stjórnarandstæðingum hafi tekizt að koma fyrir leynilegri útvarps- stöð með svona stuttum fyrir- vara, aðeins einurn sólarhring eftir byltinguna. Það verður því að gera ráð fyrir, að útvarpsstöð- in sé handan landamæranna, — sennilega í Albaníu. Albanir eru einu bandamenn Kínverja í Evr- ópu og þcss vegna er stjórnin í Spandiakis : Iíófsamastur, Grikkland og grannríkin á Balkanskaga. Tirana herskáasta kommúnista- stjórnin í flvrópu. Það er þannig vafasamt hvort aðrir „gestgjafar” kommúnist- ískra útlaga frá Grikklandi (stjórnir Júgósiavíu og Búlgar- íu) muni ganga svo langt að blása að glæðum nýrrar borgara- styrjaldar og langtum sennilegra er að þær muni fremur freista þess að koma í veg fyrir að sag- an endurtaki sig. Loks vaknar sú spurning, hvaða möguleika grísku útlagarn- ir hafa á því að gegna pólitísku hlutverki. Sennilega hafa þeir ekki mikla möguleika til þess. KKE, kom- múnistaflokkurinn í Grikklandi, hefur verið landflótta í 16 ár og þannig er flokkurinn kominn úr snertingu við grísku þjóðina. — Sósíalistar og kommúnistar skýla sér nú á bak við EDA-flokkinn, •sem þjónar hagsmunum þeirra ennþá betur. En ef til vill er það alvarleg- asta afleiðing byltingar hersins að hinir kommúnistisku útlagar skuli á ný vera hættulegur og óútreiknanlegur þáttur í grísk- um stjórnmálum. ★ FJÖLGAÐ í STJÓRN- INNI. Fjölgað hefur verið í hinni nýju stjórn Grikklands og er hún nú skipuð 18 mönnum, þar af 12 borgururri, en upphafléga var stjórnin skipuð fimm her- foringjum. Hins vegar hafa hinir fimm upphaflegu ráðherrar töglin og hagldirnar í stjórninni, enda gegna þeir mikilvægustu emb- ættunum. Hinir nýju ráðherrar eru aldraðir, íhaldssamir og „virðulegir” og eiga að gefa stjórninni virðulegan blæ. Her- foringjarnir virðast ekkert þurfa að óttast af hálfu nýju ráðherr- anna, sem áður hafa ekki skipt sér af stjórnmálum, en það á að vera til sannindamerkis um að þeir hafi „óflekkað mann- orð.” Greinilega hefur komið í ljós, að hershöfðingjarnir og ofurst- arnir, sem fyrir byltíngunni stóðu, standa lengst til hægri í stjórn- málum og gera má ráð fyrir, þótt því sé ekki haldið beinlínis fram, að þeir séu félagar í samtökum Grivasar hershöfðingja, IDEA (Hið heilaga félag grískra liðs- foringja), en félagatalan mun vera 2—3000. Ennfremur er eftirtektarvert hve margir byltingarmannanna eru foringjar í skriðdrekasveit- um Rersins. ★ MENNIRNIR. Innanríkisráðherrann, Stiylian- os Patakos hershöfðingi, er yfir- maður skriðdrekaherfylkisins. Giorgios Papadopoulos ofursti, ráðherra án stjórnardeildar, var Frh. 10. síðu. Málningarvinna Óskum eftir að ráða aðstoðarmann við bíla- málningu. Upplýsingar ekki gefnar í síma. BÍLASKÁLINN HF. Suðurlandsbraut 6. LÁUST STARF Kópavogskaupstaður óskar að ráða sérfræð- ing í skipulagsmálum, hið fyrsta. Allar nánari upplýsingar veitir bæjarverk- fræðingur. Kópavogi 28. apríl 1967. BÆJARSTJÓRI. SUMARDVALIR Tekið 'verður á móti umsóknum um sumardvöl fyrir börn hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands, dagana 2 og 3. maí nk. kl. 10-12 og 14-18 á skrifstofu Rauða krossins Öldugötu 4, ekki tekið við umsóknum í síma. Eingöngu verða tekin Reykjavíkurbörn fædd á tímabilinu 1. janúar 1960 til 1. júní 1963. Aðrir aldursflokkar koma ekki til greina. Á- ætlað er að gefa kost á '6 vikna eða 12 vikna tímabilum. STJÓRN REYKJAVÍKURDEILDAR RAUÐA KROSS ÍSLANDS. Ensk gólfteppi Enskir teppadreglar Gangadreglar Teppafílt Gólfmottur Nýkomið í mjög fjölbreyttu úrvali. i GEísIP TEPPADEILDIN. 29. apríl 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.